Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 8
Umsóknir til heilbrigðisnefndar Athygli er vakin á því, aS samkvæmt ákvæSum HeilbrigSissamþykktar Reykjavíkur þarf löggild- ingu heilbrigSisnefndar á húsakynnum, sem' ætluS eru til: Tilbúnings, geymslu og dreifingar á matvæi- um og öðrum neyzluvörum. Matsölu, veitinga- og gistihúsastarfsemi. Skólahalds. Reksturs barnaheimilis, enn fremur sjúkra- húsa og annarra heilbrigðisstofnana. Reksturs rakara-, hárgreiðslu- og hvers konar snyrtistofa. Iðju- og iðnaðar. Umsóknir skulu sendar heilbrigðisnefnd áður en starfrækslan hefst, og er til þess mælzt, að hlut- aðeigendur hafi þegar í upphafi samráð við skrif- stofu borgarlæknis um undirbúning og tilhögun starfseminnar Um allt, er varðar hreinlæti og holl- ustuhætti. Óheimilt er að hefja starfsemina fyrr en leyfi heilbrigðisnefndar er fengið. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð. er fást í skrifstofu borgarlæknis. Ennfremur skal bent á, að leyfi til ofan greindrar starfsemi er bundið við nafn þess aðila, er leyfið fær. Þurfa því nýir eigendur að fá endurnýjuð eldri leyfi, sem veitt kunna að hafa verið til starf- seminnar. Þess má vænta að rekstur þeirra fyrirtækja, sem eigi er leyfi fyrir, samkvæmt framanrituðu, verði stöðvaður. Reykjavík, 3. apríl 1962. HEILBRIGÐISNEFND REYKJAVÍKUR. Orðsending til umsækjenda um lóðir fyrir iðnaðar- og verzlunarhús í því skyni að kanna raunverulega eftirspurn eftir lóðum fyrir iðnaðar- og verzlunarhús, hefur verið ákveðið að óska endurnýjunar á öllum slíkum um- sóknum, er borizt höfðu fyrir s.l. áramót. Er umsækjendum, er sent höfðu umsóknir um slík ar lóðir fyrir þennan tíma, bent á að endurnýja þarf umsóknirnar með bréfi, stíluðu til borgarráðs. ef óskað er að þær haldi gildi framvegis. Reykjavík, 3. apríl 1962 Borgarstjórinn Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis í barnadeild Landsspítalans er laus til umsóknar frá 1. júní 1962. Laun sam- kvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 5. maí n.k. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA AUGLÝSIÐ í FRJÁLSRI ÞJÓÐ Orein Gils - (Frh. af 1. siðu.) i nýjum stjórnmálasamtökum. Það er sýnt, að þvi marki verð- ur ekki náð i einum áfanga. En kosningarnar i vor, einkurn hér i Reykjavík, geta bókstaflega ráðið úrslitum um það, hvort vonin um að upp rísi öflugur vinstri flokkur á fyrir sér að rcetast nœstu missirin. Fyrir þvi munu Þjóðvarnarmenn berjast. Þeir heita á alHa, sem skilja nauðsyn þess, að slík barátta verði leidd til sigurs, að leggja fram atfylgi sitt til að ná því marki. Gils Guðmundsson. Galdrar - (Frh. af 6. siðu.) asta rannsak. Rannsókn þessi virðist hafa farið fram um sumarið, því að Erlendur er brenndur um haustið 1669. Þetta varð endirinn á galdramálum þeim, sem hóf- ust vegna veikinda prófasts- frúarinnar í Selárdal. Við nánari Iestur virðist mér á- stæða til að ætla, að þeir ólánsmennirnir, Jón og Er- lendur, hafi báðir verið gerð- ir ódauðlegir í einu af þekkt- ustu skáldverkum 20. aldar undir nafninu Jón Þeofilus- son. Heimildir: Saga íslendinga V. Alþingisbækur Isl. VII. Barðstrendingabók. íslandsklukkan. Arbækur Espólíns VII. Prestatal og prófasta. L. B. Skákin - (Frh. af 5. síðu.) kóngurinn arkað í öðrum leik til b7 kæmi Kd6 3. Kxa Kc7, og jafntefli verður ekki umflúið, þvf að 4. Ka8 Kc8 5. a7 Kc7; patt. 2............ Kd5 3. Kd7! Ke5 Ef svarti kóngurinn vfku'r til c5 eða e4, gengur sá hvíti til e6 og tekur síðan f-peðið. 4. Kc6 Kxf Svartur er í leikþröng og neyðist til að taka peðið, sem verður honum banabiti. (Sbr. upphafsleikina). 5. Kb7 Lengra þarf ekki að rekja. Böðvar, Darn. Sú villa slæddist inn í síð- asta Skákreit, að þriðji leik ur hvíta var sagðuT Re4f, cn átti að sjálfsögðu að vera He4f. Er fáanlegur sem tveggja eða fjögurra dyra fólksbifreið. Kostar jrá kr.: 148.500,00. Er fyrirliggjandi. FORD-umboðið KR. KRISTJÁNSSON H.F. Suðurlandsbraut 2 — Sími 3-5300. ;4 Kosningar - Guðjón Sverrir í Iðju varð þar í sjöunda sæti Með atkvæðaseðlum, sem í- haldsmenn fá nú senda heim til sín, fylgir listi með nöfnum sextíu manna, sem velja á um. Það vekur athygli, að nafn Gunnars Thoroddsen sést ekki á þeim Iista. Kratar hafa þegar gengið frá sínum lista. Þar er Óskar Hall- grfmsson efstur, Soffía Ingvars- dóttir f öðru sæti, Pétur Pét- ursson í þriðja sæti og Björgvin Guðmundsson í fjórða. Mikið hefur verið rætt um framboð bindindismanna við þessar kosningar, og mun tals- vert vera hæft í þeim orðrómi. Bindindismenn hafa skrifað flokkunum bréf og farið fram á, að bindindismenn verði hafð- ir f öruggum sætum við kosn- ingarnar. Ekki munu svörin yfir leitt hafa verið jákvæð, enda mun mörgum pólitíkusum K.F.U.M. og K. A sunnudaginn: Kl. 10,30 Sunnudagaskóli Kl. 13,30 Drengjafundur Kl. 15,00 Stúlknafundur Kl. 20,30 Almenn samkoma Prófessor Jóhann Hannesson talar. — Allir velkomnir. þykja hart að láta einhverja menn úti í bæ segja sér fyrir um, hverjir eigi að skreyta list- ana. Ef bindindismenn bjóða fram núna, er talið sennilegt að Gísli Sigurbjörnsson forstjóri verði efstur á listanum, en cnd- anleg ákvörðun mun tekin um það mál nú næstu daga. Dráttarvélar... (Frh. af 3. siðu.) starfsemi sína í litlu tilrauna- verkstæði í Peterborougli. Á bessum 29 árum hefir fram- leiðslan vaxið svo gífurlega að L-ið 1961 framleiddu fyrirtæk- in samtals 250 þúsund diesel- vélar og mun framleiðslan kom- ín upp í 1000 vélar hvern vinnu- dag. Er nú svo komið. að engin framleiðandi dieselvéla í nefnd- um stærðarflokkum framleiðir og selur fleiri vélar en Perkins. Þær er að finna um allan heim •dð hin ólíkustu störf, enda eru verksmiðjurnar heimsþekktar °inmitt fyrir það að framleiða "élar fyrir hvers konar kringum stæður. Dráttaryélar h.f. hafa undir- búið þjónustu sína fyrir Perkins til hins ítrasta og hafa kapp- kostað að afla sér sem mestra gagna og upplýsinga um fram- leiðsluvörur verksmiðjanna. All- ur sá undirbúnihgur hefur verið skipulagður með það fyrir aug- um að geta veitt viðskiptavin- um sem beztar upplýsingar og '•úínustu. Liggja nú þesar fyr- ?r hjá umboðinu nákvæmir vcrð- Ostar yfir hinar ýrnsu vélar og fáanlegan aukaútbúnað með bcim. — (Frétt frá Dráttarvélúm li.f.). 8 Frjáls þjóS — laugardaginn 7. aprfl 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.