Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 6.JANÚAR 1995 Útlönd 13 Greind og velferðavpólitík eða hvernig á skjóta trúverðuga bók í kaf sem hafa verið gagnrýnir, annars- vegar á kynþáttaþráhyggju Herm- steins og hinsvegar þráhyggju Murray gagnvart velferðarkerfinu. Afhjúpun Þótt bragð sé að gagnrýni Ryans er hún ekld til þess fallin að kasta rýrð á undirstöður bókarinnar. Til- finningin sem lesandinn hefur er að Ryan sé hjartanlega ósammála nið- urstöðu Hermsteins og Murray og hafi eitt og annað fræðilegt uppá þá að klaga, það meðtalið að þeir hefðu ekki átt að skrifa bóldna. Charles Lane blaðamaður á New Republic, sem áður er getið, fór aðra leið og áhrifaríkari í gagnrýni á The Bell Curve. Það er til marks um mik- ilvægi málsins að greining Lane birt- ist í New York Review strax í tölu- blaðinu á eftir bókardómi Ryans. Sjaldgæft er að tvær ítarlegar greinar birtást um sömu bókina í New York Review. Lane byggir umfjöllun sína á ítar- legri athugun á heimildum The Bell Curve. Hermstein og Murray ffarn- kvæmdu engar sjálfstæðar rannsókn- ir heldur heyjuðu þeir sér heimilda sem ályktanir og túlkanir þeirra hvfla á. Eðli og uppruni heimildanna er af þeirri ástæðu mikilvægasti þáttur bókarinnar. Athugun Lanes leiðir í ljós að í verulegum mæli sóttu höfundar bók- arinnar aðföng í félagsskap mann- fræðinga og áhugamanna um kyn- þáttarannsóknir sem tengjast tíma- ritinu The Manldnd Quarterly. Tímaritið var stofnað fyrir meira en þrem áratugum þegar nýlenduveldin vom að missa lendur sínar í Afríku og Asíu til innfæddra og róttæk vel- ferðarpólitík átti upp á pallborðið á Vesturlöndum. Aðstandendur útgáf- unnar eiga það sameiginlegt að trúa á yfirburði hvíta mannsins. Eitt markmið var að hefja mannkynbóta- fræði til vegs á ný en þau féllu í ónáð eftir að nazistar í Þýskalandi höfðu hrint kenningum þessara fræða í ffamkvæmd á fimmta áratugnum. Einir sautján einstaklingar úr hópnum í kringum The Mankind Quarterly koma við sögu á síðum bókarinnar og í flesta er vitnað margsinnis. Aðstoðarritstjóri tíma- ritsins, Richard Lynn prófessor á Norður-írlandi, fær tuttugu og fjór- ar tilvitnanir í The Bell Curve og höfúndamir fera honum sérstakar þakkir í inngangi bókarinnar fyrir ráðgjöf. Rannsóknir Lynns em að- ferðaffæðilega stórlega vafasamar og túlkun hans á niðurstöðum þeirra meira en hæpin, eins og Lane bendir á og vimar til sálffæðinga sem hafá farið í saumana á rannsóknum LjTins. Hermstein og Murray geta í engu hverskonar félagsskapur starfar í kringum The Manldnd Quarterly. Gagnrýni á rannsóknir mannkyn- bótaffæðinganna er heldur ekki að finna í heimildaskrá The Bell Curve né heldur neitt sem gefur til kynna úr hvaða jarðvegi hugmyndimar em sprottnar. Ut ffá því ályktar Lane að höfundamir viti upp á sig sökina og skammist sín fyrir félagsskapinn sem þeir em komnir í. Hermstein og Murray em því aðeins trúverðugir að ekld vakni minnsti grunur um að þeir eigi eitthvað skylt með kyn- þáttahatri fyrri kynslóða. Þegar það er upplýst að félagarnir sækja í sömu smiðju og nasistar fyrr á öldinni er viðbúið að jafnvel trúgjömustu les- endur taki boðskap The Bell Curve með kh'pu salts. Páll Yilhjálmsson Umdeildasta bók nýliðins árs í Bandaríkjunum var The Bell Curve eftir Charles Murray og Ric- hard Herrnsteins. Höfundarnir staðhœfa að greind sé arfgengur eiginleiki þar sem greindar- próf sýni að Asíubúar séu nokkuð fyrir ofan með- algreind, hvítir liggi nœrri meðaltalinu en þeldökkt fólk þarfyrir neðan. Afleiðingin sé sú að opinberar aðgerðir til að jafna aðstöðu ólíkra kynþátta séu fyrirfram dœmdar til að mistakast. Niðurstaða Murray og Hermsteins er pólitískt sprengiefni vegna þess að vaxandi hluti bandarísku þjóðarinnar er sáróánægður með velferðarkerfið sem þrátt fyrir að vera ekki merldlegt á evrópska vísu tekur til sín uin þrjú prósent af landsframleiðslunni. Hafi höfundarnir rétt fyrir sér mætti draga úr félagslegum stuðningi við blökkumenn og hætta við hann al- fárið á sumum sviðum, til að mynda niðurgreiðslu skólagjalda, með þeim rökum að það sé tilgangslaust að þræta við náttúrulögmál. Ef blökku- menn bera „heimska“ erfðavísa er það sóun á peningum að reyna að koma þeim til mennta. Þar með væri’ lagður gmnnur að stéttskiptu þjóð- félagi þar sem litarháttur réði stöðu einstaklinganna. The Bell Curve hefur selst í 250 þúsund eintökum og í nokkrar vikur var ekki hægt að lesa, hlusta eða horfa á bandarískan fjölmiðil án þess að sjá einhverja umfjöllun um bók- ina. Vel heppnuð markaðssetning gerði það að verkum að ekki var hægt að afskrifa bókina sem gamalt vín á nýjum belgjum þótt nokkur rök stæðu til þess. I ofanálag em höfund- amir ekki hversdagslegir kverúlant- ar. Richard Hermstein, sem lést stuttu áður en bókin kom út, var virt- ur prófessor við Harvard og eftir Charles Murray liggja margar bækur um þjóðfélagsmál. Himnasending fyrir íhaldsmenn Bókin er eins og himnasending fyrir íhaldssöm öfl Repúblíkana- flokksins sem hafa sótt í sig veðrið síðustu misserin með orðháldnn og væntanlegan forseta fulltrúadeildar bandaríkjaþings, Newt Gingrich, í broddi fylkingar. Þessi fyirum sagn- fræðikennari er þekktur fyrir and- stöðu sína við velferðarkerfið og hef- ur ekki mikið álit á þeim þjóðfélags- hópum sem standa höllum fæti. Ný- leg yfirlýsing hans hljóðar svo: „Við getum ekki viðhaldið menningar- samfélagi þar sem 12 ára krakkar eignast þöm, 15 ára drepa hvert ann- að, 17 ára deyja úr eyðni og 18 ára fá prófskírteini sem þeir geta ekki les- ið.“ Fyrir frjálslynda Bandaríkjamenn var knýjandi að hrekja staðhæfing- amar í þók Hermsteins og Munay. t lok október lagði tímaritið New Republic heilt tölublað undir um- fjöllun um The Bell Curve. New Republic var fyrir nokkrum áratug- um bólverk frjálslyndra og hug- myndalega skylt vinstriblaðinu New Statesman í Bretlandi en hefur á síð- ustu ámm ferst yfir á miðju banda- ríslo-a stjómmála. Á ritstjóm New Republic var háð hörð rimma um það hvort blaðið ætti að gefa bókinni gaum. Gamal- reyndir blaðamenn og ritstjómar- fulltrúar vildu ekki virða Tþe Bell Curve svo mikils að um hana yrði fjallað á síðum tímaritsins, hvað þá að helga heilt tölublað bókinni. Engu aQ síður var ákveðið að taka röksemdir Hermsteins og Murray til athugunar og í leiðara er það réttlætt með þeim orðum að málefnið sé þjóðfélaginu mikilvægt, ekki sé um að ræða kynþáttafordóma heldur eigi í hlut fræðirit hvers höfundar séu svara verðir. Hversu stórt er undir þér? Kafli úr The Bell Curve birtist í New Republic og tuttugu greinar- höfundar tóku bókina til handar- gagns og fúndu henni flest til foráttu. Þrátt fyrir það standa Hermstein og Murray með pálmann í höndunum. Bæði er það að gagnrýnin er ákaflega mikið á samræðuplaninu á meðan tvímenningamir geta vísað til emp- írískra rannsókna og hitt að þótt ein- staka greinarhöfundur hafi fundið afrnarkaðar veilur í röksemdaferslu bókarinnar stóð hún sem heild jafn keik og áður, ekki síst vegna þess að markaðssetning bókarinnar hefúr teldst jafn fráþærlega og raun ber vitni. Eini greinarhöfúndurinn sem hafði burði til að gera sjálfa undir- stöðu The Bell Curve tortryggilega var Charles Lane blaðamaður á New Republic sem ásamt samstarfsmanni sínum, Jeffrey Rosen, hjólaði í heim- ildaskrá Hermsteins og Murray og fann eitt og annað skrýtið. Til að mynda það að kyndugum fír að nafiú Rushton er hampað í bókinni. Rushton þessi er kanadískur sálfræð- ingur sem er á svörtum lista háskól- ans í Vestur-Ontaríó vegna rann- sóknar sem hann stundaði í verslun- Chris Sprowal er ekki aðeins heimilislaus þeldökkur Bandaríkjamaður heldur lika genetískt vonlaus, samkvæmt þarlendri metsöluþók um arfgengi greindar. armiðstöð fyrir nokkrum árum. Rushton bar fé á hálft annað hund- rað einstaklinga, þriðjungur var þeldökkur og þriðjungur af asískum uppruna, fyrir það að svara spum- ingum á borð við þessar: Hversu langt getur þú brandað? Hversu stórt er undir þér? Lane var kominn á sporið og á öðram vettvangi gekk hann í skrokk bókarinnar eins og brátt verður vikið að. Sjúskuð bók um þrá- hyggju Stjómmálafræðingurinn Alan Hvítur yfirmaður og hlýðnir svertingjar í Suður-Afríku á dögum aðskilnaðarstefnunn- ar. Ryan skrifaði um miðjan nóvember ítarlegan dóm um The Bell Curve í eitt virtasta bókmenntarit Bandaríkj- anna, The New York Book Review. Ryan fer almennum orðum um ólík- ar forsendur Hermsteins og Murray en eyðir mestum tíma sínum í það að ræða staðhæfingar tvímenninganna og túlkun þeirra á tölfræðilegum gögnum. Hann efast um að arfgeng greind sé jafn afgerandi orsakavaldur í h'fi einstakhnga og hópa og bókar- höfúndamir vilji vera láta. Enn síður þykir honum trúlegt að menntun og umhverfi hafi jafn lítil áhrif á greind og haldið er frarn í bókinni. Ryan vitnar í eldri rannsóknir forvera Hermsteins og Murrays sem þóttust hafa fundið meiri mun á greind ó- líkra kynþátta en greint er frá í The Bell Curve. Virtur fræðimaður á sviði greindarmælinga, Carl Bring- ham, fékk þá niðurstöðu úr prófum að þeldökkir Bandaríkjamenn frá norðurhluta landsins væra greindari en hvítir suðurríkjamenn. Bringham kemur við sögu í bókinni en ekkert segir af þessari rannsókn enda kemur niðurstaða hennar ekki heim og saman við kenninguna um að greind ráðist af kynþætti. Alan Ryan les inní bóldna ósam- rýmanleg viðhorf Murrays, sem vill að veröldin líti út eins og hann kynntist henni sein barn í miðvestur- ríkjunum þar sem sérhver átti sinn stað undir sóhnni og enginn hafði á- hyggjur af greindarvísitölu. Murray er harður andstæðingur velferðar- kerfis sem reynir að jafna aðstöðu þjóðfélagsþegnanna og hugmyndin um arfgenga greind er honum vopn í þeirri baráttu. Hermstein aftur á móti sá fyrir sér heim sem útilokaði ekki unga og snjalla gyðinga í að verða númer á Wall Street þótt þeir séu af efnalitlu fólki komnir. Ryan klykldr út með þeim orðum að ekld aðeins sé The Bell Curve sjúskuð heldur líka klúður tveggja einstaklinga sem eiga það eitt sam- eiginlegt að hafa andstyggð á ónafn- greindum frjálslyndum mönnum

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.