Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 2
listir - bókmenntir
GRIMA:
★
BIEDERMANN OG
RENNUVARGARNIR
Eftír ftfflax Frisch
Þýðandi: Þorgeir Þorgeirsson
Leikstjóri: Baldvin Halldórsson
„Sá sem ætlar nú á dögum
að berjast gegn lygi og van-
þekkingu og rita sannleikann,
verður að minnsta kosti að
leysa fimmfaldan vanda.
Hann verður að hafa liug-
rehlci til að rita sannleikann,
þó að sannleikanum sé alls
staðar stungið undir stól; vit
til að þekkja hann, þó að alls
staðar sé yfir hann brcitt;
hagleih til að gera hann að
vopni; dómgreind til að velja
þá menn, sem geta beitt því
vopni mcð árangri; hug-
hvœmni til að útbreiða hann.“
,Þetta eru orð Bertholts
Brechts, og hann segir enn-
fremur á öðrum stað: „Þar eð
erfitt er að rita sannleikann,
af því að honum er hvarvetna
þröngvað, virðist flestum það
hugarfarsatriði, hvort ritaður
er sannleikur eða ekki. Þeir
halda, að til þess þurfi ein-
ungis hugrekki. Þeir gleyma
annarri þrautinni, þeirri, að
jinna sannleikann“.
Svisslendingurinn Max
Frisch er einn hinna fáu leik-
ritahöfunda nútímans sem
tekizt hefur að leysa þenn-
an fimmfalda vanda, enda
hvorttveggja mikill gáfumað-
ur og dyggur lærisveinn
Brechts í leikritagerð, þótt
hann fari jafnframt sínar eig-
in götur. Sýning Grímu á
sjónleiknum Biedcrmann og
brennuvargarnir eftir þennan
snjalla leikhúsmann er leik-
listarviðburður, ef ekki hinn
helzti það sem af er þessum
vetri þá sá sem krefst ef til
vill mestrar athygli, þó ekki
nema væri vegna þess að hér
er á ferðinni eitt harðsnún-
asta meistaraverk sem samið
hefur vcrið undir merki hinn-
ar þýzku endurskoðunar-
stefnu, sem upphófst með
Brecht og þýzku expressjón-
istunum. Þótt leikritið sé
listrænt í beztu merkingu
þess orðs, er hitt þó meira
um vert að það er afdráttar-
laus varnaðarorð til okkar
sem lifum nú válegasta skeið í
allri sögu mannkynsins. Leik-
rit þetta á því nokkra samleið
með Nashyrningnum eftir
Ionesco, sem sýnt var í
Þjóðleikhúsinu í fyrra. í list-
rænu tilliti virðist mér Bied-
ermafín taka Nashyrningn-
um fram, bygging þess leik-
rits er hcilli og samræðurn-
ar meitlaðri og iþeim alltaf
haldið einarðlega nð kjarna
málsins.
Biedermann og brennu-
vargamir er dæmisaga, eða
eins og höfundurinn vill kalla
það: Ein Lehrstuck ohne
Lehre, en þýðandinn hefur
lagt það út „prédikun án
boðskapar“, sem má til sanns
vegar færa, þótt það komi
dálítið einkennilega fyrir
sjónir. Biedermann er hinn
dæmigerði góðborgari, meira
að segja góður góðborgari
sem vitnar oftlega til hjart-
ans, en hann kann líka að
græða peninga og er jafnan
minnugur þess að lögmál
hinna borgaralegu hagsmuna
eru númer eitt í lífinu, en
hitt hvort heimurinn farist í
óslökkvandi eldi óvitaskaps-
ins er númer tvö. Til þess að
hægt sé að praktisera slíka
heimspeki án þess að tapa
sálarrónni verður maður að
vera flinkur að snúa á sjálf-
an sig og helzt að geta talið
sjálfum sér trú um að hin að-
steðjandi ragnarök séu bara
afspyrnugóður brandari.
Eisenring, einn hinna
þriggja brennuvarga, segír
við Biedermann, sem er að
aðstoða hann við að mæla
tundurþráðinn og dáist mjög
að kímnigáfu brennuvargsins:
„Spaugið er þriðja bezta yf-
irvarpið. Næst bezt er til-
finningasemin. Þetta sem
hann Seppi okkar er að segja
frá: barnæskan hjá kolgcrð-
armönnunum í skóginum,
munaðarleysingjahælið, sirk-
usinn og það. En bezta og
öruggasta yfirvarpið —
finnst mér — er jafnaðar-
lega skýr og ber sannleikur-
\nn. Það er nú svo bráðfynd-
ið. Honum trúir enginn.“
Þessvegna segir Eisenring
líka Biedcrmann alltaf sann-
lcikann og lætur hann jafn-
vel aðstoða sig við að
sprengja húsið hans í loft
upp, en stcinsnar frá eru
nokkrir bcnzíngeymar, sem
sjá samvizkusamlega um það
að hús Biedermanns verði
ekki eitt um það hnoss að
brenna til ösku.
Burtséð frá alvörunni er
lcikritið mjög fyndið —
miklu fyndnara en hin svo-
kölluðu gamanleikrit scm eru
þó til þess cins sanjiin að
vekja hlátur. Persóhurnar
eru fulltrúar almennra
manngerða, m. ö. o. „typur“.
Það virðist því nokkuð ljóst,
að hér eigi ekki við að beita
sálfræðilegri krufningu eða
leggja áherzlu á dramatísk
tilþrif í framsetningu leiksins,
dramað er ærið fyrir hendi í
hugmyndinni sjálfri sem leik-
urinn er grundvallaður á, og
í eitruðu háði samræðanna,
við það verður ekki bætt með
ýktum Ieiktilþrifum og ofsa-
fengnu látæði.- Nákvæmni
skiptir hér höfuð máli. Ilvað
lcikendurna áhrænr, þá er
þeirra hlutverk nákvæmlega
það að sýna okkur dæmigerð-
an góðborgnra, taugaveiklaða
eiginkonu, glímumann, sem
er hvorttveggja frekur og
fleðulegur, klókan yfirþjón,
einn dr. pliil., þjónustupíu,
lögrcgluþjón og orðlausa
ekkju. Og svo dálítill kór
myndarlegra brunaliðsmanna.
Baldvin Halldórsson hefur
sett leikritið á svið og skap-
að svipsterka sýningu í eins-
konar svartlistarstíl. Það
hvarflaði að mér að hún væri
of þunglamaleg, kómedíunni
haldið of níikið niðri. Kórinn
eykur mjög á þetta svipmót
sýningarinnar, en hann er
augsýnilega vandamál sem
erfitt er að leysa á fullnægj-
andi hátt. Hlutverk hans er
það sama og kórsins í grísku
harmleikjunum: að skýra og
undirstrika sjálft dramað og
gefa því almennari þýðingu.
Einnig ljær hann sýningunni
sjálfri stprkara svipmót, með
háttbundnum hreyfingum og
framsögn, og raunar einnig
með virðulegri tilvist sinni
einni saman. Baldvin hefur
lagt sérstaka áherzlu á strang
legt svipmót kórsins, and-
stæðan við kómedíuna sjálfa
er mikil, en þó minni en ella
af fyrrgreindum ástæðum.
Persónulega finnst mér að-
ferð lcikstjórans sannfærandi
og áhrifarík. Þó dró ]>að
nokkuð úr áhrifum að fram-
sögn sumra kórmeðlima var
ekki nægilega örugg. Fyrir-
liði þeirra, sem Valdimar
Lárusson leikur, bar af í
þessu tilliti og framkoma
lians öll hin ákjósanlcgasta.
Sýningin hcfur einsog flest-
ar sýningar þessa leikstjóra
. hreina og ákveðna drætti,
Gísli Halldórsson leikur
Biedermann. Auðséð er að
Gísli hefur þaulunnið hlut-
verkið og gert sér mjög á-
kveðna skoðun um það
hvernig eigi að túlka það. Ég
hygg að þetta sé einn eftir-
minnilegasti leikur sem Gísli
hefur sýnt til þessa. Ef til
vill má finna að því að hann
leiki óþarflega sterkt á köfl-
Um, túlkun hans mætti ef til
vill vera hlutlægari og um
leið blæbrigðaríkari, en hvað
scm því líður er hún þó svo
heilsteypt og skýr og mann-
leg að um vcrulegt leikafrek
er að ræða. Stórgott gcrvi
og hnitmiðaðar og dæmigerð-
ar hreyfingar og látæði hjálpa
til að gera mannlýsinguna
heilsteypta.
Konu hans, Babette, lcik-
ur Jóhanna Norðfjörð mjög
sannfærandi. Brynja Bcne-
diktsdóttir leikur Önnu, þjón-
ustustúlku á heimilinu, hún
fcllur vel í hlutvcrkið og ger-
ir því ákjósanleg skil.
FIosi Ólafsson leikur
Schmitz, glímumann og
brennuvarg. ITlutverk jætta
er næsta sakleysislegt á yfir-
borðinu en leynir mjög á sér.
Þctta er ósköp þægilegur ná-
ungi í viðmóti mcð „kompl-
exa“ útaf vextinum og upp-
fóstrinu, og bregður óspart
fyrir sig tilfinningasemi þegar
liann þykist þurfa á því að
halda. í þessari sauðagæru
leynist svo taumlaus frekja.
Þessi manngerð kemur því
miður kunnuglega fyrir sjón-
ir, enda löngum verið nauð-
synlegt tæki í höndum brjál-
aðra drottnunarseggja. Flosi
skilur * liinn margháttaða
vanda sem steðjar að honum
í hlutverki þessu. Á nokkr-
um stöðum vantaði herzlu-
muninn að honum tækizt að
leysa þrautina með eðlileg-
um en þó hnitmiðuðum
hætti, en sumsstaðar tókst
honum líka verulega upp.
Yfirleitt var látbragð hans
og „holdning“ jafn betri en
framsögnin.
Brennuvarginn Eisenring,
sem var áður dálítill yfir-
þjónn (svo kviknaði í hótel-
inu . . .) leikur Haraldur
Björnsson framúr skarandi
vel og skilmerkilega. Þctta cr
gáfaður þjónn og vel að sér
í mannasiðum, viðfeldinn
heimsborgari í fasi sem /á þó
greinilega hvergi heima nema
í hclvíti. Eftir þessa lýsingu
get ég ekki verið svo takt-
laus að segja að hlutverkið
sé einsog samið handa Har-
aldi Björnssyni, en hann leik-
ur það svo vel að manni hlýt-
ur að finnast það.
Ilugsjónabrcnnuvarginn,
Dr. Phil. („Einer mit BriII-
er“, eins og hann er kynnt-
ur í frumtextanum) leikur
Karl Guðmundsson. Hlut-
verkið er lítið, en mjög þýð-
ingarmikið og krefst ná-
kvæmrar meðferðar og fær
hana í túlkun Karls.
Ekkja Knechtlings er smá-
vaxið, þögult hlutverk, en
enganvegin þýðingarlítið.
Hikle Helgason gerir því góð
skil. Óttar Guðmundsson
leikur lögregluþjón og mætti
að skaðlausu vera myndugri
í hlutverkinu.
Sem fyrr segir fer Valdimar
Lárusson með hlutverk Kór-
stjóra, en Kórinn saman-
stendur af Jóni Kjartans-
syni, Kristjáni Benjamíns-
syni, Magnúsi Jóhannssyni
og Sverri Hólmarsyni.
Að snúa hinum meitlaða
þýzka texta á íslenzku hlýt-
ur að vera mikið vandaverk.
Þorgeir Þorgeirsson hefur
leyst þá erfiðu þraut á við-
unandi hátt, cinkum tekst
honum vel að halda stíln-
um samfelldum og stöðugri
spennu í allri framsetningu
málsins. Varla hefur þó hin
hnitmiðaða lyrik kóranna
komizt til skila.
Sviðsmynd Steinþórs Sig-
urðssonar er ágæt, svo sem
við var að búast. Ég hefði
samt kosið meiri andstæðu
milli hanabjálkans og stof-
unnar. Þaksperrurnar hefðu
cftilvill mátt vera á einhvern
hátt voveiflegri.
Hér er m. ö o. á ferðinni
leiksýning sem enginn leik-1
listarunnandi getur látið
framhjá sér fara.
O.B.
Frjáls þjóíS — laugardaginn 7. aprfl 1962