Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.04.1965, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 08.04.1965, Blaðsíða 1
* ' * FIMMTUDAGUR — 8. APRÍL 1965 — 13. TÖLUBLAÐ — 14. ÁRG. í blaðinu: Ivar Eskeland, form. norska útv.ráSsins: J Sjónvarp og sjálfstæSi bls. 2 Reynsla Norðmanna af erl. fjármagni .. .... — 4 Reynsla NorSmanna — 4 Á döfinni: StóratburSur vorsins — Launauppgj öriS — 5 Grískur forsætisráSherra fyrir rétti vegna alúmínsamnings — 8 LÁRUSARMÁLIN: Seguibönd við símatæki —Tvær nýjar stefnur— Þann 18. marz sl. birtist hér í bla'Sinu ljósmynd af bréfi frá Lárusi Jóhannessyni, fv. hæstaréttardómara. Haf'ði Lárus þar i hótunum aS láta spila fyrir sakadómi segulbandsspólur meS símtölum, sem Lárus hafSi átt viS eitt vitniS í mál- inu gegn honum, nema vitniS breytti fyrri framburSi sinum af „sjálfsdáSum og þegar í staS“. HótunarbréfiS sjálft og meSferS dómsmálaráSherra á skjali er honum hafSi veriS afhent til áréttingar kröfu um rannsókn þessara mála, hefur áSur veriS hvort tveggja rakiS. Til viSbótar þessu getur blaSiS nú upplýst, aS þaS er skýlaust lögbrot, aS hafa hvers konar upptökutæki í sambandi viS síma og varSar sektum, ef út af er brugSiS. Hinn fv. hæstaréttardómari hefur því ekki aðeins gert sig sekan um þá glópsku meS bréfi þessu, aS hafa í hótunum meS ósvífnum blekkingum, heldur jafnframt lagt fram skriflega viSurkenningu á því, aS hann hafi árum saman brotiS ský- lausa réttarreglu, einnig meSan hann var hæstaréttardómari. 1 reglugerS Landssímans, sem úrdráttur er birtur úr í símaskránni, segir svo orSrétt (5. gr. almennir skilmálar) : „Stranglega er bannaS aS setja nokkur tæki eSa útbún- aS í samband viS tæki Lands símans, t. d. talfærasnúrur o. þ. h., enda hefur Laridssím- inn aS sjálfsögSu rétt til aS taka allan slíkan útbúnaS burtu og láta viSkomandi sæta sektum, ef ástæSa þykir tíl.“ ---- 1 bréfi sínu segir Lárus hins vegar orSrétt: ,,ÞaS vill nú svo vel til, aS ég hef mörg undanfarin ár haft síma minn í sambandi viS segulband og þarf ekki annaS en aS ýta á takka í skrifborSi mínu til aS taka upp símtölin."' Hér ætti því ekkert aS fara miTíi mála. RÆTT VIÐ BÆJ ARSÍMST JÓR A BlaSiS átti á þriSjudaginn tal viS Bjarna Forberg bæjar- símstjóra og innti hann eftir þessu atriSi. SagSi hann reglu- gerSina túlkaSa þannig, aS leyfi Landssímans fyrir slíkum tækjum þyrfti aS koma til. Tæki þessi væru leyfS víSa erlendis og hefSi landssíminn haft áhuga á aS fara inn á þá braut og geta boSiS öllum viS skiptavinum sínum jafnt slíka þjónustu. ÞaS væri hins vegar ekki fyrr en nú nýlega aS ódýr tæki hefSu komiS á markaS- inn, sem væri á færi almenn- ings aS eignast. Þá þyrfti aS merkja þau númer sérstaklega í símaskrá, sem slík tæki hefSu í sambandi viS síma og enn væri æskilegast aS sérstakt hljóSmerki viS hvert númer gæfi til kynna, aS tækiS væri í sambandi. Gæti því símtals- beiSandi jafnan vitaS fyrir- fram, aS mál hans yrSi tekiS á segulband. ÞaS væri einmitt algert frumskilyrSi, því aS á símtöl manna væri litiS sem algert einkamál og því lág- markskrafa aS báSir aSilar vissu, ef símtaliS væri tekiS upp á band. ASspurSur um, hvort Lárus Jóhannesson hefSi sótt um og fengiS leyfi fyrir aS hafa slíkt tæki í sambandi viS síma sinn, kvaSst bæjarsímstjóri ekki vilja blanda sér í þaS mál. Síminn hefSi ekkert gert til aS hindra þaS, aS menn kæmu slíkum tækjum upp hjá sér. HÓTANIR, BLEKKINGAR, LÖGBROT. Af framangreindu er þó ljóst, aS þaS er skýlaust brot á reglugerS Landssímans aS tengja upptökutæki viS síma. Ennfremur, aS þaS er skýlaust brot á anda laganna, sem líta á símtöl sem einkamál, aS gefa viStakanda ekki til kynna, aS mál hans sé tekiS á segulband. Skiptir ekki máli, hvort símayfirvöld hafa fylgt þess- um ákvörSunum eftir eSa látiS kyrrt liggja. Lárus Jóhannesson hefur því meS bréfi sínu gerzt sekur um blekkingar. Hann reynir aS telja vitninu trú um, aS segul- bandsspólur séu áhrifarík sönn unargögn fyrir dómstóli, hót- ólögleg anir: Hann reynir aS hræSa vitniS meS þessu til »S breyta fyrri framburSi sínum, lögbrot: Skrifleg viSurkenning hans á aS hann hefur tengt upptöku- tæki viS síma sinn. TVÆR NÝJAR STEFNUR ÞaS er nú svo komiS, aS viS erum víst búnir áS týna tölunni á málum Lárusar gegn aSstandendum Frjálsrar þjóS- ar. Rétt er þó aS skýra frá því, aS a. m. k. eru nú komin í gang TVÖ ný mál frá Lár- usi. HiS fyrra er gegn ábm. blaSsins, Bergi Sigurbjörns- syni. VirSist þar aSallega stefnt út af ummælum blaSs- ins um Frímúraraklíkuna, sva og því aS Frjáls þjóS bar á sínum tíma blak af dómsmála- ráSherra og taldi þaS ekki hans sök, þó aS hann hefSi ekki taliS sér fært aS skipa starfandi lögfræSing til dóm- arastarfa í Hæstarétti eins og á stóS. Krefst Lárus fyrir þetta 150 þús. kr. bóta, ef ekki sé unnt aS tildæma fangelsisvist, auk hárra fjárhæSa annarra. SíSara mál Lárusar er gegn ábm. blaSsins, Bergi Sigur- björnssýni, en auk þess Ólafi Hannibalssyni, og er þaS al- gjör nýlunda í réttarfarssög- unni, aS ritstjóra, sem ekki er jafnframt ábm. blaSs sé stefnt Framhald á bls. 3. Stóriðjumálin: stjórnarflokkanna Er samið um óbreytt kaupgjald í 25 ár? Banabiti ÞaS er staSreynd, aS ríkisstjómin og svonefndir sér- fræSingar hennar, hafa nú þegar ÁKVEÐIÐ, aS hér skuli reist alúmínbræSsIa og orkuver fyrir hana, þó svo aS rannsóknir leiSi i ljós, aS fslendingar skaSist fjárhags- lega á þessum framkvæmdum. ÞaS er einnig staSreynd, aS ríkisstjómin hefur nú þegar ákveSiS aS ganga frá BINDANDI samningum um þessi mál, ÁN þess aS viS- unandi rannsóknir fari fram á neinu þeirra mörgu atriSa, sem rannsaka þyrfti í þessu sambandi. Um þetta vitnar miSstjórnarsamþykkt AlþýSuflokksins. m. a. Frjáls þjóð Innheimta áskriftargjalda hefur gengiS allvel á þessu ári. Þó em nokkrir, sem enga greiSslu eSa tilkynn- ingu hafa sent okkur um all- langt skeiS og höfum viS því ákveSiS aS hætta aS senda þeim blaSiS, enda hljótum viS aS líta svo á, aS þeir óski ekki eftir því. Ef hins vegar einhverjir þeirra óska eftir aS fá blaS- iS framvegis, biSjum viS þá aS senda okkur línu og greiSsIu fyrir sl. ár svo fljótt sem unnt er. STÓRMÁL ÞaS er vissulega stórmál á okkar mælikvarSa, þegar viS erum aS stíga fyrstu sporin, óviSbúnir og fákunn andi, á þeirri braut aS leyfa erlendum aSilum aS hag- nýta auSIindir og fram- leiSsluaSstöSu í landi okk- ar. Allir vitibornir menn hefSu því átt aS geta veriS sammála um, aS hér skyldi aS unniS meS fullri gát, og tilraunir í þessu efni gerSar í tiltölulega smáum stíl meS an viS værum aS öSlazt reynslu aS þessari sam- vinnu. KísilgúrverksmiSjan var ágætt dæmi um skynsamleg vinubrögS í þessu efni, ef beSiS hefSi veriS eftir reynslu af því fyrirtæki áS- ur en ennþá stærra skref var stigiS. Menn skyldu þá einnig veita því athygli, aS stjórnarandstaSan STUDDI þaS mál (líka kommúnist- ar) andstætt því, sem nú gerist í alúmínmálinu. Sjálfsagt mátti telja, aS stórmál sem þetta væri rætt af hálfu stjórnarvalda og annarra af rökvísi, og aS staSreyndir einar væru lagS ar fram í málinu en ekki fá- víslegur áróSur. Hér hefSi átt aS leggja fram þraut- rannsakaSa áætlun um virkj unarmöguleika og virkjun- arkostnaS viS Búrfell. Rann sóknir, sem sýndu hvaS miklu meira alúmínbræSsla gæfi okkur í aSra hönd miS aS viS tilkostnaS okkar. er> önnur framleiSsla innlend eSa erlend, sem til greina gæti komiS. Þá þurftu einn ig aS liggja fyrir rannsókn- ir um þaS, hvaSa þörf viS Framhald á 8. síðu. I

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.