Vikublaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 18. ÁGÚST 1995
T
Sverrir og Agnes 5
Lehinn í Landsbanhanum
Hver lak upplýsingum og afhenti Morgimblaðinu
skjalabunka um uppgjör Landsbankans við SÍS?
Bankaeftirlit Seðlabankans sættir sig ekki við skýrslu
og útskýringar Landsbankans og vill að Ríkissaksókn-
ari fýrirskipi rannsókn á mábnu. Það voru ekki margir
einstakbngar sem höfðu aðgang að þeim gögnum sem
Morgunblaðið hafði undir höndum.
Bankaefrirlit Seðlabankans ákvað
nýlega að vísa til Ríldssaksóknara
meintum brotum á bankaleyndará-
kvæðum laga um viðsldptabanka og
sparisjóði, en þar er átt við skrif Agn-
esar Bragadóttur í Morgunblaðinu í
mars síðastliðnum. Nánar tdltekdð tók
Agnes saman fjórar langar og ítarleg-
ar greinar um viðskipti og uppgjör
Landsbankans og Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga. Samkvæmt
heimildum Vikublaðsins fór ffam
einhvers konar „innri rannsókn" í
Landsbankanum í kjölfar greinar-
skrifanna og'var síðan tekin saman
skýrsla um málið sem send var
bankaefrirliti Seðlabankans. Sú á-
kvörðun bankaeftirlitsins að senda
málið til Ríldssaksóknara segir þá
sögu að embættið hafi ekki sætt sig
við útskýringar Landsbankans.
Það er deginum ljósara að mál
verða að teljast nokkuð alvarleg þeg-
ar bankaeftírlitið ákveður að fara
þessa réttarfarsleið og án efa er á-
kvörðunin tekin í samráði við banka-
stjóm og bankaráð Seðlabankans.
Hér er því ekkert hálfkák á ferðinni:
Seðlabanldnn vill rannsókn og fá
ffam hver eða hverjir hafi rofið
bankaleyndina og þar með gerst
brotlegur éða brotlegir við lög.
Framburður háttsettra og
þykkur skjalabunki
Á því getur ekld leikið mildll vafi
að lög um viðskiptabanka og spari-
sjóði hafi verið brotin beint eða ó-
beint, miðað við ákvæði laganna um
þagnarskyldu. Akvæðið er svohljóð-
andi: „Bankaráðsmenn, stjómar-
menn sparisjóðs, bankastjórar og
sparisjóðsstjórar, endttrskoðendur og
aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða
sparisjóðs era bundnir þagnarskyldu
um allt það er varðar hagi viðsldpta-
manna hlutaðeigandi stoffumar og
um önnur atriði sem þeir fá vitneskju
um í starfi sínu og leynt skulu fara
samkvæmt lögum eða eðli máls nema
dómari úrskurði að upplýsingar sé
skylt að veita fýrir dómi eða lögreglu
eða skylda sé til að veita upplýsingar
lögum samkvæmt. Þagnarskylda
helst þótt látið sé af starfi.“
Af lestri greinanna fjöguiTa í
Morgunblaðinu er deginum ljósara
að Agnes og Morgunblaðið hafa ekld
einvörðungu haft góðan aðgang að
einum eða fleiri háttsettum starfs-
mönnum eða bankaráðsmönnum
Landsbankans, heldur einnig haft
undir höndum þykkan skjalabunka.
Fundargerðir leynifunda
um yfirtöku eigna Sam-
bandsins
Þessi skjalabunld hefur haft að
geyma ítarleg gögn, m.a. um afkomu,
skuldastöðu og viðskiptasögu Sam-
bandsins og tengdra fyrirtækja gagn-
vart Landsbankanum, Samvinnu-
bankanum og erlendum bönkum,
um sldpulagsbreytingar innan
Landsbankans, skýrslu sérstaks
starfshóps um stöðu Sambandsins og
tengdra fyrirtækja (í september
1992), skýrslu Löggiltra endurskoð-
enda hf. um matá skýrslu starfshóps-
ins og um árangurinn af starfi Hamla
hf., bréf og athugasemdir Kjartans
Gunnarssonar varðandi tillögur
starfshópsins, svör starfshópsins við
athugasemdum Kjartans, greinar-
gerð Bankaeftirlitsins ffá júlí 1991
um málefni Sambandsins gagnvart
bankanum, yfirtökukaupsamningana
og síðast en ekld síst fundargerðir
fjögurra leynifunda þar sem samið
var um yfirtöku Landsbankans á
eignum SIS og tengdra fýrirtækja.
Stór hluti greinanna er beinlínis
rakning á því sem í skjölum þessum
stendur.
En greinamar byggjast einnig á
ffamburði háttsettra manna, sem
ekki koma fram undir nafni. Nafn
Sverris Hermannssonar er offast
nefiit í umræðum manna um máhð,
en erfitt er að fullyrða hver eða hverj-
ir þama gæm verið á ferð. En benda
má á þá aðila sem höfðu gögn og vit-
neskju undir höndum:
Hverjir höfðu aðgang að
trúnaðarupplýsingunum?
1. Yfirmenn Sambandsins. Miðað
við anda greinanna í garð SIS er
heldur ólíklegt að uppsprettuna sé að
finna í þessum hóp.
2. Bankastjóm Landsbankans. Hér
er um að ræða Sverri Hermannsson,
Björgvin Vilmundarson og Halldór
Guðbjamarson. Mál Sambandsins
heyrðu undir Sverri. Aðstoðarbanka-
stjórar undir Sverri: Brynjólfur
Helgason og Bjöm Líndal.
3'. Bankaráð Landsbankans. Hinir
pófitískt kjömu fulltrúar hafa ömgg-
lega fengið skýrslur um máhð frá
bankastjómendum, en ekld er það
venjan að færa þeim heilu skjala-
bunkana um málefni viðskipta-
manna. I bankaráðinu á umræddu
tímabili, aðallega 1992, sám Kjartan
Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, Anna Margrét Guð-
mundsdóttir (varamaður Eyjólfc K.
Sigurjónssonar), Steingrímur Her-
mannsson, Lúðvík heitinn Jósepsson.
og Kristín Sigurðardóttir.
4. Sérsldpaður starfchópur um SIS,
svonefnd „þremenningaklíka" eða
„þríeyki“ í Morgunblaðsgreinunum:
Jakob Bjamason og Hermann Eyj-
ólfcson frá Utlánastýringu Lands-
bankans og Birgir Magnússon ffá
Fyrirtækjaviðskiptum.
5. Löggiltir endurskoðendur hf.,
ytn endurskoðendur Landsbankans,
sem yfirfóra öll gögn málsins, eink-
um skýrslu starfchópsins og þau gögn
sem sú skýrsla byggði á. I stjóm Lög-
giltra endurskoðenda sitja: Ingi R.
Jóhannsson, Jón Þ. Hilmarsson,
Guðmundur Þ. Frímannsson og Arrri
Tómasson. I greinunum kemur fram
að Ami Tómasson hafi setið hina
leynilegu samningafundi um yfirtök-
una.
6. Sérstaklega tilfengnir og utan-
aðkomandi lögffæðingar til þjónusm
við Landsbankann. Hér er um að
ræða Tryggva Gunnarsson, sem sat
áðumefnda leynifundi, Viðar Már
Matthíasson og Ama Vilhjálmsson.
Takmarkalítil aðdáun á
Sverri og stormsveit hans
Það era því greinilega nokkuð
margir sem aðgang höfðu að við-
kvæmum trúnaðarapplýsingum.
Staða þeirra er misjöfn gagnvart
bankaleyndarákvæðum, þar sem talað
er um „starfemenn“. Það er t.d. túlk-
unaratriði hvemig þessi ákvæði snerta
utanaðkomandi verktaka sem komast
í tæri við trúnaðarapplýsingar.
Við lesmr greinanna kemur annars
ffam greinilegt „þema“ sem vert er
að hafa í huga. Hér er átt við þann
anda í greinum Agnesar sem lesa má
meðal annars úr eftirfarandi:
- Greinarskrifin fjalla um „viðtir-
eign“ Landsbankans við SIS. Sú lýs-
ing sem ffam kemur í greinum Agn-
esar er Landsbankanum mjög vilhöll,
en SIS fær á sig beinar og óbeinar
háðsglósur. Hvað Landsbankann
varðar er ekld einasta að SÍS-mál hafi
heyrt undir Sverri Hermannsson,
heldur kemur ffam lítt dulbúin aðdá-
un á því hvemig Sverrir fór loks í
stormasama tiltekt þegar hann á ann-
að borð fékk SIS undir sinn væng.
Áður hafði ríkt „ótrúlegur sofcnda-
hátmr“ (þ.e. þegar SÍS-mál heyrðu
undir Helga Bergs). Um leið kemur
ffam að Sverrir hafi skipað sveit „-
tmgra og vaskra manna“ í sérstakan
starfehóp um SIS, starfchóp sem
gjaman er kallaður „þremenninga-
ldíkan“ í greinunum. Þessi stormsveit
Sverris fær á sig reyfarakenndan blæ.
Reyndar kemur fram það ótvíræða
mat að vinnbrögð Landsbankans
(lesist: eftir að Sverrir tók við SÍS-
málum) hafi forðað bankanum frá
milljarðatjóni og var engu öðra en
hreinni snilld þar að þakka.
- Af Landsbankamönnum beinist
nær öll athyglin að Sverri og storm-
sveit hans. Bankastjómarformaður-
inn Björgvin Vilmundarson og Hall-
dór Guðbjamarson era ekld einu
sinni aukaleikarar, heldur í besta felli
statistar.
- Lýsingamar í greinunum af við-
ræðurn Landsbankans og SÍS era
einhliða: Vitrir og vaskir Lands-
bankamenn (lesist: Sverrir og þre-
menningaklíkan) rúlluðu yfir vitgr-
anna, villuráfandi og ósamstíga
stjómendur SIS.
Algjört andvaraleysi og
vanþekking forsvars-
manna SÍS
Skoðum eftirferandi setningar úr
greinunum í ljósi ofangreinds:
- „Svo virðist sem stjómendur
Sambandsrisans... hafi haft afar tak-
markaða yfirsýn yfir ólíka rekstrar-
þætti þessa stærsta fyrirtækis landsins
í allmörg ár...“
- „Rekstur og ákvarðanataka hafi
verið hrein og klár tímaskekkja í
áraraðir... algjört andvaraleysi hafi
orðið Sambandinu að falli.“
- „...tókst Landsbankanum að ná
vissu ffumkvæði í aðdragandanum að
eiginlegum samningaviðræðum við
forsvarsmenn Sambandsins. Frum-
kvæði sem nýttist þeim Landsbanka-
mönnum á leiðarenda."
- „Þannig má segja að á vissan hátt
hafi þessi starfchópur (lesist: hinir
vösku menn Sverris) Landsbankans
haft það verkefni að uppfræða Sam-
bandsmenn um stöðu fyrirtækisins."
- „Segja má að vanþekking for-
svarsmanna Sambandsins á stöðu
eigin fyrirtækja kristallist í þessum
umsögnum forstjórans...“
- „... sjálfum forstjóra Sambands-
ins, Guðjóni B. Olafesyni, var meira
og minna haldið utan við endanlegan
undirbúning að eignayfirtöku Lands-
bankans...“
Sverrir og stormsveitin
forðuðu Landsbankanum
frá milljarðatjóni
- „... takmarkaðir hlýleikar virðast
hafa verið á inilli forstjóra og stjóm-
arformanns Sambandsins."
- „Enda hnaut Sverrir Hennanns-
son strax um misræmið í málflutn-
ingi forstjóra og stjómarformanns
Sambandsins...“
- „Segja má að samningalipurð og
tækni þeirra Landsbankamanna hafi
komið mjög glöggt ffam í síðasta
stórmálinu sem aðilar náðu sam-
komulagi um...“
- „Þegar litið er til þess, að Lands-
banlri Islands áætlaði taphættu sína
af viðsldptum við Sambandið og
tengd fýrirtæld hátt í þrjá milljarða
króna, þegar taphættan var talin sem
mest, verður það að teljast ótrúlega
jákvæð niðurstaða, að í árslok 1994
höfðu einungis um 250 milljónir
króna verið afckrifaðar... starf
(Hamla/Landsbankans) hefur forðað
Landsbankanum ffá milljarðatjóni."
- „Landsbanldnn metur stöðu Sam-
skipa á þann veg að hlutabréfaeign
hans í félaginu muni jafnvel á örfá-
um árum skála bankanum aftur þeim
fjárhæðum sem hann hefur orðið að
afekrifa vegna Samskipa."
- „... er ljóst, að þessi aðferð bankans
(lesist: Sverris og þremenninga-
klíkunnar) við að gæta hagsmuna
sinna, með eignayfirtöku og eigna-
sölu, hefur sannað ágæti sitt.“
Pentagon-skjöl Morgun-
blaðsins
Ástæðulaust er að velta því fýrir sér
í smáatriðum hvaða upplýsingar það
era í greininni sem taldar era brjóta
lög um viðsldptabanka, því hið
meinta brot getur náð til nánast alls
sem ffam kemur í greinunum fjórum.
Ríkissakssóknari þarf því út af fýrir
sig ekki að velkjast lengi í vafe og
mun því væntanlega senda máhð á-
ffam tíl réttra rannsóknaraðila. Sem
þá munu væntanlega hefja yfirheyrsl-
ur yfir tiltölulega þröngum hópi ein-
staklinga. Staða bankaeftirhtsins er
býsna sterk og og póhtískt er ríkis-
saksóknari í erfiðri stöðu til að losa þá
sem grunaðir kunna að vera undan
rannsókn. Málið v^rður ekld svo auð-
veldlega svæft.
Agnes Bragadóttir var erlendis
þegar þetta er skrifað ogMatthíasJo-
hannessen sagði að Morgunblaðið
hefði ekkert um máhð að segja. Hins
vegar tjáðu ritstjórar Morgunblaðs-
ins sig óbeint um máhð í leiðara á
sunnudag um samruna fjölmiðlafýr-
irtækja, en þar má lesa efrirfarandi:
„... eigendur dagblaða á borð við
New York Times, Washington Post
og Boston Gloþe hafi verið tilbúnir
til að horfast í augu við opinbera
rannsókn og málshöfðun til þess að
koma upplýsingum á ffamfæri við al-
menning svo sem með birtingu
Pentagon-skjalanna svonefiidu, sem
kallaði yfir blöðin rannsókn saksókn-
ara og lögreglu í Bandaríkjunum.
Þau standa jafnrétt eftir en hið sama
verður ekld sagt um þá, sem að atlög-
unni stóðu.“
íþg-
Haustferð Alþýðubandalagsins á
Vesturlandi 26.-27. ágúst.
Nú ætlum við, alþvðubandalagsfólk á Vesturlandi, að leggja land undir fót og
hittast undir Jökli helgina 26. -27. ágúst (ath. í fvrsta fundarboði stóð 25. - 26.
ágúst en það leiðréttist hér meðh
Við hittumst við styttuna af Bárði Snæfellsás kl. 12 á hádegi en hún blasir við þegar
í Stapaplássið er komið. Þar verður nánari dagskrá kynnt og spáð í veður og vind.
Öfgamar eru skemmtilegar í veðurfari á Snæfellsnesinu og um að gera að haga
klæðaburði eftir því. Skynsamlegt er að mæta bæði með 66 gráður N (þó ekki flot-
galla) og stuttbuxur í farteskinu.
Að kvöldi laugardags verður kvöldvaka í samkomuhúsinu Snæfelli. Frambjóðendur
til formannskjörs í Alþýðubandalaginu, þau Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur
J. Sigfusson, verða gestir okkar á Amarstapa.
Nú hagar þannig til í kjördæminu að það er hvergi meira en liðlega tveggja tíma akst-
ur á staðinn og því geta menn ákveðið eftir hentugleikum hvort þeir aka heim að
kvöldi eða Ieggjast í helgarútilegu.
Öll aðstaða er fyrir hendi á Amarstapa, tjaldstæði og veitingar en svefnpokapláss eða
gistiherbergi þarf að panta hjá Ferðaþjónustunni Snjófelli, sími 435-6783.
Mætum öll kát og hress!
Kjördæmisráðið.
Nánari upplvsingar hjá Jóhanni og Guðbjörgu f síma 431 -2251