Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 1
5. desember 1968 Fimmtudagnr 38. tölKblað 17. árgangur Þing A.S.K.: Verkalýðshreyfingin setur fram kröfur sínar VERÐTRYGGING LAUNA ER GRUNDVALLARATRIÐI Þrítugasta og fyrsta þingi Alþýðusambands íslands lauk fyrir skömmu. Á þinginu voru teknar ýmsar markverðar ákvarðanir, m. a. samþykktar allverulegar breytingar á skipulagi samtakanna. í kjara og efnahagsmálaályktun þings ins, sem var einróma sam- þykkt voru höfuðatriðin þessi: 1. Verðtrygging launa er grundvallaratriði. Því skorar þingið á öll verkalýðsfélög að búa sig undir sameiginlega baráttu til þess að tryggja það, að verðbætur á laun verði greidd áfram ársfjórðungs- legá. 2. Óhjákvæmilegt er, að dagvinnutekjur nægi einar saman til framfærslu og bar- átta fyrir framkvæmd þeirrar stefnu er lífsnauðsyn þúsunda manna um allt land. 3. Réttur fiskimanna til ó- skerts aflahlutar er sambæri- legur rétti landverkafólks til verðtryggingar launa. 4. Krafan um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn er brýnni en nokkru sinni fyrr. 5. Leggja ber áherzlu á styttingu vinnuvikunnar og aukin orlofsréttindi. 6. Koma verður á kaup- tryggingu starfsfólks við fisk- vinnslustöðvar. 7. Rétturinn til atvinnu verð ORYGGISEFTIRLIT VARÐ- SKIPA Á HAFI ÚTI Haraldur Henrysfíon og Hjalti Haraldsson hafa lagt fram frumvarp á A'lþVngi um breytingu á lögum um eftirlit skipa, þar sem lagt er til, að skipverjar á varðskipum rík- isins fái vald til skoðunar um borð í öllum íslenzkum skip- um í ákveðnum tilvikum. Eins og nú er háttað, geta ehiung- is sérstakir eftirlitsmenn, skip aðir af skipaskoðunarstjóra, framkvæmt skoðanir á skipum og búnaði þeirra. Fara skoð- anir þeirra fram reglulega einu sinni á ári í höfn. í frumvarpinu er lagt til, að varðskipsmenn geti hvenær sem er framkvæmt skoðun á ýmsum öryggisbúnaði skipa, sem þau eiga að hafa skv. lög- um og reglugerðum, svo sem siglingatækjum, björgunar- tækjum, fjarskiptatækjum' o. fl. Auk þess er lagt til, að þeir geti framkvæmt skoðun á skipi, ef þeim sýnist af sigl- mgu þess, að haffærni sé á- bótavant eða hleðsla ólögleg. í greinargerð með frum- varpinu segir svo m. a.: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að töluvert hefur skort á, að fylgt væri reglum um öryggisútbúnað á skipum og reglum um haffærni eða hleðslu, og telja fróðir menn, að mörg slys megi rekja til slíks. Það myndi eflaust verða til aukins aðhalds, ef löggæzla á þessu sviði yrði aukin og skyndiskoðanir framkvæmd- ar á hafi úti. Útgerðarmenn og skipstjórnarmenn mundu þá eflaust hugsa sig betur um áður en þeir brytu lög um þessi ef»i. Hér eru svo ríkir hagsmunir í húfi, að nauðsyn- legt hlýtur að teljast, að eftir- lit verði sem strangast og virk- ast." Við 1. umræðu um frum- varpið s.l. fimmtudag kvaðst Haraldur Henrysson álíta, að hér ætti hið sama að gilda og um skoðun bifreiða. Þær væru skoðaðar reglulega einu sinni á ári af skoðunarmönnum bif- reiðaeftirlitsins, en alla aðra daga ársins gætu bifreiðaeig- endur átt von á því að lögreglu menn stöðvuðu þá í akstri til athugunar á ástandi bifreiðar. Sýndist sér enn ríkari ástæða til að lögbjóða slíka löggæzlu og eftirlit með skipum, þar sem þar væri oftast bæði um fleiri mannslíf og meiri verð- mæti að tefla. ur ekki keyptur með neins konar skerðingu á öðrum rétt- indum verkafólks. 9 Kosin til trúnaðarstarfa Eftirtaldir menn voru kjörn ir í helztu trúnaðarstöður Al- þýðusambandsins. — Forseti Hannibal Valdimarsson, vara- forseti Björn Jónsson. Aðrir í Hannibal Valdimarsson. Endurkjörinn forseti ASf miðstjórn voru kosnir: Bald- ur Óskarsson, Guðmundur H. Garðarsson, Guðjón S. Sig- urðsson, Hilmar Guðlaugsson, Óðinn Rögnvaldsson, Jón Sig- urðsson, Jóna Guðjónsdóttir, Óskar Hallgrímsson, Hermann Guðmundsson, Eðvarð Sigurðs son, Snorri Jónsson, Einar ög mundsson og Jón Snorri Þor- leifsson. £ Pólitísk refskák Enda þótt þingið samþykkti ýmsar merkar tillögur, verður tæpast sagt að hátt hafi verið á því risið að öðru leyti. Svip- mót þess einkenndist öðru fremur af pólitískum reip- drætti um stöður og vegtyllur þannig að önnur og merkari störf þess hurfu í skuggann. Yfirlýsing Hannibals Valdi- marssonar fyrir þingið um það að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í forsetaembætt ið olli miklum glundroða og óvissu. Athygli blaða og al- mennings beindist fyrst og fremst að kosningum í trúnað- MEÐAL Leiðari Þjöð í vanda stödd — bls. 3. • íslendingar eignist verksmiðjutogara — bls. 4. Orð í belg bls. 5. Morgunblaðið gerir sig að viðundri. — baksíða. EFNiS SKEMMTILEG SÝNING: Norrænar bækur 1968 Fyrir nokkru var opnuð í Norræna húsinu í Reykjavík sýning á bókum, sem gefnar hafa verið út á Norðurlönd- unum á árinu 1968. Sýning þessi er einstæð í sinni röð og á að gefa góða hugmynd um nútíma bókagerð á Norð- urlöndum. Að sögn hins ötula forstöðumanns Norræna húss- ins Ivars Eskeland var leitast við að hafa sýningu þessa sem fjölbreyttasta, og þar getur að líta Ijóðabækur, vísindarit, skáldsögur, kennslubækur, leikrit og ótal margt fleira, að ógleymdum barnabókun- um, en þær eru sýndar í sér- stakri deild og munu áreið- anlega vekja ,mikla athygli. Þá er komið fyrir í glerköss- um í anddyri hússins gömlum útgáfum af Heimskringlu á öllum Norðurlandamálunum. Hefur Landsbókasafnið lánað bækur þessar til sýningarinn- ar og er fróðlegt að bera sam- an hið gamla og hið nýja. Alls eru á sýningunni u. þ. b. 2000 bækur frá Norðurlönd- unum 6, því Færeyingar eru meðal þátttakenda, og koma bækur þeirra skemmtilega á óvart fyrir listrænan og vand- aðan frágang. Við aðganginn að sýning- unni fá gestir í hendur bóka- skrá og eru í henni tveir at- kvæðaseðlar. Annar fyrir börn en hinn fyrir fullorðna. Þar gefst fólki tækifæri til að velja 10 fallegustu bækur sýningarinnar og verða góð verðlaun veitt þeim, sem næst komast endanlegum úrslitum í þessari samkeppni. Þar að- auki fær fimmtugasti hver gestur vandaða bókagjöf. Á sýningu þessari gefst ís- lendingum góður kostur á að bera saman bókagerð sína og hinna Norðurlandaþjóðaima. Því er ekki að leyna, að bæk- ur hér á landi hafa löngum verið fremur illa úr garði gerðar og óvandaðar. Á und- anförnum árum hefur þetta þó breytzt mjög til batnaðar. Auk in áherzla hefur verið lögð á Framh. á bls. 3.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.