Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 18. NOVEMBER 1994 9 Þetta á t.d. við um íslenskan landbún- að og framleiðslu úr landbúnaðaraf- urðum. Nauðsynlegt er að endurskoða skattastefnuna frá grunni ineð það að markmiði að ná betri auðlindanýt- ingu en nú er. I Ijósi aukins atvinnu- Ieysis er eðlilegt að draga úr ofúr- skattlagningu á vinnu hvort sem er í formi tekjuskatts eða tryggingagjalds. Þess í stað ætti að auka skattlagning- una á umhverfisþáttum, til þess að draga úr mengun, og á fjár- magnstekjum sem í dag eru því sem næst óskatdagðar. Endurskoða og auka þarf tekjujafnandi áhrif skatt- kerfisins til þess að stuðla að rétdát- ara kerfi. Rannsókna-, tækni- og þjónustu- stofnanir atvinnuveganna hafa miklu hlutverki að gegna í þróun atvinnu- mála. Hlutverk þeirra er ekki að starfa í sérgreindu umhverfi heldur að byggja upp verkefnabundna þjón- ustu \ið einstaka starfsgreinar og fyr- irtæki ásamt því að vera ráðgefandi fyrir stjórnvöld um ýmis mái. Sam- eining þjónustustofnana og aukið samstarf er brýnt verkefni til að nýta megi sem best það fjármagn og þá þekkingu sem fyrir er. Umhverfisstefna og utan- ríkisviðskipti Framtíðaruppbygging atvinnulífs- ins verður að'taka mið af nauðsyn- legri verndun umhverfisins. Veru- Iegur hluti af gjaldeyristekjum okkar byggir á hreinni ímynd landsins. Vegna þess verður að vemda um- hverfið og nýta jafnffamt auðlindir á hagkvæman hátt með tilliti til ffam- leiðslu, neyslu og notkun hinnar end- anlegu vöru og niðurbroti vömnnar í náttúmnni. Utanríkisviðskipti. -. Viðskipta- samningum um tollfrelsi þarf að fjölga og spoma verður gegn vemd- arstefnu með alþjóðlegu samráði. Koma verður í veg fyrir undirboð og setja þarf félagslegar reglur sem tryggja Iágmarksatriði er varða rétt- indi launafólks, heilbrigðis- og ör- yggismál, vinnuumhverfi o.s.ff. Til þess að sjónarmið okkar fái öragg- lega notið sín og til að tryggja hags- muni landsntanna er nauðsynlegt að taka með virkum hætti þátt í alþjóð- legri urnræðu og sainstarfi á sem flestum sviðum. Menntun og starfsfræðsla Oflug sókn í menntamálum er einn af hornsteinum framsækinnar atvinnustefnu. Að mati ASI verður að leggja áherslu á eftirfarandi: - Gmnnstarfsmenntun fyrir ungt fólk sem er að koma inn á vinnu- markaðinn. - Endurmenntun og -þjálfun sem miðar að því að bæta stöðu þeirra atvinnulausu á vinnumarkaði. - Endurmenntun og/eða framhalds- menntun fyrir þá sem em í vinnu á vinnumarkaði. Til þess að þróa gmnnstarfs- menntunina fyrir ungt fólk verður að gera gagngerar breytingar á starfsað- ferðurn grunnskóla og framhalds- skóla. Vegna nauðsynlegarar endur- inenntunar og -þjálfunar atvinnu- lausra verðum við að nýta þau nám- skeið sem Atvinnuleysistrygginga- sjóður fjármagnar. Ef vinnuaflið á að hafa sveigjanleika og aðlögunarhæfni verður að taka tillit til eftirfarandi þriggja þátta: 1. Þróun hæfiii, sem felur í sér þá þekkingu og kunnáttu sem tengd er tilteknu starfi og auknum ein- staklingsbundnum afköstum í því starfi. 2. Þróun faglegrar kunnáttu, sem felur í sér markvissa uppbyggingu á hæfni og kunnáttu sem hvílir á þekkingarlegum gmnni og sem leiðir til þess að starfsmaður getur bmgðist sjálfstætt við breytingum. Markmiðið er að auka afköst í nú- verandi starfi á sama tíma og við- komandi starfsmaður er undirbú- inn undir sitt ffamtíðarstarf. 3 .Þróun pcrsónulegi-íi eiginleika, sem felur í sér uppbyggingu einstak- lingsbundinnar hæfni með þjálfun í tungumálum, samskiptum, hóp- starfi og stjómunarlegri getu. Fmmkvæðið í framþróun verk- og tæknimenntunar á og verður að vera hjá samtökum Iaunafólks, fyrirtækj- unum og samtökum þeirra, í nánu samstarfi við stjómvöld. Einungis þannig er tryggt að beitt verði mark- vissum og árangursríkum vinnu- brögðum. Unt leið er mikilvægt koma í veg fyrir að þröngir sérhags- munir og skammtímasjónannið ein- stakra greina tefji fyrir eða spilli ár- angrinum. Hér gegnir framsækin verkalýðshreyfing lykilhlutverki. Jafnrétti kynjanna og kjör og aðbúnaður atvinnu- lausra Atvinnuleysi kvenna er víða meira en karla. Aukin menntun kvenna og þar með aukin att'innuþátttaka þeirra hefur á síðustu áratugum verið einn af hornsteinum aukins hagvaxtar og aukinnar velferðar hér á landi. I erf- iðu árferði eins og nú er mikil hætta á því að stigin verði skref afturábak og að konur annaðhvort velji vegna að- stæðna að fara frá vinnumarkaðnum inn á heiinilin eða séu þvingaðar til þess. Tímabundnir erfiðleikar í at- vinnumálum mega ekki ónýta árang- ur margra ára jafhréttisbaráttu. Þrátt fyrir að kjör og aðbúnaður atvinnulausra heyri ekki beint undir stefnu í atvinnumálum sem miðar að því að eyða atvinnuleysinu, er mikil- vægt að gleyma ekki þeim sem búa við þær aðstæður að hafa ekki vinnu. Aherslur í inennta- og starfsfræðslu- málum em auðvitað jafnt í þágu at- vinnulausra og þeirra sem hafa vinnu. Engu að síður er nauðsynlegt að huga að því að þekking og reynsla at- vinnulausra glatist ekki meðan at- vinnuleysið varir. ASI hafnar alger- lega þeim málflumingi sem oft heyr- ist að orsaldr atvinnuleysisins séu m.a. þær að fólk nenni ekki að vinna, m.a. vegna þess að kjör atvinnulausra séu of góð. Ljóst er að atvinnuleysis- bætur sem hlutfall af launum em mun lægri hér á landi en yfirleitt ger- ist á Norðurlöndunum. Kjör at- vinnulausra iná heldur ekki einungis mæla í peningum. Fylgifiskar at- vinnuleysis era oft einangmn, félags- leg útskúfun og niðurlæging. Þeir sem era atvinnulausir em ekki sekir um atvinnuleysið, sökin er yfirleitt annarra. Hagkerfi sem ekki getur tryggt öllum vinnu sem vilja vinna er ekki heilbrigt. Landsraö- stefna Samtaka hepstööva- andstæðinga Landsráðstefna Samtaka her- stöðvaandstæðinga 1994 verður haldin laugardaginn 19. nóvember á Komhlöðuloftinu við Bakarabrekku. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með almennum aðalfundarstörfum sem áformað er að ljúka fyrir hádegi. Kl. 13.15 hefst málþing undir yfirskriftinni NATO að kalda striðinu loknu. Að loknum stuttum erindum verða pallborðsumræður með almennri þátttöku. Gestir í pallborði verða Anna Olafsdóttir Bjömsson alþingis- kona, Ami Hjartarson jarðffæð- ingur og Einar Karl Haraldsson ffamkvæmdastjóri. Allir velkomnir. Komir, völd og áhrif í Alþýðubandalaginu Opinn fundur á vegum Sellanna verð- ur laugardaginn 19. nóvember n.k. að Laugavegi 3, 5. hæð kl. 10-12. Á fundinum munu Heiðrún Sverris- dóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn flokksins og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður AB fjalla um stöðu kvenna innan Alþýðubandalagsins, völd þeir- ra og valdaleysi. Fundarstjóri verður Hildur Jónsdóttir, ritstjóri. Sveitarstjórnarkosningar eru að baki - framundan eru kosningar til þings. Hvar standa konurnar? Stjórn Sellanna hvetur alla sem vilja vinna að auknu jafnrétti kvenna og karla innan flokksins til að fjölmenna. Hildur Jónsdóttir Stjórnin Alþýðubandalagið - Sósíalistafélagið Félagsfundur Mánudaginn 21. nóvember kl. 20:30 að Laugavegi 3, 5. hæð. Dagskrá: Kosningaáhersla Sósíalistafélagsins Tilnefningar í prófkjör í Reykjavík Önnur mál. Nýir félagar og gestir velkomnir Stjórnin Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá naffi á siávarplássi. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Friðsemd. 1 í / 5 l y 7- T* 9 y u r- 1Z I 13 T> 5 7 í6 1? )8 v> 19 ¥ 21 I 22 '+ n ¥ 21 2í> llo H 27 y 3 23 27 2U 58 | Ý Z7- ZL T* 24 w~ W~~ ¥ 27 T 2Pi °i 2Í ¥ T5~ ¥ 3 5 ¥— 27 30 1 | 2o 7 (o ¥ io 25 ý 2o 15 y 5 W~\ 2.1 w~ 27 23 2J ¥ 21 20 y 27 28 1 Ö W~ rvi W 7 W~ VTZ 2b ~r'\ / ifJ/) ‘4\ 21- {V) 20 24 ¥ ¥ y 2? 40 W~- zr~ ¥ f5 JL )lc 2£ V 3 )8 y 3 v- b Vh 9 9 ¥ 25 9— T~ 2& 2? T~ 2T-j 25 T~ )0 W~ iÍD V W 28 30 y W W~ y H y 9 8 W~ ¥ Kp 3 ¥ 15 y 2? 32 25 I 5 20 27- \t> 21 2¥ W 2$ A = Á = B = D = Ð = E = É = F = G = H = 1 = í = J = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = Ú = v = x = Y = Ý = Þ = ■Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = 28 = 29 = 30 = 31 = 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.