Vikublaðið - 08.07.1994, Side 7
VIKUBLAÐIÐ 8. JÚLÍ 1994
ísland
7
ferðaþjónustu í 11 ár, allt frá 1984.
Þau byrjuðu á því að bjóða gistingu í
herbergjum inni á heimili sínu en
keyptu síðan gamla félagsheimilið í
sveitinni, gerðu upp og innréttuðu
fyrir svefnpokapláss. Þar á eftir var
bætt við litlum timburhúsum. Sumar-
ið 1992 var opnaður matsalur í
hlöðunni og vorið eítir innréttuð
svefhherbergi á effi hæð hlöðunnar.
Nú geta þau hýst 65 gesti og tekið á
mótd 60 manns í mat.
Ari og Sigrún hættu að stunda fjár-
búskap haustið 1991 og tóku talsverða
áhættu með því að snúa sér eingöngu
að ferðaþjónustu. „Eg sé ekki efdr að
hafa hætt að búa og það er ekki síður
áhætta að stunda fjárbúskap sem ekki
gengur,“ segir Ari. Hjá þeim lítur
sumarið vel út og er mikið bókað allt
fram í september.
Hann segir ferðamennina sem þau
taki á móti aðallega vera á vegum
ferðaskrifstofa og að þeir mættu koma
fyrr á vorin. Hægt gangi að lengja
ferðamannatímabilið. Dálítið er þó
um einstaklinga á ferð í maí en lxtrið
um skipulagðar ferðir. Ari segist sjá
einhverja fjölgun erlendra ferða-
manna á vormánuðum en ekki mikla.
ísland - sækjum það heim
Anna María Ragnarsdóttir og Jón
Benediktsson reka Hótel Skaftafell í
Freysnesi sem er á milli Svínafells og
Skaftafells. Á Hótel Skaftafelli er
hægt að taka á móti allt að 100 manns
og fá herbergi með baði en í vor var
tekið í notkun hús þar sem hægt er að
fá svefnpokapláss í herbergjum. Anna
María segir um 80 prósent gestanna
vera útlendinga.
„I sumar er mikið pantað og eru
það aðallega hópar á vegum ferða-
skrifstofa. Nú höfum við í boði ódýr-
ari gistingu fyrir þá sem það vilja og
fylgir þá eldunaraðstaða.“
Anna María segir að sér virðist sem
aukið framboð á gistirými dragi enn
fleiri að en hitt. Uppbyggingin valdi
því að þjónustan spyrjist enn ffekar út.
Ferðalangar á gangi niður sandöl-
duna við Ingólfshöfða. Sandurinn er
gjarn á að fjúka en Siggi á Nesinu
segist reyna að veija lygnt veður til
ferðanna.
Bergþór
Bjarnason
Einnig að það hjálpi til hversu margt
er orðið í boði í sveitinni.
„Það eru fleiri hópar hér'á ferðinni
í sumar en í fyrra og þeir koma fyrr.
Átakið Island - sœkjum það heim hefur
einnig hafit áhrif á Islendingana,11 seg-
ir Anna María. Hún segir möguleika á
ráðstefhuhaldi í Öræfasveit vera
nokkuð sem þeir sem skipuleggi ráð-
stefhur ættu að hugleiða. 4-5 tíma
keyrsla er ffá Reykjavík austur í Öræfi
og á Fagurhólsmýri er flugvöllur en
frá honum er 5 nn'nútna akstur að
Hofgarði sem er félagsheimili og skóli
sveitarinnar. I félagsheimilinu er fyr-
irtaks aðstaða til ráðstefhuhalds.
Endalaus straumur?
Möguleikarnir eru endalausir í Ör-
æfasveit og ekki spillir umhverfið fyr-
ir upplifun ferðamanna, ekki síst út-
lendinganna. Ef hægt er að tala um
ferðamannaiðnað þá virðist sá iðnað-
ur ganga ágætlega í þessari eitt sinn
afskiffu sveit. Kannski vegna þess að
þó mörgum þyki nóg um uppbygg-
ingarhraðann hefur hann verið í sam-
ræmi við markaðsmöguleikana og
ffamkvæmdagetu fólks.
Grundvöllur alls er þó áframhald-
andi straumur útlendinga og annarra
ferðamanna sem ekki er útlit fyrir að
réni, að minnsta kosti ekki í bili.
Uppar
Það er með ólíkindum hvað lífið
tekur skyndilegum breytingum
frá ári til árs. Vér Islendingar
erum mikið ffamkvæmdafólk. Ekki
má maður bregða sér af bæ í stuttan
tíma án þess að nýtt hús sé risið í
nágrenninu, búið að leggja nýja götu
eða gera endurbætur í garðinum hjá
nágrannanum. Fyrir okkur er búum á
höfuðborgarsvæðinu þarf mikið áræði
til að vera lengur að heiman en
nokkrar vikur, því vegaffamkvæmdir
eru slíkar, að óvíst er hvort maður rati
heim aftur þegar nýja brúin eða slauf-
an er komin í gagnið. Óþarft er að
minnast á aðra þætti, svo sem kaup og
kjör, húsnæðismál og annað sem tekur
sífelldum breytingum í þessu landi
bráðabirgðalaga og -lausna.
Lífsmátinn og lífsskoðanir fólks í
þessu landi taka einnig stakkaskiptum
annað veifið. Á velmegunarárunum
skömmu effir 1985 bjó ég erlendis
sem námsmaður og lifði við kröpp
kjör eins og námsmönnum er títt. Oft
og hagsýnar húsmæður
brá mér í brún þegar ég kom hingað
til lands sem gestur. Lífsstíllinn hafði
tekið stórbreytingum ffá því sem ég
þekkti áður.
Það sem stakk í augum var lúxús í
klæðaburði. Fólk gekk í dýrum fötum
með vandlega merktum tísku-
merkjum, margir voru með rándýr
gleraugu og þannig má áffam telja.
Tveir bílar af fi'nustu gerð var skylda á
hverju heimili ef maður vildi teljast til
siðmenntaðra manna. Fólk vann
auðvitað myrkranna á milli til að
getað fjármagnað þessi ósköp. Þetta
voru tímar uppanna. Þegar ég leit
þetta fólk augum datt mér í hug
norskættaði Kanadamaðurinn Torst-
en Veblen. Hann setti fram skemmti-
lega kenningu um neyslumynstur
yfirstéttarinnar, sem hann bar tak-
markaða lotningu fyrir.
Kenning hans var í sem stystu máli
þessi: I hinu gamla kyrrstæða samféla-
gi, þar sem allir þekktu alla og slúður
átti auðvelt uppdráttar, var unnt að
sýna ríkidæmi sitt með því að lifa
letrilífi, liggja í sólinni eða spóka sig
þegar lýðurinn varð að strita í sveita
síns andlits, eða með því að eyða sem
mestu á sem skemmstum tíma í
viðurvist sem flestra. Báðar leiðir bera
vott um sóun, annars vegar á tíma og
fyrirhöfn, hins vegar sóun verðmæta.
Lífsmynstur yfirstéttarinnar hefur
mótast af þessari sóun (ósjálfrátt
hvarflar hugurinn að Bertie Wooster
og Jeeves þjóni hans). Augljós sóun
verðmæta náði yfirburðastöðu er frá
leið, þvf í hinu margmenna iðn-
aðarsamfélagi, þar sem fólk er á sífell-
dum þönum innan lands sem utan og
fólk þekkist aðeins að takmörkuðu
leyti, er það ákjósanleg leið til að sýna
ríkidæmi sitt. Er þetta ekki kjarninn í
lífsstíl uppanna? Líf þeirra snýst mjög
um að sýna ríkidæmi sitt og völd, en
þeir hafa vart tíma til að njóta ávax-
tanna af eigin erfiði þar sem þeir
vinna mikið.
Á þessum tíma voru íslendingar
einnig bjartsýnasta þjóð í heimi -
enda lifðu þeir í landi tækifæranna og
engin óveðurský á himni. Tákn þessa
tíma voru lúxustímarit og lúxusver-
slanir í Kringlunni, sem var nýrisin af
stalli. Sá sem boðaði að þrengingartí-
mar færu í hönd mátti prísa sínum
sæla fyrir að vera ekki vísað úr veis-
lum.
Fljótt skipast veður í lofd. Nú eru
krepputímar. Gjaldþrotum hefur
fjölgað mjög á liðnum árum, yfirvinna
dregist saman og atvinnuleysi skotið
hér rótum. Og viðhorfin og lífsstíllinn
breytast einnig. Nú hefur fólk litla trú
á framtíð íslands. Engin teikn eru á
lofti um betri tíð með blóm í haga. Þá
þurfa flestir að herða sultarólar.
Ymsum ffamkvæmdum þarf að skjóta
á ffest og bíllinn verður ekki
endurnýjaður í ár. Og lúxusinn í
mataræði er liðin tíð. Nú er ráðdeild
og hagsýni kjörorð dagsins. Best er að
spara og eyða ekki um efni fram.
Núverandi ríkisstjórn hefur raunar
gengið svo langt að kynna niðurskurð
og sparnað á öllum sviðum sem dyggð
og ffamför! Hverjum hefði dottið
slíkt í hug fyrir nokkrum árum. Hin
hagsýna húsmóðir hefur velt upp-
anum af stall. Og verslanir okkar tíma
eru Bónus og Hagkaup.
Það er ekki af okkur íslendingum
skafið. Við erum fljót að semja okkur
að breyttum aðstæðum. Enda tökum
við sveiflum í efnahagslífi sem hverju
öðru hundsbiti, sem læknast mun í
fyllingu tímans.
Dregið var í happdrœtti Reykjavíkurlistans 30. júní sl.
Upplýsingar um vinningsnúmer eru veittar í síma 91-15200 og vinninga má vitja að Hafnarstrœti 20, 3. hœð milli kl. 13 og 15
f alla virka daga.
REYKJAVIKUR Pökkum stuðninginn.
LISTINN Reykjavíkurlistinn