Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 3
FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur íslands. Ritstjóri: Magnús Bjarnfreðsson, ábm. Framkvæmdastjóri: Jafet Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Bryndis Sigurjónsdóttir. Áskr.gj. kr. 14.00 á mán. Kr. 84.00 i/2 ár, í lausas. kr. 4.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419. Prentsmiðjan Edda h.f. Fagra hugsjón.... í fréttum útvarpsins var flýja land sitt. Og ekki fyrir skömmu sagt frá at- viki, sem gerðist í hinni fyrrverandi höfuðborg Þýzkalands, Berlín. Þetta atvik er að vísu líkt mörg- um hliðstæðum atvikum, sem þar hafa gerzt að und- anförnu, þó skulum við staldra örlítið við það. Austur-þýzkur lögreglu- þjónn var orðinn leiður á sælu kommúnismans í A.- Þýzkalandi. Hann tók þá ákvörðun að flýja landið, eins og svo margir sam- landar hans hafa að und- anfömu gert. Hann gat ekki gert^það á þann hátt, að taka sér far með bifreið eða sporvagni vestur yfir landamörkin og sækja þar um landvistarleyfi. Nei, hann varð að freista þess að hlaupa, og hlaupa svo hratt, að samstarfsmenn hans gætu ekki tafið fyrir honum, hann vissi mæta vel, hvað biði hans, ef flótt inn mistækist. Flóttinn mistókst. Sam- starfsmenn hans sáu hvað verða vildi og skutu á hann. Þegar nokkrir metr- ar voru eftir að settu marki hitti ein kúlan í mark. Flóttanum var lokið, hinn ungi maður komst aldrei í fyrirheitna landið. Hvers vegna vildi Iög- regluþjónninn flýja land? Því er ekki hægt að svara með neinni vissu. Því er haldið fram af andstæðing- um stjórnarvaldanna í Austur-Þýzkalandi, að hann hafi flúið af pólitísk- um ástæðum, hafi verið orðinn þreyttur á sælu kommúnismans. En auð- vitað geta legið aðrar á- stæður að baki flóttans. Hann gettjr vel hafa brotið eitthvað það af sér í starfi, að hann yrði að forða sér undan refsingu laganna. Hann vissi, að ef hann kæmist vestur yfir mörkin, yrði honum fagnað og hann yrði aldrei framseld- ur. En við getum látið það liggja miFIi hluta. Hann er svo sannarlega ekki einn um það að hafa reynt að hafa allir, sem það hafa gert, gert það vegna þess að þeir hafi átt í útistöð- um við lögin. Ef svo væri, væru Austur-Þjóðverjar ó- venjulega miklir afbrota- menn. Flótti Austur-Þjóðverja úr landi sínu er orðinn mikið vandamál fyrir vald- hafana þar. Þeir hafa grip- ið til alls konar örþrifa- ráða, til þess að reyna að koma í veg fyrir hann. Múr, hefur verið reistur gegnum hina gömlu höfuð- borg, gaddavírsgirðingar liggja um landið og vopn- aðir verðir gæta þess, að enginn komist óhultur yfir. Ekkert af þessu hefur þó dugað. Flóttinn heldur á: fram. Og hvað veldur? í Austur-Þýzkalandi er „alþýðulýðveldi”. Allir eiga að búa við mannsæm- andi kjör, hinu illræmda auðvaldi hefur verið út- rýmt, hin fagra hugsjón, sósíalisminn; er þar fram- kvæmd að sögn. Gallinn er bara sá, að sósíalisminn er EKKI framkvæmdur þar í sinni réttu mynd. Vissir þættir hans eru það, en til viðbótar kemur flokksein- ræði, einræði, sem mönnum hefur alla tíð fallið illa við. Ríkir jarðeigendur sópa ekki lengur til sín öllum afrakstri, en í þeirra stað eru komnir spilltir stjórn- málamenn, sem í skjóli valds síns kúga alþýðu manna á litlu betri hátt en burgeisarnir áður. Fögur hugsjón er misnotuð og smáð, og þetta gerir það að verkum, að lýðræðis- sinnaður sósíalismi á erfitt uppdráttar víða um heim. En sumir eru býsna á- nægðir með þetta allt sam- an. Þeir eru jafnvel áfjáðir í það að leyfa fleiri þjóð- um að kynnast hinni miklu sælu. Og þessir menn eru líka til hérlendis, en hér, eins og suður í Þýzkalandi, koma þeir ekki til dyranna eins og þeir eru klæddir, heldur bera ssuðargæru á báðum öxlum. Dráttarvélar h.f. fá unboð fyrir Perkins-verksmiðjurnar Einn stærsti og þekktasti framlciðandi dieselvéla, Perkins Engines Ltd., hefir falið dráttar- vclum h.f. umboð fyrir fram- leiðsluvörur sínar hérlendis. Perkins Engines Ltd. á sér tvö systurfyrirtæki, Perkins Out- board Motors Ltd og Perkins Gasturbins Ltd. Oll eru fyrir- tækin staðsett í Peterborough á Englandi. Þau framleiða létt- byggðar, hraðgengar dieselvél- ar til notkunar í bílum, dráttar- vélum og iðnaði, auk margra tegunda utanborðsmótora og gastúrbína. í stórum dráttum má skipta framleiðslunni þannig: 1. Dieselvélar i bifreiðir, drátt- arvélar og önnur farartæki. Allt frá 41 hestafli við 2.400 snún- inga á mínútu, til 112 hestafla við 2.800 snúninga. Hraðgengari vélarnar eru einkum notaðar í fólksbifreiðir en hinar í vöru- bifreiðir og dráttarvélar. Auk hinan venjulegu diesel- véla, sem með litlum breyting- um má setja í flestar tegund- ir bíla og dráttarvéla, framleiða Pcrkinsverksmiðjurnar fjöldan allan af „Conversion-Units", þ. e.a.s. vélum ásamt öllum nauð- synlegum fylgihlutum fy'rir á- kveðnar tegundir bíla og drátt- artækja. Þannig getur umboðið hér heima útvegað diéselvélar sem Perkins hefur framleitt sér- staklega í ýmsar þær tegundir bíla, sem upphaflega eru seldir með benzínmótorum. Allar fest- ingar vélarinnar eru þá miðað- ar við hina ákVeðnu bílategund og hún passar við gírkassann sem fyrir cr í henni. hlá í þessu sambandi nefna margar gerðir enskra smáfólksbíla og ýmsar vörubifreiðar enskar og amerísk- ar. — Auk þessa selja margar stærstu bíla- og dráttarvéla- verksmiðjur heims tæki sín með Perkins dieselvélum. Þannig er Pcrkins-dieselvél í Willys-jepp- anum, tvær stærðir Perkins-dies- el í dráttarvélum frá Ford og Thames Trader flutningabifreið. Þá er Perkins-diesel í öllum tækjum frá Massey-Ferguson. Hér eru aðeins fá dæmi tekin, en samtals mun 814 framleið- endur farartækja, landbúnaðar- véla, báta og iðnfyrirtækja nota Perkins-dieselvélar með þessum hætti. 2. Dieselvélar í trillur og fiski- báta (seldar með gírkössum og öðrunv úlbúnaði). Stærð allt frá 30 hcstöflum við 2.00 snúninga á mínútu í 120 hestöfl við 2.100 snúninga. 3. Dieselvélar til að knýja hvers konar tæki. rafala o. fl (,,iðnaðarvélar“). Stærð allt frá 33 hestöflum við 2.000 smininga á mínútu í 8,5 hestöfl við 2.000 snúninga. Iðnaðarvélarnar eru með annarri gagnetillingu en hinar og er ganghraðinn hafð- ur minni vegna hins stöðuga á- lags, sem venjulega er á vélum til þeirra nota. Vélar til iðnaðar eru hérlendis í mun lægri toll- flokki en aðrar vélar. 4. Utanborðsmótorar til notk- kunnar á sjó og vötnum. Stærð- ir allt frá 4.5 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu í 40 hestöfl við 4.500 snúninga. Perkins Engines Ltd. er að- eins 29 ára gamalt. Það hóf Framh. á bls. 8. Á sýningartjaldi Nýja - Bíó: Heljarfljótið (Wild River) Heljarfljótið — Wild Riv- áhrif, sem við verðum fyrir, er! Hvers vegna heitir kvik- út í bláinn og sama er að myndin þessu nafni? Hvað er segja urh áhrif litanna í það í kvikmyndinni, sem myndinni. hægt er að kenna við eitt- Þessar tilraunir Elia Kaz- hvert sérstakt fljót? Kvik- an til listsköpunar með liti myndin hefst að vísu á mikl- og myndun eru margar hverj- um gauragangi af flóði, en ar fallegar og athyglisverðar, livað svo? en tilgangslausar í þessu Framhaldið er ágœtt sýnis- sambandi. hvað þá þcgar horn af einum hættulégasta kvikmyndahandritið er í óvini kvikmyndanna, ofnotk- höndum manns eins og Paul un liins talaða máls. Stein- Osborn, sem eftir þessu að drepandi hlutur, sem gefur dæma virðist halda. nð skáld- hinum kvikmyndrænu áhrif- sagnagerð og kvikmynda- um hvert kjaftshöggið á fæt- handritagerð eigi eitthvað ur öðru. Eg er illa svikinn, ef sameiginlegt. Elia Kazan hefur ekki upp- Það athyglisverðasta við runalega ætlað sér að hafa kvikmyndina er leikstjórn þessa kvikmynd ennþá lengri. (ekki kvikmyndastjórn) Elia því svo snubbótt er samsetn- Kazan. sem er góð. Hvað ing myndarinnar. að furðu lckinum viðkemur, þá eru sætir. það Albert Selmi og Jo Van Þaðipr aftur á móti vafa- Fleet. sem athvglisverðust samt. hvort Elia Kazan hef- eru. ' ur fengið að koma nálægt Það verður tilhlökkunar- samsetningu myndarinnar, efni. þegar séð verður fram ef farið hefur verið eftir venju á að fækka fer þeim kvik- þeirra í Hollywood. En myndum, sem gerðar eru cft- hvernig, sem í því liggur. þá ir skálds ,. eru hin Ijóðrænu kvikmynda- 1 StefánG. Frjáls þjóð — laugardaginn 7. apríl 1962 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.