Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 18. NÓVEMBER 1994 „/hnattrœnu samhengi er athyglis- vert að í Japan, Suður-Kóreu og fleiri Asíulöndum hafa vaxið fram nútímaleg menningarsamfélög sem ekki eru vestræn. Þar sœtta menn sig ekki lengur við Norður-Ameríku og Evrópu sem mœlistiku. Evrópu- búar, sem gerðu víðreist fyrr á öld- um, uppgötvuðu heiminn og lögðu hann undir sig, eiga því ekki venjast að aðrar þjóðir skjóti þeim ref fyrir rass efnahagslega eins og margar Asíuþjóðir hafa nú gert. Núna þurfa Evrópubúar og Bandaríkjamenn að feta ífótspor annarra og það er tímanna tákn að stjórnendur í evrópskum iðnfyrirtœkjum slá um sig með japönskum slagorðum. Hið ó-evrópska er ekki bara eitthvað sem Evrópa var fyrir 50 eða 100 árum síðan, heldur eitthvað sem Evrópa verður kannski aldrei. Hið ó-evrópska er eitthvað alveg nýtt. Nútíminn hefur hingað til tilheyrt löndunum við Norður-Atlantshafið. Nú vindur jarðarkringlan upp á sig og Evrópubúar eru að verða minnihlutahópur á útkjálka veraldar “. Þorgerður Einarsdóttir Höfondur þessarra orða er sænski prófessorinn Göran Therborn og hann lét þau falla í viðtali sem sænska blaðið Göteborgsposten átti við hann fyrr á þessu hausti. Dr. Göran Therborn er einn þekktasti félagsfræðingur Norðurlanda. Hann er nú prófessor í félagsffæði við háskólann í Gautaborg, en hefur starfað mikið á alþjóðlegum vett- vangi, m.a. sem prófessor í Hollandi um árabil og auk þess verið gestapró- fessor í fjölmörgujn löndum utan og innan Evrópu. Islendingum gafst fyrir stuttu færi á að kynnast þug- myndum Therborns um Evrópu þegar hann var hér á ferð með með- stjómendum sínum í norræna félags- fræðingasambandinu. Hann hélt fyr- irlestur í Háskólanum á Akureyri og í Háskóla íslands þ. 28. október und- ir yfirskriftinni „European Modern- ity and Beyond: The Trajectory of European Societies 1945-2000“. (Evrópa nútímans og framtíðarhorf- ur. Evrópsk samfélög frá 1945- 2000). Fyrirlestur Therboms, sem og áð- urgreint viðtal við hann sem hér er stuðst við, byggir á nýrri bók eftir hann um efnahagslegar og félagsleg- ar breytingar í Evrópu eftir seinna stríð. Bókin er afar yfirgripsmikil og þar er Evrópa skoðuð í öðm ljósi en menn eiga að venjast. Bók Therborns er empírísk rann- sókn, hún er félagsfræðileg saga Evr- ópu og hefur mörg þemu. Greining- in nær yfir alla Evrópu, bæði austur- og vesturhluta hennar, en hér á eftir verður einungis drepið á fáein atriði. Félagsfræðileg greining á Evrópu eftir stríð Lykilspurningin sem fyrirlestur Therborns snerist um var þessi: Hvað hefur gerst í löndum Evrópu eftir stríð? í ffamhaldi af því spyr hann sig hvort dregið hafi sundur eða saman með Evrópulöndunum á þessu tímabili. Therborn notar nú- tímann sem hugtak (modernity) í greiningu sinni og segist með því ekki skírskota til tiltekinna samfé- lagslegra stofnana eða gilda, heldur einungis til tímans og því gefi hug- takið ákveðin fyrirheit um ffamtíð- ina. M.ö.o. mennirnir skapa framtíð- ina. Einnig má nefha að Therborn notar hugtakið „Austur-Evrópa“ í hefðbundinni kaldastríðsmerkingu. Það er skemmtilega ögrandi í ljósi aðferðar hans sem er einmitt að skyggnast undir yfirborð hinnar pólítísku orðræðu. Hann lætur semsé pólítíska hugmyndafræði og slagorð ekki ráða för heldur rannsak- ar í staðinn félagslega þætti eins og verkefni og áhrifatæki samfélagsins, réttindi, áhættur og tækifæri einstak- linganna, svosem íbúa- og neyslu- mynstur og lífslíkur. Hann fjallar einnig um menningarlega þætti eins og sjálfsinynd (einstaklinga, hópa og samfélaga), mat, viðmið, gildi og fleira. Allt þetta skoðar hann í ljósi efnahagslegra þátta. Um hliðstæður í austri og vestri Einn af burðarásunum í bók (og fyrirlestri) 'Eherborns er að hann sér miklu sterkari hliðstæður milli sós- íalískra og kapítalískra ríkja í Evrópu en rnargir aðrir ffæðimenn. Flestir á- líta kreppu Vestur- og Austur-Evr- ópu af mjög ólíkum toga. Therborn telur hins vegar að þar hafi inál um margt þróast á hliðstæðan máta. Kommúnistáflokkarnir komust til valda í Austur-Evrópu á sama tíma og sósíalískar hræringar voru hvað sterkastar í Vestur-Evrópu. Til dæmis höfðu kristilegir deinókratar í Þýskalandi nánast sósíalíska stefnu 1946 segir Therborn og sænskir sós- íaldemókratar settu ffam hina rót- tæku stefhu sína á efdrstríðsárunum. Og á sama tínta og hrun Sovétríkj- anna á sér stað lenda velferðarkerfi Vesturlanda í mikilli kreppu. Mörg- um sem hafa rýnt í þróunina í Aust- ur-Evrópu hefur sést yfir þessar og fleiri hliðstæður. Grípum niður í fleiri af rökum Therboms: Lífslíkur manna í aust- ur-Evrópu nálguðust það sem þær voru í Vestur-Evrópu á tímabilinu, þótt á síðustu ámm hafi aftur dregið sundur með þeim. Hann nefnir tölur máli sínu til stuðnings. Annað dæmi er vergar þjóðartekjur á mann í Vest- ur- og Austur-Evrópu. Um 1960 vom þjóðartekjur á mann í Austur- Evrópu um 65% af þjóðartekjum Vestur-Evrópu, en um 1970 var þetta hlutfall um 70%. (Eftír 1980 varð hins vegar ákveðin stöðnun.) Sama gildir um tilhneigingar í neyslumynstri, t.d. hefur mismunur á bíla- og sjónvarpseign í austri og vestri minnkað, og hann tínir til fleiri atriði. Þá varpaði Therborn ffam þeirri spurningu hvort aðild að Evr- ópubandalaginu hefði haft einhver áhrif á efnahagslega þróun Evrópu- landa. Við athugun reyndist svo ekki vera, hann segir að Evrópubandalag- ið hafði engin marktæk áhrif á hve lík eða ólík þróun landanna hafði vcrið. A vissum sviðum hafi þróunin land- anna verið ólík en það átti sér rætur fyrir stofhun bandalagsins 1950. Uppsyeifla eftirstríðsáranna átti sér stað alls staðar í Evrópu, en hún var mest í fátækum landbúnaðarhémð- um. Evrópubandalagið hafði því w Hönnurtarsamkeppni um grunnskóla Reykjavíkurborg efnir til tveggja þrepa samkeppni um hönnun þriggja heildstæðra, einsetinna grunnskóla í Reykjavík. Skólarnir verða byggðir í Engjahverfi, Víkur- hverfi og Borgarhverfi og verður stærð þeirra hvers um sig á bilinu 4-5 þús. ferm. Öllum, sem eru félagar í Arkitektafélagi íslands eða hafa réttindi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur, er heimil þátttaka í samkeppninni. Keppnisgögn verða af- hent þátttakendum í desember nk. samkvæmt nánari auglýsingu. Áætlað er að tillögum í fyrra þrepi samkepp- ninnar verði skilað fyrir miðjan janúar 1995. Dómnefnd. engin efhahagsleg áhrif á þróun landanna í Evrópu. Það hafði heldur ekki áhrif á viðskipti og verslun milli landa og er Svíþjóð skýrasta dæmið. Evrópsk séreinkenni á undanhaldi Hugsi menn á heimsvísu, hafa Evrópulöndin farið hliðstæða leið að nútímanum. I samanburði við heini- inn fyrir utan verða jrau æ líkari inn- byrðis. Enn fleira þessu til stuðnings: í byrjun sjöunda áratugarins hófúst fólksflutningar til Evrópu. Þar með var raskað þeirri þjóðernislegu eins- leimi sem þar hafði ríkt síðan um miðja nítjándu öld og náði hámarki sínu uml950. Annað einkenni Evr- ópu - sem heimsálfu - var að iðnað- ur varð ríkjandi atvinnuvegur sem aldrei gerðist t.d. í Bandaríkjunum eða Japan. Þetta var evrópska mynstrið. Iðnvæðingin náði hámarki sínu í Vestur-Evrópu um 1960 og áratug síðar í Austur-Evrópu. Eftir það hefur hlutverk og þýðing iðnað- ar minnkað stórlega. Þetta og margt fleira gefur til kynna að hin evrópsku séreinkenni séu að veðrast. Þetta á líka við um pólitík og hug- myndafræði: Einkenni evrópska nú- tímans eiga mörg hver rætur í upp- lýsingastefhunni. I frönsku bylting- unni 1789 komu t.d. fram á vettvang stjórnmálanna þau pólitísku hug- myndakerfi sem síðar var tekist á uni rnilli austurs og vesmrs sein jafnað- arstefnu og frjálslyndisstefnu. Bæði eru skilgetin afkvæmi upplýsinga- stefnunnar. Margt bendir til þess að sú pólítriska hefð sem hófst með frönsku byltingunni hafi runnið sitt skeið á enda með falli kommúnism- aris,’ segir Therbom, án þess að hann sé að gefa út dánarvottorð á öll hug- inyndakerfi. Evrópubúar em efa- hyggjumenn, meiri efahyggjumenn en áðrar þjóðir. Það sést best á því að í Evrópu er minna um bókstafstrúar- menn og bókstafstrúarhreyfingar (fundamentalisma) af öllum gerðum en utan Evrópu. I Evrópu trúa menn hvorki á guð né vísindin nú til dags. Styrkur Evrópubúa er hins vegar framtíðarsýnin eða trúin á framtíð- ina. í Evrópu trúa menn í meira mæli en aðrir á nýjar hugmyndir; þar trúa menn því framtíðin sé eitthvað sent mennimir skapa. Framlag Evrópu til sam- tímans: Evrópusamband- ið? Therborn hristi rækilega upp í viðstöddum á fyrirlestri sínum. Is- lensku lærifeðurnir, prófessorarnir Stefán Olafsson og Þórólfur Þór- lindsson mölduðu í móinn. Og þeim var svarað af skandínavískri hógværð og lítillæti: „I am afraid I have to say you are completely wrong, the emp- irical evidence is on my side“. Ekki síður reyndust lokaorð fyrirlestrarins tormelt hefðbundnum hugsana- brautum: Við „flytjum ekki út“ neitt af sérevrópsku fyrirbærunum lengur því þau em á undanhaldi. Það sein hefur vaxið fram í staðinn er vilji og feiknannikil geta til félagslegrar skipulagningar. Hvað á þá Therborn við með því? Jú m.a. þróun yfirþjóð- legra félagskerfa (Efta, Evrópudóm- stóllinn, Evrópska efnahagssvæðið, Evrópubandalagið o.s.frv.) Af öllum framgreindum hugleiðingum sínum dregur Therbom síðan pólitískar á- lyktanir, sem hljóta að teljast um- deildar og ögrandi: Evrópubanda- lagið hefur ekki haft nein merkjanleg efnahagsleg áhrif, en því meiri fé- lagsleg og menningarleg. Þessi ntikla geta og hæfileiki Evrópubúa til að skapa yfirjtjóðleg félagskerfi er um þessar mundir helsta birtiform evr- ópska nútímans. Þetta er eitt merki- legasta framlag Evrópu til saintím- ans, segir Therborn, skemmtileg þversögn, ekki síst fyrír.þá staðreynd að vagga þjóðríkisins var einmitt í Evrópu. Höfundur er félagsfræðingur

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.