Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 6.JANÚAR 1995 hreinna skulda hins opinbera af landsfram- leiðslu hins vegar í stað. Þrátt fyrir harða dóma sem ráðherrar ríkisstjómarinnar hafa fellt um fjármál ríkisins á árinu 1991 var niðurstaðan engu að síður sú að hreinar skuldir hins opin- bera jukust þá ekki frá árinu 1990. Á núverandi kjörtímabili hafa hins vegar á hverju einasta ári orðið risavaxnar breytingar á skuldasöfnun hins opinbera. Alhr ráðherrar þessa kjörtímabils eiga vemlega hlutdeild í þeirri óheillaþróim. Hlutfall skuldanna er komið í rúm 30% af land- framleiðslu og gífurlegt átak þarf til að færa það að nýju niður í það sem var þegar ríldsstjómin tókvið árið 1991. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur enn fremur sett fjármál ríkisins í þann sess að kröfur Seðlabankans á ríkissjóð em nú rúm- lega tvöfalt hærri en þær vom árið 1991. Þær nema nú um 18 milljörðum en vom um 8 millj- arðar í árslok 1991. Það verður brýnt en erfitt verk að lækka þá tölu aftur á nýju ári. Þessar staðreyndir - 40 milljarða halh á kjör- tímabilinu, hreinar skuldir hins opinbera yfir 30% af landsframleiðslu og kröfur Seðlabank- ans á ríkissjóð um 18 milljarðar - tala ským máli um viðsldlnað ríkisstjómarinnar. Ríkissjóður hefur síðan á undanfömum misserum í auknum mæli teldð erlend lán til að standa undir rekstr- inum. Það sýnir mótsagnimar í málflutningi ráð- herranna að á sama tíma og þeir segja að minnkun erlendra skulda þjóðarinnar sé dæmi um árangur em þeir sjálfir að reka ríkið á þann veg að hlutur erlendra lánadrotma í skulda- byrðinni verður sífeht stærri. Þegar lánin sem ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur tekið á kjörtímabilinu verða borguð til baka munu þeir íjármunir íara til þess að koma krafti í hagkerfi erlendis. Lántaka hér innan- lands hefði hins vegar orðið til að færa íslensku atvinnuh'fi vítamínssprautur. Björgunarsjóður í húsnaeðismál- um - Lífskjarajöfnun Það er ekld aðeins gífurleg skuldasöfrtun hins opinbera sem einkennir landsstjóm Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Það hefur einnig skapast neyðarástand í húsnæðismálum þús- unda heimila í landinu. Þetta neyðarástand birtist í göllum húsbréfakerfisins, auldnni greiðslubyrði launafólks sem er í félagslega húsnæðiskerfinu, kreppu kaupleigmbúðakerfis- ins í fjölmörgum sveitarfélögum og einnig í gíf- urlegri greiðslubyrði sem nú þjakar aldraða samborgara sem trúðu á gylliboðin um þjón- ustuíbúðir aldraðra. Það er sérkennileg þversögn að á sama tíma og neyðarástand blasir við í húsnæðismálum þústmda Islendinga skuli sá stjómmálamaður, sem borið hefur ábyrgð á húsnæðismálum lengur en nokkur arrnar á undanfömum áratug- um, vera í skoðanakönnunum talinn líklegasti bjargvættur latmafólksins í landinu. Jóhanna Sigurðardóttir hefur í sjö ár verið ráðherra hús- næðismála. Það er lengri tími en nokkur annar stjómmálamaður hefur ráðið þeim málaflokki. Niðurstaðan af verkum hennar er sú að þótt þúsundir einstaklinga hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur tii að standa í sldlum, þá blasir nú gjaldþrot við fleirum en nokkrn sinni fyrr. Sú holskefla gjaldþrota sem framundan er mun gera þúsundir fjölskyldna heimilislausar og hafa í för með sér gífurlega eignaupptöku. Ljóst er að slíkt neyðarástand í húsnæðismálum mun skapa margvísleg félagsleg vandamál, auka örvæntingu einstakhnga og fjölskyldna, leggja vemlegar byrðar á félagsmálastofnanir og skapa djúpstæð sár í samfélaginu sem lengi verða að gróa. A haustmánuðum ræddum við Alþýðu- bandalagsfólk ítarlega hvað gera þyrfti til að hamla gegn þessari óheillaþróun í húsnæðis- málum. Niðurstaða okkar var að stofna ætti sér- stakan björgunarsjóð húsnæðismála. Hann myndi starfa í nokkur ár og hljóta fjármagn frá ríld, sveitarfélögum, bönkum og lífeyrissjóðum. Verkefni hans yrði að veita sérstök greiðsluerf- iðleikalán, fjármagna lengingu fasteignaveðlána í húsbréfakerfinu, lengja lán í félagslega kerf- inu, létta um tíma greiðslubyrði og auðvelda einstaldingum og fjölskyldum að halda íbúðum á meðan fólk leitar lausnar á tímabundnum erf- iðleikum, eins og atvinnuleysi og veikindum. Auk björgunarsjóðs húsnæðismála verður strax á fyrstu mánuðum nýrrar landsstjómar að grípa til fjölmargra annarra aðgerða til að tryggja lífskjarajöfhun og snúa við því óréttlæti sem þróast hefur í valdatíð Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Sú lífskjarajöfnun verðtu- að taka til skattamála og launamála, fela í sér fjöl- þættar aðgerðir í þágu fjölskyldna og bama, festa á ný í sessi jafnrétti til menntunar og Tímamét 7 skólagöngu, treysta undirstöður heilbrigðis- kerfisins og gera öllum kleift að njóta umönn- 2. unar og lækninga án tillits til efnahags og þjóð- félagslegrar aðstöðu. Jafnrétti í skattamálum Alþýðubandalagið hefur sett fram ítarlegar tillögur um jafnrétti í skattamálum. Þær fela í sér að á fyrsta ári nýrrar ríkisstjómar verði flutt- ir 5-7 milljarðar ffá fjármagnseigendum, há- tekjufólki og gróðafyrirtækjum til lágtekjufólks og núðtekjuhópa. Skattastefnan sem Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir í nýrri landsstjóm felur í sér: 1. Hækkun skattleysismarka í áföngum. 2. Afnám tvísköttunar á h'feyrisgreiðslum. 3. Utborgaðan persónuafslátt til launafólks með laun undir skattleysismörkum. 4. Millifæranlegan persónuafslátt unglinga 16-20 ára í námi ef fjölskyldutekjur em undir meðallagi. 5. Ný jöfnunarákvæði um vaxtabætur, húsa- leigubætur og bamabætur. f samræmi við ábyrga fjármálastjóm sem Al- þýðubandalagið hefur kappkostað, bæði á vett- vangi landsstjómar og í sveitarstjómum, setjum við einnig fram lýsingu á því hvemig þessar breytingar skulu fjármagnaðar innan skatta- kerfisins. Sú fjármögnun byggist á: a) skattlagn- ingu fjármagnstekna eins og annarra tekna; b) sérstökum stighækkandi hátekjuskatti á fjöl- skyldutekjur yfir 350-400 þús. kr. á mánuði; c) nýju þrepi í tekjuskatti fyrirtækja þegar hreinn hagnaður fer yfir ákveðin mörk á sama tíma og fyrirtæki fái viðurkenndan ffádrátt vegna ný- sköpunar- og þróunarverkefha; d) breyttum reglum sem þrengja notkun rekstrartaps fyrir- tækja sem keypt hafa tapfyrirtæki; og e) nýjum tímabundnum tekjutengdum stóreignaskatti. í framhaldi af þessum aðgerðum verði jöfn- unargrundvöllur skattkerfisins styrktur enn ffekar með viðbótarfjármagni á næstu árum. Það verði sótt í hert skattaeftirht og sérstakar eftirhtsaðgerðir og lagabreytingar vegna skattsvika. Meðal þeirra aðgerða sem Alþýðu- bandalagið hefúr bent á í þessu skyni em: • Aukin sérhæfing hjá skattyfirvöldum með nýrri verkaskiptingu á skattstofúm. • Sérþjálfaðar eftirhtssveitir. • Hert viðurlög og fangelsisvist vegna stærri skattsvikabrota. • Ný lagaákvæði og lágmarksrefsingar fyrir skattsvik. • Missir starfsréttinda og rekstrarleyfe vegna svartrar atvinnustarfsemi og bók- haldsbrota. Nýtt launakerfi Auk þess misréttis í skattamálum sem Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa fest í sessi á undanfömum árum hefúr komið skýrt í ljós að núverandi launakerfi hefur algjör- lega gengið sér til húðar. Þúsundir launafólks býr við 40-60 þús. kr. mánaðarlaun á sama tíma og fjöldi stjómenda og forstöðumanna ríkis- stofhana fær 400-1100 kr. mánaðarlega. Tí- faldur og upp í rúmlega 20-faIdur launamunur er í hrópandi mótsögn við jafhréttisvitund ís- lendinga. Þegar samdráttur og niðurskurður einkenna hagstjóm og atvinnulíf hverfa margvíslegar launabætur frá fyrri tíð á skömmum tíma. Fjöldi fólks situr eftir með taxtakaupið eitt þótt flestir væm hættir að telja það samrýmast líf- vænlegum launum. Á síðustu missemm hefúr mismunurinn aukist í báðar áttir: Hæstu launin hafa enn hækkað en þeir sem e'm með lægstu latmin hafa orðið að taka við strípuðu taxta- kaupinu. Stjómendur hjá fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum hafa bætt kjör sín með margvís- legum hlunnindum á sama tíma og venjulegt launafólk hefur orðið að sætta sig við minnk- andi tekjur. Flóldð kerfi óunninnar yfirvinnu, bílaffíðinda, dagpeninga, dvalarstyrkja, arð- greiðslna og annarra þátta hefur orðið til þess að stjómendastéttin í landinu hefur sífellt styrkt kjarastöðu sína á sama tíma og almenningur hefur búið við kjararýmun. Ekkert samræmi ríkir lengur milli launakjara, vinnuframlags, á- byrgðar, menntunar og starfeþjálfunar. Þessi þróun hefur smðlað að alls kyns ósanngimi og óréttlæti og grafið undan hagkvæmni og fram- leiðni í atvinnufyrirtækjum og opinberri stjóm- sýslu. Alþýðubandalagið telur því brýnt að þegar í stað verði hafið víðtækt samráð urn mótun nýs launakerfis í landinu. Meginþættir slíks launa- kerfis verði: 1. Sett verði lög um afkomutryggingu og lægsm laun hækkuð verulega. Einfalt og samræmt launakerfi komi í stað þeirrar margþætm og ranglám skipunar sem þróast hefur á undanfömum árum. Launakjör verði gagnsæ og launamunur byggist eingöngu á tilvístmum til vinnu- ffamlags, hæfhi og ábyrgðar. Fylgt verði eftir ákvæðum um launajafn- rétti kynjanna og með markvissum hætti eytt þeirri skipan að kvennastörf séu met- in lægri í launum en störf karla. 5. Fríðindi, hlunnindi, aukagreiðslur, sporslur og annað sem lengi hefur skekkt launakerfið í landinu verði lagt af og í staðinn komi gagnsætt, formlegt og opið launakerfi, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkafyrirtækjum. 6. Sett verði hámark á laun bankastjóra, for- stjóra, ráðuneytisstjóra og annarra stjóm- enda opinberra stofhana. 7. Breytingar á launakerfinu byggist m.a. á virkri launastefhu ríkisvaldsins sem stærsta atvinnurekanda landsins. Meðal fyrsm verkefna nýrrar ríkisstjómar verður að festa í sessi nýtt launakerfi sem bygg- ist á ffamangreindum grundvallarviðhorfum og mótað verður í samvinnu launafólks, atvinnulífe og ríldsvalds. Ný launastefha er í reynd for- senda þess að Islendingum takist að varðveita stöðugleika í verðlagsþróun og gengismálum, styrkja grundvöll atvinnulífeins og sækja nýja á- vinninga í þjóðartekjum sem bætt geta h'fekjör- in enn frekar. Atvinnustefna framtíðarinnar Tillögugerð Alþýðubandalagsms um at- vinnu, jöfnuð og siðbót myndar samræmda heild. Án endurreisnar atvinnulífs og kerfis- breytinga verður erfitt að tryggja aukna velferð og samhjálp. Án ffamfara í menntun og bætts aðbúnaðar fjölskyldna og bama skapast ekki það félagslega öryggi sem er skilyrði fyrir nýrri sókn í atvinnumálum. Án eðlilegra leikreglna, heiðarleika og velsæmis í opinbem h'fi og stjómun fyrirtækja og stofhana verður ekld hægt að tryggja jöfiiuð og veita fjölmennum kynslóðum ungs fólks tækifæri til að nýta hæfi- leika sína í þágu þjóðarinnar. Stöðugleild í efnahagslífi, jafnvægi í ríkisfjár- málum, á peningamarkaði og í viðsldptum við útlönd em forsendur þess að árangur náist. Svigrúm til fjármögnunar nýrra verkefha á vett- vangi ríkis og sveitarfélaga mun fyrst og ffemst fást með eflingu atvinnulífe og auknum þjóðar- tekjum. Þess vegna er sú nýja atvinnustefna sem lýst er í Utflutningsleið Alþýðubandalagsins lykillinn að lífekjarajöfnun og aukinni velferð í landinu. Utflutningsleiðin felur í sér að með samstöðu atvinnulífe, launafólks og stjómvalda em mót- aðar nýjar sóknarlínur í hagþróun og ffam- leiðslustarfeemi. Fjárveitingum er varið til rannsókna, þróunarstarfe og markaðskannana. Nýjar áherslur em settar í menntun og starfs- þjálfun, því menntun er ásamt fjárfestingu í hugmyndum og hæfileikafólki lykillinn að ffamfömm í efhhagslífi á nýrri öld. Utflutn- ingsleiðin gerir hugvit, tækni, þjónustu og upp- lýsingar að homsteinum í hagkerfi ffamtíðar- innar. Framkvæmd hennar byggist á breyttri útlánastefnu banka og lánasjóða. Áliættufjár- magni verði fyrst og ffemst veitt til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Margvíslegt samstarf verði eflt til að styrkja ímynd Islands á erlend- um mörkuðum. Utflutningsleiðin byggist á því- besta í ís- lensku atvinnulífi og nýjum hugmyndum sem mótað hafa hagstjóm í löndum sem mestum ár- angri hafa náð á undanfömum árum. Alþjóðleg samkeppni hefúr sannað að leið útflutnings- sóknar og samhæfingar í atvinnuhfi er ótvírætt árangursríkari en gamlar aðferðir ffjálshyggj- unnar. Þessi nýja leið er líkleg til að skapa hag- vöxt sem þarf til að við Islendingar getum áffam auldð jöfnuð og velferð, heilbrigði og menn- ingu í okkar samfélagi. Án þeirra straumhvarfa í stefhu og vinnubrögðum stjómvalda sem felast í Utflutningsleiðinni er óvíst að okkar litla sam- félagi takist að hrinda í ffamkvæmd þeim lausn- um sem duga til að bæta lífekjör á íslandi. Eng- inn annar stjómmálaflokkur hefur lagt ffam jafn heilsteypta lýsingu á nauðsynlegum breyt- ingum í íslensku atvinnulífi. Siðbót - Nýjar leikreglur Alþýðubandalagið hefur um langt árabil gagnrýnt hvemig fakeppni, fjölskylduveldi, ffændsemishyggja, klúbbhugarfer, lokað stjómkerfi, flokksklíkur, misbeiting valds og sjóðasukk hafa verið alvarleg sjúkdómseinkenni á íslensku stjómkerfi. Við höfúm vakið athygli á því að ungt, vel meimtað og hæfileikaríkt fólk muni snúa baki við Islandi ef það mætir ættar- veldi eða klíkuskap þegar það þýður ffam krafta sína til starfe hér á landi. Það er brýnt að breyta leikreglum og koma á víðtækri siðbót ef hinar fjölmennu kynslóðir trngra Islendinga eiga að fá tækifæri til að auðga samfélagið á komandi árum. Oháðir ffæðimenn hafa borið vitni um að rannsóknir staðfesti að Alþýðubandalagið sker sig úr þeim stjómmálaflokkum sem starfað hafe á Islandi þar eð við séum eini stjómmálaflokk- urinn sem hefúr aldrei á undanfömum þremtu- áratugum sldpað þingmann í opinbert embætti eða stjómunarstöðu. Hins vegar er dapurlegt að horfe á hvemig Alþýðuflokkurinn hefur notað ráðherradóm til að koma ættmönnum og nánum fjölskylduvin- um Jóns Sigurðssonar, Jóhönnu Sigurðardótt- ur, Guðmundar Áma Stefánssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar í feit embætti hjá rík- inu. Sonur Jóns, bróðir Jóhönnu, mágur Guð- mundar Ama og ffændur Jóns Baldvins hafe allir notið slíkrar ívilnunar. Það dugir eldd að þykjast styðja siðbót í orði, heldur verður eirrnig að sýna það í verki. I reynd er það aðeins einn af ráðherrum Al- þýðuflokksins, Ossur Skarphéðinsson, sem hef- ur á undanfömum nússemm reynst hafa hrein- an skjöld hvað slíkar embættaveitingar snertir, enda var hann alinn upp í öðmm jarðvegi. Á sama tíma og Jón Baldvin, Jóhanna og Guðmundyr Ami vom önnum kafin við að koma kunningjum sínum, nákomnum ætt- mennum og vildarvinum í embætti var Alþýðu- bandalagið að setja ffam fjölmargar tillögur um víðtæka siðbót. Tillögur Alþýðubandalagsins fela í sér nýjar leikreglur og auknar kröfur um velsæmi í opinberri stjómsýslu. Við höfum sett ffam ítarlega lýsingu á því hverrúg hæfiúsmat verði lagt til grundvallar við veitingu opinberra starfa, um afnám ffíðinda og arviráðninga, um hreyfanleika í störfúm og skýrar reglur um á- byrgð og hegðan forystumanna. Jafnffamt er í tillögugerð Alþýðubandalags- ins um siðbót í íslensku þjóðfélagi að finna lýs- ingar á nýjum siðareglum í atvinnuh'fi og fyrir- tækjum. Þær siðareglur fela í sér ákveðin fyrir- mæli um ráðningu stjómenda, opinber reikn- ingsskil og stjómakjör í hlutafélögum. Víða er- lendis hafa slíkar siðareglur verið festar í sessi á undanfömum árum. ísland - Land tækifæranna Sú siðbót sem Alþýðubandalagið hefur boð- að með nýjum leikreglum og kröfum um heið- arleika og velsæmi er samofin þeim breytingum sem við höfum lýst í efnahagslífi og atvinnu- málum og þeim viðhorfúm sem við viljum að liggi til grundvallar velferðarþjónustunrú. Sið- bót, jöfnuður og atvinnuþróun mynda sam- fellda heild sem felur í sér umsköpun íslensks þjóðfélags. Samspil þessara þátta er í senn grundvöllur ffamfera og hagsældar og fyrirheit um tíma breytinga og bjartsýrú. Kynni nún af mörgum þjóðlöndum á undan- fömum árum hafa sannfært mig um að Island sé vissulega land tækifæranna. Við eigum dýrmæt- ar auðlindir. Þústmdir af ungu hæfileikafólld em reiðubúnar að nýta menntun sína og reynslu í þágu ffamfara og hagsældar. Verkefni nýrrar landsstjómar verður fyrst og ffemst að tryggja að þessi hæfileikasveit fái að sanna hvað í henni býr. Kosningamar í vor munu snúast um ffamtíð- ina. Flokkamir verða að sýna að þeir hafi efni- við í raunvemlegt erindi. Þeir verða að sanna að þeir verðskuldi traust og geti axlað ábyrgð. Alþýðubandalagið hefur lagt á borðið ítar- legri og efnismeiri tillögur en nokkur annar flokkur í landinu. Við getum með stolti vísað til verka okkar þegar okkur var síðast falin þátttaka í landsstjóminni. Við getum byggt á trausti og ábyrgð sem færði flokknum landssigur í sveitar- stjómarkosningunum 1994. 1995 - Ár breytinganna Það er einlæg ósk mín og von að árið 1995 verði ár mildlla breytinga í íslensku samfélagi: Að nýtt ár færi þjóðinni landsstjóm sem skapi nýjan vemleika, ryðji framförum braut með nýrri stefnu í atvinnulífi og efnahagsmálum, auld jöfúuð og réttlæti í íslensku samfélagi og festi í sessi leikreglur um siðbót á opinberum vettvangi. Árið 1994 var okkur Alþýðubandalagsfólki sannkallað sigurár. Megi nýtt ár verða sömu ættar. Eg færi ykkur öllum þakkir fyrir samstarf á liðnu ári og vona að við getum á komandi tíð fagnað í sameiningu núklum árangri.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.