Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.12.1955, Side 5

Frjáls þjóð - 20.12.1955, Side 5
Þriðj-udagÍRn 20; desember 1055 FBJÁLS þjób 5: j-nest vakti- athygli okkar þarna á landamærunum, . var það, h\-að sambúðin á milli hol- lenzku og belgísku landamæra- varðanna var góð. Það leit helzt út fyrir,'að þetta væri ein og sama þjóðin, nema hvað mis- munur var á einkennisbúning- um þeirrá. Næsti viðkómustáður var hollenzka veitingahúsið Mira- belle, en þar fengum við okk- ur smáhressingu. Þaðan héld- um við til Rotterdam. Var klukkan um 12 á hádegi þegar við komum þangað. Sáust þar enn þá nokkrar menjar frá stríðinu, enda varð Rotterdam afar illa úti í því, en Hollend- ingar hafa nú af sínum alkunna dugnaði reist hana aftur úr rústum. Næsti viðkomustaður var Haag, höíuðborg Hollands, en þar stönzuðum við nokkra stund og skoðuðum einkar sérkennilegt málverk af hol- lenzku sjávarþorp'i, smækkað tuttugu og fimm sinnum. Var það ákai'Iega lifandi og eðlilegt. Skammt fyrir utan Haag er víðáttumikil baðströnd. Þar fengum við okkur mat í mjög þægilegu gistihúsi með ágætu útsýni yfir baðströndina. Flug- vélar flugu fram og aftur um loftið og drógu á eftir sér aug- lýsingar, sem skyldu vekja at- hygli fólks á þessari miklu og ágætu baðströnd. Um klukkan 5 komurn við til Am'sterdam, en þar skyldi verða aðsetur okkar næstu nótt. Oll vorum við hrifin af því, sem við vorum búin að sjá af Hol- landi. Þótti okkur það samt á- kaflega flatneskjulegt, en þó fallegt og vinalegt. Snyx-ti- mennska og hreinlæti virtist okkur þar mikið. Þá þótti okk- ur gaman að sjá hinar gömlu vindmyllur, sem enn þá sáust á einstaka stað. En áður .fyrr voru þær notaðar til að dæia upp .sjónum af þeim svæðum, sem numin voru úr greipum Ægis, en hann hefur löngum verio ásækinn við hið ílata land Hol- dendinga. í Amsterdam gistum við í Iiótel Victoría, skemmtilegu og þægilegu gistihúsi. Um kvöldið fórum við á yfirbyggð- um px-amma (skemmtibát) um síki borgarinnar. Þótti okkur það skemmtileg sigling, borgin -öll upplýst og ekki sízt brýi-nar yfir síkin. sem voru eitt ljósa- haf. Sums staðar var sjórinn meðfi-am húsveggjunum, svo að það sýndist ekki mega miklu muna, að hann flæddi inn í þau. Klukkan 8 morguninn eftir, sem var 29. ágúst, lögðum við af stað frá Amsterdam. Gekk ferðin greiðlega, og holienzku vegirnir reyndust ágætir. Á hádegi komum við til borgar- innar Oldenzaal rétt við landa- rnæri Hollands og Þýzkalands. Þegar þangað kom, var helli- rigning, svo að það lá við, að við yi'ðum gegndrepa frá bif- reiðinni og að gistihúsinu. Ung- ur hollenzkur piltur var svo ,■ hugulsamur, að hann kom með • íj regnhlíf, og með.henni reyndi 'f hann að skýla okkur eftir beztu getu. Um klukkan 2 fórum við yf- ir .lapdamæri.. liallands . og Þýzkalands. Stönzuðum við t bctra hjá Þjóðverjum en hjá nokkra stund á landamærun- um, notuðum tækifærið og kvöddum hið ágæta Holland með því að kaupa okkur nokkra minjagripi í smábúð Hollands- megin landamæi'anna. Þarna var ekki hægt að sjá, að væri nein náin samvinna á milli hol- lenzku og þýzku landamæra- varðanna, svo sem var á landa- mærum Hollands og Belgíu, sem var kannske engin fui'ða. Fyi'st eftir að við komum yfir þýzku landamærin, ætluð- um við ekkert að komast áfram, því að bifreiðarnar, sem voru á undan okkur á veginum, óku svo hægt. Kom það þá upp úr dúi'num, að líkfylgd var á veg- inum. En sem betur fór, beygði hún eftir slcamma stund út af og inn á hliðargötu. Þrjátíu og fimm kílómetra fi'á Brimum stönzuðum við á þýzku sumarhóteli og fengum okkur þar bæði mjólk og kaffi, sem hvort tveggja reyndist á- gætt. Fannst okkur kaffið ólOít Englendingum og Prökkum. Klukkan 6 ókum við í gegn- um borgina Brima. Sáum við þar enn þá merki stríðsins. Á víð og dreif um borgina voru hálfhrunin hús og sprengju- gígar. Þá sást líka mikið af nýbyggingum, sem voru að rísa upp, þar sem hinar föllnu byggingar höfðu áður staðið. Settu þær sinn svip á borgina. Frá Brimum til Hamborgar er sérstaklega góð akbraut, enda notaði hinn ágæti danski bifreiðarstjóri okkar sér það og ók greitt. Fórum við leið- ina, sem er 108 kílómetrar, á rúmlega einni klukkustund. Þegar til Hamborgar kom, ók- um við yfir stórfljótið Saxelfi og síðan inn í borgina. Verst var, að það var byrjað að rökkva, þegar imi í borgina kom. En samt ók bifreiðin með okkur nokkra hringi um mið- borgina, og vai' okkur sýnt hið markvex'ðasta þar. í Hamboi'g eru, eins og 1 Brimum, mjög miklar skemmd- ir sjáanlegar frá stríðinu, enda varð Hamborg einna verst úti' allra þýzkra borga. Álitið er, að þar hafi farizt um eitt hundrað þúsund manns. Á einni viku í byrjun ágúst 1943 fórust þar fjörutíu og þrjú þúsund manns. Að lokum staðnæmdist svo bifreiðin við Hótel Cont- inental, sem skyldi verða okk- ar skjól yfir nóttina. í gistihús- inu leið okkur mjög vel. Þjóð- verjarnir voru kurteisir og vildu allt fyrir okkur gera. Um kvöldið fóru flestir að skoða sig um í borginni. Var þá hugur flestra bundinn við skemmtistaði hennar. Klukkan 6 um morguninn var síminn látinn vekja okkur i herbergjunum. Flestir voru töluvert syfjaðir og þá sér- staklega þeir, sem seint höfðu farið að sofa um nóttina. En smátt og smátt tíndust menn þó til morgunverðar. En þegar okkur varð litið út, var komin niðaþoka um alla borgina. Að lokum voru svo allir ferðbúnir, og cnn var lagt af stað. Vegna þokunnar varð bif- reiðin að aka hægar en ella. hálfa leið til Kielarskurðarins, en þangað komum við kl. 9% og stönzuðum þar nokkra stund. í smáþorpi norðan við brúna, sem lá þai'na yfir skui'ðinn. Ég hafði þarna eklci lyst á. neinu matarkyns, svo að ég fór að skoða mig um. Rölti ég út á. bi'úna í suðurátt. Vakti þaS helzt fyrir mér að ná mynd af skurðinum. En þegar ég vai' kominn rúmlega hálfa leið yf- ir brúna, kveða við miklar hringingar. Ég áttaði mig ekké stx-ax á þessu, svo að ég hélt rólega áfram. Er þá kallað tiL mín ofan úr turni brúarinnar og- mér gefið mevki um að flýta mér alveg yfir. Ekki var ég- fyrr kominn yfir brúna en hún. tók að snúast, og um leið opn- aðist skurðurinn. Heyrðist þá flaut í skipum. Ekki leið heldur löng stund, þangað til þau koma Framh. á 9. síðu. WS'.V.V.V.W.WAV.V.V.WJVJV.VWWWAWWA*JVV W^-cAWWVW,JV‘»VVVWWJVN.W«*J,-WiiV-VUVAWAiB-W-V Þvoíiavéiar Kivii.skápai' Ilvlksaigsig* Stranvélar Þiirrkarar SSáméSar fyrirliggjandi ,VWWW.-AV^.W.V-’"’-‘."^.W^''V-'.'.'.v^WJW.V.SVWA'S.VA-/AW.VAV^,AV\W.VA'W.W.VZ.^C.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.