Vikublaðið


Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1
Gestur Guðmuudsson er nýr pisdahöfundur á Vikublaðinu og í dag skrifar hann um nauðsyn þess að vinstrimenn móti valkosti við hagvaxtarhyggjuna. Bls. 4 Hagur heimila og samfylking Á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins talaði hver á fætur öðrum um nauðsyn sam- fylkingar til að rétta hag heim- I ilanna. Bls. 5 til 8 1 Ð M Bakslag li já konum Urslit prófkjaranna er áfall fyrir konur en forystumenn karlaflokkanna neita því að konur eigi erfitt uppdráttar innan stjórnmálaflokkanna. Pistill Dússu. Bls. 9 44. tbl. 3. árg. 11. nóvember 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Efnafólk vill fela tekjurnar með ritskoðun á fjötmiðla Lögfræðingur Verslunarráðs sendir ítrekað erindi til Tölvunefndar þar sem efast er um lögmæti þess að álagningaskrár séu opnar almenningi og Qölmiðlum. Frekari aðgerðir eru á döfmni til að hindra það að almenningur fái upplýsingar um tekjur efnaðasta hluta þjóðarinnar. Jónas Fr. Jónsson lögfræðing- ur Verslunarráðs íslands hef- ur í tvígang á síðustu mánuð- um sent Tölvunefhd erindí þar sem farið er þess á leit að nefhdin úrskurði um lögmæti þess að á- lagningarskrár Iiggi frammi á skattstofum. Þessar skrár eru gjarnan notaðar af fjölmiðlum til að upplýsa almenning um tekjur efnafólks á íslandi. - Nokkrir einstaklingar hafa leitað til mín þar sem þeir eru ekki sáttir við meðhöndlun upplýsinga úr á- lagningaskrá með tilliti til friðhelgi einkalífsins, segiríónas. Tölvunefnd tók afstöðu til erindis áónasar í sumar og taldi það ekki vera á sínu valdi að takmarka aðgang að á- lagningaskrám, „né notkun þeirra eða birtingu á þeim upplýsingum sem þar koma fram." Fjölmiðlar nota upplýsingar úr á- lagningaskrám til að reikna út þær tekjur sem fólk gefur upp til skatts. Á síðustu árum hafa fjölmiðlar einnig borið saman rándýra lífshætti efna- manna sem þó er lágtekjufólk sam- kvæmt álagningaskrám. Vitað er að þessi samanburður er illa séður af þeim sem skrifa einkaneyslu sína á reikning eigin fyrirtækja eða fóðra neysluna með öðrum hætti. -ónas var ekki ánægður með af- greiðslu Tölvunefndar og sendi um hæl beiðni um að nefndin tæki upp- haflegt erindi til meðferðar að nýju. Erindið fór fyrir ríkisskattsstjóra og sendi hann ítarlegt svar til nefndar- innar. I svari ríkisskattstjóra er sagt í nokkrum hneykslunartón að skatt- stjórum sé „skylt að leggja álagning- arskrá fram til sýnis í 15 daga að lok- inni álagningu hvert ár." Þá er bent á að ,,[u]pplýsingagjöf af þessu tagi byggir á áratuga hefð. Ég tel því að framkvæmd skattayfirvalda á þessum atriðum hafi verið að öllu leyti í sam- ræmi við lög og stjórnvaldsvenjur." Þrátt fyrir þessa skýru afgreiðslu erSónas ekki ánægður og íhugar að leita annarra leiða til að knýja fram aðra niðurstöðu. Athygli vekur að =ónas kemur ekki fram í þessu máli sem lögfræðingur Verslunarráðs Is- lands, en þar er hann í fullu starfi, heldur undir eigin nafni þó ekki sé hann með eigin lögmannsstofu. Verðum að afstýra gjaldþroti heimilanna Brýnasta verkefhið í íslensk- um stjórnmálum er að koma hundruðum ef ekki þúsundum heimila til hjálpar sem búa við neyðarástand. A mið- stiórnarfundi Alþýðubandalagsins í Keflavík um helgina var sam- þykkt áaetlun um björgunarað- gerðir nýrrar ríkisstjórnar sem tekur á lífskjörum og vanda heim- ilanna. Tekjur heimilanna hafa fallið stór- kostiega undanfarin ár. Fjöldi fólks getur ekki lengur staðið við skuld- bindingar vegna húsnæðiskaupa enda greiðslugeta þess mun minni en fyrir fáum misserum. Greiðslu- mat sem heimilin hafa fengið frá op- inberum aðilum, til að mynda Hús- næðisstofhun, stenst ekki vegna kjaraskerðinga sem ríkisstjórnin hef- ur leitt yfir þorra almennings. - Fólkið sem lendir í greiðsluerfið- Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson kynna áætlun Alþýðubanda- lagsins um aö stöðva gjaldþrot heimilanna. leikum gerir það langflest vegna þess að ráðstöfunartekjurnar hafa dregist saman og þar ber ríkisstjórnin þunga ábyrgð, segir Olafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðubandalagsins. Björgunaraðgerðirnar sem Al- þýðubandalagið leggur til að ný rík- isstjórn hrindi í framkvæmt taka til húsnæðismála, skattamála og launa- mála. Meðal annars er gert ráð fyrir að ný skattastefna flytji 5-7 milljarða króna frá fjármagnseigendum, há- tekjufólki og gróðafynrtækjum til lágtekjufólks og hópa sem hafa miðl- ungstekjur en þurfa aðstoð. Aætlunin er liður í kosningaundir- búningi flokksins og miðar að lausn þess bráða vanda sem steðjar að. Að öðru leyti mun Alþýðubandalagið byggja kosningabaráttu sína á þeim grundvelli sem lagður var með Grænu bókinni, Útflutningsleiðinni. Sjá leiðara og bls.5-8. Framsókn til hægri og missir fólk Eg tel að það sé ótvírætt að í Reykjavflt a.m.k. er Fram- sóknarflokkurinn að færast til hægri. Ég hef alltaf talið mig vera félagshyggjumanneskju og ég varð undir í prófkjöri þar sem tveir markaðsmenn með peninga á bak við sig unnu gegn mér, seg- ir Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, sem á dögunum tilkynnti brotthvarf sitt úr Framsóknar- flokknum. Ásta gerði það eftir að hafa tapað öðru sætinu á lista flokksins til Olafs Arnars Haraldssonar. Helgi Péturs- son varaborgarfulltrúi hefur einnig sagt sig úr flokknum vegna tilfærslu flokksins til hægri og almennrar óá- nægju með forystu flokksins. Helgi hefur á stundum komið fram sem blaðafulltrúi flokksins og var í fram- varðarsveit flokksins þegar heims- þing frjálslyndra flokka var haldið hér á landi fyrir skörnmu. Helgi er í framkvæmdanefhd Alþjóðasam- bands frjálslyndra, en á því verður væntanlega breyting. Þá kom Helgi sem framsóknarmaður inn á lista Reykjavíkurlistans. Athygli vakti að Halldór Asgrímsson formaður Framsóknarflokksins krafðist þess í útvarpsviðtali að Helgi segði af sér trúnaðarstörfum á vegum Reykjavík- urlistans, en yfirlýst stefha listans er að hann ráði málum sínum sjálfur, en ekki flokkarnir sem eru á meðal þeirra sem að framboðinu stóðu. Eg- ill Heiðar framkvæmdastjóri flokks- ins sagðist ekki vita hvað gert yrði í þessu máli sérstaklega, þ.e. hvort kröfu formannsins yrði fylgt eftir. Þá hefur Karen Erla Erlingsdóttir prófkjörsframbjóðandi á Austurlandi boðað afsögn sína úr flokknum. „Ekki kannast ég við það," segir Eg- ill Heiðar aðspurður hvort fleiri úr- sagnir hefðu borist með þeim ofan- greindu. Miðstöð at- vinnulausra lokað Miðstöð fólks í atvinnuleit í Reykjavflc verður lokað þann 1. desember. Stjórn mið- stöðvarinnar hefur sagt upp forstöðumanninum og hyggst endurskipuleggja starfið. Að sögn Gísla "'ónassonar for- manns stjórnar Miðstöðvar fólks í atvinnuleit er ástæðan fyrir lok- uninni sú að ekki sé úr nægilega miklu fé að moða til að halda starfseminni gangandi. Ákvörð- unin um að hætta starfseminni í bili var tekin í október og stjórn- in hyggst taka sér nokkurn tíma til að endurskipuleggja starfið. Hjalti Þórisson forstöðumaður miðstöðvarinnar segir að ákvörð- unin um að starfinu skyldi hætt hafi komið sér á óvart. Eðlilegra hefði verið að gera upp starfsem- ina í vor þegar einhver reynsla hefði verið komin. Hjalti var fenginn til að sjá um miðstöðina í haust og hafi í samráði við stjórn- ina unnið að skipulagningu vetr- arstarfsins. Verkalýðsfélög og þjóðkirkjan standa að Miðstöð fólks í at- vinnuleit og hafa fengið stuðning frá félagsmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Miðstöðin hef- ur verið til húsa í Breiðholts- kirkju. - Við ætlum að taka okkur tíma til að finna nýjar leiðir til að ná til atvinnulausra, segir Leifur Guðjónsson í stjórn miðstöðvar- innar. Að sögn Leifs hafði það verið í bígerð í nokkurn tíma að loka miðstöðinni. Stjórnarmenn gátu ekki sagt til um það hvenær starf fyrir atvinnulausa hefst að nýju.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.