Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 8
8 Reykjavík anum 1-21: Upprifjun á fyrri hlut- í síðasta blaði rifjuðum við upp 21 dæmi af spillingar- og klúðursmálum meirihluta íhaldsins í Reykjavík. - Skýrsla Ingu Jónu Þórðardóttur kostaði 2,8 milljónir. Þar af runnu 1,9 milljónir til Ingu Jónu. íhaldið hefur ekki viljað birta skýrslu Ingu Jónu vegna þess hversu róttæk hún er í einkavæðingu. - Árni Sigfússon framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins fékk fram skyldumætingu starfsmanna Borgarspítalans á námskeið hjá Stjórnunarfélaginu. Námskeiðahaldið kostaði borgarbúa 1,8 milljónir. - Markús Örn sá fram á fall borgarinnar í hendur Reykjavík- urlistans og sagði af sér. Nú slappar hann af með þriggja mánaða biðlaun í vasanum, ávísun frá borgarbúum fyrir greiðasemina við Sjálfstæðisflokkinn. - Forráðamenn Stöðvar 2 (eigendur Sýnar) rufu útsending- ar Sýnar á þingfundi þar sem sjávarútvegsmálin voru rædd. Þetta var einhliða gert til að koma í loftið áróðursmynd Árna Sigfússonar og Sjálfstæðisflokksins. - Davíð Oddsson hefur í þrjú ár haldið stöðu sinni og laun- um sem borgarfulltrúi þótt mætingin sé aðeins 25%. Takmörk- uð mæting Davíðs þýðir að borgarbúar hafa greitt honum 24.608 krónur á tímann. - Dóttir Þórunnar Gestsdóttur var látin í „skýrslugerð" á vegum ferðamálanefndar borgarinnar og skilaði litlu meir en sjö og hálfs blaðsíðna skýrslu. Dóttirin fékk 400 þúsund kall. - íhaldið reyndi að hliðra til fyrir fyrrum framkvæmdastjóra þingflokks íhaldsins, Gústaf Níelsson og SHELL með því að þvinga í tvígang fram söluskála og bensínafgreiðslu í Grafar- vogi. Þessi áform tókst að stöðva. - íhaldið samþykkti að kaupa kofaræfil á mótum Suðurgötu og Fálkagötu á 6 milljónir króna, en kofinn var í eigu gegns sjálfstæðismanns, Árna Bergs Eiríkssonar. - Eigendur Hafnarstrætis 7 hafa hunsað skilyrði borgarinn- ar um að klára bílastæðakjallara vegna linkindar meirihluta- manna í byggingarnefnd og hjá byggingarfulltrúa. Meðal eig- enda eru Geir og Steindór Haarde. - Tvö verktakafyrirtæki hafa í skjóli íhaldsins setið að bygg- ingaframkvæmdum fyrir félagasamtök aldraðra. Þetta eru Ár- mannsfell og Gunnar og Gylfi. Þannig hefur þessum aðilum verið afhentar framkvæmdirn- ar á silfurfati. - Án útboðs var Lögmannsstofu Gunnars J. Birgissonar ut- hlutuð innheimta fyrir bílastæðasjóð. Þetta gerðist fyrst 1988, en þá valdi Davíð lögmannastofuna eftir eigin höfði. Hefur samningurinn verið endurnýjaður allar götur síðan. - íhaldið tilkynnti að það ætlaði að einkavæða strætó. Framkvæmd málsins var í höndum Sveins Andra Sveinssonar og einkenndist af flaustri og mótsögnum. Árni Sigfússon hefur í kjölfarið þvegið hendur sínar af einkavæðingar- bröltinu. - Hannes Hólmsteinn var á 2,5 milljón króna launum hjá Hitaveitunni að skrifa ævisögu Jóns Þorlákssonar. Borgarsjóður var síðan látinn kaupa 368 eintök af bókinni fyrir 1,1 milljón og Lands- virkjun 50 eintök. - ÍTR auglýsti skemmtihaid íhaldsins á sumar- daginn fyrsta. ÍTR auglýsti á kostnað borgarbúa framkomu Árna Sigfússonar, Sigurðar Sveinsson- ar, Þorbergs Aðalsteinssonar og Óskars Finns- sonar, sem allir eru á lista íhaldsins. - Borgarráð samþykkti að kaupa kofaræfla og stjórinn prívat með íbúðir sem hann leigir eftir hentug- leika. Súsanna var einstæð en með um 300 þúsund króna mánaðar- laun og flutti ekki úr lúxus „félags- málaíbúðinni" þótt hún síðar giftist. Enda greiddi hún lága leigu; ef íbúðin væri á almenna leigumarkaðinum væri leigan minnst tvöfalt hærri. 24: Hlustuðu ekki á synjun útvarpsstjóra - Sjálfstæðismenn tóku ófrjálsri hendi upptöku úr Dagsljós- þætti, klipptu til og notuðu ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur í auglýsingu. Þeim hafði áður verið afdráttarlaust synjað um notkun á þessu efni af Heimi Steinssyni útvarpsstjóra, en hunsuðu þá synjun og brutu lög. Þetta er skýrt dæmi um að sjálfstæðismenn grípa til hvers kyns óyndisúrræða. - Davíð Oddsson lofaði sömuleiðis í sjónvarpi daginn fyrir síðustu kosningar að biðlistar leikskólanna yrðu horfnir að hausti. Þá voru um 1.800 börn á biðlistum leik- skólanna en nú eru þau 2.300. Um leið hefur biðtími barna einstæðra foreldra eftir heilsdagsvistun lengst frá því að vera 3,5 mánuðir árið 1982 í að vera 15 mánuðir 1992. Á síðasta kjörtímabili skerti íhaldið styrki til einka- rekinna leikskóla um tvo þriðju. Það þýðir að styrkur fyrir barn í einkareknum heilsdagsleikskóla er nú 6 þúsund en væri ella 18 þúsund. Með öðrum orðum kostar slík vistun for- eldrana allt að 32 þúsund krónur á mánuði en hefði ella kost- að 18 til 19 þúsund. Loks er rétt að minna á að sjálfstæð- ismenn hafa fjórum sinn- um fellt til- lögur núver- andi minni- hluta um einsetningu skóla og nú er málum svo komið fyrir að Reykjavík ásamt Reykjanesi eru þau tvö fræðsluumdæmi sem lengst eiga í land með húsnæði til að geta einsett skóla. 27: Borgarstjóri leiðréttir út komu íhaldsins - Markús Örn Antonsson borgarstjóri tók sig til og fór að reikna út skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Heims- mynd upp á nýtt þegar honum líkaði ekki niðurstaðan um að íhaldið fengi bara 7 fulltrúa. Þetta var fyrir ári síðan. lóðir við Lindargötu sem Hrafn Gunnlaugsson átti. Borgarsjóð- ur var látinn punga út 14 milljónir til Hrafns og 11 milljónir til viðbótar vegna kaupa á gamalli vélsmiðju. - íhaldið þverneitaði að loka fyrir gat á umferðareyju móts við Hekluhúsið. Jafnvel eftir dauðaslys var þráast við. Það var ekki fyrr en eftir mikinn þrýsting og Ioks fyrir beiðni Heklu- manna sjálfra að gatinu var lokað. - Ráðhúsið átti að kosta 1.460 milljónir króna, en endaði í 3.310 milljónum. Mismunurinn er 1.850 milljónir. Perlan átti að kosta 730 milljónir, en endaði í 1.680 milljónum. Mismunurinn er 950 milljónir. - Meirihlutinn ætlaði að ana út í endurbyggingu Korpúlfs- staða og áætlaði kostnaðinn um 2 milljarða. í Ijós kom að endurbyggingin myndi kosta um 4 milljarða. Meirihlutamenn urðu að gefa eftir og Korpúlfsstaðir voru settir í salt. - Árni Sigfússon lét rétt fyrir kosningar gefa út dýran bæk- ling um félagsmálin. Bæklingurinn kostaði 2 milljónir króna og dró upp afar jákvæða mynd, en sleppti að tilgreina hversu óralangt væri í land á mörgum sviðum. - Fyrir síðustu kosningar lét íhaldið boð út ganga til emb- ættismanna borgarinnar. Gatnamálastjóri slakaði á sektum fyrir stöðubrot. Fjöldi sektarmiða lækkaði um 41%. Strax að loknum kosningum fjölgaði sektum um 40%. - Allir minnast þess þegar Ragnar Júlíusson formaður Granda lét fyrirtækið kaupa undir sig drossíu á sama tíma og Grandi var að segja upp fullt af fólki. Fyrir flokksholla þjónustu var hann gerður að forstöðumanni hjá borginni. 26: Stóru svikin í skóla- málum 22: Greið- inn við Hlölla Haarde 23: Aðstoðin við Sússu Svavars - „Láglaunakonan" Súsanna Svavarsdóttir á Morgunblaðinu fékk leigða íbúð beint af borgar- stjóra. Á sama tíma og borgar- fulltrúar fá straum erinda frá illa stæðu fólki um íbúðir á leigu í gegnum félagsmálaráð og fé- lagsmálastofnun þá er borgar- 25: Lygi Davíðs um for- eldragreiðslur - Eitt af kosningaloforðum íhaldsins fyrir það kjörtímabil sem er að Ijúka var að ákvörðun yrði tekin um fyrirkomulag greiðslu til foreldra sem kjósa að annast börn sín á dagvistar- aldri heima. íhaldið segir þetta efnt og greiðslur hafnar. Eins og minnihlutinn spáði er um málamyndagreiðslur að ræða; 6 þúsund krónur á mánuði. Ástæða er til að rifja upp málflutning Davíðs Oddssonar daginn fyrir síðustu kosningar. Hann sagði það kosta borgina og einstæða móðir tveggja barna tæpiega 800 þúsund krónur á ári að vista börnin í heilsdagsvistun og spurði hvort það væri ekki betra að þessi einstæða móðir fengi þessar 800 þúsund krónur sjálf til ráðstöfunar. Þarna var Davíð óbeint að lofa einstæðu móðurinni 66.700 krónur á mánuði eða 77.800 krónur á núvirði. Greiðslurnar nú upp á 6 þúsund krónur á barn er aðeins 15% af loforðinu. - Borgin keypti lóðina Hafnarstræti 2 af Geir Haarde og fjölskyldu og fylgdi með skúrinn þar sem Hlöllabátar voru. Kaupin voru upp á 40 milljónir króna og þótti ýmsum nóg um. Nú er búið að reisa Ingólfstorg og nýtt hús sem leigt er „Hlölla“, en það er Hlöðver Sigurðsson og eru hann og Geir Haarde systkyna- synir. Nær fullkomið dæmi um yfirmáta liðlega greiðasemi við pólitískt rétt innstillta menn; ekki var eignin bara keypt heldur var Hlölla tryggður nýtísku veitingastaður á besta stað þar sem tryggt var að mikill mannfjöldi myndi safnast saman. VIKUBLAÐIÐ 27. MAI1994 Annar hluti

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.