Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 2
i ' FRÁ LIÐNUM DÖGÍ IM - - ’ - -■ ■ ■ Brúðkaupsveizlur í Skagafirði Til er stutt en greinargóS lýs- ing á brúðkaupsveizlum, eins og þær fóru almennt fram í Skagafirði um miðja 19. öld. Lýsing þessi er eftir Sigurð Pétursson á Hofstöðum. Fer bún hér á eftir: Þegar lioðsfólkið var kom- ið á bæ þann, er veizlan átti að vera, fór brúðguminn, eða einhver fyrir bann, að útvega frammistöðumenn, ekki færri en tvo, oft fleiri. Þeirra verk var að leiða fólk til sætis, bera allt á borð og af því, og veita allt vín. Stundum voru sérstakir menn, sem veittu vínið, og þá kallaðir kjallara- menn. Mjög óvíða voru þá þiljaðar stofur, svo að veizlu- húsin voru oftast skemmur, engu minni en nú eru. Oft þurfti tvær, stundum þrjár. Þær voru vanalega tjaldaðar undir bitum, gafl og hliðar, með áklæðum; þau voru með myndum, stöfum og rósum. Áklæði hafði hver kvenmað- ur í sínum söðli. Flestir vildu hafa brúðkaup sitt á vorin, þegar bjart var um nætur og jörðin græn. Borðum í skemm um þessum var þannig hag- að: Nálægt gafli hússins stóð borð hæfilega langt, eftir breidd hússins, á breidd eins og nú gerist. Það var kallað háborð, og var fjórum til tíu þumlungum hærra en borðin, sem voru inn og fram með báðum hlið- um. Þau voru mjó; eitt borð breitt. Þá taka frammi- stöðumennirnir að setja fólk- ið, sem kallað var. Brúðurin situr fyrir miðju háborði að innan, brúðgumi við hlið henn ar, þá foreldrar eða tengda- ÞEIR GOMLU KVEÐA Undír fiskihlaða Sat ég undir fiskihlaða föður míns og móður, átti ég að gæta bús og barna, svíns og sauða. Menn komu að mér, ráku staf í hnakka mér, gerðu mér svo mikinn skaða, lögðu eld í bóndans hlaða. Hlaðinn tók að brenna, ég tók að renna upp á sand, upp á land, upp á biskups J.and. Biskup átti gott í bú, gaf mér bæði uxa og kú. ' Uxinn tók að vaxa, kýrin tók að mjólka og fyllti upp alla hólka. Sankti Máría gaf mér sauð, síðan Iá hún steindauð, annan bauð mér Freyja, hún kunni ekki að deyja. Gömul þula. Vísa Kölska Vinduteininn fyrðar fundu, fór sú grein af vinduteini, vinduteinn lét aldrei undan, einatt hvein í vinduteini. foreldrar, þá systur og bræð- ur, og frændur. Við hina hlið brúðarinnar sat sá, sem mest- ur var virðingarmaður, oftast presturinn, og svo með mikilli nákvæmni hver niður frá öðr- um, eftir mannvirðingum, á báða bekki. Þetta hét brúðar hús. Þar var úrvalið úr fólk- inu, ef ekki komust allir í eitt hús. Hreinn og hvitur dúkur var á borðunum, og hnífapör hjá hverjum manni. Þá var borinn á borðin grjónagraut- ur í stórum skálum og tinföt- um. Átu þá oft margir úr sama íláti. Grauturinn var úr mjólk, möluðum grjónum og rúsínum, og sæt mjólk út á. Nú var sunginn borðsálmur. Einhver sagði með fáurn orð- um gestina velkomna. Þegar allir höfðu neytt þess, er þeir vildu, var þetta borið burt. Nú var lagður diskur fyrir hvern mann, og hjá hverjufh diski þrjár pottbrauðsneiðar, þrjár lummur og ein vafla. Brauðið, sem lagt var hjá diskunum, tóku konur oft heim með sér og gáfu krökk- unum; það þótti rétt og eðli- legt. — Svo var borið niður- sneitt hangikjöt á stórum tin- fötum, smjör og hangiflot á minni diskum. Nú var farið hægt að öllu, skrafað og sagt frá ýmsu. Þrisvar var farið með bekkjunum og veitt brennivín þeim er vildu, en hinum mjöð, extrakt eða messuvín. Þegar enginn vildi meira af þessu, var sunginn borðsálmur. Svo stóð upp sá, er til hafði verið fenginn að segja upp samsætinu. Þar með var fyrir hönd brúðhjónarina gestunum þökkuð ánægjá Ög virðing, er þeir hefðu sýnt þeim, gestirnir beðnir að hraða ekki heimför, en skemmta sér og þiggja það, er boðið væri. Nú var farið að skéírimta sér, og flestir að drekka meira eða miriria. Ménri máttu kjósa, hvort þeir vildu púns eða brennivín. Það var glímt, spilað, teflt, sungið, kveðið, sagðar smásögur eða skrítlur, sem oft voru frá lesta- eða verferðum, sem voru mjög fjölfarnar af þeim, sem þá voru rosknir, stundum eitthvað frá Hólum. Oft beið konan með mikilli þolinmæði eftir bónda sínum drukknum. Þá sagði gamalt fólk, að þetta væri óbreytt frá þvi það myndi fyrst eftir, nema þá var brúðargangur, þegar gengið var í kirkjuna. En hvernig hann var, veit ég ekki vel. CTSALA Á KVENSKÖM heldur áfram nokkra daga. — Höfum tekiff fram margar gerffir til viff- bótar. Úrvalið á útsölu hefur aldrei veriS meira. Verðið mjög lágt, -r- Notjð þetta sérstæða tækifæri. SKÓVAL, AUSTURSTRÆTI 18 (Eymundssonarkjallara) HERRA JÓN JDNSSON, FORSETIÍSLANDS í tilefni af væntanlegum forsetakosningum næsta sum- ar, og með nokkurri hliðsjón af ritstjórnargrein í „Frjálsri þjóð“ 25. janúar, þýkir mér hlýða, að fram komi sú skoð- un á forsetaembættinu, sem lítt eða ekki er á loft haldið í almennum málgögnum — skoðun, sem þó mun vera al- mennari en margir þeir hyggja, er fjálglegast ræða um embættið og væntanlegan arftaka núverandi forseta. Hafa menn veitt því at- hygli, þegar þeim berst bréf eða jólakost í pósti, að utan á umslagið er að jafnaði ritað: Hr. skipstjóri Jón Jónsson. Hr. kaupmaður Jón Jónsson .... o. s. frv. — (þótt sjaldan muni raunar sjást áritunin Hr. verkamaður Jón Jónsson)? Hvernig stendur á þessum forneskjulega titli „Herra“, og framandlegri notkun á starfsheiti framan við eigin- nafnið? Jú, „bókstafurinn blíf ur“, og hér er að finna leifar frá fornum þjóðfélagsháttum og gömlum málvenjum, sem eitt sinn voru í fullu gildi og daglegri notkun, en fyrir löngu eru niður lagðar á þvl landi íslandi. Þó bregður svo við — eftir lýðveldisstofnun 1944 — að reynt er að nokkru að endur- vekja ávarpssið þennan, en til handa tveim mönnum aðeins: Forseta og biskupi. Líklega mun þó mála sannast, að „rétt“ notkun ávarpsins muni nokkuð vefjast fyrir mönnum — enda felst í þessu — til- rauninni til þess að vekja upp á ný ávarpið „Herra“ — furðu góð mynd af eðli for- setaembættisins. Rétt eins og áritunin „Hr.“ á jólakorti reynist skringilegar menjar einar úr fornu höfðingja-þjóð- félagi — tignarheiti, sem al- múgamaður bar sér í munn, er hann ávarpaði yfirstéttar- manninn. — Þá er og forseta- embættið hjómið eitt. Þótt sjálfsagt mál reynist, að fara í ýmsu eftir reynslu og kunnáttu erlendra þjóða, er með öllu óþarft að taka upp nær alla þeirra siði. Þeg- ar lýðveldi var stofnað hér árið 1944 var nauðsynjalaust að koma á fót forsetadómi, svo sem að jafnaði tíðkaðist hjá öðrum nýstofnuðum lýð- veldum. „Þjóhöfðingi“ — kon ungur eða forseti, á sér enga innlenda hefð hér á landi, en þegnum gamalla konungs- ríkja er ef til vill nokkur vork unn, þótt þeim finnist tóm- legt nokkuð, að verða sviptir allri „dýrð“ þjóðhöfðingja- dómsins, þegar breytt var um stjórnarhætti. Þá voru kon- ungar gerðir valdalausir gerfi-embættismenn, eða valdalausir „forsetar“ settir á stól. Raunar hefur verið reynt Friáls hióð — Fimmtudagur 8. febrúar 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.