Vikublaðið


Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 6.JANÚAR 1995 Tímamót G-listinn í Mosfellsbæ 1994 sem náði svo glæsilegum árangri. Mynd: ÓI.Þ. Margt bendir nú til þess að Alþýðubanda- lagið muni fylgja eftir sigrinum í sveitar- stjórnarkosningunum 1994 með því að verða í alþingiskosningum 1995 raun- verulegur samstarfsvettvangur fyrir fé- lagshyggjufólk og jafnaðarsinna sem vilja leggja traustan grundvöll að varanlegu samstarfi. Pað er til mikils að vinna. lenska flokkakerfinu sldptast í tvö módel. Flest- ar hafa falið í sér söfhun stuðningssveitar vegna framboðs til Alþingis, myndun þingflokks að kosningum loknum en nánast engin skipulags- leg tengsl við aðra vettvanga í þjóðfélaginu. Eina módelið sem skilað hefur varanlegum ár- angri var hins vegar byggt á formlegri sam- vinnu skipulagseininga og skýrum tengslum við fjölmenna forystusveit í sveitarstjórnum og samtökum launafólks. Það vill svo skemmtilega til að bæði þessi ólíku módel má kenna við Hannibal Valdimarsson og hef ég að xmdan- fömu kosið að nefna þau Hannibal I og Hanni- bal H. Hannibal I fól í sér að sveit jafnaðarmanna sem kom úr Alþýðuflokknum gerði formlegt samkomulag við öflugan stjómmálaflokk, Sósí- alistaflokkinn. Þannig var tengd saman fjöl- menn sveit sem þegar ffá fyrsta degi hafði traust ítök í stjóm allra kaupstaða landsins og flestra samtaka laimafólks, bæði verkafólks, sjómanna, iðnverkafólks, kennara og annarra opinberra starfsmanna. Þessi tilraun til nýsköpunar í flokkakerfinu hlaut nafhið Alþýðubandalagið. Eins og kunnugt er lifir hún enn góðu h'fi nærri 40 árum síðar! Saga hennar hefur vissulega ver- ið viðburðarík; engan veginn án erfiðleika né torleystra viðfangsefna. Gmnnurinn var hins vegar traustur. Efniviðurinn sótmr í formlegt samstarf félags jafnaðarmanna og starfandi stjómmálaflokks sem bjó að traustu skipulagi. Það var þessi samtenging ásamt fjölþættum í- tökum ffá upphafi í sveitarstjómum og samtök- um launafólks í öllum landshlutum sem gerði það að verkum að tilraunin skilaði varardegum árangri. Nær fjómm áratugum síðar var flokk- urinn að fagna einstæðum sigri í sveitarstjóm- arkosningum árið 1994, hafði tekið forystu í umræðum um nýsköpun í atvinnuþróun ís- lendinga á nýrri öld og er í aðdraganda alþing- iskosninga að skapa samstarfsvettvang fyrir óháð félagshyggjufólk sem vill í vor taka þátt í að ná árangri í nýrri landsstjóm. Hannibal II fól hins vegar í sér sérstaka flokksstofnun í kringum einn leiðtoga. Fyrst og ffemst var tekið mið af væntanlegum alþingis- kosningum og á engan hátt leitað eftir form- legu samstarfi við aðrar sldpulagseiningar í ís- lensku þjóðfélagi. Safnað var saman einstak- lingum úr ýmsum áttum, oft með litlum fyrir- vara. Meginstefið var að berjast á móti „gömlu flokkunum". Þar sem shkur flokkur býr ekki að neinum skipulögðum tengslum við einstaklinga eða samtök á vettvangi sveitarstjóma, samtaka launafólks eða annarra hagsmunaaðila verðitr réttlæting hans fyrst og ffemst fólgin í því að syngja lof um persónu leiðtogans sem flokks- stofnunin byggist á. Þetta var aðferðin sem Hannibal Valdimarsson notaði við mótun Samtaka ffjálslyndra og vinstri manna 1970. Bjami Guðnason reyndi módehð síðan án ár- angurs 1973 og það var svo endurvakið af Vil- mundi Gylfasyni 1983 og Albert Guðmunds- syni 1987. Allir þessir flokkar reyndust rótlaus- ir í íslensku samfélagi og hurfu afvettvangi inn- an fárra ára. Stjómmálahreyfingar sem fyrst og ffemst em byggðar á einum manni hafa aldrei tdl lengdar skipt sköpum í íslenska flokkakerfinu. Þær hafa komið skyndilega til sögunnar, náð dramatísk- um hápunktd og síðan fjarað út á ótrúlega skömmum tíma. Jóhanna valdi Hannibal II Þótt Alþýðubandalagið væri reiðubúið til viðræðna um víðtæka samfylkingu félags- hyggjufólks með hliðsjón af því árangursríka sögulega módeli sem kennt er við Hannibal I, varð niðurstaða Jóhönnu Sigurðardóttur engu að síður sú að hafha þeirri leið og velja í staðinn módelið Hannibal II. I stað árangursríkrar sam- fylkingar félagshyggjufólks var meginstef stofn- fundar Þjóðvaka barátta „gegn gömlu flokkun- um“, í stíl þess málflutnings sem Bjami Guðna- son setti á sínum tíma á oddinn. Jóhanna Sigurðardóttir hefur því tvívegis á fáeinum árum komið í veg fyrir að víðtæk sam- fylking félagshyggjuaflanna á Islandi gæti orðið að vemleika. í fyrra sldptið að loknum þing- kosningum 1991 þegar hún ásamtjóni Baldvin ogjóni Sigurðssyni stóð að því að hafna áffam- haldandi setu vinstri stjómar þótt þjóðin hefði veitt stjóminni meirihluta í kosningum. í annað sinn nú í vetur þegar hún kaus að feta í fótspor Bjama Guðnasonar, Alberts Guðmundssonar og Vilmundar og hefja enn eina tílraunina með módelið Hannibal II. Vissulega getur slíkt módel kitlað hégóma- gimd þess leiðtoga sem verður miðpunktur nýja flokksins. Dómur sögunnár hefur á hinn bóginn ætíð verið sá að eigi stjómmálaflokkur ekki víðtækar rætur um þjóðfélagið allt með skipulegum tengslum í kjördæmum, sveitar- stjómum, samtökum launafólks eða öðrum hagsmunasamtökum þá hefur ætíð verið tjaldað til fáeinna nátta. Það er greinilegt að heimiliserjumar í Al- þýðuflokknum og persónustríðið við Jón Bald- vin hafa ráðið meiru um ákvarðanir Jóhönnu Sigurðardóttur en raunverulegur vilji til sam- fylkingar félagshyggjufólks. Það er óneitanlega kátbroslegt að sama manneskjan og í vor sóttíst eftír formennsku í elsta stjómmálaflokki á Is- landi, stofhuðum 1916, er á haustmánuðum farin að finna gömlu flokkunum allt tíl foráttu. Hefðu rúmlega 20 fúlltrúar á flokksþingi Al- þýðuflokksins hins vegar greitt öðmvísi atkvæði myndi Jóhanna heilsa nýju ári sem alsæll for- maður elsta stjómmálaflokks á Islandi! Dómur reynslunnar Á fiðnu ári ákváðu nokkrir af félögum okkar að fylgja Jóhönnu á leið hennar í fótspor Al- berts, Vilmundar og Bjama Guðnasonar og taka þátt í enn einni tilrauninni með módelið Hannibal II. Oll gáfu þau yfirlýsingar um að skrefið væri stigið í nafni samfylkingar jafnaðar- manna eða nýsköpunar jafhaðarmannahreyf- ingarinnar á Islandi. Við þau ummæli rifjaðist upp fyrir mér að þegar Ossur Skarphéðinsson, sem yfirgaf Alþýðubandalagið 1990, var að fagna sigri í prófkjöri Alþýðuflokksins fyrir þingkosningamar 1991 þá fór hann einnig með svipaðar yfirlýsingar, að árangur sinn væri vim- isburður um nýja hreyfingu jafhaðarmanna. Ásakanir um spillingu, svik við hugsjónir jafn- aðar og réttlætís, hatrömm persónuleg átök og brostnar vonir einkenna dauðastríð þess Al- þýðuflokks sem Ossur og félagar kusu að gera að nýju heimilsfangi fyrir röskum fjórum árum síðan. Sú hömiungasaga ætti að vera viðvömn þeim ágætu félögum sem nú hafa kosið að end- urtaka leildnn. Þau ættu að hafa í huga að það er meira sem sameinar Jóhönnu og Jón Baldvin í sögu Al- þýðuflokksins á undanfömum árum en það sem skilur þau í sundur. Sérstaða Jóhönnu var ein- faldlega engin þegar Alþýðuflokkurinn hafhaði vinstri stjóm og kaus hægri samvinnu, festi í sessi margvíslegt misrétti og hefur í rúm þrjú ár saumað hvað eftir annað að hagsmunum launa- fólks og velferðarþjónustunni í landinu. Sér- staða Jóhönnu var heldur engin þegar forysta Alþýðuflokksins úthlutaði feitum embættum til ráðherra flokksins og fjölmargra flokksgæðinga enda tók Jóhanna sjálf virkan þátt í því að koma nákomnum ættmennum sínum og annarra ráð- herra Alþýðuflokksins í öragg og traust emb- ætti. Máttur blekkinganna í stjómmálum er því miður oft á tíðum mikill. Stundum hafa afleið- ingar verið hörmulegar. Það var dapurlegt að verða vitni að því að ýmsir góðir einstaklingar trúðu fyrir fjóram árum gylliboðum Jóns Bald- vins og töldu sig þar með vera að skapa nýja breiðfylkingu jafhaðarmanna á íslandi. Það er á sama hátt leitt að sjá nokkra félaga falla fyrir tál- beitum stjómmálamanns sem í fyrra sinnið tók virkan þátt í að spinna blekkingarvef hans. G-listar: Raunverulegt bandalag í alþingiskosningum Framganga Alþýðubandalagsins í umræðun- um um raunveralega samfylkingu félags- hyggjufólks myndar skýra andstæðu við það sjónarspil sem sviðsett er í kringum Jóhönnu Sigurðardóttur. Það ánægjulega við atburðarás síðustu vikna ársins 1994 er að fjöldi áhrifamik- illa einstaklinga úr röðum félagshyggjufólks, bæði á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum lands- hlumm, hefur ákveðið að tengjast Alþýðu- bandalaginu í komandi þingkosningum og verja kröftum sínum frekar á grundvelli þess sögulega módels sem hér að framan er kennt við Hannibal I. Með þeim hætti nýtast skipulag og þjóðfélagsleg ítök Alþýðubandalagsins um allt land og ferskir kraftar einstaklinga sem sýndur hefur verið margvíslegur trúnaður á vettvangi launafólks og landsbyggðar. Tvinn- aðir eru saman kostir þess að byggja á traust om skipulagsgrunni og ávinningur af liðsinni nýrra einstaklinga sem halda sjálfstæði sínu og áhrif- um á fyrri vettvangi um leið og þeir taka hönd- um saman við okkur í þingkosningum. í þessu skyni hefur verið rætt um að breikka . heiti G-listanna í alþingiskosningunum. Þar komi ekki aðeins ffam nafh Alþýðubandalags- ins heldur einnig tilgreint liðsinni óháðra ein- staklinga sem aðhyllast félagshyggju og jafnað- arstefhu. Umræða um að birta slíka breikkun með formlegum hætti í heiti ffamboðslistanna hefur Farið ffam í þingflokld, ffamkvæmda- stjóm <|)g stofnunum flokksins í einstökum kjör- dæmurh. Á næstu vikum verða teknar ákvarð- anir sem sýna munu árangur þeirra umræðna. Margt bendir nú til þess að Alþýðubandalag- ið mutji fylgja eftir sigrinum í sveitarstjómar- kosningunum 1994 með því að verða í alþingis- kosningum 1995 raunveralegur samstarfsvett- vangur fyrir félagshyggjufólk og jafnaðarsinna sem vilja leggja traustan grundvöll að varanlegu samstarfi. Það er til mikils að vinna. Verkefnin era risavaxin, í raun umsköpun íslensks þjóðfé- lags, siðbót í stjómkerfi og viðskiptalífi og ffamkvæmd nýrrar stefnu í atvinnumálum og lífskjarajöfnun. Til að tryggja svo víðtækar breytiúgar dugir ekki laustengd liðssöfntm sem höfðar eingöngu til upphafinna persónueigin- leika hjá einum forystumanni. Því aðeins mun árangur nást að sterkar skipulagsheildir verði bakhjarl þeirra breytinga sem nauðsynlegar era í íslensku þjóðfélagi. Skujdasöfnun heimilanna, atvinnuleysi, mis- rétti í jlaunamálum, óskapnaður í ríkisfjármál- um, afturför í menntamálum, stöðnun á mörg- um sviðum atvinnuh'fsins era aðeins nokkrir merkimiðar þeirra viðfangsefha sem ffamund- an era. Þróuninni verður ekki snúið við nema með traustu skipulagi og öflugu og samstilltu á- taki allra þeirra sem að verkinu koma. Itök hinna sem hag hafa af óbreyttu ástandi era svo sterk að þau verða ekld brotin á bak aftur með samtíhingi sem lýtur forysm stjómmálamanns sem hefúr ásamt Jóni Baldvin á undanfömum sjö árum lengst allra borið ábyrgð á landsstjóm- inni. Viðskilnaður ríldsstjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er vissulega hrikalegur. ÖIl helstu einkenni stjómarstefnunnar vora af- greidd á þingum haustið 1991 til vorsins 1994 með atkvæðum allra ráðherra sem þá sátu í rík- isstjórhinni. Við þessi áramót verða engin verk ríldsstjómarinnar undansldlin því einkenni að Jóhanna Sigurðardóttir greiddi þeim ávallt at- kvæði i sinni ráðherratíð. Það er aðeins á loka- mánuðum kjörtímabilsins, í þrjá mánuði á árinu 1995, sem munurinn á verkum hennar og hinna ráðhefranna kemur í ljós. Það verður því miður að segja eins og er: Hann verður harla h'till. Skuldasöfnun síðustu ára Þótt núverandi ríkisstjóm hafi tekist að við- halda þeim árangri í gh'munni við verðbólguna sem náðist í tíð síðustu ríkisstjómar og við- skiptajöfhuður gagnvart útlöndum sé jákvæður vegna hagstæðrar loðnuvertíðar og veiða í Smugunni þá blasir í lok kjörtímabilsins við að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa hagað störfum á þann veg að gífurleg skuldasöfhun er megineinkenni tímabilsins. Ríkisstjómin setur lýðveldismet í hallarekstri ríkissjóðs. Á kjörtímabilinu verður samanlagð- ur halh um 40 milljarðar króna. Það verður verkefhi næstu framtíðar að greiða þáskuld til baka. Hún mim tvímælalaust þrengja það svig- rúm sem verður í rekstri ríldsins á fyrstu áram nýrrar aldar. Ríkisstjómin hefur aukið hreinar skuldir hins opinbera úr 15% af landsffamleiðslu í rúm 30%. Á árunum 1990 og 1991 stóð hlutfall

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.