Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 10
10 S<J6rnmálin VIKUBLAÐIÐ 6.JANÚAR 1995 Fj ár málastefna ríkisstjóm- arinnar er kolsprungin Mörg teikn eru nú á lofti sem undirstrika hversu fjár- málastjóm rikisstjórnar Davíðs Oddssonar hefur gjörsamlega farið úr böndunum. Sér í lagi blasir við að á kjörtímabili ríkisstjómarinn- ar hefur ríkissjóður alls verið rekinn með tæplega 40 milljarða króna halla, þótt það hafi verið eitt helsta mark- mið ríkisstjómarinnar að minnka hallann og eyða honum á kjörtíma- bilinu. Þessi gegndarlausi hallarekst- ur hefúr ýtt ríkisstjóminni út í bull- andi erlendar lántökur, þannig að nýtt og ókræsilegt Islandsmet blasir við. Hreinar skuldir hins opinbera vom 8 til 9 prósent af vergri þjóðar- framleiðslu á árunum 1986 til 1988. Hjá síðustu stjóm fór þetta hlutfall upp í 16 til 17 prósent og fékk hún ómælda gagnrýni fyrir, einkum úr munnum sjálfstæðismanna. Undir verkstjóm Davíðs Oddssonar og fjár- málastjóm Friðriks Sophussonar er þetta hlutfall komið upp í 34 til 35 prósent. Áædað er að hreinar skuldir ríkissjóðs, heildarskuldir að ffádregn- um kröfúm, muni á nýhöfhu ári nema nær 140 milljörðum króna, sem er rúmlega hálf milljón á hvert mannsbam. Glórulaus vinnubrögð í þinginu Þegar Alþingi leitaðist við að af- greiða fjárlög, lánsfjárlög og tengd frumvörp nú fyrir áramótin bauð stjómarmeirihlutinn upp á vinnu- brögð sem em einsdæmi. Mjög mik- ilvægar upplýsingar og forsendur fyr- ir afgreiðslu þessara mála vom í fu.ll- kominni óvissu fram á síðustu stundu. Dag eftir dag var þingið verkefnalítið vegna ósamkomulags stjómarflokkanna og ffam á elleftu stundu var allt á huldu um niður- stöðutölur fjárlaga, utan að útgjöld hækkuðu á meðan tekjur breyttust lítið og því jókst hallinn jafht og þétt. Rúsínan í pylsuendanum kom síðan í Ný húsaleigulög 1. janúar 1995 taka gildi ný húsaleigulög. Húsnæðisnefndir sveitarfélaga veita almennar upplýsingar um efni og framkvæmd hinna nýju húsaleigulaga. Húsnæðisnefndir sveitarfélaga veita aðilum leigusamnings leiðbeiningar varðandi ágreiningsefni, sé þess óskað, og munu leitast við að sætta slíkan ágreining. Upplýsingabæklingur um nýju lögin liggur nú frammi hjá húsnæðisnefndum og félagsmálastofnunum sveitarfélaga, verkalýðsfélögum, Leigjendasamtökunum, Húseigendafélaginu, Búsetafélögum og Húsnæðisstofnun ríkisins. HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI: 569 6900 (kl. 8-16f BRÉFASÍMI: 568 9422 • GRÆNT NÚMER (utan 91-svæðisíns): 800 69 69 Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, þ.e. ein útgáfa hennar. Þvert gegn hástemmdum lof- orðum um að eyða ríkissjóðshallanum og draga úr erlendum lántökum hefur ríkis- stjórnin slegið öll fyrri met. mynd sérstakra skattaívilnana til handa stóreigna- og hátekjufólki. Inn í miðja hringavitleysuna kom síðan ný þjóðhagsspá sem gerbreytti helstu forsendum fjárlaga- og láns- fjárlagavinnunnar. Þjóðhagsspá þessi var til muna hagstæðari en hinar fyrri, þótt ýmislegt væri í óvissu, svo sem loðnuveiðin og veiðamar utan landhelginnar. Batans sá hins vegar ekld stað í afkomu heimilanna, sem gagnvart gífurlegum erfiðleikum og skuldasöfnun var boðið upp á lítt breytt atvinnuleysisstig eða 4,8 pró- sent á árinu. Allt að 13 milljarða króna halli Það er til marks um fjármálaóreið- una að endurteldð hefur meirihlutinn verið að afgreiða fjáraukalög og láns- fjáraukalög vegna síðasta árs, 1994. Þar hafa verið afgreiddar viðbóta- heimildir vegna aukins hallareksturs ríldssjóðs og áforma um spamað sem runnið hafa út í sandinn. Fjárlög fyrir 1994 vom afgreidd með 113,8 milljarða króna útgjöldum og 104,1 milljarða króna tekjum eða halla upp á 9,6 milljarða. Þessi áætl- aði halli samsvaraði 9,3% af tekjum. Niðurstaðan, eftir mildð hringl með fjáraukalögin, varð allt önnur. Ymis bataeinkenni leiddu til þess að tekj- umar hækkuðu í 106,8 milljarða eða um 2,7 milljarða. Ekld var þó batinn notaður til að minnka hallann, ekki einu sinni var haldið í horfinu. Ot- gjöld ársins hækkuðu á sama tíma um 3.9 milljarða og var hallinn þá orðinn 10.9 milljarðar. Þegar síðan við bæt- ast að heimildir upp á um tvo millj- arða vom fluttar yfir á árið ffá því 1993 var fjárlögunum lokað með allt að 13 milljarða halla. Alls er óvíst hvað nýtt verður af þeim heimildum, það kemur í ljós þegar ríkisreikning- urinn verður gerður upp. Að óbreyttu blasir við halh sem nemur minnst 10,2 prósent af tekjum, en allt að 12,2 prósent. Hreinar skuldir 120% af árstekjum Frainmi fyrir alls um 40 milljarða króna heildarhalla á kjörtímabilinu hefur það orðið ríkisstjóminni um megn að nýta efhahagsbatann til að laga stöðima í lokin. Auknum tekjum ríkissjóðs vegna efnahagsbatans hefur verið ráðstafað og rúmlega það með ýmiss konar ákvörðunum yfir háuð- amar, ákvörðunum sem rýrt hafa tekjumar en aukið á útgjöldin. Um leið hefúr ríkisstjómin skellt skolla- eyrunum við þeirri uggvænlegu þró- un sem Seðlabankinn hefur nýverið lýst ítarlega. Seðlabanldnn bendir á, að hreinar skuldir ríkissjóðs hafi aðeins verið 0,5 prósent af vergri landsffamleiðslu árið 1982 - þ.e. fyrir aðeins rúmum áratug. Samkvæmt fjárlagaffumvarpi er þetta hlutfall áætlað um 31 til 32 prósent á þessu ári, en 3 til 4 prósent hjá sveitarfélögum. Hreinar skuldir ríkissjóðs era nú að komast í 120 pró- sent af árstekjum ríkissjóðs. Til við- miðunar má nefha að „hættumörk“ hjá sveitarfélögum em talin vera 80 prósent. Seðlabankinn bendir á að þótt færa megi rök fyrir hallarekstri sem tíma- bundinni lausn á vanda þá eykst á- hættan af slíku atferli með versnandi skuldastöðu og æ þyngri vaxtabyrði. Nú era hreinar vaxtagreiðslur um 7 prósent af tekjum hjá ríldnu, en að- eins um 2,5 prósent hjá sveitarfélög- unum (þar sem mildð hefur verið tal- að um erfiða stöðu og „gjörgæslu“ hinna verst stöddu). Vaxtagreiðslur ríkissjóðs á næsta ári em einmitt ná- lægt áætluðum halla 1995 samvæmt fjárlögum, þótt sá halli muni vafa- laust eiga eftir að aukast með fjár- aukalögum. Ólafur Ragnar: Friðrik kol- féll á eigin prófi Við afgreiðslu lánsfjárlaga fór O- lafur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins hörðum orðum um stefhu ríkisstjómarinnar. Ekki síst benti hann á að vaxtastefha stjómarinnar hefði sprungið, sem berlega kæmi ffam í því að á síðari helmingi ársins 1994 hefðu vextir á ríldsvíxlum hækkað um 15 til 15 pró- sent. Hann minnti á orð fjármálaráð- herra sjálfs um að það væri forsenda fyrir lægri vöxtum, auknum hagvexti, eflingu atvinnuh'fs og bættum lífs- kjörum að efnahagsbatinn yrði not- aður til að minnka halla ríkissjóðs. Þessu lýsir Friðrik Sophusson sldl- merldlega í kaflanum um efhahags- stefiiuna og markmið fjárlaga í fjár- lagaffumvarpi fyrir nýhafið ár. Olaf- ur Ragnar benti á að afgreiðsla fjár- laga og lánsfjárlaga væri þvert á þessa stefhu og því væri ríkisstjórnin að brjóta gegn eigin stefnu. Tekjuauk- inn hefði verið notaður til að auka út- gjöldin og gott bemr. Þetta kæmi í veg fyrir að unnt yrði að lækka vexti og stæði í veginum fyrir því að sam- komulag náist um lífskjör í landinu. „Fjármálaráðherra gekk undir merkilegt próf og hann kolféll. Þvert gegn yfirlýstri stefnu var batanum eytt og gott betur á síðusm dögunum fyrir jól,“ sagði Olafur Ragnar. Bullandi vantraust markað- arins á stjórninni Hann benti á þá nöturlegu stöðu, að auk þess sem ríkissjóður væri í vax- andi mæh fjármagnaður með lántök- um blasi við að meirihluti lántökunn- ar á sér nú stað erlendis. Fjárlög hafa verið afgreidd á þann hátt að nettó era um 20 milljarðar króna teknir að láni og þar af um 11 milljarðar er- lendis. Það sldptir að sjálfsögðu máli hvar lánin em tekin því þegar farið er að borga af þeim fer stærri hlutinn til þess að efla hagvöxt í þeim löndum sem veita lánin en ekki innanlands. Ein skýringin á þessu sé ef til vill sú að ríkisstjómin treysti sér ekki til að taka ffekar innlend lán á þvívaxtastigi sem þar ríldr. Kaupendur séu ekld til sem vilja fjánnagna fé sitt á þeim kjörum sem ríkisstjómin býður upp á. Við þetta bætist að einkaaðilar hafa á síðari helmningi nýliðins árs flutt um 7 milljarða króna út úr hagkerf- inu til ávöxtunar og fjárfestingar er- lendis. Það em því risavaxnar upp- hæðir sem streyma úr landi, annars vegar úr ríkissjóði en hins vegar ffá einkaaðilum. Þessi útflumingur á peningum út úr íslenska hagkerfinu er ekkert annað en bullandi vantraust á það hagkerfi sem ríkisstjómin býð- ur upp á. Markaðurinn sjálfur hefúr kveðið upp sinn dóm. Síðasthðinn miðvikudag birti Morgunblaðið uggvænlega ffétt. Þar kemur fram að lánsfjárþörf ríkissjóðs næstu þrjá mánuðina sé 18 til 19 milljarðar. I næsta mánuði þarf ríkið að leysa út tæplega 10 milljarða vegna spariskírteina ffá 1990. „Magmis Pémrsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, segir að til þess að mæta þessari fjárþörf þurfi annað tveggja að grípa til erlendrar lántöku eða bjóða fjárfestum sem eigi bréfin sem komi til innlausnar upp á skipti- kjör, en ríkissjóður hljóti að leggja mikla áherslu á að þetta fé haldist hjá honum og fari ekki til annarra verð- bréfakaupa," segir í frétt Morgun- blaðsins og er þar enn fr emur staðfest það sem stjómarandstaðan benti á að erlend lántaka hefði á síðasta ári orð- ið mun meiri en áætlað var, hún fór úr 5 til 6 milljörðum nettó í 11 millj- arða. Á sama tíma fór áætluð lántaka innalands úr 11 til 12 milljörðum í 3,5 til 4 milljarða. Þessi niðurstaðan skýrist einkum af því að fjármögnun húsnæðislánakerfisins hefúr algerlega bmgðist og þá einkum útboð hús- bréfa. 1995 boðar íslandsmet í ríkisútgjöldum Afgreiðsla fjárlaga fyrir 1995 gefur tilefni til að staldra við og meta „ár- angurinn“ af baráttu Friðriks Soph- ussonar fjármálaráðherra (trndir verkstjóm Davíðs Oddssonar) gegn „BAKNINU“. Á áætluðu meðal- verðlagi 1995 hljóða útgjöld ríkisins upp á 119,5 milljarða króna (eftir að hafa hækkað úr 116 milljörðum ffá ffumvarpinu). Árið 1994 verður á sama verðlagi gert upp með um 120,6 milljörðum. Þetta em nánast sömu rauntölumar og komu fram þegar árin 1988 og 1989 vom gerð upp. Og þetta em um 5 milljörðum króna lægri niðurstöðutölur en á því útgjaldamilda ári 1991, sem fyrri og núverandi ríkisstjóm skiptu á milli sín. Þá er þess að gæta að 1990 til 1991 hækkuðu útgjöld ríkissjóðs

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.