Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 8
8 Völvan á Skipaskaga VTKUBLADIÐ 6.JANÚAR 1995 • Kona aerir tilkall til embættis fiármálaráðherra • Levnisamtök í krinaum kosninaarnar Formanninum boðin sendiherrastaða sem hann hafnar • Jóhönnu mistekst að bvaaia upp flokksvél • Unat fólk til áhrifa í Alþvðubandalaainu • Deilur um Vikublaðið rétt eftir nvár Enn er Vikublaðið komið upp á Skipa- skaga. Þennan síðasta dag ársins eru and- ar á sveimi. Árið 1994 er að fjara út og nýtt ár enn ekki risið yfir land og lýð. Andamir bregða á leik með Tímann sjálfan og veita heyr- endum heym og sjáendum sýn á atburði sem enn hafa ekki gerst. Völvan á vindasömu nesinu notar naumt skammtaða dagskímuna og kerta- tým til að rýna í spil, lesa myndir og hlusta eft- ir hvísli andanna um það sem óorðið er. Hús völvunnar hangir rétt ofan við íjöruborðið vest- arlega á skaganum. Undir syfjulegum seimi þulunnar heyrist niðurinn í kolgráu hafinu, það dimmir óðfluga og fint teiknuð skil himins og hafs verða æ ógreinilegri. Brátt læðist sortinn að og út um eldhúsglugga völvunnar er nú varla neitt að sjá nema myrkur fyllt með kveinstöfum hafsins. Upp á þetta myrkur dregur völvan torræð tákn framtíðar lýsandi stöfum. Þegar svört tjöld tímans lyftast og skilaboð framtíðarinnar em töfiruð ffam er ekki laust við að útsendari Viku- blaðsins finni kuldagjóstur fara um húðina og hárin rísa. Ungt fólk til áhrifa - Þungar áhyggjur hafa þeir hjá Alþýðu- bandalaginu núna, segir hún með hálflukt augu, róandi fram í gráðið. Þungar áhyggjur. En þeir skyldu nú ekki týna sér í áhyggjunum því ég sé mikið af ungu og kraftmiklu fólki flykkjast tril, kannski ekki nógu snemma til að nýtast til fulls í komandi kosningum, en það mtm nýtast þó seinna verði. Og ég sé mann, dökkan og skap- mikinn, mikinn persónuleika, sem mun halda vel um taumana í flokknum og veita honum fyr- irsvar í mikilvægum málum. Þetta er ekld nýr formaður, heldur áhrifamaður sem mtm veita flokknum mildnn styrk á árinu. Og ég sé líka konu héma. Hver er þetta, spyr völvan sjálfa sig og lætur fingurgómana renna eftir spilunum eins og þar sé svarið að finna. Svarið kemur. - Þetta er Guðrún Helgadóttir, held ég bara. Hún er líka áhyggjufull ffaman af, en það snýst upp í mikla ánægju. Hún kemur betur út en tafið er. Osk hennar rætist og gleðin tekur völd- in. En hér heyri ég óminn af lygum og pískri, það era lygasögur í kringum hana sem hún þarf að vara sig á. Ojá. En nú kallar þetta unga fólk og vill láta heyra meira til sín. Eg sé tvo karlmenn og eina konu sem eiga eftir að láta mikið til sín taka. Þetta fólk er með líka stefnu og vinnur mikið saman. Heiðarlegt fólk með afbrigðum og hefur ekld flækt sig í formunum, sem betur fer. Það hafa verið óhöpp og brotthlaup í flokkn- um, það þarf nú ekld völvu til að sjá það, segir hún, en það mun verða til góðs þegar til lengri tíma er litið. Fólk mun þjappast betur saman og það verður meiri hjálpsemi og samvinna. Þetta er líka sá andi sem stafar ffá þessu unga fólki enda sjá allir að þetta gefur betri raun. Vinstrisveifla í Alþýðubandalaginu Nú vill spyrjandinn fá að vita um úrslit kosn- inganna. Völvan tekur sér góðan tíma áður en hún svarar. - Kosningamar já. Þetta verður flókið. Hætt er við að Alþýðubandalagið tapi einhverju í kosningunum, einkum úti á landi. En það verð- ur minna en margur hyggur og flokkurinn fer aftur upp á við. Sjávarútvegsmál og skólamál verða á oddinum í þessari kosningabaráttu og baráttan verður mikil. Hvaða maður, ungur og dökkur yfirlitum, er á uppleið í Alþýðubanda- laginu? Sá á eftir að nýtast vel í þessum málum. Og það verður vinstrisveifla í flokknum. Menn hætta þessu sveimi og snúa sér að reglulegri vinstristefnu. Völvan sveigir talið ffá kosningunum og seg- ir að nú vilji tíðindi af formanninum komast að. - Formaðurinn er ekki sá maður sem hægt er að losna við með því að gera hann að sendiherra eins og ég sé hér að einhverjum hefiir dottið í hug. Hann er ekki ginnkeyptur fyrir slíkum bit- lingum. Samt verður hann á miklum ferðalög- um. Hlomast honum heilmikil viðurkenning á alþjóðavettvangi. Hann fer í skemmtilegt ffí á árinu sem hann þó nýtir í þágu vinnunnar og þessi ferð skilar miklu í formi atvinnusköpunar þegar heim er komið. Hann er síður en svo á niðurleið. Það er hóptu- af fólki í kringum hann og hann á mjög farsælt einkalíf. Hann er þannig skapi farinn að ef eitt verkefni lukkast ekld nógu vel tekur hann bara til við það næsta af miklum krafti og gerir það besta úr öllu. Líka hann mun fjalla mildð um skólamál og bankamál á árinu. Eg sé einhvem ungan mann, kannsld tengda- son, sem verður honum mjög handgenginn. Allt snýst um Jóhönnu En ég var ekki búin með kosningamar, segir völvan og lygnir aftur augunum. Hún lætur þó standa á svari á meðan hún leggur spil í stjöm- ur og raðir. -Þær verða afdrifaríkar. Voðalega verða margir sorgbitnir eftir þessar kosningar, segir völvan og lætur hendumar Svífa hægt yfir spil- unum nokkra stund líkt og hendumar nemi út- streymið ffá þeim og leiði svörin ffam á varir hennar. - Hér era einhver leynisamtök sem ætla sér mikið í kringum kosningamar en þeirra að- gerðir munu bregðast algerlega. Engum ár- angri sldla þær og tilraunin kemur til með að kosta þetta fólk heilmikið. Peningaausturinn verður gífurlegur í kosningabaráttunni. Deil- umar milli flokkanna mtmu rista mjög djúpt. Einkum verða það Sjálfstæðisflokkurinn og Jó- hanna sem takast á, segir völvan en síðan færist undrunarsvipur yfir andlit hennar. - Þetta er skrýtið, ég sé Kvennalistann hvergi. Það þýðir þó ekld að hann verði lagður niður, heldur mun honum ekki takast að blanda sér að neinu ráði irm í kosningabaráttuna. Vindurinn er úr þeim. Sjálfstæðisflokkurinn verður alveg á nálum. Flokkurinn mun reyna að finna sér ný kosningamál og höfða til fjölskyld- unnar í mildlli herferð. Þetta er líklega það eina skynsamlega sem flokkurinn sá getur gert og einhverjum árangri skilar það sjálfstæðis'mönn- um. Konur munu láta meira til sín taka í Sjálf- stæðisflokknum en hingað til. Hér er áberandi kona, þó ekld í Sjálfstæðis- flokknum. Þettta hlýtur að vera Jóhanna. Hún fær mikinn stuðrúng og það ffekar hjá karl- mönnum en konum. Arið verður ekki dans á rósum hjá Jóhönnu. Mér finnst líklegt að hún fari í ríkisstjóm og ég sé hana skipta sér heil- mildð af málefnum bama. Einhverja verslun gerir hún í því sambandi, lætur undan í máfi sem tengist umferð og samgöngum fyrir ffam- gang í málefnum bama. Hún hefur mjög traustan mann sér við hlið sem hún reiðir sig mildð á. Sá gæti verið læknir, því málefni sjúkra koma þama sterkt inn. Brösuglega mun henni ganga að byggja upp sæmilega starfhæfa flokks- vél. Þama er maður sem á að sjá um þá upp- byggingu, en hann reynist ekki valda verkefn- inu enda orðinn fullorðmn og staðnaður. Það verða talsverð vandræði í tengslum við þetta mál. Jóhanna mun ferðast mildð, tala mikið og leggja mildð á sig. Eg sé ekki fyrir endann á henni hér, hennar umsvif teygja sig langt ff am í tímann. En hún verður að gæta heilsunnar. Eg sé heimili hennar fyrir mér sem algera stjóm- málastofu, hún leggur það alveg undir en fer meiri stuðning en hingað til ffá fjölskyldu sinni. Peningamann sé ég henni við hhð, sá verður ekki þingmaður en hann mtm vinna mikið fyrir hana. Hann mun þó vilja mildð fyrir sinn snúð. Þriggja flokka ríkisstjórn Andskoti er hún hörð, hún Jóhanna, segir völvan með áherslu. Hún svífst einskis! Það er eldd illa meint, hún gerir ekkert ljótt, en hún lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Henni mtm off finnast hún standa ein þrátt fyrir þetta góða fylgi. Þannig er hún gerð, en hún er furðu seig! Það mun taka langan tíma að mynda stjóm. Eg sé ekki betur en að það verði komið langt ffam á sumar þegar það endanlega tekst. Sjálf- stæðisflokkurinn verður í stjóminni og líklega tveir aðrir flokkar, báðir til vinstri. Nýja stjóm- in reynir að gera sitthvað fyrir alla enda verður mildl ólga í landinu. En það verður ekki slæmt samkomulag í stjórninni loksins þegar hún neglist saman. Þó verða sterkir atvinnurek- endahagsmunir hafðir að leiðarljósi, en ungt fólk og konur toga líka í áttina ffá þessari eih'fu miðjusækni. Stjómarhðar fara fljótlega að vinna og vinna duglega. Nei, ríkisstjómin verður ekki algalin. Hún mun reyna að gera sitthvað fyrir fjölskyldumar í landinu og vera með nýjar á- herslur. Mikil óánægja verður þó í kaupstöðum úti á landi með pólitflána yfirleitt. Sveitar- stjómarmenn munu hugsa sem svo að nú þegar ábyrgð og verkefni þeirra hafa aukist mildð hafi póhtísk áhrif ekld fylgt á eftir svo nægilegt sé. Dlvíg átök verða í sambandi við sjávarútveg, heldur völvan áffam, og einn einstaklingur, á- kaflega valdamikill mun hafa mikil áhrif í sjáv- arútvegi. Hvaða einn maður það er sem fer með svo mikil völd fe ég eldd séð. Hann kemur upp hjá mér sem nokkurskonar jarl, svo áhrifamikill er harm. En honum þykir vænt um þjóðina og vinnur fyrir kaupinu sínu. Deilur í jafnréttismálum Það fer ekki mikið fyrir utanrfldsmálum á ár- inu, segir völvan, líkega er Evrópusam- bandsumræðan alveg fyrir bí í bili. Allskonar vinafyrirgreiðsla blómstrar áfram og þarf fólk ekkert að láta það koma sér á óvart. Þó verða meiri kröfur gerðar til þeirra sem njóta greið- anna, það þýðir ekki lengur að setja duglaust fólk í embætti. Jákvæðar breytingar verða gerð- ar á hjúskaparlögum, kannski snertir þetta sam- kynhneigða. Kjarasamningar verða ekld til að hrópa húrra fyrir, en atvinnuleysi á eftir að minnka og vinna eykst töluvert seinnihluta árs- ins. Meiri fjármunir verða í umferð og það létt- ir aðeins yfir þjóðinni eftir ahan drungann und- anfarin ár. Skemmtanah'fið tekur mikinn kipp og þar er lflca atvinna. Eftir því verður teldð hversu mikinn þátt konur eiga í hverskyns lista- og menningarh'fi. Annars verður náttúra og veðurguðir góðir við okkur íslendinga á árinu og ég sé ekki betur en að gæftir verði þokkaleg- ar. Þá er hér vinsamleg þjóð sem styrkir okkur pólitískt eða. peningalega, allavega sé ég hér mikinn fjárhagslegan ávinning sem tengist ein- hverri vinaþjóð okkar. Konur og ungt fólk láta mikið til sín taka og ein af afleiðingum þess er að mannleg verðmæti færast ofar á forgangshsta fólks. Hins vegar verða miklar deilur tengdar jafhréttismálum í vor eða sumar. Það gæti tengst ríkisstjómarmynduninni. Konur vilja meiri fjárhagsleg völd og líklega gerir einhver þeirra kröfu til embættis fjármálaráðherra. Það gengur ekki eftir, því miður. En það er greini- legt aldamótabragð komið að þjóðlífinu, mikil gerjun í þjóðarsálinni og uppstokkun á öllum sviðum í aðsigi. Heimsmálin eru hinsvegar sótsvört á árinu, það er engu líkara en styrjaldarátök blossi upp víða um heim. Bölvaður óþverri er þetta, hreint ógeð, segir völvan og vill ekld fara nánar útí þá sálma. Stendur uppi í hárinu á mörgum Hvað með Vikublaðið? - Eg sé rifrildi um fjárhag blaðsins rétt eftir nýár, en líka mjög skemmtilega atburði. Um mánaðamótin janúar febrúar koma peningar inn. Ég gæti trúað að það kæmu inn nýir hlut- hafar. Eftir deilur í byrjun ársins sem þó verður haldið innanhúss kemur góður tími og það koma fleiri að rekstri blaðins. Fleira fólk verður ráðið til starfa. Blaðið þarf að tala fleiri tungum og höfða til fleiri. Þær breytingar takast vel. Einhver rómantík svífur Iíka yfir vötnum á blaðinu. Þar er ljóshærður maður og mikið af jákvæðum spilum í kringum hann. Ritstjórinn á mikið annríki fyrir höndum og árið verður gott hjá honum. Hann mun beita sér mikið í skóla- málum og það tengist kosningunum. En hann verður að hafa bein í nefinu eins og hingað til enda margt fólk sem þarf að standa upp í hárinu á. Það á ritstjórinn óhikað að gera. Hann mun verða mildð á faraldsfeti, ég sé ritstjórann héma fyrir mér sem algert þeytispjald. Völvan þagnar. Um stund heyrist ekkert nema niðurinn í hafinu, þessum nábúa völv- unnar sem teygir sig upp að túngarði hennar og virðist ekki þurfa nema rétt að ýfa sig til að lemja húsið utan. Kertaljósið blaktir á skari og sami gjóstur og ferir þanglyktina í vitin í gegn- um óþétta gluggana hrærir logann sem varpar órólegum skuggum á veggrna. Augnabhkið sveigist og tognar, stundin flýr hratt en rúmar í senn bæði fortíð og ffamtíð, anda allra tíma. Það færast ekki fleiri tákn upp á myrk tjöld tímans. Hvískrið með vindinum er þagnað. Völvan leggur spilastokkinn ffá sér. - Komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu, segir hún loks.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.