Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 6
6 Viðtalið VIKUBLAÐIÐ 18. NOVEMBER 1994 Szymon Kuran tónlistarmaður, kemur frá Mazowsze i Póllandi, litlu sveitaþorpi. Hann fluttist hingað fyrir tíu árum, ráðinn sem aðstoðarkonsertmeistari hjá Sinfón- íuhljómsveit fslands, giftist og varð íslenskur ríkisborgari og í vor fékk hlaut hann viðurkenningu sem borgarlistamaður. Hann leikur á fiðlu, leikur sigilda tónlist hjá Sinfóníunniog jazz í Kuran-Swing bandinu. Hann semur tónlist, hann á milljón börn, hunda og ketti og býr í gömlu gulu húsi í Þingholtum á- samt Guðrúnu konu sinni sem er sellóleikari. Mér hefði aldrei dottið í hug að það væri hægt að taka viðtal meðan börn léku listir sínar en á meðan ég tek viðtal við Símon, þá dansa börnin hans fyrir mig ballett, þau leika leikhús og sýna mér leyndardómsflulla dýrgripi og tveir stórir hundar reyna að fanga athyglina og stundum birtist lítill köttur til að taka þátt í samkvæmislífinu. Við drekkum te og reykjum og tölum sam- an, um tónlist sem ég hef ekkert vit á en vil samt fá að vita eitthvað um. Ég upplifði stundir sem barn þegar ég losnaði úr líkaman- um og rann saman við alheiminn, sameinaðist náttúrunni og tónlist náttúrunnar. Upphafin augnablik þar sem staður og stund skiptu ekki lengur máli. Á þessum stundum var heimur- inn ein sinfónía. Fuglasöngur, þytur i laufblöðum trjánna og lækjarniður, var einsog samspil við tónlist sem kom annar- staðar frá. Ég held að þetta sé ekkert dularfullt, börn hafa svo sterkar tilfinningar og næma skynjun. Þetta voru himnesk augnablik og ég fann fyrir hamingju. Svona upplifun fer svo djúpt inní mann að maður getur aldrei losað sig við hana, ekki fyrren maður deyr. En faðir minn hafði mikil áhrif á mig, hann bjó nálægt skóginum og leiddi mig útí skóg og kenndi mér að hlusta og horfa. Hann var náttúrubarn og þekkti skóginn einsog skógurinn væri vin- ur hans. Faðir minn var af fátækri sveitafjölskyldu en hann spilaði á fiðlu, hann spilaði daglega. Þegar hann átti ekki pen- inga fyrir fiðlu, smíðaði hann hljóðfærið sjálfur. Nú er hann orðinn gamall maður og er fluttur aftur inn í skóginn, býr þar einsog heilagur maður, talar við dýr og fugla. Hann hefur lokað sig af í sinum heimi. Mamma heimsækir hann stundum en hún býr í Varsjá. Þegar ég horfi til baka held ég að þessar ferðir útí náttúruna með pabba hafi haft mest áhrif á mig í æsku. Hann ýtti aldrei á mig að læra á fiðlu en þegar ég snerti fiðlu í fyrsta skipti varð ég gagntekinn. Þá var ég tíu ára. Það var músik í fjölskyidunni. Ég var mikið hjá afa mínum og ömmu, foreldrar mínar voru önnum kafið verka- fólk sem áttu í basli. Amma mín söng og afi var músíkalskur. Ég á þeim miklð að þakka. Ég fékk munnhörpu í jólagjöf á hverjum einustu jólum, alltaf stærri munn- hörpu í hvert sinn. Og var alltaf í sjöunda himni yfir gjöfinni. Svo bjó ég til hljómsveitir þégar ég var lítill krakki, með munnhörp- una í munninum, setti baunir í dós og hélt á þeim og lét hringla og svo festi ég eitthvað ann- að í fæturnar og svo hristi ég hendur og fætur af miklum móð. Ég gerði auðvitað nágrannana vitlausa en ég hafði ó- skaplega gaman af þessu. Það spilaði alltaf eitthvað í mér. Og ég varð að koma því frá mér. - Hvað er svona merkilegt við fiðluna? Fiðlan snertir sálina mest af öllum strengjahljóðfærum. Ég vil taka fram að þetta auðvitað algerlega mín persónulega skoðun. En fiðlan fer beinustu leið inní sálina. Fiðlan er svo tær. Fiðlan snertir fínustu tilfinningar. í slavneskum löndum er fiðlan alþýðuhljóðfæri og það er merkilegt að einsog fiðla og víólín eru rómantísk orð á íslensku, þá er hræðilegt orð yfir fiðlu á pólsku. Það getur verið einhver írónía fólgin í því. Fiðlan getur sýnt allan tilfinningaskalann líkt og píanó en er auðvitað allt annað hljóðfæri. Maður heldur tóninum, vibrar. Það býður uppá allt aðra túlkun. Þíanóið er mekanískara, hver tónn hverfur. En t.d. hörpuleikari býr til tóninn sjálfur en í píanóinu eru allskonar milliliðir til að koma tóninum til skila. - Viltu segja mér frá því hvað varð til þess að þú komst til íslands? Ég kom ekki beina leið til íslands. Á leiðinni fór ég fyrst í eins árs hljómsveitarnám til London. Áður hafði ég verið konsertmeistari í Fílharmóníuhljómsveitinni í Gdansk. Mín fyrsta kennsla í tónlist fór fram í sveitaskóla, það var skraut- legt nám. Ég lærði á fiðlu og píanó en píanó var skylda. Einsog ég sagði tók ég strax ástfóstri við fiðluna en ég lenti í erfiðleikum með hana seinna og ég og fiðlan áttum í ákveðnu stríði. Á unglingsárunum lenti ég svo í allskonar rugli einsog flestir en til allrar hamingju hætti ég þó aldrei að leika á fiðluna. En það var fyrir atbeina vinar míns að ég fór til Englands, hann benti mér að sækja um styrk sem stóð til boða og hjálp- aði mér til að sækja um. Það varð til þess að ég fékk ársstyrk frá Bretum, sem betur fer, annars hefði námið orðið erfitt. Því sá mig ífgrsta skipti hugsaði hún: Þessi maður er skrítinn, best að passa sig á honum. Hún ruglaði mig líka alveg en ég tók Jljótlega þá áhœttu að bjóða henni út. miður stendur þessi styrkur ekki lengur til boða, hefur verið skorinn niður af efnahagsástæðum. En námið var fjölbreytt, æfingar voru tvisvar á dag og allskonar tónleikar sem maður sótti og tók þátt í, svo var ég hjá prívatkonsertmeistara sem kom við og við frá Berlín. Og ég greip allt til að bæta við mig. En það var einn maður sem gerði þetta mögulegt, hann hét Nick Basil Tckaikov og hjálpaði ungu fólki mikið. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom til vestræns lands og það kom mér undarlega fyrir sjónir hvað margt var miklu verra en í Þóllandi. Skrifræðið í Englandi var í rauninni miklu verra en þar. En það er merkilegt að sami maður og hafði hjálpað mér að komast til Englands, fann auglýsingu í blaði þar sem stóð að Sinfóníu- hljómsveitin á íslandi væri að leita að aðstoðarkonsertmeist- ara. Þannig varð þessi vinur minn mikill örlagavaldur í lífi mínu, jafnvel þó við værum ekkert sérstaklega nánir. Þetta var haustið 1984, ég sótti um, fór í prufu og var ráðinn. Mér leist strax vel á mig á íslandi og fannst það þægilegra en England. Hér var ekki þessi yfirborðskurteisi sem Englendingar hafa tamið sér. Þeir fara í marga hringi í kringum tilfinningar. ísland fannst mér meira einsog heima í Þóllandi, en þýðir ekki lengur að segja heima í Þóllandi, ég á heima hér. Mér þótti spennandi að kynnast hljómsveitinni, ég hafði áður heyrt að hún væri góð. Ég reyndi að kynnast landinu og ég labbaði mikið um Reykjavík og nágrenni og kom oft rennandi blautur úr gönguferðum mínum en alltaf glaður. Hér sá ég svo mikla náttúru. ís- lenskan fannst mér hinsvegar hrikalega erfið og ég þorði ekki að opna munninn i mörg ár af ótta við hvað kæmi útúr mér. Þó var ég löngu farinn að skilja allt sem sagt var. - Og svo kynnistu konunni þinni hér? Já, ég kynntist henni fljótlega eftir að ég kom. Hún heitir Guðrún Theódóra Sigurðar- dóttir, sellóisti. Við sáumst fyrst þegar við vorum að spila saman á tónleikum í Lang- holtskirkju. Hún horfði á mig og hún hefur sagt mér að hún hugsaði: Þessi maður er skrítinn, ég verð að vara mig á honum. Mér var svipað innanbrjósts. Hún hafði mikil áhrif á mig og ég gat varla haft augun af henni en tilfinningarnar sem vöknuðu rugluðu mig í ríminu. Svo stuttu seinna spiluðum við sam- an í Óperunni og þá tók ég áhættuna og bauð henni út. Fyrir tveimur árum rákumst við svo á þetta ævintýralega hús, kolféllum Szymon Kuran með þremur barna sinna, fv. Jakob, Szymon Héðinn og Anna. Myndir: ÓI.Þ.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.