Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 7
Ungir Sjálfstæðismenn Framh. at bls. 8. tvö framboS í nafni sama flokks og sýnir fram á, að til- gangur þess er augljós. SíSan kemur hann að hugmyndinni um afnám þessa ákvæðis og segir þar m. a.: „Öllum má ljóst vera, að vald forystumanna stjórn- málaflokkanna er ærið. Það væri því eins og að færa bak- arabarni meira brauð að veita forystumönmmum lögverndað an rétt til útgáfu leyfisbréfa handa frambjóðendum. Fram- bjóðendur strjálbýlisins mundu þá væntanlega verða að sækja flokksstimpil á flokksskrifstofu í öðru kjör- dæmi til þess að sanna kjós- endum sínum að þeir væru útvaldir til framboða." Ungir Sjálfstæðismenn eru ekki vanir að vera uppreisnar gjarnir gegn eldri flokksmönn um. Viðbrögð þeirra nú sýna því glöggt, hve langt dóms- málaráSherra hefur gengiS í aS knýja fram hugmyndir sín- ar um einræSi flokksstjórn- anna. Er nú vandséð, hver málalok verða, og ekki ör- vænt um, að afstýra megi fyr- irætlun dómsmálaráðherra, ef duglega er aS unniS. Atök um skipulag Framhald af bls. 8. nefndarmaður óbundnar hendur, er tíl þings köm, og þegar þingið tók að fjalla um þessi mál, kom strax fram mikill skoðanamunur. í ör- stuttu máli má segja að þær breytingartillögur, sem uppi voru, snerust um: 1) Kosninga fyrirkomulag til þings. 2) Stór fækkun fulltrúa á þingi. 3) Uppbygging sambandsins, þ. e. hvort að hin ýmsu lands- sambönd ættu að vera beinir aðilar að ASÍ eða félögin sjálf eða hvort tveggja. Mál- inu lyktaði þannig, að skipu- lagsbreytingunum var frestað og vísað til næsta þings ASÍ. Var kjörin sérstök nefnd til að vinna i málinu og leggja það fyrir þing. Ýmsir hafa leitt hugann að því, hvað sé raunverulega að gerast í skipulagsmálum ASÍ og hvert stefni með frágang þeirra. Augljóst er, eftir þeim umræðum, sem urðu á þing- inu, að ekki er um pólitíska flokkadrætti að ræða, heldur virðist sem fulltrúar margra stóru félaganna í Reykjavík séu á sama báti í þessu efni. Vaknar því sú spurning, hvort ekki sé stefnt að því með fyrirhuguðum breyting- nm að koma völdunum í iærri hendur í sambandinu. Sú tilhheiging hefiir tjfifniléga géft várt við sig S öðruni sviðum í þjóðiífinu hin síö- ustu ar. Yrði það gert, myndi ýms- um „héraðshöfðingjum" for- ystumönnum verkaiýðsfélag- anna úti á landi, þykja sinn hlutur rýr. Menn hafa bent á, að stóru félögin hafi þessi mál þegar í hendi sinni að miklu leyti. Vérður fróðlegt að sjá, hvort forystumenn þeirra voga að koma vilja sínum fram, þrátt fyrir geypi- harða andstöðu ýmissa verka lýðsforingja, sem hingað til hafa verið taldir gjaldgengir í samtökunum. Kynni þá svo að fara, að sigurvegararnir tækju þá áhættu að kljúfa alþýðusamtökin. Loftárásum verði hætt Framhald af bls. 8. í greinargerð segir, að til lagan sé í meginatriðum sniðin eftir ályktun, sem hollenzka þingið gerði um þessi mál s.l. sumar. í grein argerðinni kemur einnig fram, að meðal þeirra ríkja er skoraS hafa á Bandarík- in aS hætta loftárásunum eru auk Hollands NorSur- löndin öll, utan íslands, Frakkland og Kanada. Athygli vekur, að énginh þingmaSur stjórnarflokk- anna er meSal flutnings- manna. Vönandi þýSir þaS þó ?l<-ki að stjórnr * >kk- arnir tatli sér að saineinast um að fella f.illöguna eða svæfa á nokkurn hátt. Varla er hægt að hugsa sér annað en mikill hluti stjórn arþingmanna sé sammála tillögunni í meginatriðum. Verði hún felld, er því ekki hægt að skilja það á nema einn veg. Það væri skýlaus yfirlýsing um, að við séum bandarískt leppríki og höf- um ekki rétt til að álykta neitt, sem felur í sér gagn- rýni á störf eSa stefnu bandarískra stjórnvalda. Aburðarframleiðslan Framh. af bls. 1. FJÁRMÁLAMENN FARA Á KREIK En þegar búiS var aS út- vega fjármagnið hjá Mars- hallstofnuninni, vaknaSi skyndilega áhugi fjár- sterkra aðila á að eignast 4 milljóna króna hlut í vænt- anlegu hlutafélagi, en rík- ið átti 6 millj. Því hefur ver ið haldið fram, að Marshall- stofnunin hafi sett sem skil yrði, að stofnað yrði hluta- félag um verksmiðjuna. — Þetta segir Jóhannes al- rangt, og ætti hann að vita um það, enda vann hann nlikið áðþessu máli. Kveðst Jóhannes hafa gert fyrir- spurn um þetta hjá stofnun inni og fengiS þau svör, aS Veggfóöur í miklu úrvali LITAVER Grensásvegi 22—24. — Símar 30280—32262 frekar væri óskað eftir að !.'yrirLækið væri rekið sem hlutafélag, en ekkert væri við það að athuga, að rík- ið ætti öll hlutabréfin, en slíkt rekstrarfyrirkomulag er vel þekkt erlendis. ÞöRF NIÐURSTÖÐU Jóhannes hvetur til þess, að gengið sé hreinlega frá þessum málum og telur eðlilegast, að verksmiðjan sé algjörlega í ríkiseign. Er það skynsamlegt sjónarmið. En hitt er ekki síður mikil- vægt, að gengið sé úr skugga um, hvort íslenzk- um bændum — og þar með þjóðinni allri — sé stórkosc legt tjón »1 rekstri verk- smiðjunnar. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 8. febrúar 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.