Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 6
Þjóö og saga SVIPMYNDIR FRÁ GALDRAÖLD X PÁLL BJÖRNSSON Um miðja 17. öld var Sel- árdalur við Arnarfjörð eitt helzta menntasetur landsins, enda sat þá staðinn Páll próf- astur Björnsson, sem var í röð fremstu presta hér á landi. Sr. Páll fæddist að Saurbæ á Rauðasandi 1621. Hann var af góðum ættum, enda dóttursonur Arngríms lærða. Páll útskrifaðist úr Hólaskóla 1641 og sigldi sama ár til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn. Þar lauk hann bæði prófi í guðfræði og B. A. prófi í heimspeki 1644. en gerðist konrektor við Hólaskóla næsta vetur. Hinn 25. marz 1645 vígðist hann til Selárdals og hélt það prestakall til dauðadags 23. október 1706. Auk prests- embættisins gegndi sr. Páll prófastsstörfum í Barða- strandarsýslu í meir en hálfa öld. Sr. Páll hefur skarað fram úr samtímamönnum sínum í menntun og framkvæmdar- semi. Hann var ágætur stærð- fræðingur, eins og sjá má af því, að hann reiknar út hnatt- stöðu Bjargtanga, og ritgerð- ir eftir hann um náttúru- fræðileg efni birtust bæði í enskum og frönskum tíma- ritum. Um tungumálakunn- áttu hans er það að segja, að hann kenndi mörgum undir- stöðuatriði í grísku og hebr- esku, enda er til f handriti eftir hann ritgerð um áherzlu orða í sfðar nefnda málinu. Sr. Páll var athafnasamur þýðandi og liggja hér á söfn- um þýðingar hans á ýmsum bókum biblíunnar auk bibl- íuskýringa eftir sjálfan hann. Sr. Páll var hagsýnn mað- ur. Hann stundaði útgerð og stýrði jafnvel sjálfur skútum sínum. Hefur hann verið einna fyrstur fslendinga til að stunda þilskipaútgerð, enda fékk hann oft hlaðafla úti á rúmsjó, þótt aðrir, sem 6 skemmra sóttu, yrðu ekki varir. Hefur þar sannazt sem oftar, að fleytan var smá og sá grái utar, eins og Einar Benediktsson segir í Alda- mótaljóðum. Síðasta afrek sr. Páls i sambandi við út- gerð var, að hann fann upp nýtt og betra bátalag. Nú hefði mátt ætia, að maður, sem notið hafði jafn- góðrar menntunar og sr. Páll, snerist ■ öndverður gegn galdraofstæki aldarinnar, en sú varð nú ekki raunin á, því að hann er einn helzti forvígismaður galdraofsókna hérlendis. Afskifti hans af galdramálum voru tvenns konar, því að hann samdi bæði bók um gerð og eðli galdurs og átti drýgstan þátt í að koma tveim mönnum á bálið. Bókin nefnist Charact- er bestic. Sr. Páll var kvæntur Helgu Halldórsdóttur, systur Mar- grétar, konu Brynjólfs bisk- ups. Hún tók sótt ókennilega, sem talin var stafa af gern- ingum Jóns Leifssonar, en hann mun hafa átt prests- maddömu grátt að gjalda út- af kvennamálum. því að hún hafði meinað honum að kvænast einni vinnukonunni á staðnum. Stuttu síðar veikist hún, og veturinn eft- ir flýja prestshjónin staðinn og setjast að á einni af hjá- leigunum. Sr. Páll ákærði Jón formlega fyrir galdur og var hann brenndur fyrir þing 166ð. Dómur í máli Jóns kem- ur fram í Iögréttu 1669 og er þar staðfestur. Þar kemur einnig fram. að Jón hafði rétt fyrir aftökuna látið bóka eft- ir sér, að Erlendur Eyjólfs- son sé valdur að þesari ó- lukku sinni og hafi kennt sér galdur. Erlendur neitaði þess- úm áburði utan því, að hann hafi fengið Jóni einn galdra- staf. Mnl Erlendar var tekið fyrir á Alþingi og kom þar fram svohljóðandi ákæru- skjal frá prófastinum í Se! árdal: Eruverðugum og virðuleg- um herrum og Iandsins höfð ingjum, lögmönnum herra Sigurði Jónssvni sunnan og austan, herra Þorleifi Korts- syni, mínum herrum. með allri alúð. Þegar jarðskjálft- ar ganga, grípur hver til hastra taka, sem til nær. Og ég nú bæði mín vegna í mín- um hörmum. sem spurt mun- uð hafa, og annarra vegna, sem líkan málahlut eigu, seil- ist til ykkar beggja, sem fastra landsins stólpa mitt í þeim galdragangi og æði. sem árlega skekja og skelfa frómra velgengni og grund- völl kristilegrar kirkju hér á Vestfjörðum, hvar um ei verður ykkur hér svo til- kynnt sem bæri yðar ann- ríkis vegna og umsvifa í lög- bergi, þó þessi leki sýnist fyrst ausandi, sem sökkva ætlar annars þessum lands parti. Því beiðist ég í nafni guðs og hans dýrðar vegna. að þessi Jón Leifsson. sem ég lýsi valdan í öllum þeim kvalafeiknum, sem gengið hafa í vetur yfir mitt hús, sem málarekstur þar um genginn ljósast vottar og tólf dánumenn hafa til lykta bú- ið, sleppist eigi undan rétt- lætisdómi, sem galdramönn- um hæfir, jrvi nái hann kom- ast með lífi frá þessari ódæðu. sem sjálfur einnin meðgengið hefur, er víst, hannn deyði, kvelji og tjón geri mér og öðrum. Er það þá í ykkar ábyrgð bæði fyrr og síðar. ef það af ykkur hlotna' t. hann lífi haldi. í annan má'.a tilsegi ég ykkur hans skóla- meistara. Erlend Eyjólfsson. sem þessum Jóni helur kennt, hverninn hann skyldi mínum þessa eymd með göldr um yfir hella, og annan fleiri galdur honum, sem öðruin. undirvísað. f einu orði: Þessi Erlendur óráðvandur er sekk- ur djöfulsins, úr hverjum lekur það, hver vondur girn- ist, meistari þeirra, sem lærf hafa og læra vilja, upp- sprettubrunnur alls djöfuls í þeirri sveit og kannske víð- ar, fullriktaður og fordæm- anlegur, fullur af djöfli, svo ég meina, þúsund manns muni hann afmáðan vilja. En hverjir geta cða voga upp að stynja? Gáið því að guði, hverjum þér eigið reikning að gera, svo að það illa, sem mögulegt er. mætti takast af Israel annars vegna. eins þó ei væri fleiri. kann ólukka að koma yfir land og lýði. Guð veri með yður og stvrki í því og öllu góðu. Amen. Það var óþarfi fyrir sr. Pál að óttast sýknu Jóns, því að hann var þegar horfinn upp í reyk, en um mál Er- lendar er það að segja. að 'öyréttumenn dæmdti hann. að fengnum þessum upplýs ingum. rétt’'•''-■iTi undir ýtr Framh. á bls. 8. Nú er hún Snorrabúð... ■ í augum flestra íslendinga eru Þingvellir helgur staður. Við þann stað eru bundnar margar minningar í sögu ís- lands að fornu og nýju, þar hafa mikil örlög einstaklinga og þjóðar verið ráðin, stund- um dapurleg örlög, einnig hafa þar gerzt þeir atburðir íslandssögu, sem mestur ljómi er yfir. Það var þvi vissulega vel til fundið að gera Þingvelli að þjóðgarði íslendinga, og það ætti að vera æðsta boðorð hvers ein- asta fslendings að heiðra minningu þeirra með því að vera þess minnugir. að þar er helgur staður, og ganga um hann sem slíkan. Því er samt ekki að leyna, að ekki hafa allir sýnt Þing- völlum þann sóma. sem þeim ber. Umgengni hefur oft ver- ið þar slík, að til hreinnar skammar er. Ekki skulu hér endurteknar 1 þær lýsingar, sem hafa birzt á prenti af umgengni og líferni á Þing- völlum, en oft hefur þar sukksamt verið, þar hafa ur svo valið sér framkvæmda- stjóra, hann er ekki af verri endanum, sjálfur húsameist- ari ríkisins. Svo hefur verið ráðinn þjóðgarðsvÖrður, um langan tíma gegndi því emb- ætti sá mæti maður séra Jó- hann Hannesson, núverandi prófessor í guðfræði við Há- skóla íslands. Er skemmst áf því að segja, að öllum ber saman um það, að hann hafi gegnt því embætti með slíkri prýði, að til eftirbreytni sér fyrjr op- inbera embættismenn. Eftir að prófessor Jóhann lét af embætti var enginn skipað- ur })jóðgarðsvörður um sinn, og þá fór því miður að halla nokkuð undan fæti. Síðar var svo valinkunnur sómaklerk- ur sóttur vestur á land til þess að gegna starfanum. Ein- hvern veginn hefur honum ekki ennþá tekizt að ná þeim tökum á stjórn þjóðgarðs- ins, sem prófessór Jóhann hafði. Mun þar þó að mestu leyti vera um að kenna lé- legum samstarfsmönnum, því Pannig lítur hún út girðingin f kringum þjóðgarð fslendinga á Þing- völlum vtð Öxará. Hvað skyldi sá bóndi kallaður f svelt sinni, sem girtl þannig tún sitt? ungkommúnistar haldið vor- mót. þar hafa erlendir dátar skemmt sér og íslenzkum gleðikonum og þannig mætti því miður lengi telja. Af opinberri hálfu hefur verið kosin nefnd, til þess að hafa umsjón með rekstri þjóðgarðsins. Eins og venjn lega. þegar kosin er nefnd hér á íslnndi. virðist þar ekki hafa verið fvrst og fremst um það hucrsað. að þar væru menn, sem væru vakandi o° sofandi önnum kafnir við nð hugsa um vclfcrð b: 'ðgarðs ins, heldur hnfa. að mestu léyti nð minnsta kosti. val- izt j hann oólitíkusar. sem hnrftu nð fá einn bitlinginn (orr hnnn sæmilpga ..fínan'") í viðbót. Þingvallanefnd iief séra Eiríkur J. Eiríksson er af öllum. sem til hans þekkja, tnlinn mikill sómamaður. Blaðinu bárust í vetur sög- ur um það, að umgengni inn- an þjóðgarðsins væri mjög ábótavant. og einnig það, að viðhald girðingarinnar um- hverfis þjóðgarðinn væri með endemum. Fréttum við til dæmis, að þegar Þingvalla- bændur hcfðu verið að smala fé sínu í haust, liefði minnstu munað. að þeir misstu allt safnið inn í þjóðgarðinn. Væri girðingin reyndar hvergi nærri gripheld. og hefðu þó o- fáar krónur runnið til við- halds hennar undanfarin ár. Einnig heyrðum við furðu- sögur um þa.ð. nð starf íað- ur þjóðgarðsins (ekki ioð- Friáls bióð — lausardasrinn 7. aprfl 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.