Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 18. NÓVEMBER 1994 rnmálin 11 Málefhi meirihluta Reykja- víkurlistans í borgarstjóm vom áberandi á dagskrá aðalfundar kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsfélaganna í Reykjavík urn síðustu helgi. Að lokinni framsögu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, Guðrúnar Agústsdótt- ur forseta borgarstjórnar og Arthurs Morthens formanns stjórnar SVR vom umræður opnaðar og íýrir- spurnum svarað. Var augljóst að fundarmönnum leist nokkuð vel á það sem meirihlutinn er að gera, en ýmsir höfðu áhyggjur áf því að hinar góðu fýrirædanir væra ekki nægilega vel kynntar. Því vissi almenningur lítið unt starfið og hefði e.t.v. á ttil- finningunni að meirihlutinn væri að- gerðalítill. Dugnaður, kraftur og samviskusemi Ingibjörg Sólrún fjallaði um starf meirihlutans frá því hann komst til valda 13. júní. Það sem einkennt hefði starfið væri dugnaður, kraftur og samviskusemi. Erfið ágreinings- mál hefðu ekki komið upp og flokkslínur ekki sjáanlegar svo heitið geti, þótt fólkið væri eðlilega ekki alltaf sammála. Hún sagði að lýsa mætti aðgerðum nú sem allsherjar tiltekt, sem lyki vonandi á næsta ári og þar væri fjárhagsstaðan helsta á- hyggjuefhið. Nefhdi hún að tekjur borgarinnar væra 10,4 milljarðar, en rekstur og gatnagerð tækju til sín yfir 10,1 milljarð króna. Hún sagði að af- borganir og vaxtagjöld lána myndu á næsta ári verða 1.200 milljónum krónum hærri en á þessu ári og að þessu yrði að mæta með tekjuaukn- ingu og niðurskurði. Nýjar lántökur á þessu ári hefðu óhjákvæmilega far- ið í tvo milljarða, en lækkuðu von- andi í einn milljarð á næsta ári. Borgarstjóri sagði að víða væri verið að leita leiða til að spara og sumt þegar komið til framkvæmda. „Ég skal nefna eitt lítið dæmi, en það er af liðnum móttökur og risna. Það kom í ljós að borgin var að kaupa blómvendi og stefhdi kostnaðurinn í 1,8 milljónir króna. Okkur hefur tekist að koma þessu niður í 1,1 milljón. Þá má nefna að við höfum á- kveðið að hætta að veita sterk vín í veislum en veita léttvín í staðinn.“ Borgarstjóri sagði að verið væri að koma upp nýjum leikreglum á ýms- um sviðum. Búið væri að koma Tjarnargötuíbúðunum tíl Félags- málastofnunar. Verið er að gera samning við arkitekta og verkfræð- inga um val á hönnuðum um leið og útboðsmálin era til gagngerrar end- urskoðunar. Verið er að meta dag- vistarþörfina upp á nýtt, enda hefðu Aðalfundargestir fylgjast með framsögum um málefni borgarinnar. Fundarmenn voru nokkuð ánægðir með það sem fram kom, en höfðu helst áhyggjur af því að hin góðu verk og fyrirætlanir kæmust ekki nægilega skýrt til skila til borgarbúa. Borgarmálin rædd á aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík: Öflugt en lítt kynnt starf í borginni Sigurður á Neistastöðum fylgdist grannt með því sem fram fór. Myndir ÓI.Þ. fýrri biðlistar ekki gefið rétta mynd af ástandinu. Bygging þriggja skóla í Borgarholti væri framundan og ein- setning skóla í skoðun. Þá era trygg- ingainál borgarinnar til skoðunar og sagði Ingibjörg Sólrún að það hefði vart verið tilviljun að gerður var samningur við Sjóvá-AImennar í maí 1991, samningur upp á 39 milljón króna árleg iðgjöld. Frekari úttekt á rekstri borgarinnar er framundan Ingibjörg Sólrún nefhdi líka að átak væri framundan gegn svartri at- vinnustarfsemi í samvinnu við ríkis- valdið. Verið er að setja upp „at- vinnu- og ferðamá!astofu“, en hing- að til hefði enginn sérstakur starfs- maður sinnt atvinnumálum borgar- innar. Fyrri átaksverkefhi í atvinnu- málum væra til endurskoðunar, þar sem þau hefðu ffam að þessu verið handahófskennd og kostnaður óljós. í menningarmálum hefði ríkt stjórn- leysi, þar semí margar sjálfala stofh- anir hefðu starfað við lítið eftirlit. í undirbúningi sé málþing um menn- ingarstefhu. Búið er að koma á fót þriggja manna verkefnisstjórn vegna verkefnisins „Betri borg fýrir börn“, en verkefnisstjórnin leysir af hólmi tutt- ugu manna hóp. Með ; verkefnis- stjórninni ynni starfsmaður frá Slysavarnarfélag- inu. I íþróttamálum néfhdi borgarstjóri lendinguna varð- andi HM í hand- bolta. Hún sagði að í öldranarmálum væri mikil tiltekt ffamundan með uppstokkun á skipulagi og for- gangsröðun. Mál- efni unglinga yrðu endurskoðuð, sér- staklega miðbæjar- málin og hefði Ein- ar Gylfi Jónsson sál- ffæðingur verið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Ég vil sjá orku fara í eins og reynsluhverfi og helst þannig að þær hugmyndir verði farnar að virka fyrir næstu kosningar". ráðitin í það starf. í skoðun væri að útvega Hinu húsinu aðstöðu í Geys- ishúsinu. I húsnæðismálum nefndi borgarstjóri að átta búseturéttarí- búðir hefðu verið.keyptar sérstaklegá og svo hefði borgin ákveðið að vera með í húsaleigubótakerfinu. „A þessu sést að það eru heilmikil verkefni í gangi eða ffamundan. Frekari úttekt á rekstri borgarinnar er framundan með ítarlegri skoðun á einstaka málaflokkum. Stjórnkerfis- mál verða fýrirferðannikil á næst- unni, þar sem áhersla verður lögð á virkt Iýðræði og * aukið sjálfstæði hverfanna. Það er pólitísk vinna, ekki hagráðavinna. Ég vil sjá orku fara í mál eins og reynsluhverfi og helst þannig að þær huginyndir verði farnar að virka fýrir næstu kosning- ar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Guðrún að fá uppnefnið risnubaninn Guðiún Ágústsdóttir sagði að sumir kölluðu hana risnubana, en það hefði lent á henni að skoða þau mál, eins og með blómvendina sem borgarstjóri minntist á. Hún sagði að á meðal þess sem í ljós hefði kornið var að í einni 800 til 900 manna veislu sem stæði yfir í eina og hálfa klukkustund mætti spara 400 þúsund krónur í snittum. Guðrún sagði að samstarfið og verkefhin væra að slípast og að von- andi gengi brátt bemr að koma upp- lýsingum til borgarbúa um það sem gert er. Minnihlutinn og jafnvel sumir embættismenn hefðu reynt að koma iilindum af stað en ekki tekist. „Það er augljóst að formenn nefhda hafa mikinn áhuga á viðkom- andi málaflokkum og memað til að koma jákvæðum breytingum í ffam- kvæmd,“ sagði Guðrún. Hún er for- maður skipulagsnefhdar og fjallaði nokkuð urn þau mál, ekki síst um vandræðin í lóðamálum sem Sjálf- stæðisflokkurinn skildi effir sig. Engar lóðir hefðu legið fýrir nema undir fjölbýlishús, en vonandi kæmu til úthlutunar einbýlis- og raðhúsa- lóðir á næsta ári. Þá sagði hún að mikill vilji stæði til að ganga ffá mið- bæjarframkvæmdum, en ljóst að þær ffamkvæmdir séu gífúrlega kosmað- arsamar. Þá kom Guðrún inn á byggingar fýrir aldraða. „Við verðum að hætta að byggja „elliturna“ og bjóða upp á samhæfða þjónustu.“ Hún nefndi að æskilegt væri að byggja 15 til 20 þús- und rnanna hverfið í Grafarvogi sem reynsluhverfi með fýrirmyndarþjón- ustu. „Það er ffeistandi að ganga svo langt að gera slíkt hverfi nánast að sjálfstæðu sveitarfélagi hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt í málum sem snerta hverfið,“ sagði Guðrún. Uppbygging sem sómi verður af Arthur Mortliens fonnaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur sagði að gríðarleg orka færi nú í til- tektina og markvdss uppbygging myndi fýlgja í kjölfarið. „Við verðurn vör við óþolinmæði út í að stórir hlutir fari að gerast hjá meirihlutan- um og vissulega rná segja að yfir- standandi undirbúningur sé ekki mjög sýnilegur.“ Hann nefhdi þau fjögur svið sem hann teldi meginstólpana í starfi meirihlutans, fjölskyldumálin, skóla- og dagvistarmálin, atvinnumálin og umferðar- og almenningssam- gangnamál. „Ég get nefht að þörfin í skólamál- um hefur verið mjög vanmetin. Talið var að það þyrfti að bæta við 100 til 150 skólastofum, en þörfin er líklega á bilinu 200 til 250. Ég er reyndar sannfærður um að það sé hægt að byggja hagnýta skóla án braðls.“ Þannig hefði Ártúnsskólinn reynst mjög ódýr í viðhaldi, en hinn nýi Foldaskóli alls ekki. Hagsýni í skólabyggingum væri ekki síst mikil- væg nú þegar stefht væri að einsetn- ingu skólanna. Arthur minntist á það mat Gylfa Ambjörnssonar hagfræðings ASÍ að rniðað rið 2,2% hagvöxt næstu árin mætti takast að halda í við atvinnu- leysið. „Með öðrarn orðum er þetta hagt'öxturinn sem þarf til að at- vinnuleysið fari ekki ffam úr því 3 til 5% viðvarandi atvinnuleysi sem nú ríkir. Minni hagvöxtur þýðir meira atvinnuleysi. Það er því að vonum að atvinnumálanefnd leggur rnikla vinnu í þessi mál, meðal annars með ráðningu tveggja atvinnumálaráð- gjafa og með því að koma upp at- vinnumálastofu undir beinni stjóm atvinnumálanefhdar.“ Umferðarmálin voru Arthuri hug- leikin. „Það eru einkabílar í okkar borg á við 300 þúsund manna borg erlendis. Við glímum við verulegan umferðarvanda, mengun og slys. Nágrannaþjóðir hafa brugðist við þróuninni í umferðannálum með því að byggja upp öflugt kerfi almenn- ingssamgangna, en hér hefur stefhan verið: Einkabíllinh ræður. Það verð- ur að efla SVR og leggja í þá fé. Ég vonast til að nýju kerfi verði hrint í ffamkvæmd í september á næsta ári. Einnig er rætt uin að sameina leiðar- kerfi SVR og Almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu og það gæti orðið að veraleika á kjörtímabilinu. Ég vil sjá uppbyggingu sem sómi verður af,“ sagði Arthur. Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensens auglýsir til umsóknar styrk að upphæð kr. 200.000 til rithöfundar, leikara eða leikstjóra sem vill afla sér þekkingar á sviði leikflutnings í útvarpi. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Skulu umsóknir sendar Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensens, Efsta- leiti 1, 150 Reykjavík. Upplýsingar hjá Útvarpsleikhúsinu, sími 693000. Sjóðstjórn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.