Vikublaðið - 15.07.1994, Page 12
Munið
áskriftarsímann
nSHBHiBHMBMBUBnm
17500
Fríverslunarsamningxir við
Bandaríkin og/eða aðild að
Fríverslunarsamningi Norð-
ur-Ameríku, NAFTA, er álitlegur
kostur fyrir viðskiptahagsmuni Is-
lendinga. Þetta er niðurstaða rit-
gerðar sem Viggó Einar Hilmars-
son skilaði nýlega til BA-prófs í fé-
lagsvísindadeild Háskólans.
Viggó segir Islendinga standa
frammi fyrir Jnem kostum í utanríkis-
viðskiptum. í fyrsta lagi að ganga inn í
Evrópusambandið, ESB, í öðru lagi
að fara í tvíhliða viðræður við ESB og
í þriðja lagi að gera fríverslunarsamn-
ing við Bandaríkin og/eða aðild að
NAFTA.
NAFTA varð til fyrir tveim árum
þegar leiðtogar Bandaríkjanna,
Kanada og Mexíkó staðfestu samn-
inginn sem byggði á fríverslunar-
samningi tveggja fyrstnefndu ríkj-
anna. NAFTA er ólíkt ESB að því
leyti að ekki er gert ráð fyrir að aðild-
arríkin framselji vald til yfirþjóðlegra
stofnana og frjáls flutningur vinnuafls
er ekki leyfður innan aðildarríkja
NAFTA. Þá er ekki gert ráð fyrir að
aðildarlönd NAFTA móti sameigin-
lega stefhu í utanríkismálum eða sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarmálum.
í ritgerðinni rekur Viggó viðleitni
íslenskra stjórnvalda til að fá Banda-
ríkjamenn að viðræðuborði um frí-
samning við íslendinga. Ári áður
höföu Bandaríkjamenn gert fríversl-
unarsamning við ísraela og markaði sá
samningur stefnubreytingu hjá stjórn-
völdum í Washington.
Meginrök fyrir gerð fnverslunar-
samnings við Bandaríkin eru bættur
markaðsaðgangur íslenskra fyrirtækja
og jöfhun samkeppnisstöðu Islands og
Kanada á Bandaríkjamarkaði, en
Kanadamenn hafa verið samkeppnis-
aðilar okkar á sjávarútvegsmörkuðum
fyrir vestan. Þá yrði Island vænlegri
kostur fyrir erlendar fjárfestingar. Is-
land gæti orðið eina ríkið með toll-
frjálsan aðgang bæði að Bandaríkja-
markaði og innri markaði Evrópu-
bandalagsins. Það er hugsanlegt að
það væri kostur fyrir bandarísk fyrir-
tæki ef Island yrði eina EES-landið
utan ESB. Framleiðsla sem bæri til-
tölulega háa tolla í Evrópusamband-
inu væri betur komin hér en í Banda-
ríkjunum. Þetta er þó ókannaður
möguleild. Einnig er þess að geta að
bandarískur varningur yrði ódýrari
fyrir íslenska neytendur.
Bandarískt stjórnvöld létu sér lengi
vel fátt um finnast áhuga íslendinga á
fríverslunarsamningi. Itrekaðar til-
raunir til að koma málinu á dagskrá
hafa hinsvegar leitt til þess að Banda-
ríkjamenn eru farnir að svara Islend-
ingum. Utanríkismálanefnd Alþingis
fór til Bandaríkjanna í vor og mætti
þar meiri skilningi en áður þótt áhugi
Bandaríkjamanna beinist fremur að
nánari viðsldptatengslum við ríki Suð-
ur-Ameríku. Bandarískir þingmenn
voru jákvæðir gagnvart þeim hug-
myndum sem utanríkismálanefhd
reifaði.
Viggó telur að fríverslunarsamn-
ingur við Bandaríkin sé raunhæfur
möguleiki. „Gagnvart Islandi er stað-
an nú þannig að ef ákveðið yrði að
leita eftir gerð fríverslunarsamnings
við Bandaríkin gætu samningaviðræð-
ur ekki hafist fyrr en 1995, það er eft-
ir að Bandaríkjaþing hefur afgreitt
nauðsynlegar lagabreytingar vegna
Urúgvæsamningsins. Eins og staðan
er um þessar mundir er þó líklegast að
gerður verði annað hvort ramma-
samningur við Bandaríkin eða tvíhliða
samningar um einstök mál. Slíkir
samningar gætu þróast yfir í ffíversl-
unarsamning síðar. Möguleikar Is-
lands á því að gerast aðili að NAFTA
eru vissulega fyrir hendi en það ferli
gæti tekið mörg ár í framkvæmd,"
se^ir Viggó.
I niðurlagi ritgerðarinnar segir að
hvort sem ísland ákveði að styrkja
tengsl sín við Evrópu frekar, eða láta
sitja við EES-samninginn, sé mikil-
vægt að treysta sem best viðskipta-
tengslin við Bandaríkin.
verslunarsamning milli landanna. Schram þar sem skorað var á þáver-
Vorið 1986 var samþykkt á Alþingi andi ríkisstjórn að kanna vilja Banda-
þingsályktunartillaga Gunnars G. ríkjamanna til að gera fríverslunar-
Verður maður hraustur af NAFTA?
NAFTA álitlegur kostur fyrir ísland
Verð frá 1.2
i
z
I
SCOUPE TÚRBÓ
...og gamanið hefstfyrir alvöru
HYunoni
...til framtídar
Hyundai Scoupe er hannaður fyrir þá sem hafa
yndi af akstri og þora að vekja athygli. Útlitið er
ferskt og sportlegt og þýður akstur bílsins í
samræmi við mjúkar bogadregnar línur hans.
SjMfa
40
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMl: 3 12 36
Láttu drauminn rætast - fáðu þér fallegan sportbíl
og njóttu þess að vera úti að aka.
Álfelgur
® Vindskeið með
bremsuljósum
• Útvarp, geislaspilari
og 4 hátalarar
• Leðurklætt stýri
• 1500 cc
• llóhestöfl