Vikublaðið


Vikublaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 4
VTKUBLAÐIÐ 18. AGUST 1995 Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menning- arsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verðajná til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnurrii Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 30.000.000. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar komarfram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og sam- starfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt grein- argerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinar- gerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 30. ág- úst nk. Uthlutunarreglur sjóðsins og umsóknareyðu- blöð fást afhent á sama stað. Þeir aðilar sem sóttu um styrk sumarið 1994 og vilja að tillit verði tekið til umsókna þeirra við úthlutun nú ber að senda viljayfirlýsingu þar um, á sama stað og um- sóknir, fyrir lok umsóknarfrests. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfyllla öll framangrein skilyrði, né eldri umsókna, nema framan- greind viljayfirlýsing berist. Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu er laust til umsóknar. Embættið veitist frá 1. desember 1995. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf umsækjanda skulu sendar heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, fyrir 20. september nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 14. ágúst 1995 í síðasta tölublaði Vikublaðsins eyðilagðist fyrsta grein Steingríms J. Sigfús- sonar vegna mistaka í vinnslu blaðsins. Greinin er því endurbirt og á bls. 6 er seinni grein Steingríms. - ritstj. A llir flokkar og velflestir stjómmálamenn leggja, að rninnsta kosti í orði kveðnu, mikla á- I \ herslu á máleíhi fjölskyldunnar. Oft fer hins vegar minna fyrir útfærslunni og sjaldnar sem JL Jiþað er útskýrt hvað átt er við. Umræðan hefur tilhneigingu til að verða almenns eðlis og yfirborðskennd. Menn standa með fjölskyldunni og vilja bæta stöðu hennar, rétta hennar hlut, um það er fjallað fallegum en almennum orðum í textunum og þar við situr. Höfundur þessarar blaðagreinar ætlar að fjalla nánar um þrjá þætti sem allir skipta miklu og varða fjölskylduna og stöðu hennar. Þetta eru launamálin og sérstaklega launamisréttið og hið kynbundna launamisrétti. I öðru lagi fæðingarorlof og mismunandi rétt kvenna innbyrðis og kynjanna til fæðingarorlofs og þátttöku í uppeldi barna og umönnun fyrstu dagana eftir fæðingu. I þriðja og síðasta lagi skattamálin og þá einkum skattalega útkomu barnafjölskyldnanna. sjs. Kynbundið launamisrétti Fyrsta grein Skýrslan sem Jafhréttisráð lét gera og unnin var af Félagsvísindastofhun Háskólans um launamun og kyn- bundið launamisrétti hleypti af stað talsverðri og þarfri umræðu um launamisrétti. En eins og stundum áður var sú umræða furðu fljót að hjaðna og hefur lítið farið fyrir henni nú upp á síðkastið. Til að rifja upp í örfáum orðum nokkrar meginniður- stöður skýrslunnar þá sýndi hún með afar sannfærandi rökum fram á að um væri að ræða hreint misrétti, kyn- bundinn launamun, þegar að allar gjaldgengar skýringar væru þrotnar á mismunandi launum kynjanna og sambærilegir hópar áttu í hlut. I öðru lagi sýndi skýrslan með mjög sláandi hætti fram á að launa- munurinn milli kynjanna vex eftír því sem hlutur óumsaminna greiðslna verður stærri af heildarlaunum. Einnig sýndi skýrslan að launamun- urinn óx með aukinni menntun. Af þessu drógu ýmsir þá ályktun að í raun og veru væri sú leið kvenna til launajafnréttis að auka menntun sína gagnslaus. Það er að sjálfsögðu hinn mesti misskilningur. Konur væru auðvitað enn verr settar létu þær undir höfuð leggjast að afla sér sam- bærilegrar menntunar og karlar. Skýringin er sú að úti á vinnumark- aðnum lenda konur með aukna menntun í stöðum þar sem meira er um óumsamdar launauppbætur af ýmsu tagi og þar dregur í sundur og kynbundinn launamunur kemur til sögunnar. Það er því ekki menntunin Miðstjómarfundur á Akranesi 2. og ó. september Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar á Akranesi laugardag 2. og sunnudag 3. september næstkomandi. Miðstjórnarfundurínn er haldinn í Rein, Suðurgötu 67, á Akranesi. Dagskrá miðstjórnariundarins: Laugardagur 2. september Kl. 11.00- 13:00: Málemaundirbúhingur landsfundar Kl. 13:00-14:00: Hádegisverðarhlé Kl. 14:00 -15:00: Álitsgerð laganefndar Kl. 15:00-16:00: Breytingaráreglumumallsherjarkjör formanns og varaformanns Kl. 16:00 -19:00: Starfshópar og málefnanefndir Um kvöldið er gert ráð fyrir sameiginlegum málsverði og samvem með heimamönnum í Rein. Sunnudagur 3. september Kl. 10:00-12:00: Starfshópar og málefnanemdir Kl. 12:00-13:00: Hádegisverðarhlé Kl. 13:00-17:00: Almennar stjórnmálaumræður og afgreiðsla mála Möguleikar eru á gistingu á Akranesi. Fundartímar eru miðaðir við ferðir Akraborgar. Einnig er gert ráð fyrir sætaferðum með bflum til og frá Akranesi. Skrifstofa Alþýðubandalagsins veitir nánari upplýsingar um ferðir og möguleika á gistingu. Steingrímur J. Sigfússon skrifar sjálf sem ekki stendur fyrir sínu og hún skilar konum auðvitað betri stöðu á vinnumarkaði Qg hærri laun- um en ella. Hvaðertilráða? Viðbrögð manna við skýrslunni voru á ýmsan veg. Undirritaður er þeirrar skoðunar að hún sé einhver sterkasta röksemd sem fram hefur komið í langan tíma fyrir nauðsyn þess að lyfta tímakaupinu, grunn- kaupinu í landinu, og berjast fyrir því að sem aUra stærstur hluti heildar- tekna byggist á föstum umsömdum launum. I gegnum föst umsamin laun, að sjálfsögðu þau sömu til handa fólki af báðum kynjum, hlýtur leiðin að liggja. Þáverandi og núverandi fjármála- ráðherra, Friðrik Sophusson, brást hins vegar þveröfugt við niðurstöð- um skýrslunnar og taldi að svarið værið auldn frjálshyggja og jafnvel einstaklingsbundnir samningar sem ekki verður séð að myndu þýða ann- að en að fara úr öskunni í eldinn. Auðvitað eru ekki hér á ferðinni nein ný sannindi og menn hafa lengi vitað að það sem sérstaklega sker sig úr á íslandi borið saman við t.d. hin Norðurlöndin eða önnur nágranna- lönd, er hversu taxtakaupið eða grunnkaupið er hér lágt. Hversu stór hluti teknanna, þeirra sem á annað borð fa eitthvað meira en sjálft grunnkaupið, er borinn uppi af óum- sömdum greiðslum, yfirvinnu og sporslum af ýmsu tagi. Þarna er verk að vinna og þegar dregur að endur- skoðun núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hjá op- inberum starfsmönnum hljóta þær sláandi niðurstöður sem í skýrslunni birtast að verða upp á samningsborð- Skattskráin Skattskráin sem nú liggur frammi minnir okkur enn á ný á launamis- réttið. Það kemur sem sagt í ljós að í hópi hæstu gjaldenda tekjuskatts sem greint hefur verið frá opinberlega (frá 5 og upp í 10 hæstu gjaldendur í ein- stökum skattumdæmum), að í þess- um hópi eru tvær konur af 64. Reyndar eru báðar þessar konur af Reykjanesi og í engu öðru skattum- dæmi er konur að finna á listanum yfir hæstu gjaldendur tekjuskatts. Með þessu er eldti verið að segja að fullt jafhrétti komist á með því einu að fleiri konur séu á meðal efstu toppanna. Auðvitað er þar á ferð ein- ungis b'tið brot af vinnumarkaðnum. En það segir sína sögu og endur- speglar að nokkru leyti sömu stað- reyndir og áður voru nefridar, að konur skuli vera jafh sjaldgæfar í þessum hópi og raun ber vitni. Það sama gildir að sjálfsögðu um þau á- hrif og þá aðstöðu sem þessi sæti færa þeim er þar sitja. Minna þessar tvær heimildir, skýrslan um launamisréttið og skatt- skráin, fyrst og fremst á það að ís- lenska launakerfið þarfhast meiri og minni uppstokkunar. Launamunur er hér óheyrilega mikill og hefur ver- ið vaxandi undanfarin ár og kyn- bundinn launamunur og launamis- rétti er óþolandi og hvoru tveggja verður að takast á við. Svo vill til að vænlegasta leiðin er í báðum tilvikum hin sama, þ.e.a.s. að lyfta almennu grunnkaupi, færa sem allra stærstan hluta heildarlaunatekna inn í föst umsamin laun, sem að sjálf- sögðu verða þá jöfn fyrir bæði kyn. Þetta þarf ekki að þýða að verið sé að hækka heildarlaunasummuna í land- inu að sama skapi heldur fyrst og fremst að gera kerfisbreytingu sem bætir stöðu þeirra lakast settu. Þeirra sem eftir liggja á botninum með ein- göngu umsamin grunnlaun og um leið værið stigið stórt skref í jafhrétt- ismálum, í átt til launajafhréttis kynj- anna. Höfundur er alþingismaður

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.