Vikublaðið


Vikublaðið - 08.07.1994, Page 5

Vikublaðið - 08.07.1994, Page 5
VTKUBLAÐIÐ 8. JÚLÍ 1994 Umheimurinii 5 Sölumennska í Bandaríkjunum David Brumbalow, Janice Hamblin og Marjorie Godzik hafa nú þegar fengið tíu milljónir dollara. Már Jónsson á í vændum sömu upphæð. Stórtíðindin sjást í gegnum glugga á umslaginu og orðalag bendir ekki til annars en að verðlaunin séu í höfn eða að minnsta kosti afar fáir um hituna. Letur er glannalegt og margtekið fram að þetta sé sérlega mikilvægur póstur sem verði að sinna strax. Meira að segja er orðsending til bréflterans um að miklu skipti að viðtakandi fái sending- una í snarhasti. Allt sem svo þarf að gera er að líma gylltan miða á blað og senda í tilbúnu umslagi fyrir tiltekinn dag. Allt í plati Þegar fyrsta geðshræringin er liðin hjá og textinn lesinn nánar, kemur í ljós léttur fyrirvari með smærra letri um að þetta gerist nú aðeins ef svo vel vill til að nafn og númer séu það nafn og það númer sem dregin verða úr pottinum í beinni útséndingu NBC- sjónvarpsstöðvárinnar. Þegar sá dagur nálgast fara að sjást sjónvarpsauglýs- ingar £rá fyrirtækinu sent gefur vinn- inginn (American Family Publishers) og myndir sýndar af því farsæla og lát- lausa aiþýðufólki sem vann í fyrra og hitteðfyrra - hvort sem hægt er að trúa því eða ekki. Fullvíst er að millj- ónir manna fá svona umslög og mark- miðið er ekki að gefa því peninga heldur að hafa af því peninga. Eg fór að fá svona umslög í póstkassann eftir að ég álpaðist til þess einn daginn að kaupa áskrift að tímariti eftir auglýs- ingu sem barst í pósti og lofaði mikl- um afslætti. Þetta með afsláttinn stóðst, en síð- an hafa líka tilkynningar um ein og önnur verðlaun streymt ofan í póst- kassann. Flest byggja á því að maður kaupi eitthvað. Reyndar er tekið fram að ekki þurfi að kaupa neitt, en gefið sterklega í skyn að auðvitað sé ekki hægt að halda úti verðlaunum ef eng- inn kaupir neitt af þeim fína varningi sem er á boðstólum. Tímarit eru eitt, en jafnframt er boðið upp á bækur fyr- ir börnin og ekki síður alls kyns heim- ilistæki, heilsuvarning og jafnvel föt. Kaupi maður eitthvað bíða hvers kyns verðlaun handan við hornið, sem reynast tilbúningur þegar á reynir eða eitthvað býr að baki þessurn loforð- um. Einu sinni fékk ég bréf þar sem búið var að líma einseyring á og átti að senda efdr verðlaunum. Meðfylgjandi var bæklingur um eldhúshnífa og fleira gagnlegt, en ég pantaði ekki neitt og vildi bara fá verðlaunin. Svar- bréf var óljóst, en enginn pakki og eft- ir því sem ég komst næst hafði eins- eyringurinn verið verðlaunin - það er að segja fyrst ég keypti ekki neitt. I annað sldpti var mér boðið að leggja leið mína í kaupstað nærri heimili mínu til að fá sjónvarp, en sá böggull fylgdi skammrifi að ég varð að vera á staðnum allan daginn og láta kynna fyrir mér aðrar vörur fyrirtækisins. Og þar ffain eftir götum, en nú er sem betur fer búið að taka mig af þessum skrám. Uppgangur póstverslunar Markmiðið með þessum prettum er auðvitað ekki annað en að græða pen- um. Jafnvel er hugmyndin sú að ffægt fólk komi til að spjalla við stjórnendur þátta og klæðist fötunum eða hrósi stólunum sem verið er að selja. Að- standendur þessara tilrauna eru fyrir- tæki sem hafa rekið póstverslanir og gera sér vonir um að skemmtunin sem fólk fær út úr þessum þáttum auki auglýsingagildi og efli sölu. Þeir við- urkenna þó hættuna á því að skemmt- unin verði auglýsingunum yfirsterkari og fólk hreinlega gleyini að taka upp símann og kaupa það sem hugurinn girnist. Ekki er heldur ljóst hvort þessi aðferð verður ódýrari fyrir seljendur eða áhrifameiri gagnvart almenningi, en tilraunir eiga að leiða það í ljós inn- an árs. Bjartsýnustu menn gera ráð fyrir milljónum dollara í aukinn gróða, en þeir svartsýnustu að kostn- aður verði of rnikill og áhorfendur Már Jónsson inga og allt er þetta vitaskuld innan rainma laganna. Orðalag auglýsinga og loforða er ávallt úthugsað og pott- þétt, svo ekki er með nokkrum hætti hægt að sýna fram á sviksamlegt ráða- brugg. Líkt og við önnur viðskipti er forsendan sú að fólk þurfi að kaupa eitt og annað til daglegra þarfa. At- hygli þess á að ná með því að heita verðlaunum ffekar en sparnaði líkt og verslanir gera. Sífellt stærri hluti af innkaupum Bandaríkjamanna fer fram í gegnum póstinn. Póstverslanafyrir- tækjum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og Bandaríkjamenn una sér í vaxandi mæli heima við á kvöldin eða um helgar og skoða auglýsinga- bæklinga. Að hluta til er þetta leti, en jafnframt eru aðstæður orðnar þannig að fólk hefur ekki lengur tíma til að þvælast í búðir endalaust í leit að til- tekinni flík eða bollastelli. Þetta á reyndar einkum við um konur, sem löngum sáu um öll innkaup, en vinna nú frekar utan heimilis en áður og eyða margar óratíma í að komast í og úr vinnu. Þær vilja því frekar versla ffá eigin heimili. Það er því eftir miklu að slægjast, en jafhframt fer samkeppni harðnandi. Talið er að um tíu þúsund fyrirtæki í póstverslun sendi út fjórtán milljarða katalóga á ári hverju og helmingur fullorðinna íbúa landsins hafi keypt eitthvað og samanlögð velta nemur fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna. Hægt er að kaupa allt milli himins og jarðar, en föt eru þó líklega það sem mest er um. Bæklingarnir eru þauihugsaðir eftir því hvert skeytum er beint. Fyrirsæturnar búa í drauma- heimi þar sem öllum líður vel, þær eldast ekki og brosa stöðugt eða horfa á lesandann með seiðandi augnaráði, jafnt karlar sem konur. Litasamsetn- og ffamkoman það góð að á einni helgi selur hann auðveldlega 15 þús- und skíðagöngutæki til notkunar inn- an dyra, tíu þúsund þrekpalla og fimm þúsund göngufæribönd, en hvert þessara tækja kosta kannski 30-40 þúsund krónur. Myndband sem hann sýnir æfingar á hefur selst í milljónum eintaka, sem slagar upp í myndbönd Jane Fonda. Þegar hann kemur á skjá- inn þykir ráð að fjölga fólldnu sem svarar í símann svo um munar. Nú orðið annar hann heldur ekki effir- spurn ffá ffamleiðendum sem vilja fyrir alla muni fá hann í lið með sér og þótt hann segist helst ekki taka annað að sér en heilsuræktarvörur hefur hann nýverið tekið að sér að selja blettaeyði og efni til að gera tennur hvítari. Tony Little er þó undantekningin sem sannar reglunar. Utsendingar sölurásanna eru yfirleitt frámunalega leiðinlegar og óspennandi. Fyrirtæki sem vilja koma afurðum sínum á ffamfæri sjá sjálf um framsetningu og sjónvarpsrásirnar taka nærri helming allrar innkomu, þannig að gróðavon er lítil. Ný rás sem boðar fjörugri fram- setningu er hins vegar að hefja til- raunasendingar í gegnum kapalkerfi á affnörkuðum svæðum. Varan sem á að selja verður vissulega í forgrunni, en kynning lífleg og nánast í stíl sjón- varpsþátta með samræðum og leikj- Kynnirinn í ís- lenska sjónvarps- markaðnum á Stöð 2 gerir sig kláran fyrir upp- töku. Söluaðferðir eins og Már Jónsson lýsir í grein sinni eru að skjóta rótum hér á landi þó í smáu sé. Myndir: Verksmiðjan ing er kórrétt, flestir sem sýna fötin eru hvítir, en sumir svartir eða brúnir eða gulir í svipuðu hlutfalli og í samfé- laginu almennt. Allir eru ánægðir og hafa greinilega nóg að bíta og brenna. Selt í gegnum sjónvarpið Nýjasta nýtt er síðan að selja sams konar vörur með aðstoð sjónvarpsins, ekki þó með venjulegum auglýsingum sem taka örfáar sekúndur inní þáttum jafnt sem á milli dagskrárliða, heldur með látlaustri sölumennsku á séstök- um rásum. Nú þegar senda tvær sölu- rásir út allan daginn um allt land, en ffamseming er gamaldags í þeim skilningi að fyrirsætan ber armband eða er í blússu og buxum sem bjóðast á kostakjörum fyrir þá sem hringja og panta. Framseming líkist ffekar vöru- kynningu en auglýsingu og er ótrúlegt að áhrifin séu mikil. Einhver er þó til- gangurinn með þessu og þegar vel tekst til geta tekjur framleiðenda og söluaðila margfaldast. Það á til dæmis við um líkamsræktartæki sem krafta- verkamaðurinn Tony Little fæst við að sýna og selja. Hann er mildll kraftakarl, en frábrugðinn öðrum slík- um vegna þess að hann lenti í alvar- legu slysi fyrir tíu árurn og gat ekki æft í mörg ár. Bandaríkjamenn dá ekkert ffekar en fólk sem sýnir ómældan dug við að ná takinarki sínu, og það tókst Tony þrátt fyrir mótblásmr. Líkams- vöxmr hans er til mikillar fyrirmyndar nenni ekki að horfa á rásina ef þætt- irnir verða leiðinlegir. Venjulegar búðir Það ótrúlegasta við þessa þenslu í verslun í gegnum póst, síma eða sjón- varp er að sérhæfðar stórverslanir hafa það líka býsna gott og græða sumar meira og meira. Þessar verslanir hafa þanist svo um munar undanfarinn áramg og sérhæfa sig í leikföngum, í- þróttatækjum og pappírsvörum, með meiru. Þær eru gríðarstórar með vítt til veggja og hátt til lofts, en alltaf við- ráðanlegar fyrir gangandi fólk með innkaupakerru. Til að koma til móts við neytendur eru þær opnar tíu tíma á dag alla daga vikunnar. Utbreiðsla þeirra er reyndar að miklum hluta til á kosmað smærri verslana, sem fara á hausinn í hrönnum, líkt og gamaldags veitingastaðir við þjóðvegi landsins hafa orðið að víkja fyrir skyndibita- stöðum. Það er þó ekki eina ástæðan, því fyrir utan það sem þegar hefur verið nefnt um æ öflugri innkaup og sölumennsku spretta upp búðir sem sérhæfa sig í ódýrum fömm eða kaupa lagera af framleiðendum fi'nna merkja og selja á hálfvirði eða svo. Það sem ræður ferðinni er því fyrst og ffemst aukin neysla og aukin innkaup, enda virðist það vera helsta tómsmndagam- an stórs hluta bandarísku þjóðarinnar að fara út að versla, til dæmis á sunnu- dögum þegar ekkert betra er að gera.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.