Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Page 13

Vikublaðið - 27.05.1994, Page 13
VIKUBLAÐIÐ 27. MAI1994 13 llmheimuriiiit sá sjávarútvegssamningur sem Norðmenn hefðu náð við Evrópusambandið væri ekki fullnægj- andi fyrir Island. Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vanda að af- staða manna er rnjög skipt til tengslanna við Evrópusambandið. Akveðinn hluti flokksins er á svipaðri línu og Alþýðuflokksmenn, að stefna beri að nánari samskiptum og jafnvel aðild, en einnig er í Sjálfstæðisflokknum stór hluti flokks- manna sem er ákaflega gagnrýninn á það að ganga of langt í þeim efnum. Alþýðubandalagið hefur mótað þá stefnu að stefna beri að tvíhliða samningi um viðskipti og samvinnu og leggst alfarið gegn aðild. Kvennalistinn er að stærstum hluta til a.m.k. sömu skoðunar. Til upplýsingar eru núverandi stærðarhlutföll flokkanna á Alþingi þessi: Sjáfstæðisflokkur 26, Framsóknarflokkur 13, Alþýðuflokkur 10, Al- þýðubandalag 9 og Kvennalisti 5. Staða íslands Auðvitað fer ekki hjá því að mikiar umræður eru nú um stöðu Islands á tímum þessara öru breytinga. Talsvert ber á þvf að menn óttist ein- angrun og að draga muni úr mikilvægi norræns samstarf. Þessi umræða er ofur eðlileg og þá ekki síst þegar haft er í huga að álslandi þýðir ein- angrun talsvert annað en kannski í hugum þeirra ríkja sem tengjast Evrópu á landi. Þegar Islendingar töpuðu sjálfstæði sínu og gengu í konungssamband við Noreg 1262 og gerðu svokallaðan Gamla Sátanála, voru í þeim sáttmála merkileg ákvæði um að konungur skyldi tryggja að a.m.k. fjögur skip gengu til Is- lands árlega. Þessi ákvæði voru sett inn af brýnni þörf vegna þess að Islendinguin var nauðsynlegt að tryggja samgöngur að og frá landinu við markaði í Evrópu. I dag eru auðvitað breyttir tímar og enginn óttast eingrun íþeim skilningi að skip og flugvélar hætti að ganga til Iandsins. Nú er fremur verið að tala um efnahagslega, við- skiptalega og pólitíska einangrun, sem nær er þó að kalla takmarkanir, því auðvitað gerir enginn ráð fyrir því að snúa við þeirri þróun sem hvort sem er er að gera allan heiminn að einu þorpi. Hin almenna þróun í heiminum er í eina átt, samanber t.d. hina nýju Uruguay-samninga GATT og auk þess benda menn á að heimurinn sé meira en Evrópa og menn þurfi að huga að tengslum í aðrar áttir. I því sambandi er rétt að minna á að starfshópur á vegum íslensku ríkis- stjórnarinnar hefur skilað skýrslu um fríverslun- arsamninga við U.S.A. og aðra aðila að fríversl- unarsamningi Norður-Ameríku, (North-Amer- ican Free Trade Agreement) NAFTA, eða jafh- vel hreinlega aðild Islendinga að NAFTA sem slíku. NAFTA-samningurinn er í raun framhald af þeirri stefhu sem Bandaríkin hafa fylgt frá lokun síðari heimstyrjaldar. Meginregla samningsins felst í bestu-kjara-ákvæðinu, sem kveður á um að ríki sem býður einu rfki ákveðin viðskiptakjör verður að bjóta öllum öðrum aðildarríkjum sömu kjör. Bandaríkjamenn höfðu áður gert ffí- verslunarsamning við Israel árið 1985 og við Kanada árið 1988. Helstu rökin sem tíunduð eru í skýrslu starfs- hópsins fyrir því að ísland leiti eftir gerð fríversl- unarsamnings við Bandaríkin eða aðild að NAFTA eru: 1 Bættur markaðsaðgangur fyrir íslenskar vörur. 2. Jafnari samkep.pnisstaða Islands og Kanada á Bandaríkjamarkaði, en Islendingar og Kanadamenn eru keppinautar í sölu sjávar- afurða á hinum mikilvæga Bandaríkjmark- aði. 3. Það er mat starfshópsins að Island yrði vænlegur kosmr fyrir erlendar fjárfestingar. Island gætí orðið eitt af fáum ríkjum með tollfrjálsan aðgang, eða svo til tollfrjálsan aðgang, að bæði Bandaríkjamarkaði og innri markaði Evrópusambandsins í gegn- um EES. 4. Gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin yrði eðlilegt ffamhald af EES-samningun- um, enda eru Bandaríkin mikilvægastí markaður Islands á effir Evrópusamband- inu. Þá má minna á að fyrir utan mikilvæg viðskiptatengsl hefur Island átt náin stjórn- málatengsl við Bandaríkin allt frá lokun síð- ar heimsstyrjaldar. Tilkynning til Banda- rískra stjórnvalda um áhuga íslendinga á viðræðum um viðskiptasamning var send á tilsettum tíma fyrir 1. maí sl. Rétt er að hafa í huga að viðskiptahagsmunir Islendinga í Japan og ýmsum öðrum ríkjum í Suðaustur Asíu hafa stórauldst á undanförnum árum og samtals fara nú um 30% af vöruútflutn- ingi Islendinga til Bandaríkjanna, Japans og ann- arra Asíuríkja. Gaman er að velta upp þeim möguleikum sent Island gæti gert sér úr sjálfstæðri stöðu sinni eff- ir að, ef svo færi, öll vestanverð Evrópa að und- anskildu e.t.v. Sviss væri orðin aðili að Evrópu- sambandinu. Ymsir benda á að þá kunni mögu- leikar íslands sem sjálfstæðs ríkis, rnitt á milli hinna stóru viðskiptaheilda NAFTA-svæðisins og Evrópusambandsins að vera að mörgu leyti spennandi. Þetta gæti birst til að ntynda í aukn- um möguleikum í ferðaþjónustu sem gæti nýtt sér möguleikana á tollfrjálsri sölu og öðru slíku. Þetta gæti birst í því að Island gæti þjónað hlut- verki sem einskonar hlutlaus áningastaður milli þessara stóru blokka. Og íþriðja lagi gæti sú staða sem áður er nefnd að Island eitt fárra ríkja hefði fríverslunarsamninga í báðar áttir, nýtst okkur sem tengipunktar fjárfestinga og viðskipta milli þessara markaðssvæða. Iflug yfir pólinn til vaxandi viðskiptavelda í Asíu er ekki lengur fjarlægur draumur heldur veruleiki og staða Islands landffæðilega býður upp á inöguleika í því sambandi. Norræn samvinna íslendingar vænta sér hér eftir sem hingað tíl mikils af norrænni samvinnu og þegar hefur kornið fram að við leggjum rnikla áherslu á að henni verði viðhaldið og þá sem eiginlegri nor- rænni samvinnu en ekki bara sem einhverjum undirbúningsfundum fyrir þátttöku sumra Norðurlandaþjóðanna í Evrópusambandinu. ís- land, Island og Noregur eða Island, Noregur og Svíþjóð, hvernig sem þetta nú fer, mun eða munu að sjálfsögðu vænta þess að eiga hauka í horni þar sem eru hinar Norðurlandaþjóðirnar í ESB eins og Danir hafa á margan hátt verið öll- um hinum Norðuriöndunum ffam að þessu. A móti má velta þeim möguleikum fyrir sér hvort Island geti, ef svo fer, sent eina Norðurlanda- þjóðin utan Evrópusambandsins, nýtst hinum í einhverjum mæli gagnvart samskipmm við aðra aðila. I heildina tekið er held ég alrnenn bjartsýni ríkjandi gagnvart því að þó að einstakar Norður- landaþjóðir velji sér mismunandi leiðir í sam- skipmm sínum við aðrar Evrópuþjóðir, aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu, þá muni nor- rænt samstarf standa það af sér. Helsta vandamálið sem við er að glíma í nor- rænu samstarfi hvað Island snertír um þessar mundir er skormr á fleiri kaupstöðum og stórum sveitarfélögum til að fylla sætí Islands í vinabæj- arsamskipmm og fyrir nokkrum dögum kom í Morgunblaðinu, stærsta dagblaði Islands, frétt um það að á Islandi væri staddur Svíi nokkur, Börje Hedman, í þeim erindum að reyna að fá einhvern íslenskan bæ til að koma inn í vinabæj- arsamstarf bæjanna Solleffei í Svíþjóð, Steinkjer í Noregi, Hammel í Danmörku og Nykarleby í Finnlandi. Vandinn er bara sá að á Islandi eru öll sveitarfélög af þessari stærð og stærri þegar í a.m.k. einum ef ekki fleiri vinabæjarhópum. Framtíðin Það er hefðbundin að segja við slíkar aðstæð- ur að það sé erfitt að spá og sérstaklega um ffam- tíðina. Nú má a.m.k. segja með nokkrum réttí á þessum síðusm tímum að það sé óvenju erfitt að spá um framtíðina. Og ástæðan er einfaldlega gífurlegar breytingar í alþjóða stjórnmálum, jafnt í pólitísku sem viðskiptalegu tilliti. Stór- veldi hafa sundrast, önnur eru að myndast, járn- tjöld fallið og ótrúlega örar breytingar gengið yfir. Við á Norðurlöndunum höfum að sjálf- sögðu ekki farið varhluta af þessu. Almennt má segja að þróunin hafi orðið í átt til opnunar og aukins ffjálsræðis í viðskiptum. Slík alþjóðleg þróun dregur úr vægi tvíhliða samninga eða viðskiptabandalaga og minnkar hætmna á blokkainyndun, en henni fylgja líka á- hyggjur sem tengjast atvinnuöryggi, umhverfis- málum o.fl. Framtíðarspámenn eru uppteknir eins og venjulega við að rýna í spilin og þar vil ég aðeins nefna tvennt, í fyrsta lagi bók Johns Nais- bitt "Global Paradox" en jiar spáir hann m.a. mikilli fjölgun þjóðríkja, 300 urn næsm aldamót og 1000 einhvern tíman á næsm öld. Naisbitt virðist almennt trúaður á að framundan sé blómatími hinna smáu eininga, jafht í atvinnu- rekstri sem í skipulagi þjóðríkja. Á svipuðum nótum er spænski prófessorinn Guillermo Gortázar. Hann leggur til að Evrópa eigi að byggja styrk sinn hér eftír sem hingað til á fjöl- breytninni, á fjölbreytileika menningar og at- vinnulífs og áþjóðríkjunum, en varast að láta sambandsríkjahugsunina (federalismann) og miðstýringuna og skriffæðið ná undirtökunum. Fyrir mig og út frá mínum lífsskoðunum sem talsmanni smáríkis, nánast örríkis, hér á þessum fúndi hljómar framtíðarmúsik þessara tveggja þekktu spekinga auðvitað vel í eyrum. En fyrst og síðast vil ég leggja áherslu á að Norðurlönd- unum hefur tekist á undanförnum áratugum að byggja upp samfélög sem litið er til víða að úr heinúnum sem fyrirmyndar hvað varðar velferð og jöfnuð og velmegun og það höfum við gert vegna þess að við höfum verið okkar eigin gæfu smiðir. Við höfum verið ófeimin við að fara okk- ar eigin leiðir og það er mín von og mín ósk að það þorum við að gera áffam. Eg endurtek svo að lokum þakkir mínar fyrir boðið hingað á þennan fund og vil óska gestgjöf- unum tíl hamingju með þetta myndarlega ffam- tak. Sagl með ínynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.