Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 4
#
frjAls þjóð
Þrifíj udaginn 20. desémbér l&óö
Með Útsýn tíl annarra landa
JNapóleons. Hinn smávaxni
keisari hvílir þar í stórri,
margfaldri kislu með hárri
hvelfingu yfir. Einnig námum
við staðar við Sigurbogann, en
inni í honum logar eldur dag
■og nótt á gröf hins óþekkta her-
manns. Napóleon lét reisa bog-
ann í lok átjándu aldar í tilefni
af sigrum sínum. En smiði hans
var ekki fullkomlega lokið fyrr
en 1854. Hann er 50 metrar á
bæð, 45 metra breiður og 22
metra þykkur. Að innanmáli
er boginn 30 metrar á hæð.
Þetta kvöld borðuðum við
kvöldverð í litlu veitingahúsi
hjá veitingamanni að nafni
Frankó, sem kvaðst hafa sér-
stalct dálæti á Norðurlandabú-
«m. í tilefni af komu okkar
hafði hann orðið sér úti um
harmóníkuleikara, því að um
leið og við gengum mn,
lék hann af miklum krafti
,,Hreðavatnsvalsinn“ eftir
Reyni Geirs. Þama var svo hið
skemmtllegasta borðhald. Bæði
.var maturinn góður og eins
•i-eyndu þau hjónin, Frankó og
kona hans, að gera okkur
stundina sem ánægjulegasta.
Klukkan 10 árdegis morgmi-
inn eftir, 24. ágúst, lögðum við
áf stað til Fontainebleau, sem
er 65 km suður af París. Þama
fer feiknamikil höll, enda bjó
Napóleon mikli þarna. Ótelj-
andi málverk og önnur lista-
verk prýða alla sali hallarinn-
ar. Reynt er að hafa tilhögun
á öllum hlutum eins og það var
á dögum keisarans. Það tók
ukkur um tvær klukkustundh-
að skoða höllina. Einnig skoð-
uðum við garðinn í kringum
höllina, sem er afar fallegur. Er
mér minnisstæðust tjörn þarna í
garðinum, sem var full af
skrautfiskum. Hádegisverð
snæddum við í litlu veitinga-
húsi þarna skammt frá. Á leið-
inni heim skoðuðum við mál-
verkasafn franskra nútímamál-
ara. Notuðu nokkrir tækifærið
og fengu sér fáeinar myndir.
Þær voru þarna fremur ódýrar.
Um kvöldið lagði ég leið
mína út að hinni frægu Rauðu
myllu, en hún var skammt frá
hótelinu, sem við bjuggum í.
Myllan sjálf er rauð að ]it og
snýst mjög rólega. Á kvöldin
eru rauðar ljósaperur látnar
lýsa upp spaðana á myllunni.
Við hliðina á niyllunni er svo
hinn frægi næturskemmtistað-
ur, sem ber nafn hennar. Þegar
ég þóttist hafa skoðað þessa
frægu myllu í krók og kring,
lét ég mér það nægja og fór
heim að sofa.
FimmtUdagurinn 25. ágúst
var aðallega notaður til að
verzla. Þurfti kvenfólkið held-
ur en ekki að fá sér frönsk ilm-
vötn, því að það vildi ilma
sæmilega í þessari borg tízk-
unnar og reyna með því að
koma svitalyktinni fyrir katt-
arnef, því að ekki voru baðkerin
of mörg í gistihúsinu. Um
kvöldið fór Ingólfur með okk-
ur öll á leiksýningu, sem var
harla tilkomumikil, en heldur
grqf að mínum dómi.
Föstudagurinn 26. ágúst var
.síðasti dagur okkar í París.
.Dagirin byrjuðum við méð því
að fara klukkan 9 til hallar
Lúðvíks 14. í Versölum. Höll
Lúðvíks 14. er ekki ósvipuð
höll Napóleons í Fontainebleau.
Á torginu fyrir framan höllina
voru ljósmyndarar, sem vildu
endilega fá að taka mynd af
öllum hópnum. Létum við það
eftir einum þeirx-a. Myndina
fengum við svo, þegar við höfð-
um lokið við að skoða höllina.
Kostaði eitt einíak af mynd-
inni 100 franka. Inni í höllinni
sáum við hið fræga borð, sem
friðarsamningarnir 1919 voru
undirritaðir á. En í kringum
höllina er sá dásamlegasti garð-
ur, sem við sáum í Fraltklandi,
en hann nær marga kílómetra
út frá höllinni, og skortir mig
orð til að lýsa allri þeirri feg-
urð, sem við okkur blasti, þeg-
ar við horfðum yfir garðinn.
Hádegisverð borðuðum við á
fremur þægilegu veitingahúsi
í miðhluta Parísar og vorum
afar ánægð með, því að nú var
það ekki franskur ostur, eins
og við höfðum svo oft féngið,
heldur fengum við ágætan
rjómaís.
Eftir matinn kom síðasti lið-
ur dagskráripnar í París. Það
var að skoða Eiffelturninn.
Turninn er byggður af verk-
fræðingnum Gústaf Eiffel á ár-
unum 1887—1889 og var þá
hæsta bygging í heimi, en nú
munu tvær byggingar í New
York hærri. Sá, sem fyrstur
heimsótti turninn, var prinsinn
af Wales, sem síðar varð Ját-
Rauða mvllan í París.
varður 7. Bretakonungur. Út-
sýni úr turninum er talið 80
kílómetrar í góðu skyggni. Það
lá við, að okkur ofbyði hæðin,
þegar við vorum komin fast að
honum og litum upp eftir hon-
um. Samt langaði flest okkar að
fara alla leið upp á topp. Varð
það úr, að sextán okkar ákváðu
að fara upp, en þeir lofthrædd-
ustu ætluðu bara á fyrstu hæð.
Skipuðum við okkur í biðröð,
því að aðsókn að turninum var
mikil. Ingólfur sá um miða-
kaupin, en mig minnir, að það
kostaði 400 franka á efstu hæð.
Loks kom röðin að okkur að
fara inn í lyftuna. Lyftan var
heill salur og mun hafa tekið
50—100 manns.. Fyrst var
stanzað á fyrstu hæð og fár-
þegum skilað, sem þangað ætl-
uðu. Hélt iyftan svo hægt og
sígandi upp á við. Einhvers
staðar í miðjum turninum urð-
uih við'að skiþta umdyftú. Var
sú, sem við tók, engu minni en
hin fyrri. En að lokum komumst
við svo á leiðarenda. Var þá
liðinn tæpur háiftími, fiá því
að við lögðum af stað frá jörð-
inrii. Þegar við vorum nú loks
komin alla leið, gengum við
fyrst inn í mjög rúmgóðan garð
með þaki yfir og gluggum á
hliðum. í garðinum var hægt að
fá sér hressingu. Fengust þar
ýmsar tegundir af gosdrykkj-
um og svo líka sælgæti. Þá voru
þar lika nokkrar minjagripa-
verzlanir. Stigi lá svo þaðan á
hátoppinn. Þegar upp stigann
kom, kom maður undir bert
loft, en brjóstháar bríkur ailt
í kring. Þarna var afar fagurt
útýni y'fir borgina. Fólkið, sem
gekk fram og aftur niðri á göt-
unni, var eins og smádílar á
jörðinni. Þarna liðast Signa
skólplituð í gegnum borgina.
í norðri blasti við hin fagra
og hvíta Saaré cœú,r-kirkja.
Þannig mætti lengi telja alla
þá dýrð, sem blasti við úr Eiff-
elturninum.
Viðstaðan uppi í turninum
var í kringum hálftíma. Fórum
við síðan sömu leið til baka. Að
lokiun stóðum við svo á jörð-
inni aftur. Það samferðafólk
okkar, sem fór aðeins á fyrstu
hæð, nagaði sig nú í handaf-
bökin fyrir það að hafa ekki
farið alla leið upp. Enda spör-
uðum við ekki að lýsa dásemd-
inni og fegurðinni, sem við urð-
um aðnjótandi þarna uppi.
í fyrsta sinn í Paris tókum
við okkur nú leigubifreiðar rétt
hjá turninum. Settumst við
þrjú eða fjögur inn I eina þeirra
og sögðurn bifreiðarstjóranum
nafn hótelsins, en hann hristi
höfuðið og þþttist ekkert skilja.
Okkur leizt nú ekki á blikuna,
en þá mundum við eftir nætur-
skemmtistaðnum Pigalle, sem
var rétt hjá hótelinu. Það hreif.
Hann þekkti Pigalle. Skilaði
haim okkur svo heilu og höldnu
heim.
V.
Síðasti morgunn okkar í
Frakklandi rann upp, en það
var laugardagurinn 27. ágúsí.!
Vöknuðum við öll snemma, þvi
að nú skyldi yfirgefa París.
Klukkan 10 lögðum við svo af
stað í dönskum Víking-vagni.
Ók honum danskur bilstjóri.
Eiimig var dönsk bílþerna
innan borðs. Hét liún Anna.
Lílcaði okkur sérstaklega vel
við hina dönsku frændur okk-
ar. Það lá við, að okkur fynd-
ist við vera komin heim, svo
mikill munur var á dönskunni
og frönskunni í eyrum okkar.
Ekki munaði miklu, að tvær af
samferðastúlkunum okkar yrðu
að verða eftir í Paris. Hafði
önnur orðið að leggjast þar i
sjúkrahús, en hin lá heima í
gistihúslnu. Sem betur fór, gát-
um við fengið að hafa þær með
okkur. Reynt var að láta fara
sem bezt um þær i bifreiðinni,
enda hresstust þær furðu fljótt.
Leió okkar lá nú norður eft-
ir Frakklandi. Ókum við í gegn-
um aðalorustusvæðið i báðum
heimsstyrjöldunum. Ekki sáust
mikil merki þess, að þarna hefði
verið barizt mánuðum og árunv
Sacré Cœur-kirkjan í París.
saman í sama farinu. Minnis-
merki voru þarna á víð og dreif
um íallna hermenn, og nokkra
hermannagrafreiti sáum við.
Stærsta minnismerkið, sem við
sáum, var um franska hermenn,
sem féllu í stríðinu milli Frakka
og Þjóðverja 1870—1871. Ekki
langt þaðan var stór minnis-
varði um tuttugu þúsund her-
menn, sem féllu á þrem mán-
uðum í fyrri heimsstyrjöldinni,
1914—1918.
Hádegisverð borouðum við í
litlu þorpi skamhvt frá belgísku
landamærunurn. Klukkari 4
fórum við yfir landamæri
Frakklands og Belgíú. Þegár
þangað kom, var aðeins farið að
rigna. Var það fyrsta rigning-
in, sem við fengum á ferðalag-
inú. Frakkar og Belgar voru svo
frjálslyndir þarna á landamær-
unum, að þeir slepptu okkur
við alla vegabréfaskoðun. Lá
nú leið okkar opin til Brússel,
höfuðborgar Belgíu, en það var
lokatakmark dagsins.
Þegar inn í Belgíu kom, tók-
um við cftir því, hve miklu
þéttbýlli hún var en Frakk-
land, t. d. svæðið frá landamaér-
unum og að höfuðborginni. Var
hver þumlungur lands ræktað-
ur og búgarður við búgarð.
Klukkan 6 kömum við til
Brússel. Héldum við strax til
Hótel Plaza í miðhlutá borgar-
innar, sem er fyrsta flokks
gistihús á öllum sviðum. Fyr-
irgreiðsla og aðbúnaður gátu
j ekki verið betri.
! Brússel er hreinleg og fögur
j borg. Reyndum \ ið eftir beztu
j getu að skcða okkur um í borg-
inni um kvöldið. Ráðhústorgið
er sérstaklega tilkomumikið á
kvöldin. Valda því hinar miklu
ljósaauglýsingar, sem þar eru.
Einu varð ég hissa á þarna, og
það var, hvað krakkarnir voru
lengi úti að leika sér. Mjög mik-
ið var af skemmtigörðum fyrir
börn við aðalgötur borgarinnar.
Þótt íramorðið væri, var ekki
að sjá, að þau væru neitt á
heimleið.
Morguninn eftir, sem var
sunnudagur 28. ágúst, var sím-
inn látinn vekja okkur, því að
snemma skyldi lagt af stað.
Flýttum við okkur að borða
hinn ágæta morgunverð, sem
stóð framreiddur, þegar við
komum niður.
Klukkan 9 lögðum við af stað.
Ekið var nokkra hringi um
borgina og okkur sýndar helztu
byggingar og minnismerki
borgarinnar. Má þár til nefna
konungshöllina og ráðhús borg-
arinnar, að ógieymdum kirkj-
urium, sem hvarvetna prýða
borgir erlendis af sinni miklu
tigri. Kvöddum við öll Brússel
með söknuði og hefðum áreið-
anlega þegið að dveljast þar
lengur en við gerðum, svo
hrifin vorum við af borginni.
Klukkan 10 komum við til Ant-
werpen. Reyndum við að nota
okkur glugga bifreiðarinnar til
að sjá sem mest af borginni, um
leið og við ókum í gegnum hana.
VI.
Klukkan 11 komum við að
landamærum Hollands. Þar
varð smátöf við að stimpla
vegabréf okkar. Það, sem einna
l
[>
f
Mýtízku húsgögn
SYTiWÆU
Gólfteppi
Gólfmottur
Borðlampár
Standlampar
Ljósakrónur
Húsgagnaverzlun
Axels Eyjólfssonar
Grettisgötu 6, sími 801 17.
I