Vikublaðið


Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 9
VTKUBLAÐIÐ 11. NÓVEMBER 1994 Vi 9 HVER HAFNAR HVERJUM? Prófkjörin eru svo sannarlega spennandi. Eg fylgist með þeim öllum af sama áhuga. Einkum hef ég áhuga á því hvemig konum reiðir af. Þeim er hafnað í hverju prófkjörinu af öðru, í öllum kjördæmum landsins. Og virðist engu máli skipta hvort flokkurinn kennir sig við sjálfstæði, framsókn eða alþýðu. Eg get ekki verið sammála því sem formaður Framsóknarflokksins Halldór Asgrímsson segir að konum hafi vaxið ásmegin í flokknum. Hvernig getur Halldór haldið þessu ffarn eftir úrslitin í Reykjavík og Austurlandi? Asta Ragnheiður og Karen Erla hafa báðar sent flokknum tóninn, en karlveldið á þeim bænum virðist þurfa á heyrnartækjum að halda. Halldór og félagar virðast ekkert hafa lært af reynslu Svía í síð- ustu kosningum, en þá þorðu þeir ekki annað en að setja kynjakvóta í öllum flokkum af ótta við sérfram- boð kvenna. Framsóknarmenn óttast ekkert slíkt. Halldór brosir skökku brosi og segir að þeir sem séu tapsár- ir eigi ekki skilið að vinna! Það sæm- ir náttúrlega ekki ímynd hins harða stjómmálamanns að viðurkenna það í beinni útsendingu í sjónvarpi - eða í blaðaviðtölum - að maður sé óá- nægður, spældur, sár eða reiður. Þeir líta ekki á óánægju kvenna sem neina ógn, enda líklega vanari því og kunna betur við að ffamsóknarkonur baki flatbrauð, en að þær skipti sér af „alvöru“ pólitík. „Leiðtoginn“, eins og faðir minn kallar Davíð Oddsson með virðing- artón! telur að ungt fólk sé að sækja í sig veðrið í sínum flokki og það hafi bitnað á Salóme Þorkelsdóttur. Ég Listaklúbbur Leikhúskjallarans Haldið upp á ajmœli Jóns á Bœgisá Mánudaginn 14. nóvember verður þess minnst með fjöl- breyttri dagskrá í Listaklúbbi Leikhúskjallarans að senn verða liðin 250 ár frá fæðingu Jóns Þorlákssonar, skálds og þýð- anda á Bægisá. Framflutt verða tvö ný sönglög við ljóð effir Jón. Marta Halldórsdóttir sópr- ansöngkona og Orn Magnús- son píanóleikari flytja lagið Um ellidauðan kanarífugl effir Atla Heimi Sveinsson og Karlakór- inn Silfur Egils flytur Osk til stúlku eftir Egil Gunnarsson. Kórinn flytur einnig tvö eldri lög við ljóð Jóns, undir stjórn Egils Gunnarssonar. Leikaramir Anna Kristín Arngrímsdóttir, Karl Guð- mundsson og Sigurður Slcúla- son lesa þýdd og framort ljóð Jóns á Bægisá. Bókmenntafræðingarnir Ást- ráður Eysteinsson og Sveinn Yngvi Egilsson flytja erindi um afmælisbarnið. Síðast en ekki síst verður kynnt nýtt tímarit þýðenda sem ber nafnið Jón á Bægisá og kemur út sama dag. Kynnir kvöldsins verður Sig- rún Valbergsdóttir. var stolt af henni þegar hún mætti í fréttaviðtöl og var ekkert að skafa utan af hlutunum. Hversu margir karlkyns jafnaldrar hennar sitja á þingi og óttast að vera hafnað vegna aldurs? Og hvemig skilgreinir Davíð „ungt fólk“? Salóme sagði meira að segja í einu viðtali að Kvennalistinn ætti enn rétt á sér! Ja, lengi er von á einum. Stallsystir hennar Sigríður Anna telur hinsvegar ekki að úrslitin í Reykjanesi séu ósigur kvenna og vitnar dl þess hve góð útkoma henn- ar sjálfrar var. Helst mátti skilja á orðum hennar að Salóme hafi ekki þekkt sinn vitjunartíma. Sigríður Anna þakkar góðan árangur það að hún sé þekkt af verkum sínum. Reyknesingar virðast kunna vel að meta þöglar konur því ég heyrði ein- hvers staðar að hún hafi talað styst allra þingmanna í vetur. Það hefur kannski borið of mikið á Salóme sem forseta þings? í svefnrofunum einn morguninn heyrði ég eitthvað um það að Unnur Kristjánsdóttir á Blönduósi væri ó- sátt við útreið sína í forvali Alþýðu- bandalagsins. Hvað em frambæri- legar konur að gera f þessum von- Iausu flokkum sem hafa aldrei metið þær að verðleikum? Og hvemig stendur á því að kjósendur láta bjóða sér afdankaða karlmenn æ ofan í æ? Eklti geta þær allar farið í sérffam- boð eins og frægasta óánægða konan í íslenskri pólitík, eða hvað? Verður framboð hennar kannski framboð reiðra stjómmálakvenna úr öllum flokkum? Eða mun Kvennalistanum takast að virkja reiði þessara kvenna og kvenkjósenda um allt land? NIS5AIM Sunny með öllu tilheyrandi á krónur 1.169.000.- Nissan Sunny Jjögurra dyra árgerð 1995 Aukahlutir á mynd: Álfelgur Innifalið í verði: • frítt þjónustueftirlit • íslensk ryðvörn og hljóðeinangrun • 6 ára ryðvarnaráhyrgð • 3 ára verksmiðjuábyrgð Hlaðinn aukahlutum • útvarp og segulhand, 4 hátalarar • hituð sæti • útihitamælir • og margt margt fleira Opið allar helgar frá kl. 14-17 að Sœvarhöfða 2 Ingvar Heigason hf. Sævarhöfða 2 Sími 674000

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.