Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 18. NOVEMBER 1994 BLAÐ SEM V I T E R I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Stjórnarstefnan gerir fólk að sveitarómögum Það er mesta synd rfldsstjórnar Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks að hafa svipt þúsundir íslendinga þeirri vitund að þeir séu sjálfbjarga einstaklingar. Sjálfsvitund sveitarómagans er að verða hlutskipti æ fleiri og þá meginbrejlingu má rekja til aðgerða og aðgerðaleysis stjómvalda. Úttekt Þjóðhagsstofhunar á tekjum fólks milli áranna 1992 og 1993 er staðfesting á því að róttækra aðgerða er þörf í húsnæðismálum, skattamálum og launamál- um. Guðrún Helgadóttir hefur á Alþingi spáð því að gerð verði uppreisn gegn ríkjandi ófremdarástandi og ef tíl vill má líta á verkfall sjúkraliða sem fyrsta liðssafn- aðinn í henni. Úttektin staðfestir að bilið milli ríkra og fátækra fer vax- andi. Framteljendum með skifldir umfram eignir hefur Qölgað úr 11. 212 árið 1988 í 20.509 árið 1993. Fram- taldar skuldir jukust um nærri 7 % á milli áranna 1992 og 1993. Sá hópur fer sístækkandi sem vinnur ekki fyr- ir sér með atvinnutekjum sínum og hleður upp skuld- um. Tekjubilið fer vaxandi. Hjón í efsta fimmtungi höfðu fjórfaldar tekjur miðað við neðsta fimmtunginn árið 1993. Álagning skatta og greiðslur barna- og vaxtabóta jafha tekjudreifinguna nokkuð, en ljóst er að tekjumun- ur fer vaxandi. Þetta er öðrum þræði alþjóðlegt fyrir- bæri þar sem tekjurnar stjórnast af markaði og mennt- un. En tekjutengingar bóta eins og vaxta- og barnabóta gera það að verkum að fólk með meðaltekjur, sem oft er ungt að aldri og er að koma yfir sig þaki og fjölga mann- kyninu, borgar í raun miklu hærri skatta á hverja við- bótarkrónu heldur en hátekjufólkið í landinu. Meðal- tekjufólkið safhar því skuldum líka. Samfara minnkandi tekjumöguleikum, samdrætti í at- vinnu og atvinnuleysi hafa vextir verið hækkaðir í al- menna húsnæðislánakerfmu og einnig í hinu félagslega. Þessar vaxtahækkanir hafa, ásamt skerðingu vaxta- bóta, átt dijúgan þátt í því að heimilin í landinu eru ekki bjargálna. Svo horfir að þúsundir heimila verði að segja sig til sveitar, gera sig gjaldþrota og láta hið opinbera hirða eignir sínar. Því miður hafa ráðstafanir rikis- stjómarinnar í húsnæðismálum átt sinn ríka þátt í því að búa til sveitarómaga úr almenningi á íslandi. Rangar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í skatta-, vaxta- og launamálum hafa kalfað fram ennþá hrikalegri vandamál í rekstri heimilanna í landinu en fyrir voru. 1 Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar mun ekki gera meira en að klóra yfir sín verstu stykki fyrir kosningar. • Það þarf að færa til verulega fjármuni í því skyni að stöðva gjaldþrot heimilanna. • Það þarf að afstýra neyðarástandi í húsnæðismálum t m.a. með því greiða niður vexti í húsnæðiskerfmu og gera greiðsluáætlanir fólks raunhæfar á ný. • Það þarf forystu um nýtt kerfi í launamálum þar sem afkomutrygging og hækkun lægstu launa eru megin- atriði. • Það þarf að gefa fólki kost á í komandi kosningum að velja stefnu sem gefur því möguleika á að vera sjálf- bjarga. Pólitízkan Fribþæging veislustjórans Meðal stuðningsmanna Guð- mundar Áma Stefánssonar gengur Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra undir nafninu veislustjórinn enda Össur ákaflega eftirsóttur kokteilstjóri á mannamót- um. Össur er grunaður um að hafa hrundið af stað herferðinni gegn Guðmundi Árna og notað til þess tengsl við fjölmiðla annarsvegar og hinsvegar við Árna Mathisen þingmann Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Össur lærði háttu og siðu fjölmiðla sem Þjóðviljaritstjóri hér í den og Árni er vinur frá náms- árunum í Bretlandi. Össur elur með sér þann draum að verða leiðtogi vinstrimanna og fyrsta skrefið í þeirri áætlun er að ná völdum í örflokkn- um. í sumar gerðust þau tíðindi að litli prinsinn úr Hafnarfirði hirti vara- formannsstólinn á flokksþingi Al- þýðuflokksins og stóð þar með í vegi fyrir valdagírugum umhverfis- ráðherra. Hannaða atburðarásin sem leiddi til afsagnar Guðmundar Árna var full af innanflokksógeði og núna koma yfir menn mórölsk eftir- köst. Á þriðjudag er rökstólagrein í Alþýðublaðinu með höfundarein- kennum veislustjórans. Umgjörð greinarinnar er freudísk analísa en abnormal hegðun hæfileikaríkra manna fær gjarnan útrás í gáfulegu formi eins og sálgreiningin óneitan- lega er. Á yfirborðinu er um að ræða gagnrýni á núverandi bæjar- stjóra Hafnarfjarðar. En eins og al- kunna er kenndi Freud að ekkert er að marka yfirborð hlutanna. Með það í huga er það nærtæk kenning að veislustjórinn sé að játa syndir sínar í Alþýðublaðinu. Spursmálið er að finna lykilsetningar sem lýsa hugarástandi fremur en ferli, en þannig gengur þetta fyrir sig í bók- menntafræðilegri sálgreiningu, og vita hvort þær falla að kenningunni. Að minnsta kosti tvær lykilsetningar falla eins og flís við rass í boxara- buxum: „...hefur notað fjölmiðlasjóið til að reyna ná sér niður á gömlum samstarfsmanni, og það er einsog honum finnist ekkert eins mikilvægt í allri veröldinni en slæma höggi á Guðmund Árna.“ Og nokkru síðar: „Gamli sálkönnuðurinn hefði getað skrifað herjans skruddu um hina pólitisku öfund og afleiðingar henn- ar á sálarlífið, - hefði hann borið gæfu til að þekkja..." Þarf frekari vitnanna við? Sárabót Júlíusar Júlíus Hafstein fyrrverandi borg- arfulltrúi fékk útreið í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á liðnum vetri þegar raðað var á lista flokksins vegna borgarstjórnarkosnínganna. Skömmu fyrir prófkjörið tók Júlíus umdeilda ákvörðun sem formaður menningarmálanefndar borgarinnar þegat hann neitað að taka til sýn- ingar leikrit sem pantað hafði verið hjá Örnólfi Árnasyni og átti að færa upp í tilefni af lýðveldisafmæl- inu. Örnólfur hafði unnið það sér til vanhelgi að skrifa í tímaritsgrein um drykkjuskap Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Engin skýring hef- ur fengist á óskynsamlegu ráðslagi Júlíusar en almælt er að hann hafi hafnað leikriti Örnólfs til að þóknast forsætisráðherra. Og núna er Júlíus mættur eins og margur annar víg- móður sjálfstaéðismaðurinni á beiti- lönd sérverkefna stjórnarráðsins og fær 600 þúsund krónur fyrir að setja hugmyndir á blað. Spillingin er mállaus Skýrsla ríkisendurskoðunar um ráðsmennsku Guðmundur Árna Stefánssonar í heílbrigðisráðu- neytinu leiðir í Ijós að þegjandi og hljóðalaust hefur Alþýðublaðið feng- ið áskrift að auglýsingafé ráðuneyt- isins. Án þess að nokkur hafi gefið um það fyrirmæli hefur Alþýðublað- ið sent háa reikinga til ráðuneytislns og fengið þá greidda umyrðalaust. Tvær skýringar koma hér til greina. Annarsvegar að andrúm spillingar fylgi Guðmundi Árna hvert sem hann fer. Hinsvegar að heilbrigðis- ráðuneytið sé stofnun sem menn geta vaðið um á skítugum skónum og stundað þar sjálftekt upp á gamla móðinn. Ráðuneytisstjórinn Páll Sigurðsson hefur gefið það fordæmi að starfsmenn þurfi ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af því að aðgreina einkahagsmuni sína frá þeim opinberu með því að Dögg dóttir Páls er yfirmaður í ráðuneyt- inu. Vitanlega er hægt að búa til syntesu úr þessum tveim skýringar- tilgátum: Guðm.undur Árni fann sig vel í ráðuneyti þar sem hefð er fyrir því að hygla vinum og ættmennum stjórnendanna. Flugmenn og skjaldborg alþýb unnar Félag íslenskra atvinnuflugmanna nýtur stuðnings Alþýðusambands íslands í verkalýðspólitískri kjara- deilu við flugfélagið Atlanta. Til skamms tíma töldu flugmenn sig langt yfir íslenska alþýðu hafna og leituðu samanburðar við kaup og kjör erlendra starfsbræðra sinna þegar þeir sömdu við Flugleiðir. Núna er ætlast til þess að verkafólk með 60 þúsund kall á mánuði fari í samúðarverkfall til að flugmenn á 300-500 þúsund króna mánaðar- launum missi ekki hreðjatökin sem þeir hafa haft á fyrirtækjum í flug- rekstri. Spurningin sem brennur á vörum okkar allra er þessi: Ætla flugmenna að bera sig saman við kjör almennings á íslandi næst þeg- ar þeir gera kjarasamninga? Eða er alþýðan bara tilfallandi hækja há- launamannanna? Úti á þekju Kvennalistinn markaði sér nýja stefnu á landsfundi í Borgarfirði um helgina sem heitir að vera meðvit- aður úti á þekju. Kristín Ást- geirsdóttir er helsti talsmaður þessa frumlega innleggs í stjórn- málabaráttuna. Kristín veit ekki hvort Jóhanna Sigurðardóttir vill fara í framboð með Kvennalist- anum; veit ekki hvað Jóhanna stendur fyrir; veit ekki hvort nægi- legur tími sé til stefnu til að koma sameiginlegu framboði á koppinn fyrir kosningar; veit ekki hvort Kvennalistinn vilji vinna með Al- þýðubandalaginu. Kosningastra- tegía Kvennalistans mun ganga útá það að vita sem minnst og kreista þannig út samúðaratkvæði sem gerir prímadonnunum á þingi mögulegt að sita þar áfram - með- vitaðar úti á þekju.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.