Vikublaðið


Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 6
VIKUBLAÐIÐ 3.JUNI 1994 Sævar Gunnarsson varaformaður Sjómannasambands íslands: Aflasamdrátlurinn er sjómönnum gífurlegt áfall Það mál sem afdráttarlaust brennur mest á sjómönnum í dag er sú skerðing sem orðið hefúr á veiðiheimildum og þá sérstaklega á þorski. Samdráttur- inn í aflaheimildum hefúr verið gíf- urlegur og þorskurinn búinn að dragast saman um 100 þúsund tonn úr 260 þúsund tonnum. Og nú leggur Hafrannsóknarstofnun til að ekki verði veidd meira en 130 þúsund tonn af þorski. Þetta er auðvitað gríðarlegt áfall fyrir stétt- ina, þótt það komi misþungft niður eftir landshlutum, segir Saevar Gunnarsson varaformaður Sjó- mannasambandsins í samtali við Vikublaðið. Sævar segir að staðan sé verst á Vesttjörðum og Norðurlandi, en einnig á vertíðarsvæðum eins og í Grindavík, heimabæ Sævars. „A tímabili kom hækkandi fiskverð á móti þessari þróun, en fiskverð hef- ur farið sígandi að undanförnu, meðal annars vegna rússafisks og markaðs- aðstæðna yfirleitt. Fyrir tveimur til þremur árum fór fiskverð hækkandi með tilkomu fiskmarkaðanna, en nú ríkir niðursveifla." Er það með öðrum orðum aflasam- drátturinn sem er meginskýringin á versnandi stöðu sjómanna? ,Já. Ymsir kenna öðru um, benda t.d. á fiskveiðistjórnunina, en aflasam- drátturinn er vandamál númer eitt. . Vissulega er ýmislegt skelfilegt að gerast með kvótakerfið. Eg nefni það ástand þegar menn eru búnir með þorskinn. Nú geta menn eiginlega ekki farið í aðrar tegundir öðruvísi en að taka þorslann með. Það er erfitt að kaupa aukinn kvóta þegar hann kostar 75-76 krönur kílóið og ekki fæst fyrir hann nema 80 til 90 krónur. Hvað á þá að gera? Henda þorsknum í sjóinn eða koma með hann og fá refsingu? Eða koma með hann skráðan sem aðra tegund? Eg tel að það sé verið að Sævar Gunnarsson: Ég tel aðþað sé veriðað veiða mun meira afþorski enfram kemur ískráningu. Honum erfleygt eða hann skráður sem önnur tegund. Og það bcetir ástandið hreint ekki hvað aflasamdrátt og vemd varðar. veiða mun meira af þorski en frain kemur í skráningu. Honum er fleygt eða hann skráður sem önnur tegund. Og það bætir ástandið hreint ekki hvað aflasamdrátt og vernd varðar. Skerðing á afla leiðir til hlutfallslegrar skerðingar á hlut og kjörum sjó- manna, þannig að hér erum við að tala um stærsta hagsmunamál okkar sjó- manna.“ Ef aflasamdrátturinn er aðalmálið þá er útlitið ekki ýkja bjart, miðað við kolsvarta skýrslu Haffannsóknar- stofnunar? „Þetta verður svartnætti í þorsk- heimildum næstu árin, það er ljóst. Ég bind þó vonir við að hrygningin 1993 hafi komið vel út og að hún komi ffarn 1997 til 1999. Ég er síðan hræddur við karfastofninn, því ef hann hrynur tek- ur það ekki tvö til þrjú ár, heldur tíu til fimmtán ár að ná honum upp aftur. En ýsustofninn er sagður góður og ljósa punkta er að finna, svo sem með rækjuna og síldina." Maður sér á fyrirliggjandi gögnum að verulegur kvóti gengur kaupum og sölum milii útgerða. Hver eru þín við- horf? „Ég hef persónulega alltaf verið á móti ffjálsu framsali veiðiheimilda. Það er óeðlilegt að menn geti haft þetta að verslunarvöru. Ég er ffekar á því að rfldð úthluti kvóta en að menn versli með hann eftir eigin höfði. Framsal hefur á hinn bóginn minnkað eftir alla umræðuna og effir verkfall sjómanna í vetur, sem betur fer. Ég get nefnt þér dæmi um þrjá báta sem seldu hvorir öðrum 100 tonn sam- dægurs, bara til að láta karlana taka þátt í kaupunum." Er með afgreiðslu Alþingis komin lausn í deiluna um kvótakaup sjó- manna að þínu mati? „Það mál er ekki fyrir bí, en ég bind mfnar vonir við þær breytingar sem urðu nú í vor. I mínum huga er bara til ein lausn, en hana hefur ekki mátt nefna í eyru útvegsmanna. Það er að allur afli fari á fiskmarkaðina. Utvegs- ERKIENGLAR MEÐ FLÍSATANGIR Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar verið helteknir af sveitarstjóm- arkosningunum eins og eðlilegt er. I umfjöllun um kosningamar hefur kveðið við nýjan tón og em ekki allir sammála um að hann sé til hins betra. Það væri verðugt verkefni að bera saman baráttuna nú og fyrir fjómm árum og þátt fjölmiðla í henni. Mætti t.d. bera saman auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokksins og kanna hvernig áherslumar hafa breyst á þessum fjór- um amm. Ég minnist þcss ekki að hafa séð fjölskyldu ffambjóðenda aug- lýsta fyrr en nú en held þó að fyrir- rennarar Ama Sigfússonar hafi einnig verið fjölskyldumenn. Kannski gætir þarna áhrifa ffá Ari fjölskyldunnar eða er embætti borgarstjóra að breytast þannig að fjölskylda þess sem gegnir embættinu skipti æ ríkari máli? Ef þróunin heldur svona áffam munu þeir sem eru einhleypir eða „illa“ gifidr eiga æ erfiðara uppdráttar í stjómmálum. I kosningablaði Sjálf- stæðisflokksins var heilli síðu varið í að sýna borgarstjóraffúna í hita og þunga dagsins. Minnti sú auglýsing sem eiginkonan fékk um margt á for- setakosningar hér á ámm áður og þá umræðu hvort eiginkona viðkomandi væri nógu hugguleg og ffambærileg. Forsetafrúr þurfa, rétt eins og aðrar konur, að vera jafn vel til hafðar hvort sem þær koma ffam með eiginmanni sínum opinberlega, t.d. í konungs- veislum, eða em í einkaerindum eins og að kaupa fisk í soðið handa fjöl- skyldunni. Mitt í allri umræðunni um ffam- bjóðendabna slæddist inn fféttir af skilnaðarmálum presta. Þær em angi af því sama: sífellt meiri og „opin- skárri“ umfjöllun fjölmiðla um einka- líf fólks í „opinberum“stöðum. Hinn móralski meirihluti sem hefúr tröll- riðið amerísku þjóðlífi virðist vera að skjóta rótum hér á landi. Og það sem kemur mest á óvart er að hann virðist eiga sér málsvara í dagblaði sem þykist vera „óháð og frjálst11 og vikublöðum sem virðast setja metnað sinn í að vera „smart og töfF‘ og þykjast ganga eins langt og hægt er í fféttaflutningi sín- um án þess að ganga nokkurn tfma of langt. I stað þess að fjalla á málefna- legan hátt um bætt siðferði almennt velta þessi blöð sér upp úr persónu- legum harmleik fólks. Guðmundur Magnússon skrifaði leiðara í DV í síðustu viku sem bar tit- ilinn Fallnir englar. Þar gerir hann að umtalsefni lítt öfundsvert hlutskipti „- þeirra einstaklinga í þjóðfélagi okkar sem með réttu eða röngu eru taldir eiga að vera öðrum til efidrbreytni. Til þeirra eru gerðar miklar kröfúr. Þeir sem kosið hafa sér lífsstarf, sem gerir miklar kröfúr um samkvæmni fyrir- heita og athafna, eru undir sérstakri smásjá almennings og fjölmiðla." Ein- staklingarnir sem hann hefúr í huga eru prestar og íþróttamenn. Hlýtur það að vekja furðu lesenda að hann undansldlur stjórnmálamenn sem að hinum ólöstuðum eru þó mun meira áberandi í þjóðfélaginu og ekki síður fyrirmyndir. Af nógu er þó að taka og hefði hann ekki þurft að leita langt eftir dæmum um spillingu og vondar fyrirmyndir. menn vilja ekki hlusta á þetta. En maður má víst ekki annað en vera bjartsýnn með samsuðu þingsins í vor og nú er verið að manna nefnd í mál- ið. Það getur enginn sagt til um nið- urstöðuna fyrirffam. Við forystumenn sjómanna höfum verið skammaðir fyrir að fallast á þetta. Líka er gagn- rýnd takmörkun á framsalsrétti á kvóta, það er sagt hefta einstaklings- útgerðir og jafnvel drepa þær. Slíkar skammir vísa ég til föðurhúsanna. Þessir aðilar hafa hafnað því að allur afli fari á markaðina og einnig hafa þeir hafnað kvótaþingi, en báðar leið- ir hefðu gefið þeim frjálsar hendur með ffamsal." Önnur mál. Það er búið að sam- þykkja skerðingu í lífeyrissjóði sjó- manna. Ekki eru allir ánægðir með gang þeirra mála? „Það er rétt að þetta er umdeilt. En ég segi hiklaust að menn stóðu ffammi fyrir því að gera annað hvort þetta eða að lífeyrissjóðurinn drægist saman og gætiekki staðið við sínar skuldbindingar. Mér sýnist að við höf- um kannski ekki kynnt málið nógu vel og að upp hafi komið misskilningur hjá mönnum. Það er ekkert verið að taka ffá þeim sem áunnið hafa sér þau réttindi sem þeir hafa í dag. Einnig verður það bara að teljast eðlilegt að menn fari fljótar en nú í endurmat á örorku og taka þar tillit til möguleik- ans á vinnu í landi." Hvað er helst að gerast í öryggis- málum sjómanna? „Öryggismálin eru alltaf ofarlega á blaði hjá sjómönnum. I vetur voru sett lög sem skylda sjómenn að fara á nám- skeið hjá Slysavarnarfélagi Islands og 1995 til 1996 verða allir sjómenn að hafa farið í gegnum þetta. Og ég hvet alla sjómenn til að gera það sem fyrst og um leið og þeir hafa tíma til þess, sem sé nota dauðu tímana. Og svo er þyrlumálið komið í höfn, sem hefúr verið sérstakt kappsmál sjómanna. Þetta er að gerast tveimur til þremur árum of seint, en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Þetta var óumflýj- anlegt og skiptir þá ekki höfuðmáli hvað kemur út úr viðræðunum um samstarf við kanana.“ Hvað segir þú mér um breytingar undanfarinna ára hjá sjómannastétt- inni, til að mynda tilkomu fiystitogar- anna? „Störfin hafa vissulega breyst mikið og algjör bylting orðið með ffystitog- urunum. Þetta er arðbærasta útgerðin og þýðir ekkert að leggjast gegn henni þótt hún hafi því miður áhrif á atvinnu fiskvinnslufólks í landi. Þessi útgerð á rétt á sér og þessu verður ekki breytt. Annað mál er sú þróun sem orðið hef- ur hjá farmönnum, ég harma hvernig sú stétt hefur hrunið með erlendri skráningu farskipa og fækkun í áhöfn- um.“ Sldlaboð til stéttarinnar á sjó- mannadegi? „Ekki annað en að ég vil nota tæki- færið til að senda sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra kveðju og óska þeim til hamingju með daginn." %

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.