Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.05.1955, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 07.05.1955, Blaðsíða 4
Laugardaginn 7. maí 1955 H* FRJÁLS ÞJÓÐ FRJÁLS ÞJÓÐ tltgefandi: Þjóðvarnarflokkur íslands Ritstjóri: Jón Helgason, sími 6169. < Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Sími 2923. — Pósthólf 561. ; Askriftargjald kr. 6,00 á mánuöi. — Verð í lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. 1__________________________________________________ „Hin ábyrga afstaða" Við kosningar. þær, sem fram Jóru sumarið 1953, gerði Tím- inn þessi orð að eins konar kjörorði Framsóknarflokksins: „Framsóknarflolckurinn er eini flokkurinn, sem alltaf tekur ábyrga afstöðu til mála.“ Deilur stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar, snerust þá einkum um það, hvert olíufélaganna hefði gert sig sekast um stórkostleg- asta fjárglæfra og hvort skipa- deild S.Í.S. eða Eimskipafélagið sópuðu til sín meiri gróða hlutfallslega. Gerði Tíminn þá stórgróða Eimskipafélagsins að einu aðalmáli kosninganna. Nú hafa þjóðvarnarmenn flutt á þingi þær tillögur, að Eimskipafélagið greiði 8% skatt eða að öðrum kosti sama skatt og samvinnufélögin greiða af skipaútgerð sinni. En svo hefur við brugðið, að allt annað er nú uppi á teningnum hjá Fram- sókn heldur en fyrir kosning- arnar 1953. Héfði þó mátt ætla, að þá hefði verið mótuð afstaða Framsóknarflokksins til mála á næsta kjörtímabili. 22. maí 1953 lýsti Tíminn því mjög fjálglega, að „hið skatt- .frjálsa óskabarn þjóðarinnar“ hefði grætt 51,5 milljónir króna. „Þjóðin borgaði ofsahá farmgjöld, en Eimskip not- aði féð til kaupa á gömlum og úr sér gengnum eignum Thorsaranna.“ Hneykslast Tíminn á því, að Morgunblaðið „hefur aldrei kallað þetta 1 framferði Eimskipafélagsins j gróðabrali, okurálagningu, j brask, mesta fjármála- ' hneyksli, sem um gctur hér ) á landi, eða tilraun til að j safna fé á kostnað lands- ) manna“, og telur næsta frá- I leitt, að „aldrei væri einum eyri af því skilað aftur til j landsmanna, sem urðu að I greiða félaginu þessar millj- ! ónir með háu verði á þcim | vörum, sem félagið flutti“. Daginn eftir lýsti Tíminn ^yfir því, að Eimskipafélagið hefði „brugðizt trúnaði þeim, er þjóðin sýndi því, er hún I leyfði áðurnefnda auðsöfn- j un. — Þetta trúnaðarbrot ) Eimskipafélagsins auglýsir, að yfirráðin yfir því eru j komin í hendurnar á ósvíf- ' inni f járbrallsklíku, sem miðar starf l»ess meira við eigin hag en liagsmuni heildarinnar.“ 27. maí segir Tíminn, að Eimskipafélagið hafi rænt af bændum landsins 125 þúsund krónum í sambandi við einn áburðarfarm, en alls sé gróði þess af áburðarflutningiun 720 þúsund krónur. Heimtar blaðið endurgreiðslu á þessu fé. Daginn eftir kemst það svo að ■orði: „Þá finnst mönnum það lítt skiljanlegt, að Bjarni (Benediktsson) skuli telja það alveg sjálfsagt, að S.Í.S. og Eimskipafélagið sæti ekki sömu reglum“. Síðan er heimtuð endur- greiðsla á áburðargróðanum. „Láti félagið bað ógert, stendur vonandi ekki á Sjálfstæðismönnmn að heimta endurgreiðsluna“. 30. maí er ein fyrirsögnin: „Felur Eimskip gróðann?" í sama tölublaði er þeirri sök lýst á hendur Eimskipafélaginu, að það hafi komið úr landi 600 þúsund krónum í sambandi við áburðarflutningana, umfram leigukostnað við skipin, er áburðinn fluttu. 5. júní setur Tíminn svo fram úrslitakosti sína í spurn- arformi: „Er ekki gróði og fjársöfnun félagsins orðin langt úr hófi fram til þess, að það geti talizt þjóna hinum upphaflega til- gangi? Er réttlátur grundvöll- ur fyrir algeru skattfrelsi fyr- irtækisins, þegar bað er rekið sem gróðafyrirtæki í jafn stór- um stil og gert hefur verið? Hvað finnst öðrum skattgreið- endum? Er ekki tímabært, að félagið skili viðskiptamönnum sínum til baka einhverjum hluta af gróðanum, þegar hann nemur árum saman 20% af heildar- tekjum hvers árs? . . . Er rétt, að það opin- bera hafi enga íhlutun um þá miklu fjármuni, sem hér um ræðir?“ Og 25. júní segir Tíminn berum orðum, hvað Fram- sóknarflokkurinn vilji: „Frá almennu sjónarmiði virðist bað vissulega ekki fært, að félagið haldi hlunn- indum sínum áfram.“ Þetta var nú fyrir kosningar, og þannig markaði Framsókn- arflokkurinn stefnu sína í skattfrelsismálum Eimskipafé- lagsins. En þegar á þing kemur og tillögur eru fluttar um það, að Eimskipafélagið greiði sömu skattá og samvinnufélögin. þá stendur ekki aðeins á Sjálfstæðismönnum að „heimta endurgreiðsluna“, heldur FRAMSÓKNAR- MÖNNUM líka. Og þá er það ekki aðeins BjarniBene- diktsson, sem telur það „al- veg sjálfsagt, að S.Í.S. og Eimskipafélagið sæti ekki sömu regliun“, heldur einnig EYSTEINN JÓNSSON, vara formaður Sambandsins, og NÆR ALLT ÞINGLIÐ HANS. Kosningaþjark Tímans er þannig lýst fals eitt og blekk- ing. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem alltaf tek- ur ábyrga afstöðu!“ ------*------ Úr vúöri veröfai Sigur yfir sveppasjúkdómum í nytjagróðri ? ^oryrkjurnar eru hafnar, sáðtíminn fer í hönd. Sumarið er kom- ið um norðurslóðir. 1 fyrstu viku maímánaðar er það ekki ó- viðeigandi, að lítillega sé sagt frá nýju lyfi, sem ýmsir telja, að geti forðað miklu tjóni af völdum sníkjusveppa á grænmeti, garð- ávöxtum og korni. Þetta lyf hefur ekki enn verið reynt hér, eri eitthvað af því mun vera í þann veginn að koma. Tjón það, sem sveppir valda á nytjagróðri urn allar jarðir, verð- ur ekki tölum talið. Þeir eru að verki á akri og gárðlöndum, í vöruskemmum og búri húsmóð- urinnar., Gró sveppa eru alls staðar. Þau svífa ósýnilega í loft- inu, og þeirra verður ekki' vart, fyrr en sjúkdómseinkennin koma fram á plöntunum — kartöflu- mygla, kornryð, eplakrefða, rót- arfiú, kímmygla, þrúgumygla, mjölsveppur, dropaveiki, tigla- veiki, hnúðsveppur. Nýja lyfið. ^ísindamcnn hafa stefnt að þvi að finna varnarlyf gegn svepp- um, er jafnist á við DDT gegn skordýrum. Bezta lyfið, sem hing- að til hefur fundizt, er svokallað kaptan — N-triklorethylthiotetra- hydroftalamid. (Nafnið er langt og erfitt). Arið 1951 var það tek- ið í notkun á eplaræktarlendum i Maryland í Bandarikjunum, þar sem eplakrefðan gerði stórkost- legan usla. 1952 var úr því skor- ið, að það varði maisinn betur fyrir sveppasjiikdómum en önnur lyf, sem völ var á. Samg ár kom það í Ijós, að það reyndist vel til þess að varna rotnun í sætkart- öflum í Ivaliforniu. Tíu ára gamalt. Vaptan er bandarísk uppgötvun, og það er meira að segja Essó- framleiðsla. Vísindamenn i Lind- en í New Jersey höfðu í niu mán- uði unnið við rannsóknir á efn- um, sem eru í jarðoliu, og áhrif þcirra á sveppi. Þeir höfðu atliug- að 405 efnasambönd, er einn efna- fræðingurinn gerði það af rælni morgun einn i maí 1946 að þurrka og br'cyta í duft vökva nokkrum, sem enginn liafði búizt við, að gæti kornið að haldi. Ofurlitið af dufli þessu var siðan látið í til- raunaglas, er í voru gró svepps þess, er valda kartöflusýki. Undr- un vísindamannanna Var mikil, er þeir komust að raun um, að þetta varnaði þvi, að gróin sj)ir- uðu. Slík cfni höfðu að vísu fundizt áður í tilraunastofum Essós, en hængurinn var sá, að plönturnar þoldu þær elcki heldur. Það var því of sncmmt að fagna. En til- raunir þær, sem gerðar voru næstu mánuði, sýndu, að kaptani var öðruvísi háttað. Og það reyndist álitlega gegn flestum al- varlegustu sveppasjúkdómuniim, sem garðyrkjumenn eiga við að stríða, þótt í ljós kæmu byrjun- arerfiðleikar við notkun þess. Víðtæk notkun kaptans. jjj^i-ið 1953 hafði kapian náð við- * urkenningu í Bandaríkjunum, og nú er ekkert varnarlyf gegn sveppasjúkdómum talið standa þvi jafnfætis. Hins vegar er ekk- ert vitað um áhrif lyfsins, þegar til lengdar lætur, og til cru líka þeir sveppasjúkdómar, scm það yinnur ekki á. Það er cinnig vandfarið með það, og verður að fylgja nákvæmlega notkunarregl- unurn, ef það á að koma að fullu haldi. Flestar hinna stærri frærækt- arstöðva vestan lrafs svepp- hreinsa nú margs konar fræ og sáðkorn raeð kaptani. Tómata- jurtir eru dyftar með því, og það er notað við sykurrófnaræktun og baðmullarræktun. Það er einnig mikið notað við blómarækt, til dæmis við að verja rósir. Alpa- rósir, prcstafífla, hnúðskáblöð og drottningarblóm fyrir sveppa- sjúkdómum. Eykur geymsfuþol. JJomiS lrefur i ljós, að kaptan eykur stórlega geymsluþol grænmetis og ávaxta. Epli, sem á vaxtaskeiði voru úðuð með kaptani, voru geymd í kælii úmi i einn mánuð og síðan við stofu- liita í tvær vikur. Aðeins 12% skemnidust, en epli, er reynt var að verja með öðrum efnum, ger- eyðílögðust að kalla. Kartöflur, jarðarber, ferskjur, vinber og kirsuber geymast einnig mun betur, ef kaptan er notað. I.oks er sá kostur við káptan, að, því fylgja færri skaðlegir á- gallar cn mörgum öðrum efnum og efnasamböndum, er notuð eru liér í baráttunni við meindýr og sníkjusveppi á gróðri. Það cc lyktarlítið, og eituráhrif þess eru veik. Reynist það í framtiðinni eins vel og vonir eru til, liafa jarðyrkjumenn fengið i hendur nýtt lyf til þess að draga úr því gifyrlega tjóni, er sveppar valda. Tilkynning trá Séidarútvrgsnefnti tii sildmrsaitrndn á JYoröur- or/ iXusturlandi Þeir, sem ætla að salta sild norðanlands og austan á þessu sumri, þurfa að sækja um leyfi til Síldarútvegs- nefndar. Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða. 2. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. 3. Tunnu- og saltbirgðir. Umsóknir sendist skrifstofu vorri á Siglufirði fyrir 31. maí n k. Þeir, sem ætla að salta síld um borð í veiðiskipum, þurfa: einnig að senda nefndinni umsóknir fyrir sama tíma. Nauðsynlegt er, að tunnu- og saltpantanir fylgi söltun- arumsóknum. Tunnur og salt frá nefndinni verður að greiða við mót- töku eða setja bankatryggingu fyrir greiðslunni, áður en afhending fer fram. Athygli saltenda skal vakin á því, að sé salt tekið af lager, en ekki við skipshlið, reiknast kaupendum þess kostnaður vegna móttöku og' gevmslu, svo og afhendingar- kostnaður. Þeir saltendur, sem eigi panta tunnur og salt fyrir 31.. maí, þurfa að greiða allan kostnað, sem verða kann vegna / útskipunar og flutnings varanna milli hafna innanlands. Stlda rú ivetasn etn d Garðleigjendur í Reykjavík Garðleigjendur eru áminntir um að greiða afgjöld af leigugörðum fyrir 10. maí n.k. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verða garðlöndin leigð' öðrum. Ræktunán'áðunautur.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.