Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.01.1960, Page 2

Frjáls þjóð - 23.01.1960, Page 2
 atujcu 23. jan. 1960— FRJAL S £> J DO Gestur Leikfélag Reykjavíkui' hóf í íyrri viku sýningar á banda- ríska gamanleiknum „Gestur- til miðdegisverðar“ eftir þá félaga Moss Hart og George S. Kaufrnan. Leikur þessi hef- hefur lengi notið frægðar og vinsælda, enda er sú vafa- laust ástæðan til þess, að hann hefur nú verið tekinn til sýningar. Því ber ekki að neita, að leifcurinn er kunn- áttusamlega saminn og víða fyndinn og gáskafullur, svo að títt gefast tiiefni til hlát- urs, en þó fær maður ekki varizt þéirri hugsun, að hann sé kannski nokkuð fjarlægur okkur hér, bajði í tima og rúmi. Samt sem áður eru til þess nokkur líkindi, að leik- urinn verði vinsæll og vel sóttur. Það er von mín, að hann verði þó ekki til þess að lengja að miklum mun biðina eftir Godot. Uppfærsla íeiksins hefur lánást undi-avel að segja má, og ber að þakka það öruggri stjórn Gísla Halldórssonar. Honum hefur tekizt að sam- stilla hinn stóra og að nokkru leyti sundui'leita leikendahóp að þvi mai'ki, að heildarblær sýningarinnar verður allhátt yfir meðallagi þess, sem hér gerist. En ofurlitlu meiri natni hefði hann mátt sýna sumum aukalilutverkum og statistum, það getur breytt ótrúlega mikið svip sýningar. Snögga bletti má finna á leik einstakra leikenda, en kann- ski hefur það ekki vérið á valdi leikstjóra að ráða þar bót á. Leiktjöld Magnúsar Pálssonar eru björt og snotur og mjög vel viðeigandi, bún- ingar vel valdir, svo að til fyr- irmyndar er. Aðalhlutverkið, Sheridan Whiteside, leikur Brynjólfur Jóhannesson. Hann gerir vel í því að leggja ekfci of mikla áherzlu á ruddahátt þann og ónot, sem persónunni er á- skapað að viðhafa, með því forðast hann að vekja henni andúð, sem annars væri hætt við. Ekki bætir Brynjólfur þó neinu við fyrri afrek sín með þessu hlutverki. Svipbrigði hans eru að vísu oft skemmti- leg, en stundum skýzt honum líka, og framsögninni er all- mjög ábótavant, einkum i fyrri hluta leiksins. Enn frem- ur legg ég tíí, að Brynjóífur stýfi hökutopp sinn. Hann er of langur. Helga Baehmann leikúr einkaritara Whitesides af ein- stöku látleysi, en jafriframt af mikilli hæfni. Henni tekst að túlka heitar tilfinningar á mjög sannan hátt og ofieika hvergi. — Sig'ríður Hagalín sýndi einnig mjög góðan leik í -hlutverki leikkonunnar Lorraine Sheldon. Hégóma- dýrðin geislaði af henni, þar sem hún leið um sviðið, i- smeygileg og lokkandi, og leggur snörur sínar fyrir rit- stjórann unga, sem Guðmund- ur Pálsson leikur snoturlega, þótt hann sé máski helzti barnalegur í framkomu. Helga Valtýsdóttir leikur frú Stan- ley mjög vel, en Sigiu'ður Kristinsson, sem leikur mann hennar, skortir nokkuð á fág- un og öryggi í hreyfingum og limaburði. Auróra Halldórs- dóttir er ekki óskemmtileg i hlutverki Harriet Stanley, en ef til vill er það meira að þatoka hlutverkinu en leilc- andanum. Eiríkur Jóhaiuies- son leikur prófessor Metz, kakalakasérfræðing, mjög skemmtilega og af sýnilegri ánægju, Guðrún Stephensen er sköruleg hjúkrunarkona i ágætu gervi. Bráðfyndinn er Árni Tryggv’ason í hlutverki læknisins og Gísli Halldórs- son, leikstjórinn, fer prýðis- vel með hlutverk Banjos. Steindór Hjörleiísson leikur Beverly Carlton, leikara og sprellikarl, og gerir þvi mjög góð skil. Enn er langur listi hlutverka í leikskrá, en óðs manns æði væri að reyna að nefna þau nöfn öll, og skal því hér látið staðar numið. Þeir, sem sækja leikhús til þess að fá að hlæja eina kvöldstund, (sem kvað vera hollt),munu i þessari sýningu finna margt við sitt hæfi. Frá sjónarmiði leiklistarinnar er hér um að raKSa sýningu í mjög góðu meðallagi, svo að þeir, sem áhuga hafa á listinni listarinnar vegna, fá einnig nokkuð fyrir sinn sriúð. Þeir, sem hins vegar leita sér and- 'legrar upplyftingar i leikhús- inu eða munaðar í formi skáldskapar, munu vafalaust gera rétt í þvi að sitja heima í þetta sinn. — H. H. iili; iiiiliiiiíliíiiíiiiiliiiPill'iiiiiiíiiliiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiíiniiliiililiíiiliiiHiiiiiiiiiiiiiiiilllH'irÍHÍHFi tPmö er eimmiitt mú sem við viljum érstaklega biðja yður að athuga trygginguna á bifreið yðar. Þéir bifreiðaeigendur, sem ekki tryggja bifreiðir sínar hjá okkur nú þegar, en haí'a hug á því, biðjum við að hafa samband við Aðalskrifstofuna í Reykja- vík eða umboð vor hjá næsta kaupfélagi, sem mundu hafa sérstaka ánægju að leiðbeina yður um hagkvæma tryggingu á bifreið yðar. Dragíð það ekki til morguns, sem þér getið gert í dag. Sambandshúsinu — Sími 17080. Ályktanir 4. landsfundar Þjóðvarnarflokksins Stjórnmálaályktun fjórða landsfundar Þjóðvarnarflokks- ins var birt í síðasta blaði. Hér birtast til viðbótar fjórar álykt- anir, er samþykktar voru um önnur almenn mál. Hmtdrita- wntíliö 4. landsfundur Þjóðvarnar- ílokks íslands fagnar þeirri hreyfingu, sem nú er komin á handritamálið. Má einkum nefna, að sífellt hlýtur mál- staður íslendinga fleiri stuðn- ingsmenn í Danmörku og skip- uð hefur verið íslenzk nefnd til að vinna að lausn málsins. Landsfundurinn telur brýna nauðsyn, að hafizt verði handa, svo að handritunum verði veitt verðug móttaka við heimkom- una. Komið verði upp stofnun til vísindalegra rannsókna og útgáfu íslenzkra handrita. Rík- issjóður tryggi fjárráð til launa- greiðslu fastra starfsmanna og annarra útgjalda, enda hefur sú stofnun nú þegar ærnu hlut- vei;ki að gegna. stjfómatáia- flakha Vegna hóflauss fjárausturs sumra stjórnmálaflokka lands- ins í blaðaútgáfu, bókaútgáfu, lóðakaup, byggingu milljóna- stórhýsa o. s. frv., telur 4. lands- fundur Þjóðvarnarflokks ís- lands brýna nauðsyn til bera, að tekið' verði upp opinbert eft- irlit með fjárreiðum stgórn- málaflokka landsins, svo að í Ijós megi koma, hvaðan fé renn- ur til svo, umfangsmikillar starfsemi. IMersetan 4. landsfundur Þjóðvarnar- flokks íslands leggur áherzlu á, að fast skuli staðið við kröfu Þjóðvarnarflokksins um upp- sögn herverndarsamningsins við Bandaríkin og brottför er- lends herliðs af íslenzkri grund. Fundurinn telur, að enn sem fyrr sé her sá, sem hér dvelst, gagnslaus til varnar landinu, ef til ófriöar kæmi, en þvert á móti séu þau áhrif, sem her- setan hefur á islenzkt efnahags- líf og menningu, bein ógnun við sjálfstæði þjóðarinnar. hu II tlh éiff is - tnáiið Fjórði landsfundur Þjóðvarn- arflokks fslands heitir á alla ís- lendinga að standa í órofa fylk- ingu um rétt þjóðarinnar í land- helgismálinu og hvika í engu frá ákvörðuninni um 12 mílna fisk- veiðitakmörk. Varar fundurínn ráðamenn þjóðarinnar við að ljá máls á nokkrum safnningum Við Breta um íslenzka fiskveiðilög- sögu, hvort heldur um ér að ræða 12 mílna takmörk eðá önnur, enda telur hann, að stefnt skuli að algerum yfir- ráðarétti íslendinga yfir öllum fiskimiðum á landgrunninu. Fundurinn lítur svo á, að ís- lendingum sé á engan hátt sæm- andi að eiga aðild að bandalagi með þjóð, sem beitir þá ofbeldi með vopnavaldi og rýfur gerða sáttmála. Telur hann, að slíkt framferði veiti íslendingum fullkominn rétt og geri þeim að brýnni skyldu að segja sig úr Atlantshafsbandaláginu þegár í stað. tJTSALA Karlmanna- FÖT FRAKKAR SKYRTUR BÍNDÍ SOKKAR og fleira Kven- KÁPUR DRAGTÍR PILS Mikill afiláittftr

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.