Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 6
Verksmiðjutogarar Framhald af bls. 4. um hent upp í losunartrog, en úr því er hann látinn detta niður á bílpall. Síðan er bifreið, oft með 7—8 tonna þunga ekið um mis- jafnan veg til fiskvinnslu- stöðvar, en þar er þessu þunga hlassi sturtað af bíl- pallinum, líkt og væri verið að flytja ofaníburð í veg. Það hljóta allir að sjá, þótt þeir séu ekki sérfróðir á þessu sviði, að slík meðferð á viðkvæmu hráefni, sem vinna á úr útflutningsvöru til matar, er ekki sæmandi menningarþjóð og veldur auk þesf svo miklum skaða að við erum ekki menn til að standa þar undir. En hér er reyndar ekki öll sagan sögð enn. Eftir þessa með- ferð á fiskinum, er hann svo látinn bíða vinnslunn- ar í fiskmóttökum, sem á engan hátt svara kröfum nútímans og þar verður fiskurinn oft og iðulega fyr ir skemmdum áður en hann kemst í vinnslu. Við því er þess vegna ekki að búast að nýting hins góða hráefn is sem hér um ræðir, verði góð og er staðreyndin sú, að ástandið hér í fisk- vinnslumálum, hvað við- kemur meðferð á hráefn- inu og nýtingu þess þolir engan samanburð við stærstu keppinauta okkar á fiskmörkuðunum, t. d. Norð menn og Dani. Þeir setja fiskinn strax í kassa á mið unum og þaðan er hann ekki hreyfður fyrr enn hann fer í vinnslu. Það er einnig ljóst, að fiskur, sem veiddur er á f jarlægum mið um, t. d. við Grænland eða Nýfundnaland, er orðinn miklu verra hráefni og verð minna eftir langa siglingu hingað. Því er mikilvægt að þau skip, sem þangað leita geti unnið strax úr afla sín- um og skilað honum sem fullunninni markaðsvöru. Með því eru gæði og lægsti mögulegi framleiðslukostn- aður tryggður. Hér að framan hef ég reynt að leiða nokkur rök að því, að við íslendingar eigum geysimikið óunnið verk til uppbyggingar undir stöðuatvinnuvegi okkar, sjávarútvegsins. Ég álít, að sú uppbygging myndi leiða til öruggari og traustari þjóðarbúskapar, sem gerði okkur kleift að búa hér við. aukna velferð og hagsæld, sem myndi standa af sér alla tímabundna erfiðleika. Ég tel, að þingsályktunar- tillaga sú, sem hér er til umræðu bendi á eina stór- virkustu leiðina til verð- mætasköpunar og gjaldeyr- isöflunar fyrir þjóðarbúið og geti myndað grundvöll- inn að þeirri alhliða upp- byggingu, sem fram þarf að fara. Því er það skylda Al- þingis og ríkisstjórnar áð kanna þessa leið og hefja hið fyrsta undirbúning þess að hrinda' málinu í- fram- kvæmd ef niðurstöður verða jákvæðar. Bótagreiöslur almannatrygginganna í Reykjavík Bótagreiðslur hefjast í desember sem hér segir: Ellilífeyrir fimmtudaginn 5. desember. Aðrar bætur, þó ekki f jölskyldubætur, mánudaginn 9. desember. Fjölskyldubætur greiðast þannig: Miðvikudaginn 11. desember hefjast greiðslur með 3 börnum og fleiri í ijöl- skyldu. Laugardaginn 14. desember hefjast greiðslur með 1 og 2 börnum'í fjölskyldu, (þann dag opið til kl. 5). Sérstök athygli skal vakin á því, að á mánudögum er afgreiðslan opin til kl. 4 síðdegis og auk þess verða greiddar allar tegundir bóta til kl. 5 síðdegis laugar- daginn 14. desember. Bótagreiðslum ársins lýkur á hádegi á aðfangadag jóla og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutíma bóta í janúar. TRYGGINGASTOFNUN RfKISiNS Laugavegi114 Meira en fjórði IfoffiW hver miði vinnurí DREGIÐ VERÐUR 5. DESEMBER Hæsti vinningur 1 milljón Endumýjun lýkur á hádegi dráttardags Vöruhappdrætti SIBS Nýjar bækur ÆSKUNNAR 1968 Án söluskatts kr.: Bláklædda stúlkan.................... 148.00 Öldufall áranna ...................... 410.00 Gaukur keppir að marki................ 185.00 Litli og Stóri ...'..................... 45.00 Yfir úthafið.......................... 145.00 Tamar og Tóta......................... 165.00 Krummahöllin........................ 40.00 Skaðaveður 1897—1901................ 220.00 Hrólfur hinn hrausti .................. 142.00 Eygló og ókunríi maðurinn.............. 163.00 Sögur fyrir börn (Tolstoj)___.......... 50.00 Fimm ævintýri ...................... 50.00 Úrvalsljóð Sigurðár Júl. Jóhannessonar .. 149.00 Barnablaðið Æskan Reykjavík, 29. nóv. 1968. Símaviðtalstími tryggingayfirlæknis verður fram- vegis á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11—12. Viðtalstímar eins og áður eftir tímapöntun. Tekið er á móti pöntun í síma stofnunarinnar 19300 daglega kl. 10—12. Tryggingastofnun ríkisins. islenzkt orðtakasafn I. eftir Halldór Halldórsson er þriðja bókin í bókaflokknum íslenzk þjóð- fræði. Bókin er ómissandi "uppsláttar- rit námsmönnum, kennurum og öllum öðrum sem leita vilja þekkingar á tungu sinni. Verð til félagsmanna er kr. 395,—. z Almenna bókafclagið. FORVAL Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar auglýsir hér með eftir verktökum til þátttöku í forvali, þar sem valdir verða úr, verktakar er gefinn verður kostur á að bjóða sem aðalverktakar í byggingu 180—850 íbúða í fjölbýlishúsum á efra svæðinu í Breiðholti. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Framkvæmda nefndarinnar að Lágmúla 8, Reykjavík. Frestur til að tilkynna þátttöku í forvalinu stendur til kl. 18 mánudaginn 16. desember n.k. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar Frjáls þjóð — Fimmtudagur 5. desember 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.