Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 9
3>riðjudfigicn 20, desember lOiw
mjALS 3>J0B
s
€ömul sa§a um gæsar-
egg i
la/íeðBl þeirra útlendinga, er
skrifuðu ferðabækur um
ísland á nítjándu öld er Eng-
lendingurirm Sabine Baring-
Gould, sem leggur sig
mjög fram um að hæð-
ast að þeim íslendingum^
er liann komst í kynni við.
Meðal annars segir hann eftir-
farandi sögu af morgunstund
í Reykjahlið sumarið 1863, og
á hún sjálfsagt að sýna, hvílik
: veraldarinnar viðundur íslend-
ingar séu:
,,Ég vaknaði við það. morg-
uninn eftir, að inn kom unguf
maður og bauð gæsaregg til
kaups. Hann var þó ekki lengi
einn, því að faðir hans kom á
hæla honum til þess að gefa því
gætur, að sonur hans fengi
þóknanlega borgun, og á eftir
honum komu yngri bræður
piltsins, er vildu sjá enska
manninn, sem keypti gæsaregg.
Grímur (Oddur V. Gíslason,
síðar prestur, var fylgdai-maður
sögumanns, en nefndur dul-
nefni vegna þess, hve hann er
níddur) skrei'ð fram úr rúmi
sínu til þess að skoða eggin,
gestgjafi rninn kom inn til þess
að tala um þau, og með honum
kona hans og rauðhærð vinnu-
Stúlka, báðar uppfullar af
kvenlegri forvitni, og hina síð-
arnefndu elti aðdáandi hennar,
og aðdáandanum fj’lgdu aítur
bræður hans. Enn bættust í
hópinn litlar, klumbunefjaðar
dætur húsbóndans, sem reyndu
að sþreka til bræðrum aðdá-
anda vinnustúlkunnar, þar sem
bær gægðust inn fyrir dyra-
úafirm, unz þær hertu upp hug-
mn og komu inn fyrir, ásamt
fjórum hundum, sem þær höfðu
verið að gefa eitthvað að éta.
Loks kom allmargt fólk frá
Möðrudal, er komið hafði dag-
inn áður með lest hesta og sá
nú að herbergi mitt var helzti
samkomustaðurinn. Það tróð
sér því inn líka.
Þar eð hver og einn hafði
eitthvað að segja um eggin frá'
eigin brjósti, gerólíkt skoðun-
inn annarra, varð herbergið ein
iðandi kös. Gireiða mín og bursti
lágu í glugganum, og þar senV
ég vissi, að þessir gripir mynciu
nú ganga manna á milli og
verða reyndir á marga kolla, cf
einhver í þrönginni kæmi auga
á þá, varð ég að bæla niður aTla I
velsæmiskennd, stökkva fram ur J
rúminu, ryðjast gegnum flokk-’
mn og þrífa muni mína. Égl
idseddist síðan, án þess að það
drægi athyglina frá eggjtmum,
sem enn voru gagntakandi um-
ræðuefni."
®
,ess má geta tii skýringar, að
á þessum árum bjó í
Reykjahlíð Pétur Jónsson, mág-
ur Jóns á Gautlöndurfi, einn af
forystumönnum sveitar sinnar
og brautryðjandi í framfara-
málum. Hann var rausnarmað-
ur mikill og hafði hýst bæ sinn
stórmannlegast af öllum Mý-
vetningum, og einmitt á þess-
um árum byltust í Mývatns-
'sveit þeh andlegir straumar,
að ekki er víst, að Baring-
Gould hefði fundið jafnauðugt
menntalíf meðal alþýðu í Stóra-
Bretlandi á þeim tíma. Sé lýs-
ing hans á því, hve gæsareggin
vöktu mikla athygli- í Reykja-
hlíð, nokk.urn veginn nærri
sanni, þá hefur sá áhugi stafað
af öðrum hvötum en höfundui'-
inn hyggur.
Með Útsýn til
: -v ' -■■ . - ■ - - ~v v-ri- í; s, - ,-Y-: -r.V.: -_?vy v:r-t <)j: r'V- :
iáfe íás'wkíásfiaá
Ragnar Jónsson & Co.,
Vestmarmaeyjum.
5
Ý jife. •V'- -'Vc -'i'r ' iv'- -iv--' ií’-:
i
!
I
FOMIH SKUGGAR
í bók þessari eru eítirtaldar frásagnir:
1
eftir
Leyndarmál öræfanna (Reymstaðarbræður)
Sjaláan hafa íslenzk örœfi sett á svið nokkurn pann harmleik, er látið hefur
sig dýpri spor í meðvitund almennings eða haft á sér blœ vovciflegri örlaga.
2. Sér grefur gröf —
Atburðir þessir gerðust í Reykjavík á 19. öld og voru því œsilegri sem í svo litlum
bœ þekkti hver annan.
3. Dauðs manns bein við RlÖnduós
Hafaldan suðaði við Hjaltabakkasand, e i var hljóð um þann harmleik; sem gcrzt
hafði þessa íslenzku. óvedursnótt.
4. Hermdarverk á Vestfjörðum
Ojt heyrist svo til orða tekið, að hernaður og ofbeldi sé hlendnyum fjarri slcapi.
Hlnu hefur síður verið haldið á loft að þeir hafa átt þaö til að fara að erlendum
mönnum, er hér bar að garði, með fáiœma harðýðgi og miskunnarleysi.
5. Slys á Hellisheioi
Þess er dœmi, að voveiflegur dauði hafi setið fyrir áhyggjulausum ferðamanni í
áfangastaö, — þó að hvorki hafi verij náttmyrkri né hríðarveðri til að dreifa.
6. Makt myrkranna
Af þessari sögu gustar hróllkénndiim anda galdrabrennualdarinnar, en í annan stað
er hún einhver sannorðasta sjúkdómslýsing á þeirri tegund gcffbilunar, sem kallast
sefasýki, hysteria.
7. Sjöundármálin
Ekkert er eins opinbert á litlum sveitabœ og ást i leynum.
8. FeÖgmin á Hvassafelli og heilög kirkja
Kaþólslca kirkjan var um þessar mundlr orðin jarðbundinn Mammonsdýrkandi, sem
einskis sveifst, ef auði hennar og valdi yrði betur borgið.
9. Einkennilegur örlagadómur.
Verð kr. 75,00 í fallegu bandi
l/tbj.: ShJ- -JrnatJó
VÍVWVMWVVWWWW..
Framh. af 5. síðu. ^
í ljós á hægri ferð eftir skurð-
inum. Fegursta skipið var
tyrkneskt lystiskip, hvítt að lit.
Þótti mér nú tími til kominn
að taka myndavéiina fram.
Skurðurinn var opinn í fimmtán
mínútur. Að þeim liðnum kom
brúin á sinn stað aftur. Varð ég
nú feginn að komast yfir aftur,
því að ég taldi vist, að farið
væri að bíða eftir mér.
Mikill fjöldi af mönnum og
bifreiðum hafði safnazt fyrir
báðum megin brúarinnar.
Brunuðú þær nú i norður- og
suðurátt.
Þegar ég kom yíir, var fólk-
ið að tínast upp í bifreiðina,
svo að þessi flækingstúr minn
kom ekki að sök. Var nú ekið
greitt til dönsku landarnær-
anna. Lá leið okkar í gegnum
borgirnar Slésvík og Flensborg,
en lítið sáum við af þeim. •
VIII.
Klukkan 11V2 fórum við yíir
dönsku landamærin. Töfðumst
við þar smávegis, meðan verið
var að skoð^ vegabréfin.
Klukkan 12 var stanzað við
danska sumargistihúsið Söger-
hus og þar snæddur hádegis-
verður. Hélt -þar okkar ágæta
danska bílþerna ræðustúf og
bauð okkur velkomin til Dan-
merkur. Sagðist hún einnig
vona, að okkur bragðaðist sá
danski matur, er hér yrði frarn-
borinn. Enda varð það svo.
Höfðum við víst fæst . fengið
aðrar eins kræsingar og þarna
voru á boðstólum. Réttirnir
voru svo margir, að vart varð
tölu á komið. Öil vorurn við
svo mett, þegar upp var staðið
frá borðum, að sumir höfðu orð
á því, að golt rærd nú að geta
! lagt sig í nokiirar mínútur.
En ekki dugöi að hafa hug-
ann við þenr. 1 ágæta mat.
Áfram varð að . alda. Brátt var
bifreiðin komi ; á hraða ferð
norður eftir Jó. andsskaga.
Klukkan rúi i.’ega tvö ókum
við i gegnum bæ'-nn Kolding, og
ekki leið svo á !• igú, þangað til
Litla-Beltisbrúi i kom i ljós.
Hún er 1V2 kílómetri á lengd.
Frá brúhni er dásamlegt útsýni
bæði yfir Fjón og Jótland. Sáum
við þar, hvað Danmörk er í
rauninni fagurt land — hennar
bláu sund umvafin bevkiskóg-
um nutu sín vel á þessum sól-
íagra sumardegi.
Næst var stanzað í höfuð-
borg Fjóns, Óðinsvéum, en þar
skoðuðum við hús og safn H. C.
Andersens. Klukkan 4 V> kom-
um við til Nýborgar, en þar er
ferjan yfh- Stóra-Belti. Vorum
við fljót að komast um borð með
farangur okkar og bifreiðina.
Um borð í ferjunni leið olckur
ágætlega. Sátum við flest inni í
veitingasal skipsins og fengum
okkur kaffisopa, sem hressti
okkur vel og yijaði innan
brjósts.
Klukkan 6 lagðist ferjan að
bryggju í bænum Krosseyri,
Sjálandsmegin sundsins. Fór-
um við inn í bifreiðina um borð
í fepujini, en henni var svo
ekið af stað, um leið og
ferjan var föst við land. Um
klukkan 7 ókum við fram hjá
Hróarskeldu. Sáum við vel hina
frægu dómkirkju, þótt kvöld-
húmið væri að færast yfir.
Klukkan 1 ri ókum við svo
inn í kóngsins Kaupmannahöfn.
Þá var komið myrkur, en því
betur nutum við ljóshafs borg-
arinnar, og þá ekki sízt við
Ráohústorgið og við inngang
Tívólís.
Bifreiðin nam staðar við
HótelCosmopolite við Kóngsins
Nýjatorg. En þar skyldi verða
okkar samastaður, á meðan við
dvöldumst í borginni.
Fvrsta verk mitt, eftir að við
höfðum borðað kvöldverð, var
að íara til járnbrauíarstöðvar-
innar og ná mér í íslenzk blöð
að lesa, því að á leiðirmi höfðu
fréttir að heiman verið af
skornum skammt.i.
Næsti dagur, sem var mið-
vikudagurinn 31. ágúst, var
okkur gefinn frjá-ls’ Notuðum
við hann til að skcða okkur
um í borginni.
Um kvöldið fórum við svo
öll í hið fræga Tívólí. Byrjuð-
um-við á því að borða kvöld-
verð í kínverska veitihgahús-
inu. Síðan fórum við í nokkur
af hinum fjölbreyttu skemmti-
tækjum garðsins, Skeíiimtum
við okkur konunglega. Ekki
sízt höfðum við ánægju af hinni
tilkomumiklu flugeldasýningu
um miðnættið". Næsta dag, sem
var 1. september, íórnm við í
bifreið í hringferð um bórgina.
Var okkar ágæta bllfreyja
leiðsögumaður okkar. Sýndi
hún okkur helztu kirkjur og
hallir borgarinnar og svó ýmis-
legt fleira, sem óþarft er að
telja Upp hér.
Föstudaginn 2. septembcr
skoðuðum við Kristjánsborgar-
höll og Thorvaldsenssafnið. Um
kvöldið höfðum við skilnaðar-
hóf í gistihúsinu, því að nú var
þessi ágæta ferð okkar á enda
og leiðir að skilja. Flest okkar
ætluðu með Gullfossi daginn
eftir, en hin' ætluðu að fljúga
heim næsta sunnudag.
Að lokum má geta þess, að
við, sem fórum á Gullfossi,
fengum smá aukafrí í Skot-
landi. í þessari ferð bilaði
skrúfan í Gullfossi, rétt efiu'
að hann lagði af stað heim-
leiðis frá Leith. Varð hann að
snúa til sömu hafnar aftur og
fara þar í þuirkví. Var skipt
um skrúfu, þar sem einn spað-
inn af hinni biluðu hafði brotn-
að af. Þetta tafði skipið i fjóra
daga.
\rið farþegarnir notuðum
tækifærið á meðan að sjá okk-
ur um í Skotlandi og þá aðal-
lega Edinborg. Einnig voru
skipulagðar hópferðir upp í
skozku hálöndin. Þessir dagar
liðu eins og aðrir dagar, og
brátt var Gullfoss kominn af
stað á ný og fór á öldum At-
lantshafsins heim til íslahds.
Þessi ferð okkar mundi brátt
tilheyra liðna tímanum, en
endurminningarnar geymast £
fylgsnum hugans ævilangt.
.Eggert H. Ki istjánsson.