Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 20. desember 1955 FRJÁLS wóð 3 Með Útsýn til annarra tanda — Framh. af 1. síðu. smjöri. í ábæti fengum við sitt glasið hvor af ávaxtasafa. Klukkan 10 lögðum við af stað í ágætri bifreið að skoða borgina. Var fyrst stanzað við Buckingham-höll. Þar vorum við svo heppin, að það var ver- ið að skipta um lífvörð hennar hátignar. Þótti okkur gaman að sjá þann hátíðleik og þær serimoníur, sem þarna fóru fram. Múgur og margmenni hafði safnazt í kringum minn- ismerki Viktoríu drottningar og horfði þaðan á athöfnina. Næst skoðuðum . við Westminster Abbeý, hina frægu kirkju og helgidóm Breta, en þar hvila allir merkustu menn brezku þjóðarinnar. Miðhluta dagsins héldum við okkur í sérkennilegum garði. Merkilegast við hann var það, að hann var uppi á þaki á afar stóru verzlunarhúsi. í garðinum er feiknamikill trjá- og blóma- gróður. Innan um eru svo gos- brunnar og . veitingaskálar. Mun þetta vera stærsti lysti- gai’ður, sem fyrir finnst á hús- þaki í Lundúnum. Seinna þenn- an dag skoðuðum við Pálskirkj- una og vorum þar viðstödd aftansöng. Fimmtudaginn 18. ágúst fyr- ir hádegi fékk ég Hafstein til að koma með mér að skoða að- alstöðvar Hjálpræðishersins í Queen Victoria Street, en'þær hafði ég löngun til að að sjá. Við fórum þangað gangandi. Það rej ndist um hálftíma gang- ur. Hittum við þar nokkra for- ingja, sem tóku okkur afar hlý- iega. Sögðu þeir okkur, að við sæjUm nú lítið eftir af því húsi, sem hér hefði áður staðið. Kvað hann sprengju hafa fall- ið á aðalstöðvarnar í stríðinu, og væru hér aðeins skrifstofur síðan, en önnur starfsemi væri flutt á annan stað í borginni. Enda sáum við strax, að slík stofnun sem Hjálpræðisherinn þyrfti meira húsnæði en þarna var sjáanlegt. í Lundúnum er Hjálpræðisherinn í miklu áliti fyrir starf sitt í fátækrahverf um borgarinnar, einkanlega East End. Á leiðinni þaðan sá- um við hús brezka og erlenda Bibliufélagsins. Eftir hádegið skoðuðum við hið fræga vaxmyndasafn Ma- dame Tussauds, sem við höfð- um öll séi'staka ánægju af að sjá. Sáum við þar helztu menn veraldarsögunnar, bæði dauða og lifandi og hvort sem þeir voru glæpamenn eða guðsbörn. Safn glæpamannanna var þó sér. Það var í kjallaranum, einnig sáum við þar ýmiss kon- ar þyntingartæki. A£S kvöldi þessa dags fóru flestir á skautasýningu. Ég iagðij leið mína þetta kvöld til aðalátöðva K.F.U.M. (Y.M.C.A.) í Luhdúnum, en það er afar stór bygging við Russellstreet. Mér var þar sérstaklega vel tekið. Var mér sýnt allt húsið, sem tók töluverðan tíma vegna stærðarinnar. í þessari bygg- ingu er stór sundlaug, einnig íþróttasalur, lessalur, setusofa' borðstofa o. s. frv. Einnig er þar fjöldi gistiherbergja fyrir , félagsmenn. Qskaði ég þess, að K.F.U.M. heima í Reykjavík ætti álíka salarkynni til af- nota. Var ég þama í góðu yfir- læti fram eftir kvöldi. Föstudaginn 19. ágúst var ég algerlega frjáls. Þá áttu allir að verzla, enda gerðum við það öll óspart, og léttust buddurn- ar vel þann dag. A'ðallega verzluðum við í Oxíord Street, sem er ein aðaiverzlunargata Lundúna. Um kvöldið fórum við i skemmtigarðinn Batíersea Park. Byrjuðum við á því að borða þar kvöldverð í skemmti- legum veitingaskála. Garður þessi er nokkurs konar Tivolí Lundúna. Garðurinn er nýlegur og afar fallegur með a'ils kon- ár skemmtitækjum, sem við létum ekki ónotuð, meðan við dvöldumst þar. Laugardaginn 20. ágúst var ákveðið að sjá málverkasaínið National Gallery ('listasafn rík- isins). Ég skrópaði úr þeirri för, en lagði í þess stað leið mína út í Hyde Fark, frægasta al- menningsgarð Lundúná. Hlust- aði ég þar á tvo ræðumenn, sem fluttu mál sitt af eldmóði og skörungsskap. Slangur af íólki var þarna að hlusta á þá. Hyde Park nær yfir mjog stórt svæði. Þangað streyma borgarbúar á öllum tímum dags og eiga þar smáhvíldarstund frá skarkala borgarinnar. Bekkir eru á við og dreif um garSinn, og not- uðu sumir sér að tylla sér á þá. Aðrir flatmöguðu á jörðinni undir krónum trjánna. Um kvöldið fórum við á ball- ett-sýningu i Royal Festival Hall. Sáum við :þar meðal ann- ars ballet-tinn „Lísa í Undra- landi“. Klukkan 10 árdegis á sunnu- dagsmorguninn lögðum við af stað til dýragarðs Lundúna. Höfðum vð öll sérstaka ánægju af að sjá hapn. Garðurinn er af- ar stór og vissara að skoSa hann eftir settum reglum, því að ann- ars er ekki að vita nema mað- ur villist og sjái ekki helming- nn af því, sem annars væri hægt að sjá. Tímans vegna urðum við að fara fljótt yfir, en áreiðanlega hefðum við flest viljað dveljast þar lengur, svo dásamlegt var að horfa á hinar fjölbreyttu dýra- og fuglateg- undir. Höfuðstöðvar K. F. U. M. í Lundúnum. Eítir miðdegismatinn var lagt af stað í járnbrautarlest til úthverfa Lundúna. Förinni var heítið í afar fallegan trjá- og jurtagarð á bökkum Tempsár. Heitir hann Kew Gardens. Eyddum við þar deginum með því að ganga milli blómabeð- anna á bökkum fagurra tjarna, sem alls kyns fuglar syntu á, en yfir höfðum okkar gnæfðu himinhá tré í öllu sínu sumar- skrúði. Þá var það ekki síður dásamlegt að sitja á bökkum Tempsár, eta brezkan rjómaís og horfa á lystisnekkjurnar, er brunuðu fram og aftur um ána. Mun þessi dagur seint líða okk- ur úr minni. Síðasti dagur okkar í Lund- únum var mánudagurinn 22. ágúst. Fyrrihluta dagsins not- uðum við til að verzla eða skipta þeim pundum, sem við áttum eftir, í franka. Klukkan 4 lögðum við svo af stað í sömu bifreiðinni og við komum í frá Strand Palace Hotel og út á flugvöll. Skyldi nú haldið til Parísar í brezkri flugvél frá B. E. A. Allt gekk þetta eins og í sögu, og áður en varði, vorum við setzt inn í flugvélina. Að lít- illi stundu liðinni sveif hún upp í loftið og stefndi til Erm- arsunds. f flugvélinni var okk- ur borinn ágætis kvöldverður, sem brezku flugfreyjurnar framreiddu af mikilli Iipurð. Bretland og Ermarsund var brátt að baki, en fram undan var hið sólríka Frakkland með sinni eftirsóttu og glaðværu höfuðborg. IV. Klukkan 7% að kvöldi 22. ágúst lentum við á einum af flugvöllum Parísarborgar. Toll- og vegabi'éfaskoðun gekk afar greiðlega. Virtust FrakkaYnir vera miklu frjálslyndari í þeim efnum en Englendingar. Þægileg frönsk bifreið flutti okkur frá flugvellinum að þeim stað, þar sem olrkur var ætlað að dveljast. Verst þótti okkur, að það var farið að dimma, svo að yið nutum ekki sem skyldi útsýnisins úr bif- reiðinni, en Ingólfur gerði sitt bezta til að leiðbeina okkur. Eftir þriggja stundarfjórð- mrga akstur komum við að Boui'ger Hotel í Montmartre- hverfinu. Byrjuðum við strax á því að koma okkur sem bezt fyrir. Fannst okkur mikill munur á þessu hóteli og gisti- húsunum í Lundúnum. Hótel þetta var fremur lítið og alls ekki hreiniegt. Þarna hlutum við Hafsteinn herbergi númer 44 með svölum út að götunni. Um kvöldið sýndi Ingólfur okkur nágrenn- ið, en þarna í kring varð ekki þverfótað fyrir næturskemmti- stöðum og því, sem þeim fylg- ir, svo að ég held, að ég hafi ekki fleiri orð um það svi'ð ferðalagsins. Þetta kvöld fór- um við lika i neðanjarðarlest niður á Concorde-torgið, sem er aðaltorg Parísár. Torgið fannst mér afar tilkomumikið, Að því liggja margar breiðgöt- ur borgarinnar, en fegurst þeirra er Champs Elysées, sem liggur að Sigurboganum. Á torginu eru fagi'ir gosbrunnar. Einxxig er þar risastór steinsúla, reist til minningar um stjóm- arbyltinguna miklu. í þá daga hafði fallöxin nóg að gera á torginu, og líklegast hefur runnið eftir því margur blóð- dropinn. Þriðjudaginn 23. ágúst vorum við félagarnir vaktir af franskri ungfrú, sem færði okkur i rúm- ið soðna mjólk kalda, ásamt fi-önskum snúðum, sem okkur bragðaðist ekki nema í me'ðal- lagi. Þannig var svo morgun- verður okkar, á meðan við dvöldumst þarna. Hitinn í Paris þennan dag var afskaplegur, þrjátiu og þrjú stig, svo að við nutum okkar ekki nema að hálfu leyti. Rétt fyi'ir hádegið fórum við upp að Sacré Cœur-kii'kjunni, sem er ein fegui'sta kii'kja, sem ég hef séð. Er hún hvít að lit og stendur uppi á stórri hæð. Út- sýni frá henni er því afar fagurt yfir boi'gina. Skammt frá þess- ari kii'kju borðuðum við undir berum himni í mjög dásamleg- um garði. En sóltjöld skýldu okkur, svo að við gátum þó borðað sjáandi, en annars hefði það i-eynzt ei'fitt. Svo sterk var, sólin þennan dag. Eftir að við höfðum notið þessa ágæta franska matar, .var farið í kynnisför um borgina i sömu bifi-eiðinni og flutti okk-' ur heim frá flugvellinum kvöld- ið áður. Einnig var komin ti! okkar enskumælandi ungfrú, frönsk, sem skyldi leiðbeina okkur og kynna okkur borgina. í þeiri'i ferð skoðuðum við all- ar helzjtu byggingar borgar- innar. Vil ég þar helzt nefna Notre Dame (kirkju vorrar frúar), sem stendur á eyju úti í Signu í aiar fallegu umhverfi. Þá skoðuðum við Iuvalides- ! ltirkjuná, en þar inni er gröf AS/ar sfœrðtr Margir litir Mismunandi ermalengdir i ar íSiSáS fMíl fclá&ðii' ásttáS AUSTURSTR. 17

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.