Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 10

Frjáls þjóð - 07.04.1962, Blaðsíða 10
| DULARFULLT * DAUDSFALL u @á___________ vísi við vandamálið, og það gerði ég með því að spyrja Davíð Fyfe nokkurra spurn- inga og gera boð eftir Saul Panzer. Þegar voru fyrir viss atriði, sem komu mér á sporið, eins og þér munuð sjá við lestur skýrslunnar um samtöl mín við' hlutaðeigendur, sem ég legg hér með. Bert Fyfe var á sínum tíma ásakaður fyrir að hafa átt sök á dauða föður síns, en var sýknaður. Hann var móðgaður af vitnafram- burði systkina sinna í réttin- um, og sýkna hans byggðist að mestu leyti á framburði vinar hans, Vincent Tuttle, sem lýsti því yfir, að þeir hefðu setið og spilað saman á spil alla nóttina í gistihúsi nokkru, þar sem þeir bjuggu báðir. Johnny Arrow var þeirrar skoðunar, að Bert hefði alls ekki komið hingaö til New York í verzlunarerind- ^pm, heldur, — svo orð Arrows séu notuð, — vegna þess, að í fortíð hans var eitthvað, sem stöðugt kvaldi hann. Arrow sjálfur var að-sj álfsögðu ekki undir grun, þar eð hann var alla nóttina á lögreglustöð- inni. Og það er fleira, sem þér munuð sjálfsagt reka augun í. Það eftirtektarverðasta er, að ekki var nóg með það ,að Bert fór að heimsækja konuna, sem rak gistihúsið, þar sem þeir bjuggu á á sínum tíma mágarnir, fyrir mörgum árum síðan, heldur gafst hann ekki upp, þótt hann frétti, að hún væri flutt til Poughkeepsie, fyrr en hann hitti hana að máli. Eins og þér munuð sjá af frásögninni af viðtali mínu við Davið í gær, — minnið mig á að senda hana með Archie, — hafði Bert aðeins búið í nokkra mánuði í gistihúsi hennar. Þau gátu því tæplega þekkzt svo náið, að hann hefði nokkra sérstaka ástæðu þess vegna til þess að leita’svo á- kaft eftir fundi hennar, tutt- ugu árum síðar. Maður varð að gera ráð fyrir, að hann ætti eitthvert brýnt erindi. Ýmislegt fleira kom í ljós við samtal okkar Daviðs í gær. Eftir dauða móðurnnar hafði sambandið milli föður hans og barnanna aldrei verið sérlega innilegt. Hann hafð rekið Bert að heiman og verið erf- iður í umgengni bæði við Da- við og Pál. Hann hafði bann- að dóttur sinni að giftast hin- um unga Vincent Tuttle, sem var þá nemandi í lyfjaverzlun bæjarins. En eftir lát hans, giftist Lovísa Tuttle og síðar notuðu þau arfshluta hennar til þess að kaupa verzlunina. Wolfe leit við. — Áður en ég held áfram, hr. Tuttle, vilduð þér ef til vill svara nokkrum spurningum. Minnist þér þess, að þér hafið heyrt Bert segja, daginn áður en hann veiktist, að hann hefði heimsótt frú Dobbs, sem leigði ykkur eitt sinn, og spjallað við hana? Tuttle vætti varir sínar með tungubroddinum. — Það held ég ekki, þrumaði hann og ræskti sig. Ekki man ég eftir því. — Víst sagði hann það, Vince, sagði Davíð og sneri sér æstur að Wolfe. Ég sagði yður það í gær! — Ég veit það vel, sagði Wolfe. Ég er bara að reyna minni hans. Wolfe sneri sér að Páli. — Munið þér það? — Já, sagði Páll og hvessti augun á Tuttle. Þér getið reitt yður á að ég man eftir því. Bert sagðist lika ætla að heimsækja hana aftur, þegar hann yrði frískur. Wolfe sneri sér aftur að Tuttle: — Og svo ein spurning enn. Hvar voruö þér i gær- kvöldi milli klukkan 18 og 22? Spurningin kom honum al- gerlega úr jafnvægi. Hann hafði ekki búizt við henni og var alls óviðbúinn því að svara henni. — í gærkvöldi? svaraði hann aumingjalega. — Já, frá klukkan 18 til 22. Ég skal reyna að hressa upp á minni yðar. Seinni part dagsins heimsótti herra Good- win yður í verzlunina og spurði yður um dessert-ísinn, og hann fór aftur klukkan 17.30. — Það er hreint ekkert að minni mínu, mótmælti Tuttle. En ég er ekkert skyldugur til þess að taka þátt í þessu hérna. Ég er ekkert skyldugur til þess að standa yður reikn- ingsskap allra gerða minna. — Þér neitið sem sagt að svara? — Þér hafið engan rétt til þess aö spyrja mig í þaula. Þetta kemur yður ekkert við. — Eins og þér viljið,Archie? Þar sem svo langt hlé hafði orðið á rkýrslugerðinni. gaf ég honum mörg kenniorð: ........ síðar notuðu þau arfshluta hennar til þess að kaupa verzlunina...... Wolfe kinnkaði kolli. — Eins og þér vitið af skýrslunni af samtali mínu við herra Arrow, hafði hann þegar sagt mér frá því, að Bert hefði sagt fjölskyldu sinni frá heimsókninni til sinnar gömlu hótelstýru. í gær staðfesti Davið þessar upplýsingar og sagði mér nafn hennar, — frú Robert Dobbs. Mér varð strax ljóst, að gaman væri að fá að vita, hvað Bert vildi frú Dobbs, og þar sem Goodwin hafði nóg að gera við aðrar rannsóknir, leitaði ég aðstoðar Saul Panz- er og sendi hann til Pough- keepsie. Davíð vissi ekki heimilisfang hennar og Panz- er var nokkra stund að finna heimili hennar. Klukkan var næstum orðin 22, þegar hann loksins fann hús það, sem hún bjó í ásamt ógiftri dóttur sinni. Þegar hann nálgaðist húsið, opnuðust dyrnar og maður nokkur gekk út. Maður þessi stoppaði Saul og spurði, við hvern hann ætlaði að tala. Eins og þér vitið er Saul Panz- er mjög varkár leynilögreglu- maður, og hann svaraði, að hann ætlaði að heimsækja tengdason frú Dobbs, Jim Heaton, en nafn hans heyrði hann af hreinni tilviljun, þeg- ar hann spurði til vegar. Þeg- ar hr. Panzer gaf mér síðar skýrslu um ferð sína, lýsti hann hinum ókunna manni, og lýsingin passaði í smáat- riðum við Vincent Tuttle. Þeir sitja nú báðir í jgkrifstofu minni og herrá Saul þekkir aftur manninn, sem hann hitti í gærkvöldi, Vincent Tuttle. Wolfe leit við: — Saul — Já, herra Wolfe, það er alveg áreiðanlegt. — Herra Tuttle! Viljið þér gera nokkra athugasemd? — Nei! — Það er víst líka skynsam- legast fyrir yður. Wolf sneri sér að mér. Áður en ég lét hraðrita síð- asta kaflann, spurði ég herra Tuttle, hvar hann hefði verið í gær, en hann neitaði alveg að svara. Ég læt einnig fylgja hér með frásögn af viðtali Panzers við frú Dobbs. Ég við- urkenni, að þar skortir eitt í. Hún neitaði að gefa upp nafn mannsins, sem var nýfarinn út úr húsinu, og hún vildi ekki heldur um það segja, hvaða erindi Bert Fyfe hafði átt til hennary Hún vildi ekk- ert að ræða um að, er gerðist vetrarnóttina fyrir tuttugu ár um. Það er þó atriði, sem vafi leikur á og nauðsynlegt er að fá svarað. Var fjarvistarsönn- un sú, sem Tuttle veitti Bert röng? Veit frú Dodds að hún var röng? Var það Tuttle, en ekki Bert, sem fór út úr gisti- húsinu þessa köldu vetrar- nótt? Og veit frú Dobbs það? Var það þannig, að Tuttle fór til húss Fyfes fjölskyldunnar, Lovísa hleypti honum inn, og hann setti síðan svefnmeðal í súkkulaðibollann hennar? Kom hann svo aftur og opn- aði gluggann? Ég ákæri ekki Tuttle fyrir að hafa gert allt þetta, en þessar spurningar hljóta að skjóta upp kollin- um og elta hverjar aðra. Ég er ekki ráðinn til þess að leita sannana gegn morðingja, held ur aðeins til þess, að úrskurða hvort ástæða sé til þess að fara fram á lögreglurannsókn. Ég er þeirrar skoðunar, að svo sé, og ástæðurnar hefi ég þeg- ar tilgreint. Ég hringdi í yður í morgun til þess að biðja yð- ur að sjá svo um, að lögregl- an í Pougkeepsie fylgdist með frú Dobbs og húsinu hennar, og um leið lofaði ég yður, að ég myndi sem fyrst segja yð- ur ástæðuna fyrir þessari bón minni. Það hefi ég nú gert. Dauði Berts Fyfe gefur líka tilefni til spurninga. Tökum dæmi. Við getum gert ráð fyr- ir að Tuttle hafi ákveðið að fremja annað morð, vegna ótta slns við það, að gamall glæpur myndi komast upp. Lungnabólgan var aftur með í spilinu, en nú voru ekki opn- aðir gluggar, heldur notast við þurrís. Hvers vegna lét hann þá öskjuna standa í ísskápn- um alla nóttina,sennilega með dessertísnum í? Því er ekki gott að svara, sérstaklega vegna þess, að hann sjálfur neitar að svara. Ef til vill vissi hann ekki að niðurfall var í húsinu, en þegar hann komst að því, seinni part sunnudags ins, notaði hann fyrsta tæki- færi og lét allt hverfa. Þurrís- inn skilur engin spor eftir sig, eins ég hef áður tekið fram, svo að sérfræðingarnir geta aðeins látið yður líkur í té, sömu líkurnar og ég. ísklump- arnir voru að sjálfsögðu ekki settir i sjálfa hitapokana; hinir tómu hitapokar voru aðeins notaðir sem einangrun til þess að konr í veg fyrir að ísinn snerti húðina. Ef til vill geta sérfræðingarnir sagt yð- ur, hve langan tíma slíkir ís- klumpar eru að gufa upp, en það skiptir engu höfuðmáli, vegna þess að hr. Tuttle dvald ist allan tímann í ibúðinni, og hefði auðveldlega getað fjar- lægt allar leifar, áður en Páll sá, að bróðir hans var látinn. Þessum og öðrum spurningum læt ég yður eftir að svara. Ég hefi gert það, sem mér var falið að gera, og þér munið tæplega þurfa að ræða málið við mig. Ég hefi hér sagt yð- ur allt það sem ég veit. Wolfe lagði hendurnar á stólarmana og-leit í kringum sig. — Það var nú það, sagði hann. Ég nennti ekki að segja ykkur það fyrst og láta svo skrifa það niður á eftir, til þess að senda Cramer. Vill nokkur spyrja einhvers? Davíð hafði sigið allur sam- an í rauða hægindastólnum, laut höfði og starði niður á

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.