Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 18. NOVEMBER 1994 Atvinnustefna til nýrrar aldar ASÍ segir mikilvægt að koma á skipulögðu þríhliða samstarfi um mótun iðnaðarstefnu þar sem undirþúningúr og stöðug endur- skoðun fari fram. Þetta er hægt að gera með því að koma á fót ráðgjafanefnd með jafnri aðild fyrirtækja, verkalýðsfélaga og stjórnvalda. Mynd: ÓI.Þ. Alþýðusamband fslands hefur lagt fram ítarlega atvinnustefnu, ekki síst vegna þess að ASÍ-mönn- um fínnst að bæði stjórn- völd og atvinnurekendur hafí brugðist í því að móta slíka stefnu og þar með nýta sér þann meðbyr sem þjóðarsátt um fjögurra ára skeið hefur boðið upp á. Reyndar kom fram hjá ASÍ-mönnum þegar at- vinnustefnan var kynnt í síðustu viku að stjórnvöld hefðu hreinlega gefíst upp *> við að minnka atvinnu- leysi, fjárlagafrumvarp næsta árs væri óræk sönnun þess. Hér er stikl- að á stóru í atvinnustefnu ASÍ. jóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi" hér á landi verði að mestu óbreytt fram til aldamóta. Að undanfömu hafa 7-8 þúsund manns verið skráðir atvinnu- lausir, en vitað er að atvinnuleysið er í reynd mun meira ef teldð er tillit til þeirra sem ýmist hafa valið að yfir- gefa vinnumarkaðinn vegna sam- dráttarins eða hafa verið þvingaðir út af honum. ASI telur að ef takast á að eyða núverandi atvinnuleysi og jafn- ffarnt að skapa störf fyrir þá kynslóð sem er að koma út á vinnumarkað- inn, verði að skapa allt að 22 þúsund störf ffarn að aldamótum. Til að það megi takast er ljóst að þær almennu efnahagslegu forsendur sem við búum við duga ekld og því verður að breyta um áherslur í hagstjóm hér á landi. Hér á effir verður stiklað á stóm í atvinnustefnunni og meðal armars er sleppt kafla með fjölþjóðlegum sam- anburði og skoðun á því hvemig ýmsar þjóðir hafa bmgðist á ólíkan hátt við sams konar vandamálum. ASI hafinar þar ýmsum „skýringum“ á miklu atvinnuleysi eins og þeim að atvinnuleysisbætur séu of háar og að greiðslutími sé of langur og kerfið því vinnuletjandi. ASI hafhar því einnig að með því að auka launamuninn, lækka byrjunarlaun þeirra sein em að koma inn á vinnumarkaðinn eða lækka lágmarkslaunin, megi fjölga störfúm og auka ffamleiðni. Banda- ríkin em oftast tekin sem dæmi um hagkerfi þar sem tekist hafi að fjölga störfum vemlega á undanfömum áratugum og þar hafi launamunur einmitt aukist mikið. Markmið: Fjölgun starfa, aukin menntun, meiri fram- leiðsla ASÍ telur að leið okkar út úr vand- anum geti ekki falist í því að taka upp samkeppni á alþjóðamörkuðum um ffamleiðslu á vömm eða ffamboð á þjónustu sem býður upp á mörg en illa launuð störf. Þá yrðum við að fórna þeim félagslegu réttindum og því öryggi sem við búum við. „Við getum aldrei keppt við Iaunakjör í Austur-Asíu og viljum það ekki held- ur. Okkar leið verður að byggja á því að skapa forsendur til að fjölga vel- launuðum störfúm. Við verðum að byggja á stöðugt meiri ffamleiðni, aukinni menntun og þjálfun bæði starfsmanna og stjómenda. Efla þarf nýsköpun og auka nýja tækni og orkunotkun við ffamleiðslu hér á landi. Við náum ekla markmiðum okkar nema með því að leggja höfuð- áherslu á ffamleiðslu á vömm með mun hærra virðisaukastigi en tíðkast hefúr til þessa og því verður að gera grundvallarbreytingar á þeirri efúa- hagslegu þróunarstefúu sem hér hef- ur verið ráðandi. ASI hafúar því öll- um aðgerðum sem ganga út ffá því sem gefúu að atvinnuleysi sé ósveigj- anlegum vinnumarkaði, of háum launum og of miklum réttindum launafólks að kenna. Norðurlöndin skara ffa'm úr öðrum þjóðum hvað lífskjör, velferð og öryggi varðar og því má alls ekki fóma hér þótt erfið- leikar steðji að. Verkefúi okkar nú er ekki einungis að skapa mörg störf á stuttum tíma, heldur skiptir vemlegu máli hvers konar störf verður um að ræða. Langtímamarkmið okkar í at- vinnumálum hlýtur því að vera að skapa forsendur fyrir fjölgun góðra starfa sem tryggja hátt launastig.“ Leiðir: Sókn og nýjar uppsprettur hagvaxtar Á undanfömum áratugum hefur hagvöxtur og hagsæld hér á landi að stærstum hluta byggst annars vegar á vaxandi sókn í fiskistofúana við land- ið og hins vegar á því að beita nýjustu tækniviðveiðarogvinnslu. Þaðleik- ur engin vafi á því að þetta hefur sldl- að þjóðinni mikilli hagsæld, en miðað við affakstursgetu auðlinda hafsins á næstu ámm er þess ekki að /ænta að auknar fiskveiðar verði uppspretta aukins hagvaxtar og hagsældar í framtíðinni, þrátt fyrir að sjávarút- vegur verði áfr am okkar mikilvægasta atvinnugrein. ASÍ telur að við þessar aðstæður „verði að skapa forsendur fyrir því að virkja aðra uppsprettu hagvaxtar. Sú uppspretta liggur í þekkingu fólksins, menntun þess og hæfúi. Menntun og hæfni em gmndvallaratriði í atvinnu- stefúu ffamtíðarinnar. Nauðsyn ber til að nýta þá þekkingu sem við höf- um á sviðum, þar sem við getum gert vel og jafnvel betur en aðrir, um leið og við hljótum stöðugt að leita nýrra sóknarfæra. ASÍ telur nauðsynlegt að sldl- greind verði strax nokkur stefúu- markandi svið sem leggja beri sér- staka áherslu á næstu ár. Samhliða því verður stöðugt að leita að sóknar- möguleikum á nýjum sviðum.“ Helstu sviðin í sókninni í atvinnumálum Sem dæmi um svið sem komið hafa ffam í umræðunni um atvinnumál á undanfömum ámm nefriir ASI eftir- farandi: • Sjávarútvegssvið. Með því að leggja áherslu á fúllvinnslu sjávar- fangs má skapa mikinn fjölda starfa á tiltölulega skömmum tíma. Jafú- ffamt er ljóst að þessi þekking okk- ar á einnig að geta leitt af sér vem- lega möguleika í ffamleiðslu á ýmsum tækjum og búnaði ásamt aðföngum hér innanlands. Má þar nefúa ýmiskonar málmiðnað, um- búðaiðnað, plastiðnað, fataiðnað o.s.ffv. • Orkusvið. Undir þetta svið fellur bæði hugsanleg nýting þessarar auðlindar með tilliti dl orkuffeks iðnaðar og útflutnings á orku um sæstreng. Einnig er möguleiki á að nýta þekkingu okkar í virkjun vatns- og hitaafls til raforkuffam- leiðslu og húshitunar, tíl þess að markaðsetja erlendis hörmun og gerð slíkra orkuvera. • Bygginga- og mannvirkjasvið. Bæta verður skipulagningu og á- ætlanagerð á innanlandsmarkaði, bæði varðandi opinber mannvirki og íbúðarhúsnæði. Auka verður rannsóknar- og þróunarstarfsemi í nýbyggingum og viðgerðum sam- tímis sem kannað er hvort þessi þekking geti nýst okkur við mark- aðsetningu erlendis. • Ferðasvið. Ferðaþjónusta hefur verið einn af okkar helstu vaxtar- broddum á undanfömum ámm og ljóst er að verulegir möguieikar em á að efla þessa þjónusm í framtíð- inni, sérstaklega með lengingu ferðamannatímabilsins. • Líffæn matvælaffamleiðsla. Hrein ímynd landsins og lítil notk- un eiturefna gefur okkur mögu- leika á því að markaðssetja há- gæðamatvæli hérlendis og erlend- is. Huga þarf að frekari stefnu- mótun og hugsanlegum tengslum við aðrar greinar. • Heilsu- og heilbrigðistæknisvið. Á þessu sviði er hægt að auka hag- vöxt og fjölga störfúm með tvenn- um hætti. I fyrsta lagi er hægt að nýta betur afkastagetu og þekkingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins en gert er nú. Niðurskurður á fjár- ffamlögum til sjúkrastofnanna veldur því að tæki, búnaður og þekking nýtast ekki sem skyldi. Rannsaka þarf gaumgæfilega hvort ekki megi bjóða útlendingum ýmsa þjónustu hér á landi og auka þannig tekjur og nýtingu heil- brigðiskerfisins. Þetta má einnig tengja möguleikum okkar á rekstri heilsuhótela víða urn land. í öðru lagi gefur þekking okkar á upp- byggingu og rekstri heilbrigðis- kerfisins ýrnsa möguleika á út- flumingi, ásaint margvíslegri þekk- ingu á ffamleiðslu á tækjum og tól- um í þessa þágu. Byggðastefna, fjárfesting- ar og iðnaður ASÍ bendir á að áffamhaldandi vinna að atvinnumálum verði að miða að því að móta afstöðu verka- lýðshreyfingarinnar til einstakra málaflokka á grundvelli þeirrar um- ræðu og vinnu sem þegar hefur farið ffam innan Alþýðusambandsins. Þessir málaflokkar koma ffam í at- vinnustefúunni: Byggðastefna er einn af mikil- vægustu þáttunum í mótun atvinnu- stefnu, bæði í þjóðlegu og alþjóðlegu tdlliti. Alþýðusambandið telur að stuðla beri að jafnvægi í byggð með því að tryggja fjölbreytt ffamboð af arðbærum störfum sem fullnægja tekjulegri þörf íbúanna og veita þeim tækifæri til að auka persónulega hæfni sína og kunnáttu. Fjárfestíng. Nauðsynlegt er að fjárfestingar í atvinnulífinu verði stórauknar á næsm áram. Fjárfest- ingar era drifkraffur hagvaxtar í hag- kerfinu en nú er svo komið að þær duga ekki til þess að viðhalda þeim ffamleiðslutækjum sem til era í land- inu. Fjárfestingar þarf að örva með almennum aðgerðum, t.d. með því að stuðla að lægra vaxtastigi eða með hvamingu tíl auldnna fjárfestinga með tímabundnum skattalegum að- gerðum. Smðla verður að auknum fjárfestingum lífeyrissjóðanna og móta þarf virka fjárfestingarstefnu af hálfu opinberra aðila með opinber- um ffamkvæmdum og viðhaldi mannvirkja. Huga verður að gerð fjárfestingaráætlana fyrir einstakar greinar eða svið atvinnulífsins. Iðnaðarstefna. Framsæknar skipulagsbreytingar verða að eiga sér stað í iðnaði. Þær skulu miða að því að koma greininni í ffemstu víglínu tækniþróunar og vöraþróunar, en einungis þannig tekst okkur að tryggja þá verðmætasköpun sem stendur undir því velferðar- og launastigi sem æskilegt er. Mikilvægt er að koma á skipulögðu þríhliða samstarfi um mótun iðnaðarstefú- unnar þar sem undirbúningur og stöðug endurskoðun fari ffam. Þetta er hægt að gera með því að koma á fót ráðgjafanefnd með jafúri aðild fyrirtækja, verkalýðsfélaga og stjóm- valda. Verkefni nefúdarinnar væri að vinna að því að skilgreina þarfir iðn- aðarins nú og á komandi áram. Jafn- ffamt verður að tryggja að koma megi í veg fyrir offjárfestingu í ein- staka greinum. Samkeppnisstefna, skatta- stefna og þróunarverkefni Mikilvægt er að efla samkeppni á þeim sviðum þar sem hún fær notið sín. Jafúffamt verður að vera hægt að bregðast við neikvæðum áhrifúm hennar. Ljóst er að hagkerfi hinna ýmsu landa hafa opnast mikið og í raun og vera er um einn markað að ræða fyrir alla Vestur-Evrópu. Af- leiðingar þessa era m.a. að sam- keppni utan ffá eykst mikið og ís- lensk fyrirtæki verða að búa sig undir harða samkeppni við erlend fyrirtæki. Umsókn um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 1995 Stjórn Framkvæmdasjóös aldraðra auglýsir eftir um- sóknum um framlög úr sjóðnum árið 1995. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskulega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun þjónustu- og vistu- narþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsóknum skal fylgja ársreikningur 1993 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1994. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðs- stjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni fyrir 1. desember 1994, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.