Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 6. JANUAR 1995 3 Stjórnmál á nýju ári Góð málefnastaða Alþýðubandalagið hefur góða stöðu til að spila úr og mál- efnastaðan er ágæt, segir Jóhann Ársælsson þingmaður Vesturlands. -í málefhavinnu sinni hefur Alþýðubandalagið far- ið víðar yfir sviðið en aðrir flokkar og mun búa að þeirri vinnu í kosningabaráttunni, segir Jóhann. Hann er þeirrar skoðunar að farsælla hefði verið að kjósa í haust. Þingið hefur verið verklítið og ekki að bú- ast við að breyting verði þar á í janúar og febrúar. - Kjaramál verða ríkjandi í umræðunni og Alþýðu- bandalagið mun standa með stóru launþegasamtökunum í baráttu þeirra. Við verðum að taka á taxtakaupinu enda útí bláinn að leita annarra leiða til að bæta kjör fólksins. Það verður að hafa til hnífs og skeiðar með fullri vinnu. Við krefjumst þess að hlutur þeirra sem verst eru settir verði réttur og verðum að gæta þess að kauphækkan- ir fari ekki upp allan launastigann, segir Jóhann. Onnur mál sem munu setja svip sinn á kosningabaráttuna, fyrir utan sjálfsagða hluti eins og feril ríkisstjómarinnar, em sjávarútvegsmál sem skipta Vesturlandskjördæmi miklu máli. Jóhann er harður andstæðingur kvótakerfisins og hefur lagt fram ítarlegar tillögur um skynsamlegri fiskveiðistjómun. Ný hlutaskipti í þióð- felaginu Kosningabaráttan mtm snúast um ný hlutaskipti í þessu þjóðfélagi. Launafólkið sló verðbólgtma af með því að taka á sig kauplækkanir. Launafólkið hefur rétt af viðskipta- halla ríkissjóðs með því að taka á sig kaupmáttarskerð- ingu. Núna er hagvöxtur bæði hér á landi og í nágranna- ríkjunum og launafólkið á að njóta hans, segir Svavar Gestsson þingmaður Reykjavíkur. - Það á að afhema í kjara- samningum þessa svívirðilega lágu launataxta og það á að nota þjóðfélagsvaldið til að jafna kjörin í landinu, heldur Svavar áfram, og Alþýðu- bandalagið er eini raunvem- legi valkostur félagshyggju- fólks og vinstrimanna í Reykjavík. Hann býst ekki við að Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðar- dóttur muni verða trúverð- ugt andstöðuafl við Sjálf- stæðisflokkinn. Jóhanna Sigurðardóttir er náin sam- starfsmaður efsta manns D-hstans í Reykjavik og milli þeirra hefur ekki fallið styggðaryrði.“ Þinghaldið hefur verið með þeim hætti sem menn bjuggust við, að áliti Svavars, stjómarflokkamir hafa ekki komið sér saman um eitt eða neitt fyrir utan það allra nauðsynlegasta og betur hefði farið á að kjósa strax í haust. - Staða Alþýðubandalagsins er góð. Við höfum verið að búa okkur vmdir þessar kosningar síðastliðin ár og erum ágætlega vopnum búin. Þegar við verðum búin að skipa okkar lið em okkur ekkert að vanbúnaði að hefja kosningabaráttuna, segir Svavar Gestsson. Kaup og kjör stóru málin Launþegar eru komnir í þrot með þau Iaun sem þeir hafa og það mun setja mark sitt á umræðuna næstu vikumar. Nú reynir á verkalýðshreyfinguna, hvort hú sé einhvers megnug. Það er uppgang- ur í atvinnulífínu og spum- ingin er sú hvort vinnandi fólk fær að njóta upp- gangsins, segir Guðrún Helgadóttir þingmaður Reykjavíkur. - Tilboð Vinnuveitendasambandsins er fjarri öllu lagi. Það er orðið farsælla fyrir fólk að hætta að vimia en að starfa upp á þau býti sem í boði em. Þess vegna er mikilvægt að félags- hyggjuflokkamir fái góða kosningu til að þeir geti myndað rík- isstjóm að loknum kosningum, segir Guðrún. Hún gerir ekki ráð fýrir að Alþingi sldli miklu verki þær vik- ur sem eftdr era af þinghaldi. - Þingið á líka við það vandamál að stríða að þingmennskan er að verða að aukastarfi. Þingmenn era langflestir í störfum annarsstaðar og launakjörunum er tvímælalaust um að kenna. Það er að verða liðin tíð að að þingmenn séu á Alþingi í fullu starfi og ég held að þessi þróun sé hættuleg. En þetta sjónar- mið virðist ekld eiga hljómgrunn, segir Guðrún Helgadóttir. Kosningabaráttan verður hörð Kosningamar leggjast ekki illa í mig. Þetta verður hörð barátta og mun krefj- ast mikillar vinnu. Okkur bar ekki gæfu til að bjóða sameiginlega ffam á vinstri vængnum og það mun koma Sjálfstæðisflokknum til góða, segir Margrét Frímannsdóttdr þingmaður Suðurlands. - Þegar fólk lítur á Þjóð- vakajóhönnu Sigurðardótt- ur sem nýtt afl segir það mér að það er eldci bara komin þreyta í fólk heldur pólitísk ofþreyta. Jóhanna hefur ver- ið ráðherra í sjö ár og ber ábyrgð á þessari ónýtu ríkisstjórn sem hefur ekkert annað markmið en að sitja út kjörtímabilið, segir Margrét og bendir á að ekld aðeins hafi stjómarandstað- an fyrir löngu afgreitt ríkisstjóm Davíðs Oddssonar heldur bú- ist stjórnarþingmenn ekki við neinum verkum frá stjóminni. Margrét segir mikilvægt að Alþýðubandalagið komi sinni vinnu og stefhu flokksins til skila enda virðast aðrir flokkar reyna að eigna sér málefni Alþýðubandalagsins. -Við verðum að taka okkur á og vinna vel ffarn að kosning- um. Geram við það þurfum við engu að kvíða, segir Margrét. PRÓFNÁM - FRÍSTUNDANÁM Öldungadeild á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Fjölbreytt tungumálanám m.a. íslenska fyrir útlendinga, norðurlandamál, enska, franska, þýska, hollenska, spænska, ítalska, arabíska, japanska, rússneska, gríska og portúgalska. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið teikning, málun, módelteikning, bókband, fatasaumur, skrautskrift, og margt fleira. Námsaðstoð fyrir skólafólk í stærðfræði, stafsetningu og fleiri fögum eftir þörfum. Kennsla fyrir börn í norsku, dönsku, sænsku og þýsku. Sérkennsla í lestri og skrift Ný námskeið: Glerskurður, stjörnuspeki, trúarbrögð heims, olíumálun og 100 stunda námskeið í svæðanuddi. Innritun í prófadeild fer fram 9- -10. janúar 1995. Innritun í almenna flokka fer fram 18. -19. janúar 1995. Námsflokkar Reykjavíkur óska nemendum sínum gleðilegs árs.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.