Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 3
segir: Nei, strákar! Nú veit ég. Við skulum gera bragð. Við skulum láta svoleiðis í helvítis stroffuna, að allt dúndri úr henni, þegar hún er komin upp í loftið. Já, það skulum við gera, segja hinir. Og svo fara þeir og láta í stroffuna eins mikið og þeir geta. Og hvað skeður ekki? Kassarnir dúndra úr stroff- | unni niður á planið og allt í mask. En strákarnir horfðu | á eftir minkahópnum á I harðahlaupum upp í fjall, — I upp undir jökul, og hlógu | mikið. Eftir þetta moraði allt í mink á Snæfellsnesi, alla leið suður í Mýrasýslu. Nú heyrir maður varla talað um að veiðist minkur, það er rétt hending. Ég held jafn- vel að við séum að mestu leyti lausir við pláguna hérna á Snæféllsnesi. En nú ætla Þegar allt dúndraði úr stroffunni! ar endur. En svo segja þeir í Náttúrufræðingnum: þeg- ar minkurinn var búinn með allar endur og yfirleitt allt'ket, sem hann gat náð í, þá fór hann í árnar og sótti sér laxaseiði. Það reyndist þá bara vera uppáhaldsmat- Tíu ár til að útrýma minknum. Beiskt og napurt - viötal við Guðmund á Grund um minkafrumvarp Guðmundur Benjamínsson frá Grund. Þegar GuSmundur á Grund kemur til Reykjavik- ur er hann yfirleitt vanur að lita inn til okkar hér á blað- inu stundarkorn. Það er ó- þarfi að kynna manninn í löngu máli, hann er bóndi í Kolbeinsstaðahreppi á Snæ- fellsnesi, orðinn 83 ára gam- all og hefur bæði skrifað margar greinar í blaðið og átt við okkur viðtöl. I þetta sinn lá honum eitt mál þyngra á hjarta en flest önnur. Eins og margir aðr- ir bændur er hann sáróá- nægður með minkafrumvarp- ið, sem lagt hefur verið fyrir alþingi. Og nú bað hann okkur að skrifa nokkrar hressilegar greinar á móti þessu tiltæki spekinganna við Austurvöll. Við sem störfum hér á FRJÁLSRI ÞJOÐ erum ekki sérlega vel að okkur í minkauppeldis- málum, en eitt vitum við þó, að röksemdir Guðmundar á Grund voru býsna sannfær- andi og örugglega gott inn- legg í málið. Og hér heyrið þið rödd bóndans: Danir og Norð- menn hlógu. — Þeir vilja flytja fleiri minka inn í landið. Og hvers vegna vilja þeir það? Jú, þeir segja við fólkið: Við flytjum inn þetta mörg kven- dýr. Þau eignast auðvitað þetta mörg afkvæmi — og við fáum þetta margar millj- ónir! Ósköp einfalt! En við íslendingar erum búnir að hafa minkaeldi. Og alveg nákvæmlega svona var það, þegar gamla minkafrumvarpið var á ferðinni. Rökin alveg þau sömu. Þeir samþykktu þetta þá og hverju svarar svo reynslan? Eftir því sem fróðustu menn haí'a sagt mér um þessi mál, þá slepptu þeir einum þriðja, drápu einn þriðija á vitlausu fóðri (þeir kunnu ekki að fóðra þá), og arð af einum þriðja fengu þeir í sinn vasa. Þá var það búið. Svo hlógu Danir og Norðmenn að okkur í heilt ár! Menn í stað minka. — Hvernig stóð á því, spyrjum við, að þeir misstu minkinn úr haldi? — Ja, það fer nú mörgum sögum af því, segir Guð- mundur. Það var auðvitáð brot á lögum og brot á reglu- gerðum að missa nokkra skepnu út. Lá meira að segja við stórsektum. Blessaður vertu, það vantaði ekki lög- in. Það var allt j lagi. En þið verðið að gá að því, að þetta blessaða fólk, sem byggir landið okkar, það hlýðir engum lögum eða reglum. Það hefur ekki þurft þess núna í hálfa öld. — Ég skal segja ykkur tvær sögur af hundrað sögum, sem komust á kreik um það bil sem þeir voru að missa minkana út úr höndunum á-sér.' Það var einn hérna, sem hafði minkabú við Elliða- árnar. Dálítið bú. Nú svo bil— aði hjá honum lásinn fyrir búrinu eins og kemur nú fyrir, þegar lásarnir standa alltaf úti. Og maðurinn setti þá bara spýtukubb í staðinn svona til bráðabirgða. — Síð- an leið æðilangur tími og enginn lás var settur fyrir dyrnar. Og einn morguninn þegar hann vaknar og kemur út, þá sér hann bara að hurð- in stendur í hálfa gátt — og enginn minkur í girðingunni. I staðinn lágu tveir menn þar inni og sváfu. Þeir höfðu skriðið þarna inn 1 vondu veðri og leitað sér skjóls. Þeir voru auðvitað sakleysið sjálft og ætluðu ekki að gera neitt illt af sér, — héldu þetta væri beitarhús eða eitthvað því um likt. En hann sá ekkert af minkun- um sínum meira, aumingja maðurinn. Þegar a!!t dúndraði! Hin sagan er af Snæfells- nesi. Þeir fluttu ógurlegan fjölda af minkum þangað vestur og fóru með þá í kössum, ógurlegan fjölda. Nú svo þegar skipið kemur og á að fara að losa þetta, þá eru þar á bryggjunni nokkr- ir gárungar, strákar; svona unglingsgrey, sem eiga að skipa upp úr bátnum. Og þeir eru að tala um, að þá langi svo mikið til að sjá dýrin, heyra hvað er í köss- unum og verða aldeilis vit- lausir af forvitni, en þora ekki að rífa gat á neinn þeirra. Þangað til einn þeirra þeir að byrja aftur. — Eins og við séum ekki búnir að fá nóg af því! Mlnkur og fiskiönd. — Hefur ekki minkurinn skaðað fuglalífið? spyrjum við. — Minnstu ekki á það, seg- ir Guðmundur. Og þá dettur mér í hug einn þingmaðurinn hér í gamla daga (ég segi ekki hvað hann heitir), þegar þeir voru að tala um mink- inn. Minkurinn er auk þess slíkt nytsemdardýr, sagði þingmaðurinnn, því að hann drepur fiskiöndina, — hún lifir nefnilega fyrst og fremst á laxaseiðurn. Nú þetta var alveg rétt. Minkurinn drap fiskiendurnar og vfirleitt all- urinn hans! Og Árni Frið- riksson segir, að minkurinn þurfi sjö sinnum meira til að fylla magann á sér heldur en ein fiskiönd. Ja, þarna sjá- iði! Svona eru rökin. Fullorðinn minkur þarf 80 kg af kjöti og fiski á hverju ári. I útlöndum getur hann étið alls konar villidýr, en hér er ekkert nema haga- mýs handa honum fyrir ut- an nytjadýr. Og nú er svo komið, að fuglalífið er úr sögunni. Blessuð öndin, sem var helzta augnayndið á lækjunum og tjörnunum hjá okkur með ungana sína seinni part sumars. Hún er horfin. Og svo vilja þeir koma með minkinn aftur. En ég get sagt ykkur, að bændur hata þetta allir. Þeir vita, hvað þeir eru að tala um. Þeir hafa séð hann éta öndina og koma með fallega birtinga og smálaxa upp úr ánum sín- um. Friðun í 10 ár. — En, Guðmundur, segj- um við. Er til nokkurs að berjast á móti minknum héð- an af? Ef dýrið hefur náð fótfestu hér á landi, þá skipt- ir varla miklu, þótt fáeinir bætist í hópinn. — Já, þannig hugsa sumir, svarar Guðmundur á Grund. En ég segi, að fyrst verði að þrautrannsaka, hvort ekki sé hægt að útrýma minkun- um. Það er aldeilis lágmark, að ekkert dýr sé flutt inn í landið næstu tíu árin til þess að vita, hvort okkar ágæta manni, Carlsen minkabana, tekst ekki að útrýma honum fyrir fullt og allt. Ríkið hef- ur eytt tugmilljónum króna í minkadráp, og við bænd- Frjáls þjóð- Laugardaginn 19.nóvember 1960 urnir greiðum skattana eins og aðrir — fyrir utan allt tjónið, sem við höfum orðið fyrir. Nú viljum við bænd- urnir fá frið í tíu ár og reyna að losna við pláguna. Því að þetta er okkar plága en ekki þeirra, sem flytja minkinn inn og sleppa honum svo lausum á bændurna í land- inu. Hvað wm frostavetur? — Heldurðu ekki að verði erfitt að elta uppi hvern ein- asta mink í landinu til þess að útrýma honum? — Ja, það er nú mín skoð- un, að ef við fengjum mjög harðan vetur, reglulegan gaddavetur, þá væri kannski hægt að losna við hann. Ég hef séð nokkur dýr drepin að vori til, ungdýr, og það virt- ist ekki vera nokkurt hold nokkurs staðar á kroppun- um. Bara þunnt skinnið ut- an á beinunum. Það var ósköp að sjá það. Og ég hef látið mér detta í hug, að ef þriggja mánaða gaddur og harðindi koma á íslandi, þá falli ungdýrin öll, þoli ekki hungríð. Refurinn kvað þola ofboðslegt hungur, en ég ef- ast um að minkurinn þoli það. Hann er ekki eins kraft- mikill og auk þess verður hann að sækja alit sitt niður í vötnin. En hvað verður, ef allt leggur í marga mánuði? — Að lokum vil ég segja ykkur þetta, og Guðmundur brosir glettnislega, að ég er þannig gerður, að ég þoli ekki að íslenzkur maður eða kona sé hafður að háði og spotti úti í öðrum löndum, þó að þeim verði á að gera hér axarsköft. En það er víst; að ef þingmennirnir samþykkja nýtt minkafrum- varp, þá verður hle*gið að þeim um öll Norðurlönd. Ó!i og Hermann. — Það er alltaf sama blíð- an, segir einhver til að vera gáfulegur. — Já, þetta er nú meira blessaða landið, segir Guð- mundur. Þegar maður hugs- ar um það, þetta matarland — matinn, sem má framleiða hér í moldinni og fá úr sjón- um allt í kringum landið. Allt, sem íslendingar fram- leiða, það er til að klæða fólkið og fæða það, klæða það og fæða. Guðmundur fer að búa sig til brottferðár. Hann er á förum í heimabyggð sína á Snæfellsnesi. Hann áminnti okkur um það á ný að skrifa nú hressilega á móti minka- frumvarpinu. Eins og þið vitið, segir hann, þá rifast þeir um hvert atkvæði í sveitunum, hann Óli Thors og Hermann. Deil- an er um það, hvor elski sveitafólkið heitar. Látið þá nú bara heyra, hvað að þeim snýr. Og munið að hafa það nógu beiskt og napurt. RA. S

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.