Vikublaðið - 27.05.1994, Síða 7
VTKUBLAÐIÐ 27. MAI 1994
Flokks-
brofln
í Sjálf-
stæðis-
flokknum
Þeir Árni Sigfússon og félagar
hafa hamrað talsvert á því að
Reykjavíkurlistinn sé samsett-
ur af stuðningsmönnum „fjögurra til
fimm flokka og flokksbrota". Arni
boðar að ef menn vilji hreinar línur þá
kjósi menn Sjálfstæðisflokkinn.
Er Sjálfstæðisflokkurinn með
hreinar línur? Nei. I Flokknum eru
ótal flokksbrot sem hver tala með sínu
nefi út og suður.
Nefnum nokkur:
- Geipsarmur
- Gunnarsarmur
- Albertsarmur (hulduher)
- Davíösarmur
- Þorsteinsarmur
- Eimreiöarhópurinn
- Loftleiðahópurinn
- Félag Vrjálshyggjumanna
- Varðberg/Samtök
um vestræna samvinnu
- Stuttbuxnadeildin
- Landbunaðararmurinn
Og fleiri mætti týna til. Ef Árna
finnst að það myndi hljóma ruglings-
lega að hlusta á fulltrúa annarra
flokka alla lýsa stefnu sinni í einu hvað
finnst honum um falskan hljóm eigin
manna?
Imyndið ykkur: Sjálfstæðisflokkur-
inn setur á laggirnar þrjár átta manna
innanflokksnefndir urn stefnumótun
til aldamóta.
I nefnd númer eitt veljast Árni Sig-
fússon, Matthías Bjarnason, Jón
Magnússon, Egill Jónsson, Hreinn
Loftsson, Friðrik Friðriksson, Krist-
ján Ragnarsson og Páll Gíslason. Ein-
róma niðurstaða?
I nefnd númer tvö veljast Júlíus
Hafstein, Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, Ellert B. Schram, Pálmi
Jónsson, Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson, Vilhjálmur Egilsson, Árni
Johnsen og Amal Rún Quase. Ein-
róma niðurstaða?
I nefiid númer þrjú veljast Katrín
Fjeldsted, Sverrir Hermannsson, Ingi
Björn Albertsson, Eggert Haukdal,
Hrafn Gunnlaugsson, Guðmundur
Magnússon, Einar Oddur Kristjáns-
son og Markús Orn Antonsson. Ein-
róma niðurstaða?
Kjörstaðir
við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík þ. 28. maí 1 994 verða þessir:
Álftamýrarskóli
Árbæjarskóli
Austurbæjarskóli
Breiðagerðisskóli
Breiðholtsskóli
Fellaskóli
Foldaskóli
Langholtsskóli
Laugarnesskóli
Melaskóli
Miðbæjarskóli
Sjómannaskóli
Ölduselsskóli
Auk þess verða kjördeildir í Elliheimilinu Grund, Hrafnistu og
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12.
Kjörfundur hefst laugardaginn 28. maí kl. 9.00 árdegis
og lýkur kl. 22.00.
Sérstök athygli kjósenda er vakin á eftirfarandi ákvæði
81. gr. kosningalaga:
Er kjósandi kemur inn í kjörfundarstofuna gerir
hann kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa
nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Ef
hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt
kjörskránni afhendir oddviti honum einn kjörseðil.
Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini getur átt von á
því að fá ekki að greiða atkvæði.
Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur og
þar hefst talning atkvæða þegar að loknum kjörfundi. Símanúmer yfir-
kjörstjórnar á kjördag er 632263.
Yfirkjörstjórnin í Reykjavík
Jón Steinar Gunnlaugsson
Gísli Baldur Garðarsson Eiríkur Tómasson