Vikublaðið - 15.07.1994, Side 3
VIKUBLAÐIÐ 15.JULI 1994
Viðtallð
3
Fetaði í fótspor eiginmannsins og á nú sæti í bæjarstjórn Akraness fyrir Alþýðubandalagið:
„Ég ólst upp við pólitíska
umræðu og hún var aldrei
leiðinleg“
- segir Ingunn Anna Jónasdóttir í
viðtali við Vikublaðið
„Ég veit nákvæmlega hvað ég er að fara út í, en sé samt ekki fyrir mér að
ég leggi pólitík fyrir mig. En ég dáist að því fólki sem er reiðubúið að legg-
ja stjórnmál fyrir sig sem lífsstarf og ég ber mikla virðingu fyrir stjórn-
málamönnum." Mynd: ÓI.Þ.
Hún er fædd í Reykjavík árið
1948 en hefur allt frá blautu
barnsbeini verið á flakki,
jafnt innan lands sem utan. Hún hefur
haldið jólin hátíðleg með fjölskyldu
sinni í fimm þjóðlöndum á ævinni, allt
frá Islandi niður til svörtustu Afríku.
Segja má að hún hafi fengið pólitískan
áhuga frá föður sínum í vöggugjöf. Sá
áhugi hefur fylgt henni alla tíð. Hún
var í vor kjörin í bæjarstjórn Akraness
fyrir Alþýðubandalagið og fetaði þar í
fótspor eiginmanns sxns, Engilberts
Guðmundssonar, sem sat um 7 ára
skeið fyrir Alþýðubandalagið í bæjar-
stjórn Akraness. Konan sem er hér í
viðtali við Vikublaðið heitir Ingunn
Anna Jónasdóttir. Foreldrar hennar
eru Jónas Arnason, landskunnt skáld,
hagyrðingur og stjórnmálamaður og
Guðrún Jónsdóttir.
Á eilífu flakki
„Það má eiginlega segja að ég hafi
verið á flakki alla mína ævi. Þetta flakk
hófst strax þegar ég var í krakki og
fjórum sinnum skipti ég um barna-
skóla. Þetta helgaðist af því að pabbi
var kennari á þessum árum. M.a.
bjuggum við um tíma í Neskaupsstað,
þar sem hann stundaði kennslu,
einnig í Kópavogi og Hafnarfirði. En
það var svo uin 1970 eftir að ég
kynntist eiginmanni mínum, sem er
frá Akranesi, að ég ákvað að setjast að
á Akranesi. Fram að þeim tíma má í
raun segja að ég hafi hvergi átt rætur.“
Eftir hefðbundna skólagöngu lá
leiðin í Verslunarskólann og síðan í
Samvinnuháskólann að Bifröst, þaðan
sem Ingunn lauk námi árið 1967.
Nxstu árin stundaði Ingunn almerma
vinnu áður en pakkað var niður í tösk-
urnar og haldið utan. Stefnan var tek-
in á Kaupmannahöfn, þar sem hún
hóf nám í viðskiptaffæði og lauk fyrri
hluta þess. Dvölin í Danmörku stóð í
fimm ár og þar eignuðust þau Engil-
bert fyrsta barnið.
Aftur var haldið til Islands. Ingunn
hóf að kenna við Fjölbrautaskólann á
Akranesi og annað barn kom í heim-
inn. En flökkueðlið var samt við sig og
tveimur árum eftir að heim var komið
var enn haldið út í heim. Að þessu
sinni varð England fyrir valinu, þar
sem Ingunn einbeitti sér að húsmóð-
urstörfum og lærði svolitla þýslcu.
Stórt stökk
Með tvö börn í farteskinu var snúið
heim á ný eftir ársdvöl í Englandi.
Ingunn lét ekki deigan síga og hélt
enn til náms, að þessu sinni við Há-
skóla Islands, þaðan sem hún lauk
B.A. prófi í ensku og dönsku. Engil-
bert var kosinn í bæjarstjórn Akraness
vorið 1978. Fimm árum sfðar eignuð-
ust þau þriðja barnið. En þrátt fyrir að
í nógu hafi verið að snúast leitaði hug-
urinn út fyrir landsteinana og að þessu
sinni var stökkið stórt. Afangastaður-
inn var Tansanía, þar sem Engilbert
og sfðar Ingunn einnig störfuðu við
þróunarhjálp í fimm ár.
Ingunn er mikil áhugamanneskja
unx þróunaraðstoð og á m.a. sæti í
stjórn Þróunarsamvinnustofhunar Is-
lands. Aðeins þremur dögum eftir
kosningar í vor var hún komin til
Malaví á vegum stofnunarinnar.
Fimm ára dvöl hennar í Tansaníu, þar
sem hún starfaði tvö síðustu árin á
vegum dönsku þróunarsamvinnu-
stofixunarinnar, hefur veitt henni
nokkra innsýn í málefni Afríku.
- Eflaust er það viðkvæmt umræðu-
efni en oft heyrast þær raddir að allt of
stór hluti fjár, sem ætlað er til þróun-
araðstoðar, komist ekki til skila vegna
fjárþurftar sjálfra stofnananna sem
annast aðstoðina. Nú hefur þú reynslu
af þessu, hver er þín skoðun á málinu?
„Því er ekki að neita að þarna er
vandi og verður ekki leystur í einni
svipan. Hvað varðar fjárhagshliðina er
það auðvitað rétt að hver einasta
króna kemst ekki beint til skila við þau
verkefni sem henni er ætlað að fara í.
En þetta er ekkert öðruvísi heima hjá
okkur. Við höfum ótal dæmi um van-
hugsaðar, glórulausar fjárfestingar.
Þegar öllu er á botninn hvolft verður
kannski ekkert minna úr því fé sem
ætlað er til uppbyggingarstarfs í Afr-
íku en annars staðar. En að sjálfsögðu
væri æskilegt að hlutfallið væri hærra.
Þetta hefur þó færst talsvert til betri
vegar á síðustu árum og ég er sann-
færð um að það kemur heilmikið út úr
aðstoðinni. Það að allt fé skuli ekki
skila sér er engin afsökun fyrir því að
hætta þessari aðstoð. Sú reynsla sem
ég hef af þessum málum hefur styrkt
mig í þeirri trú frekar en hitt að þró-
unaraðstoð eigi fullan rétt á sér og ég
lít á það sem skyldu okkar að taka þátt
í henni. Þessi neikvæða umræða á
kannski ekki síst þátt í því að viðhorf
Islendinga til þróunaraðstoðar er al-
mennt miklu neikvæðara en t.d. ann-
ars staðar á Norðurlöndum.“
Reynslan byggist á
afstöðu fólks
- Telurðu að árin í Afríku hafi e.t.v.
markað dýpri spor í þitt líf en dvöl í
nálægari löndum?
„I mínu tilvild kannski, já. En fólk
getur búið í Afríku árum saman án
þess að öðlast nokkra innsýn í þau
málefni sem heitast brenna á innfædd-
um. Þetta fer auðvitað eftir afstöðu
hvers og eins. Menn geta þess vegna
öðlast eftirminnilegri lífsreynslu við
það að búa norður á Ströndum! Jú, jú,
ég fékk vissulega ágæta innsýn í margt
af því sem þarf að færa til betri vegar.
Og því má ekki gleyma að við fórum
til Afríku fyrst og fremst vegna brenn-
andi áhuga á þróunaraðstoð og aukn-
um jöfnuði í heiminum. Dvölin í Aff-
íku gerir það kannski ekki síst að verk-
urn að maður er miklu þakklátari fyrir
það sem maður hefur. Og manni
verður ljósara en nokkru sinni eftir
svona dvöl, að það eru forréttindi að
fæðast í okkar heimshluta."
Arið 1990 sneru þau hjónin heim
reynslunni ríkari eftir Afríkudvölina.
Eftir að hafa flakkað saman um heim-
inn í tvo áratugi skildi leiðirárið 1991.
Engilbert hóf þá störf í Finnlandi hjá
norrænni stofhun, sem hefur það
verkefhi að lána til þróunarverkefrxa.
Ingunn dvelur nú um þessar mundir
einmitt í Finnlandi hjá eiginmanni
sínum.
Eftir þessa ferðasögu er ekki óeðli-
legt að þeirri spurningu sé varpað
fram hvort Ingunn hafi aldrei orðið
þreytt á þessum flækingi.
„Nei, það get ég ekki sagt. Eg er
þannig gerð að ég hef óskaplega mik-
inn áhuga á fólki og líður beinlínis illa
ef ég get ekki haldið uppi samræðum,
þar sem ég er hverju sinni. Og flakkið
á mér strax í bernsku veldur því senni-
lega að ég á gott með að laga mig að
breyttum aðstæðum. Sá eiginleiki hef-
ur reynst dýrmætur á öllum þessum
ferðalögum um heiminn og alveg eins
núna, þar sem við hjónin búum hvort
í sínu landinu.“
Komið að mér!
- Hvað kom til að þú fylgdir Engil-
bert ekki til Finnlands?
„Það var nú kannski fyrst og fremst
vegna barnanna. Við höfum flakkað
mikið um og í rauninni má segja að líf
okkar hafi einkennst af 3 - 5 ára tíma-
bilum, þar sem við höfum stöðugt
verið að flytja okkur um set. En Akra-
nes er okkar eiginlega heimili og hef-
ur verið jxað í gegnum allt þetta brarn-
bolt. Og svo má kannski segja í
nokkru gamni að mér hafi þótt kom-
inn tími tíl þess að láta til mín taka og
er því nú komin í bæjarstjórn!"
Því má skjóta inn hér að þess eru
ekki dæmi í 52 ára sögu bæjarstjórnar
Akraness að hjón hafi þar bæði átt
sæti. Því er oft haldið fram að það sé
ekki aðeins mikil vinna samfara því að
sitja í bæjarstjórn heldur þurfi að
koma til mikill sveigjanleiki maka svo
bæjarfulltrúar getí óskorað sinnt sín-
um verkefnum. Og orðið „fórn“ er
stundum nefnt í sömu andrá.
„Eg Jeit aldrei á það sem fórn af
minni hálfu þótt Engilbert ætti sæti í
bæjarstjóm. Kannski má rekja það til
einlægs áhuga míns á pólitík. Eg tók
fullan þátt í þessu með honum og
vænti þess að hann myndi gera slíkt
hið sama ef hann væri heima. Það
reynir hins vegar ekld eins mikið á það
hjá honum, þar sem hann vinnur er-
lendis. En ég lít á þetta sem hverja
aðra þegnskyldu, þ.e. bæði að gefa
kost á sér til stjórnunarstarfa á vegum
samfélagsins og þá alveg eins að sitja
hinum megin borðs, þ.e. í hlutverki
maka. Eg ólst upp við pólitíska um-
ræðu og hún var aldrei á leiðinlegum
nótum. Það var mikið líf og fjör í
kringum pabba og allt hans pólitíska
vafstur og það hefur svo sannarlega
smitað út frá sér. Eg lít eiginlega á
stjórnmál sem mitt aðaláhugamál á
lífsleiðinni og það hefur varla verið
pláss fyrir annað. Og auðvitað hefur
það ffekar eflt áhugann frekar en hitt
að Engilbert er á sömu línu.“
Stefndi aldrei að framboði
Þrátt fyrir að hafa starfað innan vé-
banda Alþýðubandalagsins um langt
árabil hafði það einhverra hluta vegna
aldrei hvarflað að Ingunni að gefa kost
á sér í kosningaslag. „Þó ég hafi alltaf
haft brennandi áhuga á pólitík var það
nú svo að ég hafði engan sérstakan
metnað fyrir því að fara sjálf í fram-
boð. Eg hafði einfaldlega aldrei hugs-
að út í það.“
- En það hefur varla komið þér á ó-
vart þegar þú varst beðin um að taka
sæti á framboðslista flokksins?
„Nei, kannski ekki. Eg hef haft
mikið og gott samneyti við skemmti-
legt fólk í Alþýðubandalaginu á Altra-
nes og e.t.v. var þetta eðlilegt fram-
hald af starfi mínu fyrir flokkinn. Það
var nokkuð rætt um það að vænlegt
væri að setja konu í 2. sæti listans en
mér fannst það ekki vera aðalmálið.
Sveinn Kristinsson, sem skipaði 2.
sætið á listanuxn, var reyndar fus til að
víkja fyrir mér en ég óskaði ekki eftir
því. En þegar ég fann fyrir áhuga á því
að ég færi fram skoðaði ég hug minn
og gaf kost á mér. Þriðja sætið varð
niðurstaðan og dæmið gekk upp, bet-
ur en við þorðum nokkru sinni að
vona.“
Alþýðubandalagið á Akranesi vann
sinn mesta kosningasigur til þessa í
vor, fékk þrjá bæjarfulltrúa en hafði
aðeins einn áður. Margir eru þeirrar
skoðunar að stóran hluta þeirrar fylg-
isaukningar sem flokkurinn fékk megi
skrifa beint á Ingunni, m.a. vegna
skeleggrar en jafnffamt „sjarmerandi“
framkomu hennar. Sérstaldega var
þetta sjónarmið áberandi meðal
þeirra sem voru að kjósa í fyrsta sinn.
Kennarareynslan hjálpaði
„Eflaust hefur það hjálpað mér að
ég er kennari og vön að umgangast
ungt fólk og nýt þess út í ystu æsar. Eg
hef kynnst hugarheimi þeirra vel og
veitt nokk hvar þeirra áhugamál
liggja. En ég held að það sé ekki hægt
að skrifa þennan sigur á mig. Við
tefldum fram einvalaliði, samstilltum
hópi, sem ekki aðeins aðhyllist sömu
skoðanir heldur er einnig tengdur
vináttuböndum. Sá þáttur held ég að
hafi vegið hvað þyngst. Rétt eins og í-
þróttunum skiptir mórallinn miklu
máli. Og ég held að það hafi sést á
okkur í kosningabaráttunni að við
vorum eins og lítil, samhent fjöl-
skylda."
Eftir kosningarnar var Alþýðu-
bandalagið í þeirri óvenjulegu að-
stöðu að vera lykilafl í myndun nýrrar
bæjarstjórnar. Framsókn var boðið
upp í dans en afþakkaði og í kjölfarið
tókst meirihlutasamstarf með Sjálf-
stæðisflokki.
„Eg er mjög sátt við þessa sam-
vinnu og finnst þetta hafa farið mjög
vel af stað. Og ég vona bara að við
náum að standa undir því trausti sem
kjósendur sýndu okkur með því að
koma okkur í þessa ánægjulegu að-
stöðu.
Pólitík ekki lífsstarf
- Eiginmaðurinn í útlöndum og þú
„einstæð móðir“. Kemur kosning þín
í bæjarstjórn ekki til með að raska tdl-
verunni?
„Ugglaust gerir hún það. Eg er
reyndar búin að ákveða að minnka við
mig kennsluna og hef óskað eftir
breytingu á mínum vinnutíma. Eg lít
á setu í bæjarstjórn sem skemmtilegt
verkefni til að takast á við en ég geri
mér það alveg ljóst að ég set mig ekki
inn í öll mál í smáatriðum. Enda á-
kváðum við bæjarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins strax við upphaf kosn-
ingabaráttunnar að marka okkur bás í
bæjarmálefhunum og sérhæfa okkur
að nokkru leytí. Ég held að það sé
rökrétt stefna."
- Nú hafið þið hjónin haft hlut-
verkaskipti. Sérðu fyrir þér að þú
leggir pólitíkina fyrir þig f auknum
mæli til frambúðar?
„Fyrir mér er þetta kannski ekki
eins nýtt og mörgum öðrum sem eru
að fara í bæjarstjórn í fyrsta sinn. Eg
veit nákvæmlega hvað ég er að fara út
í. Auðvitað á maður aldrei að segja
aldrei. En að ég leggi pólitík fyrir
mig, nei, ég get ekki sé það fyrir mér.
Mér finnst svo gaman að kenna. En ég
dáist að því fóki sem er reiðubúið að
leggja þetta fyrir sig sem lífsstarf og
ber almennt mikla virðingu fyrir
stjórninálainönnum."
Sigurður Sverrisson