Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Page 11

Vikublaðið - 27.05.1994, Page 11
VIKUBLAÐIÐ 27. MAÍ 1994 11 Fjölmiðlahjónin Elín Hirst og Friðrik Friðriksson standa í stórræðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana. Þau hafa einsett sér að nota fjölmiðlana sem þau ráða yfir til að sverta Sigrúnu Magnúsdóttur. Pressunnar og Hjónin Elín Hirst frétta- stjóri Stöðvar 2 og Friðrik Friðriksson útgefandi Pressunnar heltu sér út í kosninga- baráttuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu viku og beittu fyrir sig þeim fjölmiðlum sem hjónin hafa forræði yfir. Þau Elín og Friðrik, sem er fyrrver- andi kosningastjóri Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, völdu sér sameigin- legt skotmark, Sigrúnu Magnúsdóttur en hún skipar fyrsta sætið á Reykjavík- urlistanum. Tilefhið var langsótt sem hjónin fundu til að koma höggi á Sigrúnu Magnúsdóttur. Utgáfufélagið Mót- vægi hf., sem gaf út Tímann, var tekið til gjaldþrotaskipta um síðustu áramót og þann 6. apríl skilaði skiptastjóri .skýrslu til skiptafundur. I skýrslunni er vikið að ýmsum ráðstöfunum for- ráðamanna Mótvægis og Framsókn- arflokksins og þær gangrýndar. Vikublaðið greindi frá efhisatriðum skýrslu skiptastjóra þann 8. apríl en Stöð 2 og Pressan sýndu málinu lítinn áhuga. I síðustu viku vaknaði hinsveg- ar áhugi hjónamiðlanna þegar leið fannst til að tengja nafh efsta manns á Reykjavíkurlistanum við fjármála- óreiðu. Þau Elín og Friðrik og hand- langarar þeirra á Stöð 2 og Pressunni seildust aftur um tvö ár og fjórar hlutafélagastjórnir til að segja frá því að efasemdir væru uppi um að helstu trúnaðarmenn Framsóknarflokksins hefðu greitt hlutafjárloforð í hlutafé- laginu Tímanuin. Tírninn hf. bar ekki ábyrgð á rekstri dagblaðs framsóknar- inanna síðustu tvö árin heldur Mót- vægi hf., sem sldpti þrisvar um stjórn áður en félagið varð gjaldþrota. Sig- rún Magnúsdóttir hafði það til saka unnið að hafa setið í stjórn Tínians hf. Allir þeir sem hafa minnstu hug- rnynd urn útgáfusögu Tímans síðustu árin vita að Steingrímur Hermanns- son, fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins, hefur af hálfu flokksins haft forræði yfir málum dagblaðsins. Aðrir forystumenn flokksins hafa lftil sem engin afskiptí haft af Tímanutn undanfarin misseri. Þetta kom hvergi fram hjá Stöð 2 og Pressunni. Reynd- ar var klúðrið og dómgreindarleysið svo mikið að í frétt Pressunnar var ýmist talað um Mótvægi hf. og Tím- ann hf. án þess að sainhengið milli þessara tveggja hlutafélaga væri nokkru sinni útskýrt. Markmiðið var heldur ekki að upplýsa lesendur held- ur að koma höggi á ffambjóðanda Reykjavíkurlistans. Væntanlega hljóta hjónakornin Elín og Friðrik verðuga umbun hjá Flokknum og mun ekki veita af. Það er farið að skrölta í fyrirtækinu hans Friðriks. „Hefurðu engin hljóð í dag?“ - Hvað hefur eiginlega komið fyrir hann Hannes Hólmstein? Ég hef bara engar spurnir af honum haft í háa herrans tíð utan hvað ég sá honum aðeins bregða fyrir á götu fyrir nokkru. Þannig mælti kunningi ininn einn, sem bankaði upp á hjá mér á dögun- um. Nú hef ég náttúrulega ekki fylgst svo vel með ferli Hannesar yfirleitt, hvað þá daglegu amstri, að ég treystí mér til að svara þessu. - Það hefur vonandi ckkert slæmt hent Hannes, lasleiki, slys eða eitt- hvað þessháttar, sagði ég. - Nei, ekkert slík hefur hent Hann- es minn, sem betur fer, var svarið. - Eins og ég sagði sá ég hann á götu nú nýlega og sá ekki betur en hann væri jafn hress, hnarreistur og hnakkakerrtur og hann á að sér að vera. - Nú, er þetta þá ekki allt í lagi með ntanninn, eða af hverju spyrðu? - Jú, hinn linnulausi íhaldsáróður í 'Mogganum, hinu „hlutlausa blaði allra landsmanna," - nú að undan- förnu, - hefur varla farið ffamhjá þér. Það verður blátt áfram ekki þverfótað í blaðinu, ef svo má að orði komast, fyrir þessurn ritsmíðum þótt vart verði sé að sumir þessara „rithöfunda" hafi nokkru sinni fyrr reynt að draga til stafs. Nú vitum við að fáir eða engir Is- lendingar hafa verið eins afkastamiklir á ritvellinuin undanfarin ár og Hann- es Hólmsteinn, fyrir nú utan öll ræðu- höldin. Það vekur því athygli að nú heyrist hvergi til hans né sést frá hon- um nokkur stafkrókur. Enginn þarf þó að efast urn óbreytta löngun Ilannesar til þess að tala og skrifa. Hvað hefúr þá gerst? Jú, sjáðu til. Árni Sigfússon er margyfirlýstur frjálshyggjumaður og hefur auk heldur verið formaður hins gagnmerka ffjálshyggjutrúfélags. Enginn þarf að efast um óbreytta hollustu borgarstjórans við þetta hug- sjónalíf. Ilinvegar veit hann það ofurvel, að íhaldið heldur ekki meirihluta í borg- arstjórninni berjist það undir merkj- um frjálshyggjunnar. Þess vegna þarf að breiða fyri nafn og númer. Þess vegna þarf að kúra sem fastast undir sauðagærunni. Þess vegna verður að fela sem vandlegast höfuðpostula ffjálshyggjunnar og skoðanabróður borgarstjórans, Hanries Hólmstein. Allir, sem þekkja Hannes Hólm- Hannes Hólmsteinn: Gæti ekki lagt lið leikaraskap Árna Sigfússonar og þegir þess vegna. stein vita, að hann fer ekki í felur með skoðanir sínar. Til þess er hann of hreinsldlinn. Hann gætí ekki lagt lið leikaraskap Arna Sigfússonar. Þó að borgarstjórinn geti heilshugar sagt um frjálshyggjutrúboð Ilannesar Hólmsteins: „Fyrr ég óðinn þekktí þinn, þá voru Ijóðin mörg og fögur“ þá er það talið henta betur að þröstur- inn sé hljóður um sinn. Þess vegna hefúr I lannes Hólmsteinn fallist á að gera það fyrir pólitískan frjálshyggju- trúbróður sinn, borgarstjórann, að láta ekkert á sér kræla í þessari kosn- ingabaráttu. Það er að vísu talsverð fórn fyrir svo orrustuglaðan heittrúar- mann en hann huggar sig eflaust við að það séu hyggindi sem í hag komi. Eg spurði þig að því áðan hvað hefði eiginlega komið fyrir hann Hannes minn Hólmstein? Svarið vissi ég raunar fyrir og hér hefúrðu það. - Já, hér hef ég það og komdu nú fram í eldhús og fáðu þér kaffisopa. Höfundur er fyrr\’erandi blaðamaður Vikublaðið styðup Reykjavíkurlistann

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.