Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 6.JANÚAR 1995 BLAÐ SEM V I T E R f Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson , og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: . Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Alvarleg staða í ríkisflármálum ' Hún er ekki glæsileg, myndin sem blasir við nú í upphafi árs þegar fitið er til þeirrar stöðu sem ríkisstjómin hefur komið fjánnálum ríkisins í. Hvert og eitt einasta markmið sem ríkisstjomin setti sér í ríkisfjármálunum, hver einasta yfirlýsing Davíðs Oddssonar forsætisráðherra þar að lút- andi, er gersamlega hrunin. Síðast í október við setningu þingsins fór hann hálglegum orðum um traustan árangur ríkisstjómariimar í vaxtamálum sem stuðla myndi að end- urreisn atvinnulífsins, og kvað hann homstein efiiahags- stefiiu ríkisstjómarinnar. Blekið var varla þomað á ræðu- blöðum hans þegar í ljós kom hversu órafjarri raunvem- leikanum lýsing Davíðs á horfunum í efhahagslífnu var. Annað hvort var því um að ræða vísvitaða blekkingu eða þá meinlega afhjúpun á sérstöku ólæsi Davíð á efnahags- íegar vísbendingar. Alfir muna stórkarlalegar yfirlýsingar Friðriks Sóphussonar um að koma halla ríkissjóðs niður í svo gott sem ekkert á kjörtímabilinu. Og enginn hefur gleymt því atriði sem Davíð Oddsson setti með svo sterk- um hætti á oddinn í upphafi kjörtímabilsins; að ekki skufi tekin erlend lán og að Seðlabankinn skyldi ekki framar notaður til að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs. Hvað blas- irvið? Halfi ríkissjóðs á kjörtímabili ríkisstjómarinnar verður um 40 milljarðar. Hlutfall hreinna skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu hefur vaxið úr 15 prósentum 1989 í ríflega 30 prósent á nýfiðnu ári. Skuldasöfhun ríkissjóðs við Seðlabankann hefur á kjör- tímabifi ríkisstjómarinnar vaxið um rúmlega helming, eða úr 8 milljörðum 1991 í rúma 18 milljarða. Við þetta bætist að ríkið hefur, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisstjóra fjámrálaráðuneytisins, tekið stórfelld er- Iend lán til að fjármagna rekstur í stað þess að beita Iántök- um aðeins í þágu arðbærra fjárfestinga. Samspil þessara þátta setur allt þjóðfélagið í stórhættu. Eitthvað verður undan að láta. Ein fyrstu teikn þess vom að fjárfestingarstigið hefur farið lækkandi og er nú neðan hættumarka. Önnur teikn era nú komin í ljós með einkar skýrum hætti; þær vaxtahækkanir sem nú dynja yfir og yf- irvofandi fjármagnsflótti til útlanda. I firétt í Morgunblað- inu á miðvikudag var greint frá því að ávöxtunarkrafa vegna þríggja mánaða ríkisvíxla sé nú komin upp í 6,27% en það er um 42% hækkun á vöxtunum frá því þeir vom lægstir í apríl 1994, en þá námu þeir 4,4%. I sömu frétt kom einnig fram að það hafi ekki einu sinni tekist að selja víxla til lengri tíma. íalar það ským máfi um tiltrú mark- aðarins á efnahagssteíhu ríkisstjómariimar. Óstjómin er því alvarlegri að nú er mikil óvissa ffamundan í íslensku efnahagslífi. Um árabil hefur verka- fólk haldið aftur af sér í kjarasamningum í trausti þess að stjómvöld ynnu vel úr því svigrúmi sem þannig skapaðist og treystu grunninn að bamandi kaupmætti til framhúðar. Það tækifæri hefur verið látið ónotað. Þeir einu sem hafa notið velvildar ríkisstjómarinnar era þeir sem mest áttu fyrir og eiga nú enn digrari sjóði. Og nú er svo komið að launþegar eiga einskis annars úrkosti en að berjast fyrir betri kjörum með öllum ráðum, enda heill og afkoma fjöl- skyldnanna í húfi. Pólitízkan Eljaraglettur rabherra Milli jóla og nýárs virtist í uppsiglingu enn annar þátturinn í sjónleiknum sem forsætisráöherra og utanríkis- ráöherra hafa boðið þjóöinni uppá síðari hluta kjörtímabilsins. Leikurinn gengur útá það að aðalleikararnir leita allra hugsanlegra og óhugsan- legra leiða til að lítillækka mótaðil- ann. Leikreglumar eru þær að blammeringamar skulu vera undir rós og aldrei beinskeyttari en dylgja. Jón Baldvin Hannibalsson gerir gys að því hvað Davíð Oddsson er sveitó á erlendum vettvangi og Davíð kallar á utanrík- ismálanefnd til að hrekja staðleysur utanríkisráðherra í Evrópuumræð- unni. Af öllu að dæma yfirtrompaði Davíð Jón Baldvin þegar Ástríður Thorarensen eiginkona Davíðs var borin fyrir því (kvöldfréttum Út- varpsins annan dag jóla að hún þægi ekki dagpeninga á opinberum ferðalögum. Yfirlýsingin kom beint ofaní umræðu um óhóflegar greiðslur til Bryndísar Schram utanrikisráðherrafrúar. Tímasetning- in og skrýtinn umbúnaður, vitnað var í óbeina ræðu Ástríðar, gaf hvorttveggja til kynna að hér væri á ferðinni jólakveðja frá forsætisráð- herrahjónunum til hjónanna á Vest- urgötu. En hér verða samsæris- fræðingar að hætta að spinna og leyfa veruleikanum að njóta sann- mælis. Staðreyndin mun vera sú að Broddi Broddason fréttamaður hafði urti hríð reynt að ná í Ástríði vegna málsins en ekki tekist og svo sem ekki lögð mikil áhersla á að koma fréttinni í hús. Broddi koma á vakt annan í jólum, sem er hægur fréttadagur, sló á þráðinn og hafði upp á Ástriði sem virtist ekki um það gefið að ræða dagpeninga. Þó var það haft eftir Ástríði að henni þætti óeðlilegt að þiggja dagpen- inga þar eð að ferðalögin séu henni að kostnaðarlausu. Alþjóð veit að opinber ferðalög eru Bryndísi Schram líka að kostnaðarlausu. Broddurinn í athugasemd Ástriðar var svo hvass að forsætisráðherra var mættur daginn eftir í Stöð 2 til að bera smyrsl á sár utanríkisráð- herrahjónanna. Davíð sagðist ekki „algjörlega sammála'1 eiginkonu sinni í þessu máli eins og hægt sé að ímynda sér jafn einþykkan mann og forsætisráðherra algjörlega sam- mála einhverjum öðrum en sjálfum sér. Samkeppni, já takk þegar eg græbi á henni Kristinn Bjömsson forstjóri Skeljungs dylgjaði í Sjónvarpinu á þriðjudagskvöld um að Irving Oil myndi hasla sér völl í útgerð og fisk- vinnslu fái fyrirtækið aðstöðu til að selja bensín á íslandi. Þetta er sami maðurinn og talar fjálglega um frjálsa samkeppni og vill að landið gerist aðili að Evrópusambandinu. Hlægilegt íhald Viðbrögð Áma Sigfússonar oddvita minnihluta Sjálfstæðis- manna í Reykjavík við gríninu sem gert var að honum í áramótaskaupi Sjónvarpsins vom þau að kalla Guðnýju Laxness leikstjóra skaupsins kommúnista og þvinga síðan fram bros með þeim orðum að þeir væru hlægilegastir sem ekki gætu hlegið að sjálfum sér. Sam- kvæmt eigin skilgreiningu er fyrrver- andi borgarstjóri hlægilegur. Ólaf- ur G. Einarsson menntamála- ráðherra toppaði Árna með því að segja í fréttum að skaupliðið hefði náð sér vel en grínið á forsetann hefði verið rætið. Allir aðrir eru sam- mála um að hvössustu skeytunum hafii verði beint að menntamálaráð- herra. Rábherra mennta og menningar Eins og margir muna bjó Ólafur G. Einarsson til stóra og mikla nefnd um mótun menntastefnu þegar hann varð menntamálaráð- herra. Nefndin starfaði lungann úr kjörtimabilinu og lagði til ýmsar breytingar á skólahaldi. Ráðherrann gerði það að sínu meginbaráttumáli að koma rekstri grunnskólanna yfir á sveitarfélögin. En vegna þess að ráðherrann hefur dundað sér við svo margt annað á starfstíma sín- um, til að mynda það að redda einkavini Davíðs Oddssonar Hrafni Gunnlaugssyni vinnu í Sjónvarpinu, er hann kominn í tíma- þröng með málið: Þegar við þetta bætist að kennarasamtökin voru ekki höfð með í ráðum, áttu engan fulltrúa í nefndinni og engar viðræð- ur fóru fram við þau um breytta ráðningarsamninga, er ekki við öðm að búast en að málið endi í full- komnu klúðri sem er kórónað með því að menntamálaráðherra segist enga ábyrgð bera á víghreifum kennurum sem vilja samninga. Hvað var Ólafur Garðar aftur kallaður í Áramótaskaupinu? Ásmundur í gömlu hlutverki? Pólitísk strategía Sjálfstæðisflokks- ins næstu daga og vikur gengur útá það að atvinnurekendur nái sem fyrst samningum við Alþýðusam- bandið og fái til þess hjálp frá ríkis- stjórninni í formi félagsmálapakka til að stilla kennurum og opinberum starfsmönnum upp við vegg. Til að þetta nái fram að ganga þurfa ASÍ- félögin að samþykkja samingaum- boð til forystu ASÍ og félagsmála- pakkinn þarf að vera vænn. Til að koma þessu í kring er talið að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra muni reyna að nýta sér þjónustu Ásmundar Stefánssonar fyrr- um forseta ASÍ og núverandi bankastjóra (slandsbanka. Á sum- um kontómm er fullyrt að Ásmund- ur hafi hitt Davíð til að ræða þessi mál en ekki hefur tekist að fá þetta staðfest.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.