Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 6.JANÚAR 1995 15 Irving Oil boðið 3 lóðir í borginni Borgarráð hefur samþykkt ein- róma að bjóða kanadíska olíu- fyrirtækimi Irving Oil ltd. þrjár lóðir fyrir bensínstöðvar og verslun, með fyrirvara um endanlega staðsetningu og umfjöllun viðhb't- andi nefnda borgarinnar. Hin þrí- eina olíusamsteypa Kolkrabbans, Skeljungur, Ob'ufélagið (ESSO) og Olíuverslunin (Olís) hefur brugðist hart við væntanlegri samkeppni Irv- ing. Þá hefur Halldór Blöndal gert þá fáheyrðu kröfa að leyfisveitingar til Irving eigi að binda skilyrðum um að Kanadísk yfirvöld opni fyrir rekstur Flugleiða í Kanada. Talið er að innkoma Irving Oil geti fært með sér um 1,5 milljarðs króna fjárfestingu félagsins. Sam- þykki borgarráðs náði útyfir marka- línur meirihluta og minnihluta, en ath\’gli vakti að við afgreiðslu ráðsins lögðu sjálfstæðismenn fram bókun þar sem umhverfissjónarmiðum var mjög haldið á lofti og svo nauðsyn þess að kynna máhð rældlega fyrir í- búum nálægra svæða. Sjálfctæðis- menn voru sem kunnugt er ekld beint þekktir fyrir slík vinnubrögð í valdatíð sinni. Þær lóðir sem boðnar hafc verið til kaups eru við Eiðisgranda, Stekkjar- bakka og Bæjarháls. FLOKKSSTARFIÐ Sósíalistafélagið Félagsfundur mánudaginn 9. janúar 1995 kl. 20:30 að Laugavegi 3, 5. hæð. Dagskrá: 1) Á Sósíalistafélagið að taka áfram þátt í störfum kjör- nefndar Alþýðubandalagsins í Reykjavík? 2) Starfshóþar myndaðir um útfærslu á stefnuskrá félags- ins. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Vesturlandi íhaldið vill lækka hundagjald Minnihluti Sjálfctæðisflokks- væri á móti því að borgin hefði hagn- ins í borgarráði lét á að af hundaeftirlitsgjaldi, en Hunda- þriðjudag bóka að hann ræktarfélagið hefur einnig mótmælt gjaldtökunni sem of hárri. Umsögn borgarlög- manns um gjaldskrá vegna hundahalds 1995 var vísað til borgarstjómar, en borg- arstjóri lét bóka að í um- sögn sem fyrri borgarstjóri hefði látið taka saman vegna þessarar gjaldtöku kæmi fram að gjöld vegna hundahalds hafi verið meiri en tekjur allt frá 1984. Einnig kemur fram í svari borgarstjóra að sérstök nefhd hefur það verkefni að endurskoða gjaldtökuna. íhaldið hafnar því að hundagjaldið standi undir kostnaði við hundaeftirlit. Mynd: ÓI.Þ. Jóhanna kemur aftur segir Guð- mundur Árni Guðmundur Ami Stefáns- son þingmaður Alþýðu- flokksins og fyrrum ráðherra lýsti því yfir í síðdegisþætti Rás- ar tvö á gamlársdag að hann teldi að Jóhanna Sigurðardóttir myndi snúa aftur til Alþýðu- flokksins í vor. Guðmvmdur Ami lýsti þessu yfir og sagði um leið að Jó- hanna ætti hvergi annars staðar heima en í Alþýðuflokknum. Hann á því von á því að Jó- hanna segi skilið við þá stjóm- málahreyfingu sem skapast hef- ur í kringum hana, Þjóðvaka. I sama umræðuþætti hafnaði Jó- hanna þessu. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Hinn 10. janúar 1995 er tuttugasti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 20 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 555,20 » <■ 10.000 kr. skírteini = kr. 1.110,40 - " 100.000 kr. skírteini = kr. 11.104,00 Hinn 10. janúar 1995 er átjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 18 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.963,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1994 til 10. janúar 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1995. Reykjavík, 30. desember 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi boðar til opins kjördæmisráðsfundar til undirbúnings kosn- inga í vor. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 15. janúar kl. 14:00 í Félagsheimilinu Lindartungu í Kolbeinsstaðarhreppi. Dagskrá: Tillaga uppstillinganefndar að framboðslista. Undirbúningur kosninga. Önnur mál. Fundurinn er opinn öllum Alþýðubandalagsmönnum. Kjördæmisráð Ný lög um fjöleignarhús 1. janúar 1995 taka gildi ný lög um fjöleignarhús. Upplýsingabæklingur um hin nýju lög liggur nú frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, húsnæðisnefndum sveitarfélaga, á sveitar-, bæjar- og borgarstjórnarskrifstofum, hjá verkalýðsfélögum, Leigjendasamtökunum, Húseigendafélaginu og Búsetafélögum' Þeir sem málið varðar eru hvattirtil að kynna sér nýju lögin gaumgæfilega og verða sér úti um upplýsingabæklinginn. Húsnæðisstofnun ríkisins veitir almennar upplýsingar um framkvæmd hinna nýju laga um fjöleignarhús. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 569 6900 (kl. 8-16) BRÉFASÍMI: 568 9422 • GRÆNT NÚMER (utan 91-svæðisins): 800 69 69

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.