Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 4
4 Viðhorf VTKUBLAÐIÐ 6. JANÚAR 1995 Lýðræði en eina von barnanna! Nú þegar von er til þess að fljódega verði skipt um hús- bónda í menntamálaráðu- neytinu og linni því sinnuleysi um ís- lensk menntunarmál sem ríkt hefur í fjögur ár, er mikilvægt að vinstri menn ræði hvaða uppeldissteíhur rétt sé að leggja tilgrundvallar skóla- og menntastarfi. Eg hef um nokkra hríð kynnt mér hvaða steihur séu lík- legastar ol að aðstoða íslensk börn við að verða skapandi og gagnrýnir einstaklingar sem fullfærir séu til að takast á við að móta það samfélag sem þeir búa í. Hér á efrir geri ég nokkra grein fyrir hugmyndum mín- um um þennan mikilvæga málaflokk íslensks samfélags. Menningarleg mishröðun íslensks samfélags mótar allt uppeldi. Afleið- ingamar hafa orðið mjög alvarlegar og meðal annars falið í sér einangrun bama ffá atvinnulífinu og tilgangi vinnunnar. Þessu nátengt er ein- angrun þeirra ffá öðrum aldurshóp- um og sundurgreining tilvemnnar í ákveðin hólf eða bása. Börnin era sviff heildstæðum skilningi á því samfélagi sem þau Iifa í. Þess í stað er þeim boðið upp á skefjalausa neyslu og dýrkun á hetjum fjölmiðlanna. Þarf víst engan að undra þó vem- leikafirring þeirra verði slík að þau geri sér illa eða ekld grein fyrir af- leiðingum illra gerða. Fjöldi dæma slíks hafa komið ffam upp á síðkastið hérlendis og erlendis. Og hér er einna alvarlegast að uppeldið beinir bömum ekki inn á þær brautir að samfélagið sé eitthvað sem mennim- ir hafi skapað og því sé unnt að breyta. Þvert á móti er þeim innrætt að svona sé þetta nú einu sinni og verði sjálfsagt áffam. Slíkt uppeldi leiðir til glötunar. Brotakennd stefna eða engin Því miður er eitt helsta einkenni íslenskra stjómmála að umræða og stefnumótun á sviði menntamála er skammarlega lítil. Flokkamir hafa lida stefnu í málaflokknum og stjómkerfið stendur sig lidu betur. Grautað er í hlutum hér og þar en erfiðlega gengur að móta heildstæða stefnu hvað þá að fylgja eftír þeirri stefnumótun sem þó hefur átt sér stað. Lýsandi dæmi þessa má finna í „Áfangaskýrslu um mótun mennta- stefnu" sem nefnd á vegum mennta- málaráðherra samdi. Þrátt fyrir að leikskólar landsins hafi orðið hlutí menntakerfisins með leikskólalög- unum frá 1991 er hvergi minnst á leikskóla í þessu plaggi. Því er að sjálfsögðu engin tilraun gerð til að tengja leikskóla og grunnskóla eða velta fyrir sér hvemig þessi mismun- andi stig menntunar og uppeldis geti styrkt og stutt hvort annað. Eigi uppeldið á hinn bóginn að ná þeim eðfilega árangri að gera bömin fær um að takast á við ólíkar aðstæð- ur og nýjan heim, meta sjálf hug- myndir og eiga virka hlutdeild í lýð- ræðislegum ákvörðunum þarf allt menntakerfið að vera skipulagt með þetta markmið í huga. Þar er hins vegar við þann dreka að berjast að ó- víst er að ráðamönnum samfélagsins líki vel við slíka einstaklinga. Þeir sem töldu ákvörðun um þátttöku oklcar í EES best komna í höndum „forystumanna þjóðarinnar“ hafa engan áhuga á að lýðurinn komist til að spilla áædunum þeirra. Uppeldi til virkni og ábyrgðar En til era þær stefnur innan upp- eldis- og menntamála sem taka raun- veralega mið af einstaklingnum og þörfum hans á mismunandi aldurs- skeiðum. Þar er horft til þess að ein- staklingurinn sé virkur í þroska sín- um, hann sé í tengslum við lifandi samfélag og einstaklingurinn og samfélagið hafi gagnverkandi áhrif hvort á annað. Þessar stefnur hef ég viljað nefna framfarastefnur og sögulega séð spanna forsprakkar þeirra allt ffá Rousseau til Piaget og ffá Fröbel til Eriksons. Höfiiðatriði skilnings þessara manna á uppeldi er að hver einstaldingur sé ofinn mörgum þátt- um. Því verði bæði að taka tillit til erfðaeiginleika og umhverfisþátta en ekld hvað síst að taka tillit til að ein- staklingurinn á að hafa mótandi áhrif á umhverfi sitt. Ef bamið firmur ekki fyrir því að það geti haft áhrif er mik- il hætta á að það þróist til að verða óvirkur einstaklingur. Tilgangurinn með uppeldi og menntun er þá ekki að móta einstaklinginn þannig að hann henti samfélaginu heldur gera hann feran um að taka sjálfur þátt í að móta samfélagið þannig að það henti mönnum ffamtíðarinnar. Ráðandi öflum samfélagsins er á hinn bóginn enginn greiði gerður með þessum uppeldisstefnum. Gild- ir þá einu hvort þar er um að ræða kúgara í alræðisríkjum eða íslensku borgarastéttina. Framfarastefnur í uppeldi grafa óhjákvæmilega undan ólýðræðislegu valdi og ójöfnuði. Þess vegna era þær stefnur í þágu ís- lenskrar alþýðu í dag og til lengri tíma litið í þágu allra Islendinga því án lýðræðis endar samfélagið í upp- lausn og stéttastríði. Foreldrar geri kröfur Foreldrar verða að gera kröfur til þeirra menntastofnana sem böm þeirra sækja ef takast á að brjóta ffamfarastefnum braut. Slíkt ffum- kvæði kemur ekld að ofan. Við sem eigum böm á skólaaldri eigum ekki að sætta okkur við að bömunum sé boðið upp á geymslu á þeim áram þegar þau era hvað ffjóust. Við eig- utri ekld að sætta okkur við að böm- in séu mötuð án tillits til þroska þeirra og án tillits til þess sem þau hafa til málanna að leggja. Þess vegna verður að tengja skólann um- hverfi bamsins og aðstoða það við að finna jafnvægi gagnvart náttúrunni og vinnu hinna fullorðnu. Höfuðeinkenni þeirra stefna í uppeldismálum sem ég hef kallað ffamfarastefnur er að vitneskja bama á að þróast smám saman og síast inn. og breyttum vinnuaðferðum breytist eirrnig hlutverk uppalandans. Nú á hann að verða sá sem sýnir barninu samstöðu í öllum rannsóknum, til- raunum og úrvinnslu. Samstarfið verður að fara ffam á jafnréttis- grandvelli jafnvel þó svo uppaland- inn sé að sjálfsögðu ábyrgur. Sú á- byrgð felst ekld hvað síst í því að tryggja óáreittan ffamgang ferlisins og skapa hið jákvæða andrúmsloff sem er nauðsynlegt ef raunveralegur árangur á að verða. Hans er einnig að tengja tungumálið og gerðir bamsins því mál, athafnir og hugsun era samtengd. Uppalandinn verður því að nota rétt nöfn hlutanna og rétt hugtök þegar bamið er að fást við eitthvert fyrirbæri. Á þann hátt vex hugtakaskilningur barnsins. Á sama hátt verður barnið að læra aga með því að gera sér ljós mörk þess sem það getur gert án þess að traðka á rétti annarra. Og besta að- ferðin til þess er að virða barnið og óskir þess og æskja hins sama af baminu. Með slíkum jákvæðum aga lærir bamið sjálfsvirðingu sem er undirstaða þess að það virði rétt ann- arra. Það sem hér hefur verið rakið er ekki einvörðungu fallegar draum- sýnir án tengsla við raunveraleikann. Sú leikskólastefna sem tengd er nafni Reggio Emilio á Italíu er nátengd þessari hugsun. Og færam við okkur ofar í aldursstigann gæti reynsla Summerhill skólans á Englandi verið fyrirmynd fyrir grunnskólann. Ung- lingastigið gæti einnig sótt margt til „The Just Community School." Það er víða verið að reyna þessar hug- myndir og margt reyndar sem bend- ir til að Island sé óvenjulega vel hæft til að ffamkvæma þessar hugmyndir. I mínum huga era Framfárastefn- umar von bamanna og von ffamtíð- arinnar. Með vinnubrögðum þessara stefna læra bömin að hugsa og fram- kvæma lýðræðislega og að gera sér grein fyrir nauðsyn og ánægju sam- vinnu. Hvorttveggja er nauðsynlegt ef á að ná því markmiði að gæðum jarðar verði sæmilega réttlátlega skipt. Verði það hins vegar ekki má búast við að tortíming blasi við á grundvelli arðráns, mengunar, og gegndarlausrar sóknar í náttúraauð- lindir. Höfundur er leikskólakennari Lára Jóna Þorsteinsdóttir Og besta aðferðin til þess er að að- stoða bamið í virku starfi og við at- huganir þess á raunveraleikanum. Starf bamsins mótar raunveraleik- ann sem aftur setur mark sitt á starf- ið. Þess vegna þurfa þau verkefni og þær umræður sem bamið tekur þátt í að byggjast á umhverfi þess og ttil- finningalegum og vitsmunalegum þroska á hverju skeiði. Á þann hátt ætti að verða til skapandi einstak- lingur, reiðubúinn að láta til sín taka í lýðræðislegu þjóðfélagi. Og það sem ekld er minna um vert, þá ættu að verða til réttlátir einstaklingar sem vilja skapa réttlátt þjóðfélag. Breytt hlutverk upp- alandans I beinu ffamhaldi af þessu ein- kenni framfarastefnanna verður allt nám ferli, byggt á mismunandi þem- um. I raun er hvorld um upphaf né endi að ræða heldur stöðuga víxl- verkan bams, uppalenda og um- hverfis. Þá verður gleðin af uppgötv- uninni sameiginleg ásamt þeirri for- vitni sem hver ný uppgötvun vekur. Þegar ný sannindi uppgötvast á þennan hátt vaknar og eflist trúin á breytileik hlutanna og sameiginleg vinna að lausn vandamála styrkir trúna á mátt samstöðunnar. En með breyttri hugmyndafræði Sögulok verkafólksins /Teð aukinni skólagöngu, en ekki XV-Lmenntun í samræmi við hana, fór að bera hér á landi á nýrri tegund af hinni venjulegu íslensku útúrbora- legu frekju. Þetta er yfirgangur og sú þykjustu þekking sem einkennir ný- sveininn: hann veit allt miklu betur en jafnvel kennaramir, hvað þá sauð- svartur almenningur með brjóstvit sitt og lífsreynslu. Hið hálffnenntaða ofurmenni hlær að slíku eins og hverjum öðram hindurvitnum. Þetta ofurvit skipti litlu máli, og hin langskólagengna stétt væri aðeins svolítið brosleg, líkt og horskur námssveinn, ef sú þjóðfélagsþróun hefði ekki orðið með ffamgöngu hennar að „unga fólkið sem kemur lært út úr skólunum" skapaði ekld neinar atvinnugreinar sér við hæfi. Ég á við háþróaðan iðnað sem krefst aga og þekldngar. I mesta Iagi hefur æskan verið í áframhaldandi bama- leikjum við að fikta að gamni sínu við tölvur. Aftur á móti hefur skólageng- ið fólk myndað stóra starfsstétt sem sér um ýmiss konar þjónustu og þykjustukennda ráðgjöf, að ótalinni þeirri hringrás kennslu sem snýst kringum sjálfa sig í blindgötu þar sem nemendur og foreldrar hafa ekki einu sinni gaman af að monta sig yfir góð- unrprófum. Guðbergur Bergsson Einhver verstu áhrif þessarar þró- imar hafa verið þau að læða inn hjá verkafólki að heimurinn sé orðinn svo flókinn að það geti ekki séð um málefni sín sjálfi, það þurfi á sérffæð- ingum og hagfræðingum, lögffæð- ingum og gott ef ekki sálffæðingum og sjúkraþjálfurum að halda til að semja um þá kauphækkun sem kemur aldrei. Með hinni gífurlegu aukningu á skólagengnum og að mestu leyti ónýtum vinnukrafti hefur þjóðin ekki aðeins orðið að ffamfleyta sér á lán- um heldur þurrausið fiskimiðin hon- um til ffamferis, enda er hann hvort tveggja neysluffekur og hávær hvað eigin kaupkröfur varðar. Auk þess er erfitt fyrir venjulegt fólk að verjast honum. Skólagengin ffekja hefur hugtökin á valdi sínu og kann að beita þeim, þótt innihald og skilning vanti. Framganga hvers kyns skussa og firæðinga hefur orðið til þess að notk- un hugtaka hefur auldst. Skussaveld- ið hefur risið á þjálfun við að koma ffam í fjölmiðlum og nota lipra útúr- snúninga á sviði vitsmunanna. Þannig hefur almenningur, lúnn venjulegi maður, verið dæmdur úr leik. Verkafólk, sjómenn eða bænd- umir kunna ekki list hins lipra vaðals. Enda varla minnst á afkomu þeirra, félagslega aðstöðu, það sem einkenn- ir bindingu þeirra við verk og skyld- ur: bindingu sjómanns við skip, hlekkjun bóndans við búið og ófrels- ið sem þessu fylgir, nema það sé framagosa eða þjónustustétt til hags- bóta. Afleiðingin hefur orðið sú að verkakona, bóndi eða starfandi sjó- maður era sjaldan í samninganefnd. Enginn þeirra situr á Alþingi. Verka- fólk sést ekki á framboðslistum stjómmálaflokka, hvorki til hægri né vinstri eða í kvenkyninu, bara hitt venjulega fólkið. Það veður uppi með málgraut og lipurt framboð á hug- tökum sem það flækist í, en klórar sig áffam með píslarvætti ef ekki vill bet- ur. Þeir ættu þó að vita að kirkjan þríf- st ekki á kirkjufeðrunum einum, þjóðir ekld heldur.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.