Vikublaðið


Vikublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 1
Sólveig Bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins í ónefhdu byggðalagi á Suð- urnesjum hefur milda reynslu af samvinnu og sameiningu í stjórnmálastarfi. Hún ræðir þólitík á bls. 6-7 Jón Sæm. Hann er út um allt: Myndlistar- maður, leikari í íslenskri bíó- mynd, framleiðir lampa úr þvottaefnisbrúsum og byggir kastala á fjallstoppum. Iiver er Jón Sæm? Bls. 4 Svavar Fyrrverandi menntamála- ráðherra ræðir skólastefnu núverandi menntamálaráðherra og segir ekki von á góðu þegar leyninefnd er látin stjórna ferðinni. BIs. 5 30. tbl. 3. árg. 5. ágxist 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Ríkisstjórmn hefur gefíst upp Ólafur Ragnar Grímsson: Hér verður að koma til ný stjórnarstefna með allt öðrum áherslum en þeim sem þessi ríkisstjórn hafði. Við í Alþýðubandalaginu göngum til kosninga með ítarlega og viðamikla stefnuskrá essi ákvörðun Davíðs Odds- sonar um að boða til þing- kosninga er auðvitað viður- kenning á uppgjöf. Þessari ríkis- stjóm var ætlað að endurvekja gamlan draum um langvarandi Viðreisn, en nú er hins vegar hlaupið frá borði eftir rétt rúmlega þriggja ára stjómarsetu og forystu- menn ríkisstjómarflokkanna hafa varla ræðst við frá því á síðastliðnu hausti, segir Ólafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðubandalagsins. Nú er orðið borðleggjandi að þing- kosningar fari fram í haust, væntan- lega í byrjun október. Astæður þess að stjórnin kýs að sitja ekki út kjörtíma- bilið eru margar. Fyrir utan almenna og persónulega samstarfsörðugleika nefha menn að framundan er erfið fjárlagagerð. Halli ríkissjóðs verður 13 til 15 milljarðar í ár og halli næsta árs stefn- ir að óbreyttu í að vera um 20 millj- arðar. Þá er nefnt að vextir fara upp á nýjan leik. Þessu til viðbótar spáir Þjóðhags- stofhun áframhaldandi miklu atvinnu- leysi ofan í vaxandi óróa á vinnumark- aðinum. Frammi fyrir þessum vanda- málum hefur ríkisstjórnin því ákveðið að gefast hreinlega upp. Ólafur Ragnar segir Alþýðubanda- lagið tilbúið í slaginn. „Hér verður að koma til ný stjórnarstefna með allt öðrum áherslum en þeim sem þessi ríkisstjórn hafði. Við í Alþýðubanda- laginu gáfum út í vor bókina Utflutn- ingsleiðin, sem oftar er nefnd Græna bókin. Þar er í ítarlegu máli lýst stefhu nýrrar hagstjórnar á Islandi. Við göngum því til kosninga með ítarlegt og viðamikila stefnuskrá. Eg veit ekki hvernig aðrir flokkar standa eða hvað þeir munu boða, nema að Jón Baldvin boðar aðild að Evrópusambandinu. Raunveruleg vandamál dagsins eru hins vegar allt önnur; atvinnuleysi, stöðnun, ríkissjóðshalli, aukið misrétti í launamálum og vaxta- og peninga- kerfi sem er ekki í neinum takti við samkeppnislöndin okkar,“ segir Ólaf- ur. Þingmenn Alþýðubandalagsins og formenn kjördæmisráða hafa verið boðaðir á vinnufund til und- irbúnings kosningum. Fundurinn verður ld. 10 á laugardegi í höfuð- stöðvum flokksins að Laugavegi 3. Dagsbrún hafnar ASÍ Verkamannafélagið Dags- brún íhugar að segja sig úr Alþýðusambandi íslands. Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar segir að úrsögn úr ASI verði tekin á dagskrá á næst- unni. - Við erunt skotspónn ASÍ- klíkunnar og höfum takmarkalausa fyrirlitningu á vinnubrögðum hennar, segir Guðmundur J. Guðmundsson. Síðusm misserin hefur verið stirt á milli Dagsbrúnar og Alþýðusam- bandsins. Kom það ineðal annars fram í deilu BSRB og ASI síðastliðinn vetur um félagsaðild starfsfólks Stræt- isvagna Reykjavíkur. I óþökk ASÍ studdi Dagsbrún kröfu starfsfólks um áframhaldandi aðild þess að launþega- samtökum opinberra starfsmanna þótt Sjálfstæðismenn í borgarstjórn einkavæddu SVR. Forysta Dagsbrúnar er afar óánægð með frammistöðu ASI í umræðunni um sjúkrasjóði verkalýðsfélaga sem Morgunblaðið hefur haldið gangandi síðustu vikurnar. A síðum Morgun- blaðsins hefur Dagsbrún verið sökuð um óréttláta misinunun gagnvart þeim sem greiða í sjúkrasjóð félagsins. Jóhanna samfylkir Jóhanna Sigurðardóttir fyrrver- andi félagsmálaráðherra fær stuðning fjölmarga aðila við hugmyndir sínar um samfylkingu félagshyggjufólks í komandi þing- kosningum. Fullyrt er að Jóhanna íhugi sterk- lega ffamboð nýs lista ef ekki verður af breiðri samfylkingu. í öllu falli er rætt um stjórnmálaafl er legði höfuð- áherslu á róttæka efnahagsstefnu, uppstokkun ríkisfjármála, hagsmuni launafólks og uppbyggingu velferð- arkerfisins. Meðal þeirra sem sagðir eru vel- viljaðir samfylkingarhugmyndum með Jóhönnu er Ögmundur Jónas- son formaður BSRB, en hann er yfir- lýstur áhugamaður um uppstokkun flokkakerfisins. Ögmundar bíður á hinn bóginn BSRB-þings í október með formannskjöri, sem gerir ákvörðun um pólitískt framboð hans erfiðara en ella. Þá er Agúst Einarsson fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans talinn hlynntur ráðagerðum Jóhönnu. Bréf sem Ari Skúlason, ffamkvæmda- stjóri ASÍ, skrifaði öllum samböndum og félögum ASI var túlkað sem löðr- ungur á skrifstofum Dagsbrúnar. - Við heyrum aðeins í ASI-mönn- um í fféttum og lesum þá í Morgun- blaðinu. Það er eins og það sé póst- og símasambandslaust á milli ASI og Dagsbrúnar. Þeir hundsa okkur, segir Guðmundur J. Guðmundsson og spyr um tilgang aðildar að Alþýðusam- bandinu. Guðmundur J.; Við erum skotspónn ASÍ-klíkunnar. Ráðherravald ofar lýðræði Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra hundsaði vilja allra um- sagnaraðila þegar hann veitti Jón- ínu Þóreyju Tryggvadóttur skóla- stjórastöðu Hvolsskóla á Hvols- völlum. Kennararáð og skólanefhd Hvolsskóla auk fræðslustjóra Suð- urlands mæltu eindregið með Unnari Þór Böðvarssyni í skóla- stjórastöðuna. Jónína hefur hafnað því að taka við skólastjórastöðunni og ráðherra fær málið til afgreiðslu á ný. Vinnubrögð ráðherra vöktu reiði meðal Sunnlendinga, sérstaklega þeirra sem starfa að skólamálum. Skólastjórafélag Suðurlands sam- þykktj harðorð mótmæli og skóla- nefnd Hvolsskóla vítti ráðslag Ólafs G. Einarssonar. Unnar Þór Böðvarsson: Heimamenn vildu hann en ráðherra ekki. Eiríkur Jónsson formaður Kenn- arasambands Islands segist ekki þekkja fordæmi fyrir því að ráðherra gangi þvert á vilja allra umsagnaraðila við veitingu skólastjórastöðu. Kenn- arasambandið hefúr þá reglu að fjalla ekki um einstakar stöðuveitingar, séu þær innan laga og reglna. I þessu til- felli sé enginn vafi á valdi ráðherra til að veita stöðuna. Unnar Þór Böðvarsson er skóla- stjóri í Reykholti í Biskupstungum en Jónína Þórey Tryggvadóttir er að- stoðarskólastjóri Fósturskóla Islands. Unnar hefur lengri starfsreynslu en Jónína meiri menntun. Skólastjórafélag Suðurlands bendir á að embættisveiting Ólafs sé í fiill- kominni mótsögn við yfirlýsta stefhu ráðherrans um aukna valddreifingu í skólakerfinu. I yfirlýsingu félagsins er spurt hvort ráðherranum sé ekki al- vara með boðaðri skólastefhu. Samþykkt Skólastjórafélagsins var send ráðherra og fjölmiðlum snemma á miðvikudag og síðdegis sama dag boðaði skólanefnd Hvolsskóla til fundar þar sem ráðstöfun skólastjóra- stöðunnar var til umræðu. Nefndin mótmælti veitingu ráðherra en fáum mínútum eftir að fundi lauk hafði Jón- ína samband við formann skólanefnd- ar, Agúst Inga Ólafsson, og sagði að hún myndi ekki þiggja skólastjóra- stöðuna. Jónína vildi ekki tjá sig um málið þegar Vikublaðið hafði sam- band við hana. Agúst Ingi sagði að heimamenn vonuðust til að farið yrði að vilja þeirra þegar ráðherra fær málið til af- greiðslu á ný. - sjá leiðara Krata- poppari verður sendi- herra Jón Baldvin Hannibalsson hefur skipað flokksbróður sinn Kjartan Jóhannsson sendiherra í London, en starf- inu getur Kjartan ekki sinnt fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár, því í millitíðinni verður hann upptekinn sem firamkvæmda- stjóri EFTA. Núverandi sendi- herra í London, Helgi Agústs- son, hefur verið kallaður heim til starfa frá næstu áramótum. Til að brúa bilið hefur Jón Baldvin ákveðið að Jakob Frí- mann Magnússon menningarfull- trúi verði sendiherra þar til Kjart- an losnar, sem enginn veit í raun hvenær verður. Fullyrt er að mik- il óánægja sé með þessar ráðstaf- anir innan utanríkisþjónustunnar og tala margir um reginhneyksli. Ráðstafanir þessar þykja óþarfar á þessum tímapunkti og augljóst að Jón Baldvin er að skipa málum eftir sínu nefi áður en hann yfir- gefur utanríkisráðuneytið eftir kosningar. Björn Bjarnason formaður ut- anríkismálanefhdar Alþingis hitti ráðuneytisstjóra utanríldsráðu- neytisins á þriðjudag og mun Björn vera afar óánægður með þessa ráðstöfun Jóns Baldvins. Utanríkismálanefndin hittist á fundi í gær og verður að telja víst að þetta inál hafi borið á góma. Rökin fyrir því að kalla Helga Agústsson heim eru sögð þau að þörf sé á starfskröftum hans á Is- landi. En þegar ráðuneytisstjór- inn var spurður í fjölmiðlum gat hann ekki útskýrt hvaða verkefni Helga séu æduð. Almennt er litið svo á innan diplómatastéttarinnar að sendiherrastaða hér heima sé stöðulækkun.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.