Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Page 2

Vikublaðið - 15.07.1994, Page 2
2 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 15.JÚLÍ 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls íjölmiðlun hf. Skilum HM í hand- bolta með sóma Það er rétt hjá borgarstjóranum í Reykjavík að þeir sem hafa staðið að undirbúningi heimsmeistarakeppn- innar í handbolta síðan 1988 hafa engin efni á að tala digurbarkalega eða beita þrýstingi. Stjórnarmálamenn Sjálfstæðisflokksins hjá borg og ríki hafa ýmist velt mál- um á milli sín án þess að geta tekið ákvarðanir eða reynt að kaupa sig frá HM með smáaurum. Þeir hafa hvorki haft dug í sér til þess að stöðva framgang keppninnar né til þess að standa að henni með sóma. Hlutur íþróttaforystunnar hefur á köflum verið fyrir neðan allar hellur í undirbúningi HM. Þannig er Laug- ardalshöllin boðin fram sem aðalkeppnisstaður á for- sendum sem ekki standast og má leiða getum að því að það hafi verið gert vísvitandi. Astæðulaust er að draga alla íþróttaforystuna til ábyrgðar fyrir slíkt athæfi en hún getur heldur ekki skotið sér undan því að gera mál- ið upp fyrir opnum tjöldum. Það var ofdirfska fyrir sex árum að sækja um HM 1995. Handknattleikssambandið var þá í miklum fjár- hagslegum kröggum og samstilling um stórframkvæmd af þessu tagi ekki fyrir hendi. Bæjarstjórnin í Kópavogi eygði þó möguleika á að byggja yfir HM í handknattleik og leysa um leið þörf bæjarins fyrir íþrótta- og skólahfrs- næði. Gunnar Birgisson oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi skaut þessa hugmynd í kaf í kosningum og eff- ir það hröktust handboltamenn í hallærislausnir. Nú eru gerðar kröfur á Reykjavíkurborg að hún komi til bjargar. Reykjavíkurlistinn fær sitt fyrsta stórmál til umfjöllunar og ákvörðunar. Hann er á móti minnis- varðastefnu Sjálfstæðisflokksins og vill frekar sinna skóla- og félagsmálum heldur en monthúsum og fjár- austri í vanhugsaðar skyndiframkvæmdir. íþróttirnar hafa verið frekar til fjárins í flestum bæjarfélögum og ekki gefið að þær eigi forgang umff am annað. Hér er því ekkert gæluverkefni á ferðinni. Nauðsynlegt er þó að líta ekki þröngt á málið. ís- lenska íþróttaforystan hefur með samþykki stjórnvalda tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar. Mikilvægt er að íslendingar skili slíkum verkefnum með sóma. Við ligg- ur heiður og traust í samskiptum við aðrar þjóðir. Orð- sporið sem fer af HM í handknattleik getur skipt máli í almennum viðskiptum á næstu árum. Nægir hér að minna á glæsilega framkvæmd Norðmanna á vetrar- ólympíuleikum sem skiluðu þeim vegsauka víða um heim. Eins og borgarstjóri hefur bent á þurfa fleiri en borgin að bjarga HM í handknattleik. Það þarf nánast allsherj- arsátt og sameiningu um að halda mótið þannig að Is- lendingar hafi sóma af. Reykjavíkurborg gæti tekið for- ystu um að laða ríkisstjórn, samtök atvinnulífs, samtök sveitarfélaga og íþróttaforystu til samstöðu um djarfa en skynsamlega lausn á þeim vanda sem hefur verið skapað- ur. Yfirbyggður grasvöllur var á stefnuskrá Reykjavíkur- listans og skoða ber rækilega hvort ekki megi reisa fjöl- nota hús austan við Laugardalshöll sem tengst gæti þess- uin áformum og hugmyndum um framtíðarnýtingu hall- arinnar. Sjónarhorn Samfylking félagshyggju- fólks og flokkakerfi Undanfarnar vikur hefur kviknað þó nokkur umræða um flokkakerfið og aðstæð- ur í íslenskum stjórnmálum. Eru það einkum úrslitin í sveitarstjórn- arkosningunum í vor, sérstaklega sigur sameiginlegs R-lista félags- hyggjufólks í Reykjavík og hræring- ar í Alþýðuflokknum, sem næra þessa umræðu. Menn spyrja sig spurninga eins og þeirra hvort til- koma R-listans sé eða geti orðið upphafið að öðru meira, hvort í vændum sé uppgjör einhvers konar félagshyggjuarms í Alþýðuflokkn- um við hægrisiglingu þess flokks í tíð núverandi formanns og hvort þessir atburðir skapi nýja möguleika á samfylkingu vinstri manna og fé- lagshyggjufólks. Tæki hvers tíma Oll er þessi umræða af hinu góða, því grundvallaratriði í þjóðmálum og stjórnmálabaráttu komast aldrei of oft á dagskrá. Krefjandi spurn- ingar eins og þær hverjir eigi í reynd málefhalega samleið, hvað sameini og hvað skilji að, og hvernig flokka- kerfi menn telji að þjóni lýðræðinu best, eru ágæt byrjun. Þá er spurt í anda þess grundvallaratriðis að stjórnmálabarátta á að snúast og snýst alltaf að lokum um málefni, um stefnu, um innihald. Það er þjóðfélagsgerðin, leikreglurnar, lífsgæði og menning sem skipta máli. Flokkar, framboð og stjórn- málamenn eru tæki sem smíðuð skulu eftir þörfúm hvers tíma.'Þau er ekki markmið í sjálfu sér ef svo má að orði komast. Sjálfsagt en torsótt markmið Nóbelsskáldið okkar hefur á ein- um stað í kostulegum texta gert að umtalsefni þá rökræðulist Islend- inga að þrasa um aukaatriði og titt- lingaskít en forðast kjarna málsins. Það er upp úr þessu hjólfari yfir- lrorðskenndrar og frasakenndrar umræðu sem við verðum umfram Steingrímur J. Sigfússon allt að hefja okkur ef umræðan á að skila okkur áfram. Jafn göfugt og í raun og veru sjálfsagt og markmiðið um samvinnu, samstarf, sameiningu félagslega þenkjandi fólks er, er hitt augljóst að leiðin að því marki er býsna torfær. Væri ekki svo þá starf- aði hér þegar hinn stóri breiði fé- lagshyggjuflokkur og hefði lengi gert. Alþýðubandalagið var stofhað í anda slíkrar samfylkingar. Hvorki fyrr né síðar hefur strandað á þeim sem til vinstri hafa staðið í þessum efnum. Það er fyrst og fremst hitt að fjölmennar fylkingar félags- hyggjufólks er að finna í hópi flokksmanna og stuðningsmanna Framsóknarflokksins, sem er hinn dæmigerði miðjuflokkur í íslensk- um stjórnmálum, og Alþýðuflokks- ins, sem er borgaralega og hægris- innaður flokkur, en báðir þessir flokkar hafa jöfnum höndum kosið að starfa með íhaldinu. Oft hefur það samstarf snúist um framkvæmd ómengaðrar hægristefnu. Það eru atburðir eins og þeir sem gerðust eftir síðustu alþingiskosningar, þeg- ar vinstri stjóm hélt meirihluta í kosningum en Alþýðuflokkurinn valdi samstarfvið íhaldið, sem sífellt leggja steina í þessa götu. Alþýðubandalagið er besta tryggingin Islenska flokkakerfið er söguleg og raunveruleg staðreynd sem hefur í áratugi staðið af sér fullyrðingar um að það væri úrelt. Flokkar hafa oftar en einu sinni verið stofnaðir því til höfuðs og aftur horfið af sjónarsviðinu eftir skamma viðdvöl. Flestum er þeim tilraunum það sameiginlegt að hafa tengst per- sónulegum átökum, klofningi og valdabaráttu einstaklinga, en ekki grundvallast á málefnalegum undir- stöðum og þátttöku grasrótarinnar. Þessa er hollt að minnast. Þessir erfiðleikar breyta engu um það að stefha samfylkingar þeirra sem eiga sameiginleg þjóðfélagsleg markmið, í því formi sem efhi og aðstæður leyfa, er rétt og fyrir henni á Alþýðubandalagið áfram að berj- ast. Þá baráttu á Alþýðubandalagið að heyja með því að efla sjálft sig sem hinn eiginlega vettvang vinstri- stefhu, jafhaðarstefnu og félags- hyggju, með því að skoða með opn- um huga tækifæri og möguleika til samfylkingar. Það hefur Alþýðu- bandalagið jafhan gert eins og sveit- arstjórnarkosningarnar í vor sýndu. Við óbreyttar aðstæður í íslenskum stjórnmálum er það hinsvegar svo að öflugt Alþýðubandalag er besta og reyndar eina tryggingin sem vinstrimenn hafa fyrir því að félags- legar áherslur hafi áhrif á þingi, í ríldsstjórn, í sveitarstjórnum og annars staðar þar sem máli skiptir. Flokkakerfið er ekki hrunið enn Þrátt fyrir umrót og breytingar á ýmsum sviðum er tæplega annað raunhæft en að næstu alþingiskosn- ingar að minnsta kosti verði háðar á grundvelli núverandi flokkakerfis í grófum dráttum, enda eru þær skammt undan. Verkefni Alþýðu- bandalagsmanna á næstu mánuðum er að fylgja eftir ágætum sigrum víða um land í sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor og stefna að ekki síðri útkomu í alþingiskosningum innan fárra mánaða. Því fyrr sem þjóðin fær þær kosningar því betra. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins fyrir Norðurland eystra og varaformaður flokksins.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.