Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 12
I Vikublaði B L A Ð S E M V I T FOSTUDAGURINN 18. NOVEMBER 1994 Jafnréttislög brotin Finnur Ingólfsson alþingismaður telur engin lög hafa verið brotin og vill að dómi Héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað á mánudag upp þann dóm að Samstarfs- ráð heilsugæslustöðvanna í Reykjavík hefði brotið jafinrétt- islög á Jennýju Sigfusdóttur þegar gengið var ffam hjá henni við ráðningu í nýja stöðu starfs- mannastjóra til Heilsuvemdar- stöðvarinnar og heilsugæslu- stöðvanna í Reykjavík á árinu 1991. Vom henni dæmdar tæpar 800 þúsund krónur í skaðabætur. Era þetta hæstu bætur sem dæmdar hafa verið í máli sem þessu, en heimild til að dæma skaðabætur til þeirra sem brotið er gegn komst fyrst inn í jafnrétt- islög á árinu 1991. Kærunefnd jafhréttismála höfðaði málið fyrir hönd Jennýjar eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hefðu verið brotin á henni og eftir að tilraunir nefhdar- innar til að fá Samstarfsráðið til að bæta henni skaðann höfðu reynst ár- angurslausar. Finnur Ingólfsson alþingismaður var formaður Samstarfsráðsins þegar gengið var ffá ráðningu starfs- mannastjórans og byggðist vörn þess fyrir Héraðsdómi á því að amk þrír karlumsækjendur hefðu talist hæfari en Jenný til að gegna stöðunni. Þessu hefur Finnur Ingólfsson einnig haldið ffam í fjölmiðlum í kjölfar dómsins og stangast það á við niðurstöðu bæði kærunefndar og dómsins sem segir að hæfhi umsækj- enda hafi ekki verið könnuð ná- kvæmlega. Sá sem hlaut stöðuna var Einar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi ffam- kvæmdastjóri Hreyfils. Hann er Framsóknarmaður og var m.a. bæj- arfulltrúi flokksins í Garðabæ til margra ára. I forsendum dómsupp- kvaðningarinnar kemur ffam að ekk- Jenný Sigfúsdóttir: Mér finnst Finnur vera óheiðarlegur með því að viðurkenna ekki brotið og ég tel að það hafi margir verið hæfari en sá maður sem var ráðinn. Hann lét hagsmuni flokksins tvímælalaust ganga fyrir hagsmunum stofnunarinnar sem honum var trúað fyrir. Mynd: ói.þ. ert styðji það að hann hafi verið hæf- astur af þeim karlmönnum öðrum sem Finnur taldi hæfa til að gegna stöðunni og, eins og dómurinn við- urkennir, alls ekki hæfari en Jenný. Finnur er enn á annarri skoðun. - Við fórum mjög samviskusam- lega yfir hæfni umsækjenda. Þegar Samstarfsráðið og stjóm Heilsu- vemdarstöðvarinnar tók þessa á- kvörðun var Einar Geir Þorsteins- son valinn úr hópi þeirra þriggja sem taldir vom hæfastir og Jenný var ekki í þeim hópi. Hann hafði mikla starfs- reynslu, 25 ár sem ffamkvæmda- stjóri Hreyfils þar sem hann hafði farið með starfsmannamál og annast öll samskipti við gríðarlegan fjölda starfsmanna. Þá var hann starfsmað- ur heilbrigðisráðuneytisins um tíma og sá þar um tilflutning á réttindum og skyldum starfsmanna ffá sveitar- félögum til ríksins. Þau mál áttu að koma til kasta starfsmannastjóra hjá Heilsugæslunni og því töldum við reynslu hans af þeirn málum mikil- væga, segir Finnur. Staða starfsmannastjórans var ný og var henni komið á fót í kjölfar skipulagsbreytinga. Aður var Jenný í starfi deildarstjóra hjá Heilsuvemd- arstöðinni þar sem hún var gjaldkeri og hafði launamál og ráðningar- samninga með höndurn. Þá vann hún að fjárhags- og fjárla- gaáætlunum fyrir hönd stofnunarin- nar. Við skipulagsbreytinguna féll hluti fyrri starfa hennar undir starf- svið starfsmannastjóra. Hún bendir á að í málflutningi sínum.hafi lögmað- ur Samstarfsráðsins reynt að gera eins lítdð og hægt var úr því starfi sem hún áður gegndi og lagt áherslu á að sýna ffam á að hin nýja staða starfsmannastjóra væri mun flóknari en það starf sem Jenný hafði áður verið í. - Eg legg áherslu á að það starf sem Jenný hafði áður gegnt var ósambærilegt starf að okkar mati sem vom að koma þessu nýja skipu- lagi á. Það var algjörlega um nýtt starf að ræða og ekki sambærilegt við fyrri störf Jennýjar á nokkum hátt, segir Finnur. Þarna er hann ósam- mála dómnum sem segir að „ekki (sé) unnt að draga þá ályktun að Jenný Sigfúsdóttir hafi ekki verið hæf til starfsins vegna þess að um annað starf var að ræða en það sem hún hafði gegnt. Hún var kunnug verkefnum þeim sem lögð vom til starfsmannastjórans, hafði sinnt að minnsta kosti nokkram hluta þeirra áður, og m.a. þess vegna var hún vel til þess fallin að gegna stöðunni.“ - Starfslýsingum er yfirleitt mjög ábótavant á vinnustöðum hérlendis og í tilvikum sem þessu getur það skipt máli. Ég hvet konur til að láta gera ítarlegar starfslýsingar sem þær em sáttar við, því það er aldrei að vita hvenær þær gætu þurft að sýna ffam á fyrir dórni hvaða störf þær raunvemlega hafa með höndum, segir hún og bætir við: - Mér finnst Finnur vera óheiðar- legur með því að viðurkenna ekki brotið og ég tel að það hafi margir verið hæfari en sá maður sem var ráðinn. Hann lét hagsmuni flokksins tvímælalaust ganga fyrir hagsmtm- um stofnunarinnar sem honum var trúað fyrir, segir Jenný. Finnur telur líklegt að málinu verði vísað til Hæstaréttar, ekki síst vegna þess hversu stefnumarkandi dómurinn sé. Þegar Jenný Sigfúsdóttir leitaði upphaflega til kæmnefndar jafnrétt- ismála var það bæði vegna ráðning- arinnar sjálfrar, en líka vegna þess að þau laun sem nýjum starfsmanna- stjóra vom boðin vom mikið hærri en þau laun sem hún hafði haft fyrir starf sitt sem hún taldi umfangs- meira en starf starfsmannastjórans Hún sagði starfi sínu lausu í kjölfar ráðningarinnar í mótmælaskyni og einnig vegna ágreinings um launa- kjör. Prófkjör nema póHtískar að- stæður breytist Aaðalfundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík var samþykkt að viðhafa prófkjör um skipan efstu sæta á framboðslista AJ- þýðubandalagsins fyrir þingkosn- ingamar næsta vor. Samþykktin gerir ráð fyrir prófkjöri í fyrsta lagi 10. desember en í síðasta lagi 14. janúar. Að tíllögu Svavars Gestssonar var þó gerður sá fyrir- vari að ef aðstæður breyttust, t.d. að kosningum verði flýtt eða að efnt verði til samfylkingar við aðra, skuli tafarlaust kalla kjör- dæmisráðið saman á ný. Væntanlegt prófkjör á að miðast við samþykktar reglur, sem meðal annars gera ráð fyrir þvíað þátttak- endur séu félagar í einhverju Al- þýðubandalagsfélaginu í kjördæmis- ráðinu þremur dögum fyrir próf- kjörsdag eða hafi lýst yfir stuðningi við Alþýðubandalagið og greitt 400 króna prófkjörsgjald. Á aðalfundinum var samþykkt tdl- laga ffá Soffíu Sigurðardóttir um eflda samstöðu félaganna. Tillagan var svohljóðandi: „Aðalfundur kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsfélag- anna í Reykjavík, haldinn 12. nóv- ember 1994, ályktar að það sé eitt brýnasta mál kjördæmisráðsins að efla samstöðu alþýðubandalagsfólks í Reykjavík og vinna gegn tortryggni milli félagsdeilda og félagsmanna. Fundurinn felur nýkjörinni stjóm kjördæmisráðsins að stuðla að sam- starfi Alþýðubandalagsdeildanna og skorar á stjórnir þeirra að vinna að einingu og öflugri sókn Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu." Pólitísk ráðning Snertir deilur um Samstarfsráð heilsugæslustöðvanna. Finnur Ingólfsson leggur áherslu á það í samtali við Vikublaðið að Samstarfs- ráðið hafi ekki tekið ákvörðun um ráðingu og launakjör Einars Geirs upp á sitt eindæmi, heldur hafi verið einróma samkomulag um hana milli þess og í stjóm Heilsuvemdarstöðvarinnar og Heilsugæslustöðvanna í Reykja- vík. Ólafúr F. Magnússon læknir er fúlltrúi Reykjavíkurborgar í stjóm Heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, en formaður stjómar- innar á aðild að Samstarferáðinu. I samtali við Vikublaðið mót- mælir Ólafur fúllyrðingum Finns. - Samstarferáð heilsugæslustöðv- anna samþykkti að ráða Einar Geir Þorsteinsson í stöðu starfsmanna- stjóra heilsugæslunnar í Reykjavík á fundi sínum 25. janúar 1991. Fjór- um dögum síðar var þessi samþykkt iögð fyrir stjóm Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur þannig að þeg- ar kom að málinu þar var Sam- starfsráðið þegar búið að afgreiða það. Skömmu síðar sagði Jenný Sigfúsdóttir upp starfi sínu sem deildarstjóri á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. I uppsögn sinni tiltók hún óánægju sína með lakari launa- kjör en nýráðnum starfsmanna- stjóra var boðið fyrir svipuð störf. Þegar uppsögn Jennýar lá fyrir lét ég bóka á stjórnarfundi að ég harm- aði uppsögn reynds starfsmanns Finnur Ingólfsson réð flokksbróður sinn og segir hann hafa verið hæfastan þó dómurinn fullyrði að hæfni umsækj- enda hafi ekki verið könnuð. Pólitík, segir Ólafur F. Magnússon. Mynd: ói.þ. Heilsuverndarstöðvarinnar vegna óánægju með launakjör. Stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar kom hvergi nálægt ákvörðun um Iauna- kjör hins nýráðna starfemannastjóra við Heilsugæsluna í Reykjavík. Þetta mál var alfarið í höndum Samstarfsráðsins undir forystu Finns Ingólfesonar, flokksbróður Einars Geir Þorsteinssonar, segir Ólafur. Hann telur pólitík vissulega hafa blandast inn í málið. - Sá sem var ráðinn er þekktur ffamsóknarmaður. Ég ætla ekki að leggja dóm á að hvort stjórnmála- skoðanir hafi ráðið því hver var ráð- inn en ég tel að hin góðu kjör megi verulega rekja til pólitískra ástæðna, segir hann. Ólafur hefur gagnrýnt það hvernig Samstarfsráðið er skipað. - Guðmundur Bjarnason þáver- andi heilbrigðisráðherra skipaði það með reglugerð sem hann gaf út 4. september 1990 og var séð til þess að flokksbræður hans í Fram- sóknarflokknum hefðu þar tögl og hagldir. Það sem ég hef gagnrýnt í sambandi við skipan Samstarfsráðs- ins er að kjörnir fulltrúar Reykvík- inga eiga þar ekki einu sinni á- heymarfulltrúa og það er ég mjög ósáttur við. I Samstarfsráðinu sitja einungis ráðherraskipaðir formenn stjórna heilsugæsluumdæmanna og stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur auk héraðslæknisins í Reykjavík. Eftir sveitarstjórnar- kosningar í vor var skipt um for- menn í stjórnum heilsugæsluum- dæmanna nema í einu tilviki. Skip- an samstarfsráðsins er þannig ekki í eins flokkspólitísk og áður. Vegna ólýðræðislegrar skipunar Sam- starfsráðsins og starfehátta þess flutti ég um það tillögu í borgar- stjórn Reykjavíkur 7. nóvember 1991 að Samstarfsráð heilsugæslu- stöðvanna bæri að leggja niður og var tillagan samþykkt með 10 at- kvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins gegn fjóram atkvæðum minnihlutans en fulltrúi Kvenna- listans sat hjá. Núverandi heilbrigð- isráðherra, Sighvatur Björgvinsson, virti hinsvegar þessa samþykkt borgarstjórnar að vettugi.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.