Vikublaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 10
10
í dagsins önn
VIKUBLAÐIÐ 27. MAÍ 1994
Þorbergur Aðalsteinsson „kokk-
ur“ vill verða borgarfailtrúi og reisa
sér minnisrnerki. Þorbergur missti
af því að sjá Ráðhúsið rísa, missti
reyndar af öllum blómatíma Davíðs
Oddssonar sem borgarstjóri, því í
tæp 6 ár var Tobbi kokkur atvinnu-
maður í boltaleik í velferðarríki
skandínavísks sósíalisma í Svíþjóð.
Hann lærði Davíðsfræðin utan-
skóla! Og lét sér vel líka, dreif sig
ekki heim fyrr en sigur hægri afl-
anna var í augsýn.
Eins og Arni Sigfússon hefur
Tobbi ætlað sér stóra hluti. Honum
hefur tekist vel upp við að spila
handbolta og stjórna handboltalið-
um. I Svíþjóð stundaði hann aukin
heldur nám í stjórnsýslufræðum.
iýni stundaði nám í hinu sama.
Árni lærði í Bandaríkjunum, en
Tobbi las hins vegar um stjórnsýslu
að hætti sænskra sósíalista. Er í
þessari einföldu landafræði fólgin
skýringin á því hvers vegar Arna
tókst að ljúka námi en Toþba ekki?
Hver veit? Nú er Árni kominn á
toppinn í stjómsýslunni en Tobbi á
toppinn í boltaleiknum. Það kemur
fátt gagnlegt frá Svíþjóð. Spyrjið
bara Indriða G. Þorsteinsson og
Hannes Hólmstein.
Kannski er Tobbi bara á rangri
hillu. Tvítugur útskrifaðist hann úr
Hótel- og veitingaskólanum, en
hefur ekki komið nálægt því fagi
síðan, svo vitað sé. Hvað er Tobbi
eiginlega að bralla?
Hvað segja menn annars um
Tobba? Gallinn er sá að þegar nafn
hans er nefnt sjá menn fyrir sér
bolta en enga pólitík. En ætli álit
manna á Tobba sem handbolta-
manni geti yfirfærst á Tobba sem
pólitíkus? Hvað segja menn?
„Hann er svolítið óákveðinn og
það er hringlandaháttur í honum,"
hefur Gunnar Beinteinsson lands-
liðsmaður sagt um Tobba. „Þegar
maður spilaði með honum þýddi
ekkert að fara með honum í hraða-
upphlaup því hann gaf aldrei bolt-
ann,“ hefur Adi Hilmarsson þjálfari
sagt. „Hann hefur mikið vit á hand-
bolta,“ bætti hann við. „Okosturinn
við hann cr sá að hann var alltof
Iengi í Svíþjóð, hann er alltof sós-
íalíseraður eftir það,“ hefur Þor-
björn Jensson þjálfari sagt. „Hann
gaf helst aldrei boltann nema til að
fá hann aftur og þá geta skotið strax
á inarkið,“ hefur Guðmundur Guð-
mundsson þjálfari sagt. „Hann er
mjög skapbráður og var fljótur að
stökkva upp á nef sér ef eitthvað fór
ekki eins og það átti að fara. Og
hann kann náttúrulega ekkert að
elda því það er svo Iangt síðan hann
hefur verið í faginu," hefur Einar
Árnason sagt, en hann kenndi
Tobba að kokka.
Sem sé: Óákveðinn og skapbráð-
ur einspilari.
Og hvað hafa þá menn sagt um
Árna Sigfússon? Óvæginn og tilætl-
unarsamur, segir Gunnar Þorláks-
son skrifstofustjóri í félagsmála-
ráðuneytinu. „Hann vantar meiri
reynslu", hefur Sigurbjörg Sigur-
geirsdóttir sagt, en hún er yfirmað-
ur öldrunardeildar Félagsmála-
stofnunar. „Hann hefur gert mistök
í stjórnun borgarinnar sem gefur
vísbendingu um að pólitískt þefskyn
hans er ekki í góðu lagi,“ segir sjálf-
stæðismaður nátengdur borgar-
stjórn. „Hann mætti sýna meira
umburðarlyndi, einkum í bindindis-
málum“, segir Hreinn Loftsson
lögmaður.
Sem sé: Skortir reynslu og um-
burðarlyndi og gerir mistök.
Rithöndin
Grúskari með allt
á hreinu
Þú virðist róleg og yfirveguð mann-
gerð. Einkalíf þitt er þungamiðjan
í tilverunni, þar á eftir má fara að huga
að öðrum hlutum, finnst þér. Fjöl-
skyldu- og vináttubönd eru sterk. Þú
virðist fasmr fyrir og dálítill einstakl-
ingshyggjumaður. Ferð erftir þínum
rökum frekar en annarra. En þú ert
vinsamlegur og hlýlegur svo aðrir taka
varla eftir því hvað er í raun og veru
erfitt að hafa áhrif á þig.
Þú virðist hugsa vísindalega og villt
hafa allt á hreinu og ekki í neinni þoku
eða óvissu. Þú ert trúlega grúskari og
hefúr gaman af að varðveita gamlan
ffóðleik. Þú átt líka gott með að starfa
og vera með öldruðu fólki. Líklega
ertu með það sem sumir nefna gamla
sál.
Það mundi henta þér vel að vera
bóndi, kennari eða að fást við vísindi.
Þú ert jákvæður og börn hænast að
þér. Þú ert líka laginn að vekja metnað
þeirra og bjartsýni.
Gangi þér vel.
R.S.E.
Jakob Þór Einarsson.
Mannréttindi á friðar- og stríðstímum.Tónleikar og ljóðaupplestur
í Kristkirkju laugardaginn 28. maí kl. 17:00
Listamenn hafa löngum leitað fanga í listsköpun sinni í
örlög og tilfinningar fólks. Á stofhdegi Amnesty Inter-
national 28. maí höfum við tækifæri til að njóta list-
sköpunar þar sem viðfangsefnið er maðurinn, réttindi hans
og hvernig þessi réttindi eru vanvirt.
Laugardaginn 28. maí verða tónleikar og ljóðaupplestur
í Kristkirkju, sem bera yfirskriftina „Stríð-Friður“ mann-
réttindi á friðar- og stríðstímum.
Fyrsta verk tónleikana er „Iskvartett" eftir Leif Þórarins-
son fyrir fiðlu, flautu gítar, selló og söngrödd. Þá verður
frumflutt tónverk John Speight „Það var vor í Króatíu"
samið fyrir kontratenór, flautu, gítar og selló við texta
Sæmundar Norðfjörð og Jónasar Þorbjarnarsonar. Síðasta
verk tónleikana er fyrsti opinberi flumingur á verkinu
„Bænir“ eftir Atla Heimi Sveinsson. Hér er um sóló-
kantötu að ræða, fyrir kontratenór, flautu, klarinett, gítar
og selló, textinn er eftir Sören Kirkegaard í þýðingu
Sigurðar A. Magnússonar.
Tónlistarfólkið sem fram kemur á tónleikunum eru:
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Ármann Helgason klar-
inettuleikari, Biyndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Einar
Kristján Einarsson gítarleikari, Martial Nardeau flautu-
leikari og Sverrir Guðjónsson kontratenór.
Milli tónverka flytur Guðrún S. Gísladóttir leikkona
ljóðaþýðingar Sigurðar A. Magnússonar úr væntanlegu
ljóðasafni sem gefið verður út af Islandsdeild Amnesty
International næstkomandi haust undir heitinu „Ur ríki
samviskunnar".
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir rnynda þá karlmannsnafn. - Lausnarorð krossgátunnar í
síðasta blaði er Dyrhólaey.
7— 3“ é r— 0 T— i 7— 9 10 i) V <?
IZ 77 V 13 IT 10 7 !5 3 z 0 II IT y 17- 18
T /9 l(? II V 29 13 2o 7 21 22 2/ 3 13
lo 3 23 3 2 (o Xí 10 1v— V 2 B— 20
zs 75 lu 23 2? 10 10 V W~ 2T Tl 21 13 1T
3 2T /¥ 7 17 b 9 10 0 8 Ti~~ ~W~ 1
3 II Zí ÍV 28 Zl T~ w IT V lá> X TS~ 20
)3 Z/ 2 n T 2°! X 10 2 V i z 20 (p Z
)0> V 3 XT lo XI Z 9 ZJ z (o ii S? 3
10 20 II 21 2 0 's V IT IX 23— X s? 8
i 18 20 II % 31 3 II w~ TS~ s? IT / *K it— U
1 26 T~ §2 \<o I6~ 20 T~ V 2 6 20 2 s? 32
8 V '10 II 20 10 /9 V 21 )é 2T II
)T )5 3 20 29 21 6 2/
Tilveran
og ég
Tæp vika til kosninga þegar
þetta er skrifað og mikið
skelfing er stemningin eitthvað
einkennileg í samfélaginu. Það er
allt, sem einhverja vikt hefur, í-
haldsins megin. Fjölmiðlarnir
flestallir, Morgunblaðið, DV,
Pressan, Eintak, Stöð 2 og ríkis-
sjónvarpið. Það er einna helst
gamla gufan, sem heldur áttum.
Þar er hins vegar óttinn greini-
legur og menn hika við að taka á
augljósum hneykslismálum eins
og freklegri misnotkun bæjaryfir-
valda í Kópavogi á almannafé.
Gufan óttast að vera ásökuð um
að ganga erinda andstæðinga í-
haldsins. Tíminn og Vikublaðið
reyna að sporna á móti en veikt
er það.
Kolkrabbin er að sjálfsögðu á
fullu með alla sína arma. Veitir í-
haldinu ómælt fé, spýr galli og
hótar mönnum brottrekstri og
atvinnuleysi ef ekki er makkað
rétt. Sérlega ógeðfelld skepna.
Og ríkis-
stjórnin (ef
rétt er að
nefna þessa
lufsu enn því
nafni), sjálf
ríkisstjórn lýð-
veldisins
leggst á sveif
með thaldinu
og gefur út
kosningavíxla í
löngum bun-
um. Maður
býður eigin-
lega bara eftir
því að farið
verði aftur að skrifa upp á inni-
haldslausa álverspappíra.
Það eina sem eftir stendur er
fólkið í landinu. Mun það láta
soran í Valhöll og peningaaustur-
inn blekkja sig? Ekki segja kann-
anir en hversu lengi þrauka
merin.
Nokkur atriði standa uppúr
þegar litið er yfir kosningabarátt-
una þetta vor. I fyrsta lagi hin
knýjandi nauðsyn að koma hér á
laggirnar blaði, sem getur staðið
gegn veldi kolkrabbans. Blaði
sem ekki verður litið framhjá
þegar umræða á sér stað.
I öðru lagi þarf að setja ein-
hverjar reglur um skoðanakann-
anir. Þær eru farnar að skipta það
miklu máli að óviðunandi er að
óvandaðar kannanir séu með-
höndlaðar á sama hátt og þær
sem vel eru unnar. Það er líka at-
hugandi hvort rétt sé að banna
birtingu kannana í einhverja daga
fyrir kjördag líkt og gert er víða
um Iönd.
Og í þriðja lagi verður nú að
knýja fram þá sanngjörnu kröfu
að bókhald flokkanna verði opin-
ber plögg. Fólk á heimtingu á að
vita hvaða fyrirtæki það eru sem
dæla fé í Sjálfstæðisflokkinn á
sama tíma og þau grenja í gegn-
um Þórarinn Viðar að engir pen-
ingar séu til. Þetta ætti líka að
geta orðið til að draga úr mis-
notkun á almannafé en enginn
þarf að efast um hvaða sjóður
verður látinn borga herkostnað
Sjálfstæðisflokksins ef svo fer að
hann hremmir borgina. Ihaldið
hefur eitt flokka verið því andvígt
og ekki að undra.