Vikublaðið


Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 6
6 Alþýðubandalagið VIKUBLAÐIÐ 11. NÓVEMBER 1994 Lífskjörin og vandi heimilanna Einar Pálsson úr Vesturbyggð og Einar Karl Haraldsson skoða pappírshauginn. 1. Björgunaraðgerðir nýrr- ar ríkisstjórnar • Aðgerðir til að stöðva gjaldþrot heimilanna • Aðgerðir til að afstýra neyðará- standi í húsnæðismálum • Aðgerðir til að stuðla að réttlæti í skattamálum • Aðgerðir til að skapa jöfnuð í launamálum Islenskt þjóðfélag einkennist æ meir af svipmóti fátæktar, misréttis og örvæntingar einstaklinga og fjöl- skyldna. Gjaldþrot blasa við þúsund- um heimila, neyðarástand er að skapast í húsnæðismálum, laun eru í fjölmörgum greinum langt undir framfærslukosmaði, misrétti vex ár af ári vegna ranglætis í skattakerfi og þrenginga í velferðarþjónustu. Bilið vex milli ríkra og fátækra. Stefha og störf ríkisstjórnarinnar hafa á undanfömum árum skerpt andstæðurnar í íslensku þjóðfélagi. Vandi misskiptingar, ranglætis og vaxandi fátæktar er orðinn djúpstæð- ur. Miðstjóm Alþýðubandalagsins telur það eitt brýnasta verkefni nýrr- ar ríkisstjórnar að hrinda í ffarn- kvæmd víðtækum björgunaraðgerð- um til að jafna lífskjör og forða heimiluin ffá gjaldþroti. Björgunaraðgerðirnar verða að taka til þriggja þátta: 1. Húsnæðismála 2. Skattamála 3. Launamála Aðgerðirnar verður að stilla saman og hefja framkvæmd þeirra á fyrstu vikum og mánuðuin nýrrar ríkis- stjórnar samhliða því senr taka þarf ákvarðanir sem miða að því að draga úr ójafnvægi sem skapast af búsetu manna, sérstaklega hvað snertir þjónustu, menntun og orkuverð. Einnig verður að hrinda í frant- kvæmd nýrri atvinnustefnu sem dregur úr atvinnuleysi. 1.1. Björgunarsjóður í húsnæðis- málum A undanförnum missemm hefur skapast neyðarástand í húsnæðismál- um þúsund heiinila í landinu. Það birtist í göllum húsbréfakerfisins, ó- raunhæfum grundvelli greiðslumats- ins, aukinni greiðslubyrði í félags- lega kerfinu, kreppu kaupleigu- íbúðakerfisins í fjölmörgum sveitar- félögum og gífurlegri greiðslubyrði í „þjónustuíbúðum" aldraðra. Þótt einstaklingar hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að standa í sldlum er kerfið að knýja æ fleiri í gjaldþrot. Slík holskefla gjald- þrota mun gera þúsundir fjölskyldna heimilislausar og hafa í för með sér gífurlega eignaupptöku. Ríki, sveit- arfélög, bankar og lánasjóðir munu sitja uppi með stóran hluta af húsa- kosti landsmanna. Ljóst er að þetta neyðarástand í húsnæðismálum mun skapa margvís- Ieg félagsleg vandamál, auka örvænt- ingu einstaklinga og fjölskyldna, leggja byrðar á félagsmálastofhanir og skapa djúpstæð sár í samfélaginu, sem lengi verða að gróa. Það er því í senn siðferðilega rétt og skynsamlegt frá sjónarhóli heild- arhagsmuna að verja verulegum fjár- munum til að takast á við gjaldþrota- vandann í húsnæðismálum heimil- anna. Sjóðstofnun í því skyni er í raun farsæl fjárfesting. Alþýðubandalagið leggur til að stofnaður verði sérstak- ur björgunarsjóður húsnæðis- mála. Fjármagn sjóðsins verði frá ríki frá sveitarfélögum frá bönkum ffá lífeyrissjóðum. Björgunarsjóður húsnæðismála starfi í noklcur ár og verði helstu verkefhi hans: 1. Að veita sérstök greiðsluerfið- leikalán. 2. Að fjármagna lengingu fast- eignaveðlána í húsbréfakerfinu. 3. Að lengja lán í félagslega kerfinu og létta um tíma greiðslubyrði. 4. Að auðvelda einstaklingum og fjölskyldum að halda íbúðum á meðan fólk leitar lausnar á tíma- bundnum erfiðleikum, eins og atvinnuleysi, veikindum og fleira. L2. Leiguhúsnæðismarkaður Sveitarfélögum og öðrum aðilum, t.d. lífeyrissjóðum, verði tryggðar aðstæður til þess að byggja, kaupa og reka leiguíbúðir. Sérstakt átak verði gert til þess að byggja eða kaupa 2000-3000 leiguíbúðir um allt land á næstu 5 árum í því skyni að þróa á Is- landi virkan leiguhúsnæðismarkað. 1.3. Lánskjaravísitalan Auk stofnunar þessa sérstaka bjargráðasjóðs húsnæðislána verði sjálfvirk tengsl launa og lánskjara afhumin sem lykilatriði í viðnámi gegn þeirri kreppu, sem skapast hef- ur á þessu sviði. Þegar verðlag hefur verið stöðugt um nokkurra ára skeið eru ekki leng- ur rök fyrir sérstakri lánskjaravísi- tölu. Sjálfvirk tenging lána við vísi- tölu er arfleifð frá tíma verðbólgu- þjóðfélagsins. Hana ber að afhema. 2. Jafnrétti í skattamáium Á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar verði hrundið í framkvæmd nýrri skattastefiiu. Ilún feli í sér að fluttir verða í fyrsta áfanga 5-7 milljarðar firá fjármagnseigendum, há- tekjufólki og gróðafyrirtækjum, til lágtekjufólks og miðtekju- hópa. Þessi nýja skattastefha feli í sér: 1. Hækkun skattleysismarka í á- föngum. 2. Afnám tvísköttunar á lífeyris- greiðslum. 3. Utborgaðan persónuafslátt til fólks með laun undir skattleysis- mörkum. 4. Millifæranlegan persónuafslátt unglinga 16-20 ára í námi ef fjölskyldutekjur eru undir með- allagi. 5. Ný jöfhunarákvæði um vaxta- bætur, húsaleigubætur og barnabætur. Fjármögnun þessara tilfærslna byggist á: A. Skattlagningu fjármagnstekna eins og annarra tekna þannig að samræmi verði í skattlagn- ingu fjármagnstekna, launa og arðgreiðslna á hlutafé. B. Sérstökum stighækkandi há- tekjuskatti á fjölskyldutekjur yfir 350/400 þús. kr. á mánuði. C. Nýju þrepi í tekjuskatti fyrir- tækja þegar hreinn hagnaður fer yfir ákveðin mörk á sama tíma og fýrirtæki fái viður- kenndan frádrátt vegna ný- sköpunar- og þróunarverkefna. D. Breyttum reglum sem þrengja notkun rekstrartaps fyrirtækja sem keypt hafa tapfyrirtæki. E. Nýjurn tímabundnum tekju- tengdum stóreignaskatti. f kjölfarið á þessuni jöfnunaraö- gerðum verði: fjármögnun annars áfanga sótt í hert skattaeftirlit og sérstakar eftirlitsaðgerðir og lagabreyt- ingar vegna skattsvika. Meðal slíkra aðgerða gegn skattsvikum verði: • Aukin sérhæfing hjá skattyfir- völdum með nýrri verkaskipt- ingu á skattstofum. Félagarnir Mörður Árnason og Arthúr Morthens óræðir á svip. Vetrarskoðun hjá Toyota 15% afsláttur af varahlutum sem viðkoma skoðuninni. Tilboðsverð 7.770 kr. TOYOTA Tákn um gæði l\lú býðst Toyotaeigendum að koma með bíla sína í fullkomna vetrarskoðun á verkstæði okkar við Nýbýlaveg. Pantaðu tíma í síma 63 44 00. Við skutlum þér frá verkstæði og sækjum þig þegar bíllinn er tilbúinn. Innifalið í skoðuninni er: • Vélarþvottur • Vélarstilling • Bremsur prófaðar • Allar reimar athugaðar • Hleðsla mæld • Rafgeymir athugaður og hreinsaður • Þurrkur og rúðusprautur athugaðar og bætt á vökva ef þarf • Ljós og Ijósabúnaður skoðaður • Ljósastilling • Frostþol kælikerfis mælt og frostlegi bætt við ef þörf krefur • Hurðalæsingar og hurðalamir smurðar • Dekk athuguð og loftþrýstingur í þeim • Sílíkon borið á hurðaþéttingar • Reynsluakstur

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.